Morgunblaðið - 02.01.2021, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 02.01.2021, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2. 1. 2021 63 Kórónuveiran hefur veitt vinnandi konum högg – getur það eflt okkur? Það eru nú orðnar gamlar fréttir að konur hafi verið að vinna tvöfaldar og þrefaldar vaktir í kórónuveirufaraldrinum. Þegar kon- ur þurfa að samræma dagvinnuna í fyrir- tækinu og axla meira en sinn skerf af því að hugsa um fjölskylduna og sjá um heimilið — eins og margar okkar gera — verður staðan fljótt slæm. Sú saga er sögð í hverri rannsókninni á eftir annarri. Í árlegri skýrslu ráðgjafarfyrirtæksins McKinsey & Company og samtakanna LeanIn.org, sem eru helguð konum og vinnu, er gerð grein fyrir þeim tolli, sem faraldurinn og meðfylgjandi samdráttur, hefur tekið í Bandaríkjunum. Konur og þá sérstaklega litar konur eru mun líklegri til að hafa misst vinnuna. Hjá þeim sem hafa vinnu hefur það fyrirkomulag sem gerði þeim mörgum kleift að vinna bæði og hugsa um fjölskyldur að engu orðið. Skólar hafa til dæmis skipt alfarið yfir í fjarkennslu eða blanda saman kennslu á staðnum og fjarri honum með þeim afleiðingum að margar vinnandi konur hafa þurft að gegna hlut- verki aðstoðarkennara um leið og þær hafa þurft að uppfylla starfsskyldur sínar. Sam- kvæmt skýrslunni veltir nú ein af hverjum fjórum konum í Bandaríkjunum því nú fyrir sér að hægja á sér í starfi eða fara alfarið af vinnumarkaði. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Slík þróun gæti gert að engu margra ára framfarir hjá vinnandi konum. En tölur segja ekki alla söguna. Konur þurfa nú að takast á við stress, sem áður var ekki hægt að ímynda sér. Fólk vant að halda mörgum boltum á lofti í einu missir þá nú reglulega um leið og hin ýmsu hlut- verk þess — í starfi, umönnun — skarast á klukkutíma fyrir klukkutíma, jafnvel mínútu fyrir mínutu. eins og Katherine Goldstein, stjórnandi hlaðvarpsins „The Double Shift“, benti nýlega á: „Mér líður eins og allar mæður þurfi að koma sér saman um nýja kveðju. Í staðinn fyrir að spyrja hvernig gengur kæmi „Hefur þú grátið í dag?““ Sjö mánuðum eftir að faraldurinn hófst opnuðu þrjár konur sem höfðu misst vinn- una á árinu sig fyrir hlaðvarpi Harvard Business Review, „Women at Work“, þar sem ég er meðstjórnandi. Við heyrðum í Veronicu, sem hafði í fyrra skipt úr vef- hönnun yfir í nuddmeðferð — hennar draumastarf — og elskaði sitt nýja líf. En faraldurinn hafði leitt til þess að það þurfti að loka stofunni þar sem hún vann og nú er hún að reyna að komast aftur að við vef- hönnun. Veronica er að gera það sem þarf til að laga sig að sínum nýja veruleika, gera það sem þarf til að vinna fyrir sér. Við heyrðum líka í Emily. Hún er lista- maður og óperufélagið hennar slökkti ljósin í mars og hún hafði ekki komið fram mán- uðum saman. „Baráttan snýst ekki um starfið. Baráttan snýst um merkingu,“ sagði hún við okkur. „Er ég söngvari ef ég syng ekki?“ Fyrir þau okkar sem tengjum skynj- un okkar á hver við erum með órjúfandi hætti við vinnuna getur það vegið að rótum tilverunnar að vinna ekki. Svo vitnað sé í félagsfræðinginn Aliya Hamid Rao: „At- vinna eða skortur á henni getur orðið eðl- islægur kvarði á siðferðislegt virði ein- staklings.“ En við sjáum merki vonar á meðan við glímum við að ná tökum á hinum nýja raun- veruleika. Þegar takmarkanir stóðu sem hæst í vor var rúmlega helmingur banda- rísks vinnuafls farinn að vinna heima hjá sér. Í september voru um 33 af hundraði enn í fjarvinnu. Þótt hinn nýi raunveruleiki hafi verið óvæginn, er ástandið ekki svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Millj- ónir okkar þurfa ekki lengur að þola eymd langra ferða til og frá vinnu og vinnustaðir eru orðnir mun sveigjanlegri í vinnu- tilhögun og það er líklegt að sú þróun haldi áfram. Engu að síður getum við ekki horft fram hjá því að þó að við losnum við ferðirnar vinnum við lengur — og fyrir þann tíma fáum við ekki greitt. Allur þessi nýi sveigj- anleiki skapar ný vandamál í að ná jafnvægi milli einkalífs og vinnu og neyðir okkur til að horfast í augu við að ákveðin viðmið eru orðin úr sér gengin. Hin lífseiga aðdáun á hinum „ákjósanlega starfskrafti“ hefur beðið verulegan hnekki. Sú hugmynd að mikilvægasti starfsmað- urinn væri sá, sem ynni lengst, væri alltaf til taks og tæki vinnuna alltaf fram yfir allt annað hefur aldrei gengið upp fyrir flestar vinnandi konur, enda hafa þær þegar allt kemur til alls alltaf þurft að sinna skyldum á heimilinu og í vinnunni. Joan C. Williams, stofandi og stjórnandi lagastofnunarinnar Center for WorkLife Law við lagaskóla Hastings-háskóla í Kaliforníu, gat þess fyrr á árinu í grein að hugmyndin um hinn ákjósanlega starfskraft væri háð fyrirmynd- inni um „fyrirvinnuna og húsmóðurina“, arf frá fyrri tíma þegar meðalmaðurinn fór í vinnuna og meðalkonan sá um heimilið. Williams hélt því fram að „fyrirmyndin „fyrirvinnan og húsmóðirin“ hefði löngum heimtað meiri toll af konum — sem unnu ekki aðeins dagvinnuna heldur var líka ætl- ast til að þær öxluðu ábyrgð á fjölskyldunni og heimilinu.“ Hún hélt áfram: „Ef nokkurn tímann var rétt að leggja þessa gamaldags hugmynd um hinn ákjósanlega starfsmann til hvílu er það nú.“ Amen. Við erum líka að öðlast dýpri skilning á þeirri staðreynd að virði okkar veltur ekki á því að vera með formlega vinnu. Tim O’Brien, sem veitir forystu verkefninu For- ysta á 21. öldinni við Kennedy-skólann við Harvard, bendir á að þegar við blöndum starfshlutverki okkar saman við tilfinningu okkar fyrir sjálfum okkur missum við yf- irsýn og dómgreind okkar líður fyrir það. „Þetta mynstur versnar þegar þú blandar hlutverki þínu saman við mat þitt á því hvers virði þú ert og heldur að þú sért að- eins jafn verðmætur og mikilvægur og það formlega hlutverk sem þú gegnir,“ skrifaði hann fyrr á árinu. Óperusöngvarinn Emily virðist hafa til- einkað sér þennan skilning. „Ég veit ekki hvenær ég mun geta komið fram aftur,“ sagði hún við okkur. „En ætli ég þurfi ekki bara að minna sjálfa mig á að ég er ekki manneskja byggð á starfi mínu, ég get ekki skilgreint mig út frá því.“ Þegar hún gat ekki sinnt þeirri köllun, sem hún hafði fylgt í 15 ár, ákvað hún að meta sjálfa sig að nýju. Víst er að undanfarnir mánuðir hafa neytt margar konur til að tileinka sér nýtt sjónarhorn. Lisa er frumkvöðull í heilbrigð- isþjónustu og hún var þriðji gesturinn í hlaðvarpinu okkar. „Þegar kórónuveiran skall á stoppaði allt. Ég fór af færibandinu og í raun var það frískandi. Þótt það hafi verið erfitt hefur það verið gott fyrir mig persónulega. Ég hef getað breytt mínusnum í plús.“ Dr. Rao hefur í rannsóknum sínum komið auga á seiglu og ákveðni í mörgum þeirra kvenna, sem misst hafa vinnuna. „Það neyð- ir konur til að hugsa upp á nýtt hvernig þær ætla að komast aftur á vinnumarkaðinn á eigin forsendum: „Ég vil frekar hafa meiri stjórn á því sem ég geri. Kannski opna ég einkastofu eða verð ráðgjafi og vinn fyrir sjálfa mig,““ sagði hún við mig. Ég vil ekki draga upp of bjarta mynd. Árið 2020 hefur verið miskunnarlaust. Margar konur munu þurfa að vinna mikið upp þegar kemur að framgangi og launum; þær munu jafnvel aldrei ná því upp til fulls. Aðrar gætu fundið nýjar leiðir fram á við sem þegar upp er staðið munu veita þeim meiri fullnægju. Það væri fagnaðarefni. Einn lærdóm skulum við þó öll draga af áföllum ársins 2020 og það er að tími er kominn til að konur lagi væntingar sínar að eigin metnaði — ekki einhverjum úreltum ytri fyrirmyndum — og að vinnuveitendur virði það. Við munum ekki snúa aftur til þess sem taldist „eðlilegt“. Og kannski er það gott. ©2020 The New York Times Company og Amy Bernstein. Á vegum The New York Times Li- censing Group. Rebecca Conway/The New York Times Um leið og við lögum okkur að nýjum venjum á vinnustaðnum þurfa vinnuveitendur að setja í forgang að endurstilla væntingar til vinnandi kvenna. AMY BERNSTEIN hefur verið ritstjóri Harvard Business Review frá 2011. Hún er einnig meðstjórnandi hlaðvarpsins „Women at work“. TÍMAMÓT: ÁRLA Í FARALDRINUM GERÐU FYRIRTÆKI UM HEIM ALLAN STARFSFÓLKI SKYLT AÐ VINNA HEIMA Starfsmaður í fataverksmiðju stendur á þaki blokkarinnar sem hún býr í og horfir yfir borgina Bangalore á Indlandi í desember fyrir ári. Höft vegna kórónuveirunnar og ein mesta kreppa í efnhagsmálum í áratugi ógna þeim bótum sem konur hafa náð í lífskjörum. Einn lærdóm skulum við þó öll draga af áföllum ársins 2020 og það er að tími er kominn til að konur lagi væntingar sínar að eigin metnaði — ekki einhverjum úreltum ytri fyrirmyndum — og að vinnuveitendur virði það.’’
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.