Morgunblaðið - 02.01.2021, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2. 1. 2021 55
„Þegiðu og dripplaðu.“
Þetta lagði fréttaþula til eftir að LeBron
James ræddi kynþáttafordóma, stjórnmál og
erfiðleika þess að vera opinber svört persóna
í Bandaríkjunum í viðtali við ESPN árið
2018.
Óþarfi er að taka fram að hann fór ekki að
ráðum þulunnar.
Aðgerðasinninn LeBron vakti fyrst athygli
mína árið 2012. Hann og liðsfélagar hans í
Miami Heat póstuðu myndum af sjálfum sér í
hettupeysum til að mótmæla morðinu á Tray-
von Martin, ópvopunuðum táningi í Flórída,
sem var klæddur hettupeysu þegar George
Zimmerman, sjálfboðaliði á nágrannavaktinni,
skaut hann til bana. Árið 2014 lést Eric Gar-
ner, svartur maður, á Staten Island eftir að
lögregluþjónar tóku hann kverkataki, sem
lögreglu hafði þá verið bannað að beita og er
nú orðið ólöglegt í New York-ríki. Skömmu
eftir það klæddist LeBron stuttermatreyju
með orðunum „Ég get ekki andað“ – síðustu
orðum Garners, sem náðust á myndband þeg-
ar lögregluþjónarnir kyrktu hann – í upp-
hitun fyrir leik.
Spólum fram á liðið sumar og enn er hann í
menningarlega sviðsljósinu. LeBron hefur
mestu röddina og stærsta sviðið og það notar
hann til að mótmæla kerfisbundnum rasisma,
ójafnrétti og ofbeldi lögreglu. Um leið heldur
hann áfram að blómstra í leik sínum þrátt
fyrir mótmæli án fordæma, faraldurs, sem er
að breyta heiminum, og djúpstæðs persónu-
legs sársauka, þar á meðal hið sorglega and-
lát sameiginlegs vinar okkar, Kobes Bryants.
LeBron sýnir magnað hugrekki með stað-
föstum stuðningi sínum við svarta samfélagið.
Hann hvikar hvergi, er hreinskilinn og
ástríðufullur. Hvort sem er inni á vellinum
eða við hljóðnemann er hann einfaldlega
óstöðvandi og veitir innblástur. Hann hefur
helgað sig grein sinni, en gefur sig í jafn-
miklum mæli að samfélaginu og heldur áfram
að berjast gegn gegnumgangandi sögu þess
að þagga niður í íþróttamönnum, sem láta í
sér heyra.
Tónlistarmenn eru alltaf að syngja og
skrifa um félagslegar hreyfingar, baráttu og
jafnrétti. Leikarar segja skoðun sína og
styðja oft persónulega við pólitíska frambjóð-
endur, eru gestgjafar á fjáröflunarviðburðum
og halda samkvæmi. Búist er við því að for-
stjórar, rithöfundar og listamenn hafi bæði
skoðun á nýjustu viðburðum og séu tilbúnir
að verja þær. Þegar kemur að íþróttamönn-
um erum við oft gagnrýnd fyrir að lýsa skoð-
unum okkar.
Sér fólk okkur aðeins fyrir sér sem líkama
– einstaklinga sem geta afrekað það sem öðr-
um er líkamlega nærri ómögulegt að gera og
skemmta aðdáendum með því að fara út fyrir
þolmörk okkar? Velta þeir fyrir sér hvort
vöndull af vöðvum, beinum, blóði og svita
gæti einnig sett fram skoðun sína? Ættu
íþróttir bara að vera íþróttir og stjórnmál
bara stjórnmál?
Oft eru það skilaboðin. Sláðu boltann. Settu
skotið á milli lappanna. Þegiðu og dripplaðu.
En hver sem rökin eru þá er alltaf horft
fram hjá grundvallarstaðreynd: Þegar við er-
um ekki að koma fram búum við í sama landi
og allir aðrir. Og það þýðir, eins og fjöldi
íþróttamanna á okkar tímum getur staðfest,
að við verðum fyrir sama óréttlæti og ójafn-
ræði og hefur leitt til morða á fólki sem lítur
út alveg eins og við, en nýtur ekki sömu
verndar, aðgangs og stuðningskerfa og frægð
okkar veitir okkur. Spyrjið bara NBA-
leikmanninn Sterling Brown, sem lögreglu-
þjónar skutu með stuðbyssu, eða félaga minn,
tennisleikarann James Blake, sem lögreglu-
menn skelltu í jörðina og handjárnuðu í 15
mínútur þegar hann stóð fyrir utan hótel í
New York-borg (lögregluþjónarnir sögðu að
þeir hefðu „farið mannavillt“). Þótt við séum
íþróttamenn þýðir það ekki að við séum
ósnortin af því sem gerist í landinu og það
skuldbindur okkur ekki til að halda okkur
saman.
Íþróttir hafa aldrei verið ópólitískar og
munu ekki verða það á meðan fólk stundar
þær.
Muhammad Ali var rödd réttlætis áratug-
um saman, jafnvel eftir að hann var dæmdur
í fimm ára fangelsi fyrir að neita að sinna
herkvaðningu vegna trúar sinnar. Á Ólympíu-
leikunum í Mexíkóborg árið 1968 var baulað á
Tommie Smith og John Carlos þegar þeir
hófu hnefa sína klædda svörtum hönskum á
loft á verðlaunapallinum og urðu eftir á fyrir
harðri gagnrýni jafnt almennings sem fjöl-
miðla þegar þeir sneru heim til Bandaríkj-
anna.
Colin Kaepernick lagði ferilinn undir þegar
hann kraup á kné er þjóðsöngurinn var leik-
inn fyrir leik í bandarísku ruðningsdeildinni,
NFL, og gæti farið svo að hann spili aldrei
aftur leik í deildinni vegna þess. Megan
Rapinoe hefur verið dyggur stuðningsmaður
hinsegin-hreyfingarinnar og jafnra launa,
jafnvel þótt það þýddi að standa upp í hárinu
á Bandaríkjaforseta og neita að fara í heim-
sókn í Hvíta húsið. Venus Williams hefur gert
meira en flestir átta sig á til að halda á lofti
arfleifð Billie Jean King í að berjast fyrir
jafnrétti í kvennatennis. Coco Gauff hefur,
þótt hún sé ung að árum, verið ákaflega virk
á netinu og stutt hreyfinguna Svört líf skipta
máli opinberlega og af ástríðu.
En þrátt fyrir allar þessar framfarir finnst
mér enn eins og við íþróttamenn eigum langa
leið fyrir höndum.
Sú umfjöllun sem er um okkur í sjónvarpi
og það hvað við erum áberandi í félagsmiðl-
um þýðir að við stöndum á stærra sviði og er-
um sýnilegri en nokkru sinni áður. Í mínum
augum þýðir það einnig að ábyrgð okkar er
meiri að láta í okkur heyra. Ég ætla ekki að
þegja og drippla.
©2020 The New York Times Company og Naomi
Osaka. Á vegum The New York Times Licensing
Group.
LeBron James hitar upp fyrir leik í Brooklyn árið 2014 klæddur treyju með áletruninni „Ég get ekki andað“, síðustu orðum Erics Garners fyrir andlátið.
Michelle V. Agins/The New York Times
Mótmælandi með grímu með mynd af Colin Kaepernick að krjúpa á kné tekur þátt í fjöldafundi í
Washington-borg 6. júní gegn rasisma og ofbeldi lögreglu.
Roberto Schmidt/Agence France-Presse – Getty Images
Við verðum fyrir áhrifum vegna hleypidóma og rasisma eins og hver annar. Af hverjum ættum við ekki að segja frá því?
NAOMI OSAKA
er atvinnumaður í tennis.
Þótt við séum íþróttamenn þýðir það ekki að við
séum ósnortin af því sem gerist í landinu og
það skuldbindur okkur ekki til að halda okkur
saman. Íþróttir hafa aldrei verið ópólitískar og munu
ekki verða það á meðan fólk stundar þær.
TÍMAMÓT: VEGNA ÞRÝSTINGS ALMENNINGS VAR LEIKJUM AFLÝST TIL AÐ MÓTMÆLA RASISMA OG OFBELDI
’’
Íþróttamenn, látið í ykkur heyra!