Morgunblaðið - 02.01.2021, Page 52

Morgunblaðið - 02.01.2021, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2021 Af kórónuveirunni og að finna huggun í listum Það sem ég saknaði mest á meðan allt var lokað voru söfnin, listagalleríin og leikhúsið — það eru tindar tilverunnar. Á liðnum vetri fór ég í sérstaka heimsókn til Vínar og sá þrjár listsýningar þar sem boðið var upp á verk þriggja mikilla meistara: Jans van Eycks, Caravaggios og Albrechts Dürers. Við hverja einustu mynd laust því niður í mig að ég hefði aldrei séð neitt þessu líkt áður. Málverk Caravaggios frá 1607 af Davíð með höfuð Golíats í hendi sér: tilþrifin og lífskraftur- inn. Frá sýningunni á verkum Dürers, svart blek á grænum pappír, sjálfsmynd af honum nöktum eins og hann sá sig í speglinum — nak- inn sannleikurinn! Á myndinni Madonna við brunninn eftir van Eyck er kornabarni Maríu meyjar þrýst að kinn hennar, hendur drengsins liggja á viðbeini hennar og litlar barnafellingar myndast á baki hans. Stundum hugsa ég um þetta málverk þegar ég leggst til svefns; það er alger friður á jörð. Í faraldrinum þurfum við að ganga á okkar innri auðlindir. Fyrir mér er listin tímalaus; hún stöðvar klukkuna. Hún er í raun eftirlíking veruleikans. Og mikil list skiptir jafn miklu máli í nútímanum og hún gerði þegar hún varð til. Af stjórnmálum og hagkerfi heimsins Ég skilgreini stjórnmálamann í kapítalism- anum sem persónu sem hefur kraftinn til að leiða þjáningu hjá sér. Spilling er hnattræn og kapítalismi er jafn spilltur og rotið epli, kominn mörg ár fram yfir síðasta söludag. Það er aðeins ein leið út úr eyðileggingunni: í stað hans komi sanngjörn skipting auðs. Ríkisstjórnir eiga að vera gæslumenn lands; land ætti ekki að vera í einkaeigu. Og varð- veislan ætti að stjórnast af meginreglunni „það sem er gott fyrir plánetuna er gott fyrir efna- haginn“. Söguþráðurinn breytist bara þegar heim- urinn breytist. Af aðgerðahyggju Frá árdögum pönks á áttunda áratugnum hef ég beitt mér gegn stríði og fyrir mannréttind- um. Ég vil að allir viti að kapítalismi og grimmd eru tengd. Þetta geri ég í gegnum vefsíðuna mína Climate Revolution. Á félagsmiðlum klæði ég mig upp í hverri viku fyrir föstudagsræðurn- ar mínar, nota tískuna mína til að gera fólk virkt í pólitík. Hvernig eigum við að bjarga heiminum frá spillingu og loftslagsbreytingum ef fólk er ekki meðvitað? Af loftslagsbreytingum Við horfum í gegnum linsu á heim í deiglu. Ef mannkyn snýr sjónaukanum ekki við blasir við fjöldaútrýming. Loftslagsbreytingar verða orðnar svo miklar að ekki verður aftur snúið. Þess vegna stofnaði ég Climate Revolution: til að bjarga umhverfinu með því að vinna með samtökum, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Markmið okkar er að tala einni röddu. Sem að- gerðasinni hef ég búið til margar skýringar- myndir þar sem ég tala fyrir pólitískum málum og umhverfismálum og endurvann með því að hanna spilastokk. Og sjá! Í spilunum liggur svarið — heildaráætlun til að bjarga heiminum: kaupa minna, hætta niðurgreiðslum til iðn- aðarveiða, mennta börn og svo framvegis. Við erum meira að segja með stefnuskrá þar sem gerð er grein fyrir þörf okkar á að færast burt frá kapítalisma til þess sem ég kalla „einskis manns land“ — sýn af heimi sem byggir á þeirri grundvallarreglu að enginn skuli mega eiga land. Af tísku og sjálfbærni Draga úr, endurnýta, endurvinna. Ekki er nóg að endurvinna til að draga úr loftslags- breytingum, en með því að draga úr og endur- nýta getum við haft raunveruleg áhrif. Einn af mikilvægustu hlutunum, sem ég hef sennilega nokkurn tíma sagt er: Kaupið minna, veljið vel, látið það endast. Allt snýst þetta um gæði, ekki magn. Vinsæl föt eru nú ekkert annað en vélunnin íþróttaföt og ódýrir larfar framleiddir á stöðum á borð við þrælakistur í Indónesíu og Kína. Í staðinn þurfum við að byrja aftur að framleiða hágæðafatnað. Val okkar sem neytendur getur haft gríðarleg áhrif á tískuiðnaðinn. Af lærdómum sögunnar Lestur er mín dýrð. Aristóteles skilgreinir hamingjuna sem að uppfylla eigin verðleika. Með því verðum við þau sem við erum — alveg eins og akarnið verður að eik. Lestur gerir það fyrir mig: Þú finnur sjálfan þig af því að þú gleymir þér og setur þig í spor einhvers annars. Það er samþjappaðasta leiðin til þess að tengj- ast heiminum og uppgötva mannlega náttúru. Þú nærð því út sem þú leggur inn. Ég stofnaði bókaklúbb sem nefnist „Hugs- uðir sameinist“ til að ýta undir lestur. Það er eitt að lesa dagblöðin til að fylgjast með okkar tímum, en við þörfnumst einnig fortíðarinnar. Miklar bókmenntir eru tímalausar. Ég mæli með klassísku verkunum vegna þess að þau hafa staðist tímans tönn og veita yfirsýn yfir þá tíma sem þau urðu til á. Við erum fortíðin; við fáum ekki skilið heiminn nema við vitum hvað gerðist á undan okkur. ©2020 The New York Times Company og Vivienne Westwood. Á vegum The New York Times Licensing Group. Frá sýningu á fatalínu Vivienne Westwood á tísku- viku fyrir karla í London 17. júní 2017. Westwood fékk innblástur fyrir línunni, sem er ókynbundin, frá umhverfisverndarstarfi sínu. Tom Jamieson fyrir The New York Times Spaðagosi úr spilastokki Westwood. Vivienne Westwood Bakhlið spilastokks Westwood. Vivienne Westwood Vivienne Westwood er með áætlanir um að bjarga heiminum Fyrir hönnuðinn og aðgerðasinnann var árið 2020 tími til að yfirheyra sjálfa sig um þau vandamál í pólitík og umhverfismálum sem halda áfram að hrjá þjóðfélög alls staðar. VIVIENNE WESTWOOD er hönnuður og aðgerðasinni. Ég mæli með klassísku verkunum vegna þess að þau hafa staðist tímans tönn og veita yfirsýn yfir þá tíma sem þau urðu til á. Við erum fortíðin; við fáum ekki skilið heim- inn nema við vitum hvað gerðist á undan okkur. TÍMAMÓT: VAL OKKAR SEM NEYTENDUR GETUR HAFT GRÍÐARLEG ÁHRIF Á TÍSKUIÐNAÐINN ’’

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.