Morgunblaðið - 02.01.2021, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2021
Ég er matreiðslumeistari sem trúir á að fæða
fjöldann, ekki aðeins hina fáu. Þannig að þegar
sóttkví var kynnt til sögunnar í Bandaríkj-
unum fyrr á árinu sem var að líða fór teymið
mitt hjá World Central Kitchen, neti mat-
reiðslumeistara og góðgerðarstofnana víða um
heim, að leita að stöðum þar sem hægt væri að
fæða þann mikla fjölda sem hafði orðið fyrir
skakkaföllum vegna faraldursins og nið-
ursveiflunnar af hans völdum.
Það þurfti ekki snilling til að sjá hvar skór-
inn kreppti að. Þau samfélög sem líða mest
vegna Covid-19 eru þau sem þjást mest vegna
fátæktar og efnahagslegs óréttlætis – þar má
nefna heimaslóðir Navahó-þjóðarinnar í vest-
urhluta Bandaríkjanna sem eru stærri en tíu
ríki í landinu okkar en gleymast oft þegar við
segjum sögu Bandaríkjanna.
Navahóar kalla landið Dinétah – sem þýðir
bókstaflega „meðal fólksins“ – og um miðjan
maí var faraldurinn ekki aðeins kominn til
þeirra heldur var smittíðnin sú hæsta í land-
inu. Það mátti ekki bara rekja þetta til óheppni
frekar en aðra heita smitreiti kórónuveir-
unnar. Þriðjungur heimila í heimkynnum
Navahóa er ekki með rennandi vatn og tæp-
lega helmingur fjölskyldna er við eða undir fá-
tæktarmörkum.
Hjálparteymi frá okkur fór til Fort Defiance
í Arizona-ríki og aðstoðaði við að undirbúa
rúmlega 1.500 fjölskyldumatarskammta á
viku. Í hópnum voru stúdentar frá staðnum.
Einn þeirra er Sophia Ynzunza, sem er að læra
sálfræði við Arizona-háskóla. Hún áttaði sig
fljótt á því að starfið snerist um meira en bara
að fá borgað. „Þetta snýst um að gefa fólkinu
mínu svo að það þjáist ekki lengur,“ sagði hún.
„Matur er náttúra í augum míns fólks. Áður
fyrr ræktuðum við kornið okkar. Matur er ást.
Til þess að lifa af þarf maður að borða.“
Diskur með mat er meira en uppskrift. Á
krepputímum er hann til marks um að ein-
hverjum stendur ekki á sama. Á venjulegri
tímum færir hann fjölskyldu og vini saman.
Það sem er á diskinum getur gert okkur
hraustari eða gert okkur veik. Kokkurinn var
ekki einn um að móta kostinn á diskinum, þar
eiga pólitík og viðskipti sinn þátt.
Faraldursárið var okkur áminning um svo
margt sem við höfðum gleymt eða leitt hjá
okkur. En þar munum við einnig finna leiðina
fram á við þannig að einn dag getum við fætt
Bandaríkin með jafnrétti að leiðarljósi. Með
því að snúa aftur til rótanna held ég að við get-
um varðað leið til betri framtíðar fyrir okkur
og samfélög okkar.
Þegar sóttkví breytti því hvernig við lifum
lífi okkar hrundi fæðuhagkerfið. Veit-
ingastöðum og hótelum var lokað og fæðukeðj-
an rofnaði. Stórverslanir börðust við að koma á
heimsendingum og bændur fóru að eyðileggja
uppskeru og lóga dýrum. Mörg hundruð þús-
und óklakin egg, milljónir mjólkurlítra, millj-
ónir kílóa af kartöflum – allt fór þetta í súginn.
Brestirnir í stefnu okkar í fæðumálum voru
augljósir sérfræðingum löngu áður en við viss-
um af kórónuveirunni. Faraldurinn varð til
þess að þessir misbrestir blöstu við restinni af
heiminum.
Á æðstu stigum bandaríska stjórnkerfisins –
í því sem lýtur að því að bregðast við hamför-
um, þjóðaröryggi, efnahagsstefnu, heilsu al-
mennings og landbúnaði – fer enginn einn
embættismaður með málaflokkinn með sam-
ræmdum hætti.
Það er ekki bara að forgangsatriðin séu
röng; það er einfaldlega engin áhersla lögð á
mat. Við fjárfestum meira í og látum okkur
meira varða orkuna sem knýr bílana okkar og
trukkana en orkuna sem knýr líkama okkar.
Þegar faraldurinn skall á setti bandaríska
landbúnaðarráðuneytið 16 milljarða dollara
(tvær billjónir króna) til hliðar í neyðaraðstoð
fyrir bændur, sem voru að farga uppskerunni
sinni, en notaði aðeins þrjá milljarða dollara
(379 milljarða króna) í að kaupa af þeim fersk-
meti, mjólkurvörur og kjöt og dreifa þeim til
að metta svanga munna. Veitingastöðum sem
fyrir faraldurinn höfðu verið með 12 milljónir
manna í vinnu var lokað með opinberri til-
skipun, en þeir fengu enga hjálp. Flugfélög í
Bandaríkjunum, sem eru með 700 þúsund
manns í vinnu, fengu 25 milljarða dollara (3,1
billjón króna) og héldu áfram að fljúga.
Samkvæmt upplýsingum frá bandarísku
hagstofunni var staðan þannig seint í júlí að 30
milljónir fullorðinna Bandaríkjamanna – einn
af hverjum níu nágrönnum okkar – fengu ekki
nóg að borða. Langar biðraðir mynduðust fyr-
ir utan staði þar sem veittar voru matargjafir,
og okkar eigin eldhús og stóðu í marga klukku-
tíma. En þingið í sínu basli gat ekki einu sinni
komið sér saman um að hækka útlát í mat-
armiða um 15%, sem þó hefði aðeins orðið til
að 80 sent (101 króna) bættust við hámarks-
upphæðina 5,48 dollara (692 krónur) handa
fjögurra manna fjölskyldu.
Það er ekki minna vit í neinu af þessu en er í
okkar hefðbundnu stefnu í fæðumálum. Við
borgum milljónir til að niðurgreiða bændur,
sem rækta vörur í ruslfæðið okkar – korn,
sojabaunir, hveiti, hrísgrjón, dúrru, mjólk og
kjöt – á meðan skólamáltíðaverkefnið borgar
aðeins 3,68 dollara (465 krónur) fyrir málsverð
á barn fyrir ókeypis hádegismat í öllum
Bandaríkjunum.
Sannleikurinn er sá að sultur og heilsa okk-
ar eru orðin pólitískt viðfangsefni, ekki heilsu-
farslegt. Og við vitum hvernig á að leysa úr því
sem á bjátar í fæðumálum. Okkur vantar for-
ustuna.
Á komandi ári getum við bætt úr því hvernig
við eldum fyrir og fæðum Bandaríkin. Á þess-
ari lykilstundu fyrir land okkar og heiminn
getum við búið okkur heilbrigðari framtíð, sem
stendur alheimsáföll betur af sér.
Fyrir brot af kostnaðinum við að bjarga
heilu iðnaðargreinunum er hægt að betr-
umbæta eldhús í skólum á vegum hins op-
inbera og borga hinn raunverulega kostnað við
fría og næringarríka skólamáltíð. Á neyð-
artímum verða skólarnir samfélagseldhús; það
eru enn matareyðimerkur í þessu landi, en það
eru fáar skólaeyðimerkur. Við getum stórbætt
heilsu þeirra fjölskyldna sem eru í viðkvæm-
ustu stöðunni með því að bæta matarframboð í
verslunum og skólastofum.
Frekar en að treysta á gjafir einkaaðila til
góðgerðarstofnana getum við notað opinbera
sjóði til að koma kaffihúsum og veitingastöðum
aftur á lappirnar á meðan almannavarnastofn-
unin FEMA borgar fyrir raunverulegar matar-
áætlanir. Við getum beint niðurgreiðslum til
smærri bóndabæja og bænda sem selja hollari
mat til nálægra markaða. Rúmri öld eftir að
Upton Sinclair ljóstraði upp um ömurlegar
aðstæður í kjötpökkunarverksmiðjum í Chi-
cago getum við bætt líf okkar mikilvægustu
verkamanna, ekki bara úti á akrinum, heldur í
þessum sömu verksmiðjum í dag.
Fyrst og fremst getum við forgangsraðað og
straumlínulagað stefnuna í matvælamálum með
því að koma á fót nýjum ráðherra matvæla og
landbúnaðar, sem ætti sæti í öryggisráðinu og
hefði það verkefni að bæta næringu þjóðar-
innar. Við vitum að lélegt mataræði leiðir til lé-
legrar heilsu þannig að á meðan við bíðum eftir
nýjum bóluefnum og meðferðum við kórónu-
veirunni er besta leiðin til að bæta heilsu okkra
að auka gæði næringar. Við þurfum ekki bara
að undirbúa okkur undir batann heldur næsta
faraldur og þær hörmungarógnir sem við blasa
vegna loftslagskreppunnar. Með því að gera
það getum við læknað miklu meira en hungur.
Í miðjum faraldrinum var teymið mitt í mið-
hluta Kaliforníu að útbúa málsverði fyrir fé-
laga í stéttarfélagi landbúnaðarverkamanna
sem tína uppskeruna. „Við leggjum svo hart að
okkur til að fólk hafi mat á borðum. Og samt
erum það við sem eigum ekki mat ofan í okkur
sjálf,“ sagði Carolina Elston, sem tínir bláber
og vínber til átu. „Að fá mat er viðurkenning á
því hvað við erfiðum í vinnunni og leggjum af
mörkum til velferðar í landinu.“
Matur er fljótlegasta leiðin til að endurreisa
samfélagskennd okkar. Við getum komið fólki
aftur í vinnu við að búa hann til og bera fram
og bætt líf okkar með því að berjast gegn
hungri. Okkur vantar von um betri heim árið
2021 og ekkert er betra fyrir vonir og vænt-
ingar en tilhugsunin um að deila matnum, og
okkar er að brauðfæða þjóð.
©2020 The New York Times Company og José
André. Á vegum The New York Times Licensing
Group.
Artie Yazzie er 39 ára gamall lífrænn bóndi og hefur yfirumsjón með Teesto-samfélagsgarðinum í þeim hluta byggða Navahóa, sem eru í Arizona.
Hann fjármagnar verkefnið að hluta með 2% skatti, sem Navahóar leggja á óholl matvæli á borð við gosdrykki.
John Burcham/The New York Times
Fólk bíður í röð eftir mat við kirkju í Silver
Spring í Maryland í ágúst. Fleiri vilja nú að-
stoð, en framlög hafa dregist saman.
Cheriss May/The New York Times
Við þurfum fæðumálaráðherra
Búi ekki allir við mataröryggi munu Bandaríkin aldrei ná sér að fullu af faraldrinum.
JOSÉ ANDRÉS
er matreiðslumeistari og stofnandi World Central
Kitchen.
Brestirnir í stefnu okkar í fæðumálum voru
augljósir sérfræðingum löngu áður en við viss-
um af kórónuveirunni. Faraldurinn varð til þess
að þessir misbrestir blöstu við restinni af heiminum.
TÍMAMÓT: KÓRÓNUVEIRUFARALDURINN HEFUR HRJÁÐ MATVÆLAIÐNAÐ SEM ÞEGAR VAR Í VANDA
’’