Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2021, Qupperneq 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2021, Qupperneq 10
SKÁKLIST 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.1. 2021 húsum. Alls staðar var Guðlaug eina stelpan uppi á dekki. „Það höfðu engar aðrar stelpur áhuga á því að tefla; hvorki vinkonur mínar né aðrar,“ seg- ir Guðlaug og bætir við að mótin hafi alltaf ver- ið á kvöldin. „Þannig að ég mætti oftar en ekki þreytt í skólann.“ – Hvernig tóku strákarnir því þegar þú vannst þá? „Þeir voru alltaf mjög almennilegir við mig enda var ég í raun bara eins og ein af þeim. Þeir sýndu alla vega ekki mikil viðbrögð en ef til vill hefur þetta verið þeim erfitt undir niðri.“ Guðlaug sýnir mér úrklippu úr blaði frá árinu 1972, þar sem fyrirsögnin var: „Þeir urðu anzi spældir eldri strákarnir sem ég vann“. „Það fyndna er að ég sagði þetta aldrei sjálf. Blaðamaðurinn gekk bara á eftir mér og vildi fá mig til að segja að þeir hefðu orðið spældir. Ég var mjög sár yfir þessari fyrirsögn.“ Hún hlær. Fannst athyglin óþægileg – Þóttir þú skrýtin? „Já, ætli það ekki,“ svarar hún hlæjandi. „Annars velti ég því ekki svo mikið fyrir mér, fannst bara gaman að tefla. En stundum var kallað á eftir mér og því haldið fram að ég væri góð með mig – sem ég var alls ekki. Ég var feiminn og lokaður krakki. „Hey, Gulla skák,“ kölluðu krakkarnir. Það festist snemma við mig.“ Henni fannst athyglin alltaf óþægileg. „Það þótti mjög merkilegt að komast í blöðin; kæm- ist maður í þau varð maður frægur á Íslandi – og mig langaði ekki að vera fræg. Ég hugsa að foreldrum mínum hafi þótt þetta miklu merki- legra en mér enda var enginn frægur í fjöl- skyldunni; foreldrar mínir voru venjulegt al- þýðufólk, hann rennismiður og hún vann á skrifstofu hjá Lyfjaverslun ríkisins. Ömmum mínum og öfum fannst líka mjög merkilegt að ég var orðin fræg sem og æskuvinkonum mín- um.“ Hún hlær. Ekki var það til þess fallið að draga úr frægð Guðlaugar þegar hún gerði sér lítið fyrir og hélt jöfnu gegn tékkneska stórmeistaranum Vlastimil Hort í fjöltefli. „Mér fannst allt of mikið gert úr því og fannst ég ekki standa und- ir öllu þessu hóli. Hann var séntilmaður, bauð jafntefli í miðtaflinu og það var heilmikið eftir af skákinni. Undir niðri var ég viss um að ég hefði tapað ef við hefðum haldið áfram. Ég meina, fjölmiðlar kölluðu mig „skákstjörnuna“ og síðan „skákdrottninguna“. Það voru stórir titlar að bera,“ segir Guðlaug og gamlar úr- klippur renna stoðum undir þetta geðslag en þar kemur gjarnan fram að hún sé hógvær og lítillát. Guðlaug upplifði aldrei neitt nema hvatn- ingu í skáksamfélaginu en viðurkennir að hún hafi verið svolítið utanveltu sem eina stelpan. „Þetta voru mest eldri strákar sem ég var að tefla við og almennt litið niður á konur á þess- um tíma. Þær áttu ekki að kunna neitt fyrir sér í skák og þetta var strákasport. Þannig var tíð- arandinn bara. Á móti kemur að ég hefði örugglega ekki fengið neina sérstaka athygli eða umfjöllun hefði ég verið strákur.“ Fyrsta konan í landsliðinu Guðlaug var að sönnu frumkvöðull í skáklist- inni hér heima en 1973 var hún fyrsta konan, eða stelpan, til að tefla erlendis fyrir Ísland, það var með landsliðinu á Norðurlandamótinu í Robe í Danmörku. Eitt kvennaborð var þá á slíkum mótum. Skákáhuginn jókst hratt meðal kvenna á Ís- landi og árið 1975 var skákdeild kvenna stofn- uð innan Taflfélags Reykjavíkur að frumkvæði Birnu heitinnar Norðdahl. Hvorki fleiri né færri en 48 konur skráðu sig á stofnfundi. Sama ár varð Guðlaug bæði Íslands- og Reykjavíkurmeistari kvenna. Hún var einnig sama ár Norðurlandameistari kvenna og varði titilinn 1977 og 1979. Hún var einnig kjörin íþróttamaður ársins í Kópavogi árið 1975. Ísland sendi kvennasveit á Ólympíu- skákmótið í fyrsta skipti 1978 í Buenos Aires í Argentínu, þar var Guðlaug að sjálfsögðu í sveit Íslands á fyrsta borði. – Najdorf gæti hafa verið að þvælast þar og fylgjast með? „Ábyggilega,“ svarar hún hlæjandi. „Þetta var mjög eftirminnilegt mót. Teflt var á knatt- spyrnuvelli River Plate en þetta var sama ár og Argentínumenn urðu heimsmeistarar í knattspyrnu á heimavelli. Einnig hafði nýlega tekið völd illræmd herforingjastjórn en við urðum lítið vör við átök, nema hvert sem við fórum voru vopnaðir verðir að gæta skák- manna. Það var meira en að segja það að fara út en Birna Norðdahl safnaði sjálf fé til ferð- arinnar, þar sem Skáksambandið vildi ekki senda kvennasveit þar sem álit á okkur var ekki mikið. Þegar fordæmið var komið „neydd- ist“ Skáksambandið til að fylgja þessu eftir og hefur reglulega sent út kvennalið á ólympíulið eftir þetta. Nú þykir sjálfsagt mál að kvenna- sveit sé send. Birna á heiður skilinn fyrir sitt framlag; hún á stóran þátt í að hefja skák kvenna til vegs og virðingar á Íslandi.“ Árið 1986 gerði Guðlaug langt hlé á skákferli sínum. Hún var þá í námi og vinnu og hafði að auki eignast sitt fyrsta barn. Guðlaug fór í sér- nám í geðlækningum í Svíþjóð en hún ákvað snemma að verða læknir. Því til staðfestingar sýnir hún mér blaðaviðtal frá því hún var tíu ára. Þar er hún spurð hvort hún ætli að verða skákkona eða flugfreyja þegar hún verði stór, en svarið er „læknir“. Búin með sínar landskeppnir Það var ekki fyrr en fimmtán árum síðar, 2001, að hún tók upp þráðinn og fór þá með kvenna- sveit Íslands á Ólympíuskákmótið á Mallorca. Síðast fór hún með sveitinni til Batumi í Georgíu 2018. „Er ekki við hæfi að hætta þátt- töku með landsliðinu á 40 ára afmælinu?“ Þá voru 40 ár frá mótinu í Argentínu 1978. Ég kaldsvitna en gömul seigla tekur sig upp og ég kreisti svarið fram: Fjörutíu ár. Bingó í sal! Guðlaug reiknar ekki með að Ólympíumót hennar verði fleiri. „Ég held að ég sé búin með mínar landskeppnir. Ungar og flottar stelpur eru teknar við. Staðan í kvennaskák á Íslandi er góð í dag og gróskan mikil. Karlar eru löngu búnir að viðurkenna að konur geti teflt.“ Hún glottir. „Karlar tefla þó enn þá meira en konur. Það detta margar stelpur út við kynþroskaald- urinn. Því þurfum við að breyta og leggja meiri áherslu á skák í skólum landsins. Um leið og að læra að tefla læra krakkarnir að einbeita sér og hugsa í lausnum, eiginleikar sem nýtast þeim á fleiri sviðum. Hugarfarsþjálfun er aldr- ei ofmetin. Annars virðist mér skákáhugi á Ís- landi alls ekki vera minni núna en fyrir fimmtíu árum.“ Guðlaug er hvergi nærri hætt að tefla. „Skákin hefur fylgt mér alla tíð og svo verður áfram. Þetta er íþrótt sem mað- ur getur stundað alla ævi. Ég tefli mikið á netinu í dag, meðal annars eins konar bréfskák, þar sem þrír dagar eru gefnir á leik. Ég hef líka alltaf jafn gam- an af því að fylgjast með. Þetta snýst líka um félagsskapinn; skáksamfélagið á Íslandi er eins og ein stór fjölskylda. Það þekkja allir alla.“ Ekkert gaman að tapa Sjónvarpsþættirnir Drottningarbragð (The Queen’s Gambit) hafa farið sem eldur í sinu um heimsbyggðina frá því þeir voru frumsýndir á efnisveitunni Netflix fyrr í vetur en þeir fjalla um unga konu, Beth Harmon, sem er undra- barn í skák. Þeir hafa að vonum ekki farið fram hjá Guðlaugu. „Þetta eru ljómandi góðir þættir og talað um að þeir hafi ýtt undir áhuga á skák um allan heim. Það er ákaflega ánægjulegt. Það var í öllu falli gríðarlegur vöxtur í netskák á árinu 2020, ætli kórónuveiran og The Queen’s Gam- bit beri ekki ábyrgð á því í sameiningu. Það eru allir að tala um þessa þætti í skákheiminum, meira að segja bestu skákmenn heims eins og Judit Polgár og Magnus Carlsen.“ Hún kannast við margt í þáttunum, annað ekki. „Ég kannast vel við umhverfið og and- rúmsloftið á mótunum; þættirnir ná því mjög vel. Mér kemur það á hinn bóginn spánskt fyr- ir sjónir hvað gömlu meistararnir bregðast vel við þegar Beth vinnur þá. Ég kannast ekki við þessa miklu virðingu frá eldri skákmönnm og hef aldrei vitað til þess að menn taki tapi með því að hrósa andstæðingnum fyrir góða tafl- mennsku. Skákmenn eru upp til hópa mikið keppnisfólk og tapsárir.“ – Á það við um þig sjálfa? „Mér finnst ekkert gaman að tapa,“ svarar hún hlæjandi. „En ég er yfirleitt nokkuð fljót að jafna mig. Næsta skák tekur bara við. Ann- ars er ekki sama hvernig maður tapar; hvort manni er rúllað upp eða hvort maður leikur af sér og glutrar niður unninni stöðu. Það er verst af öllu. Það gerist alltaf annað slagið, að maður leiki af sér. Við erum bara mannleg.“ Annað sem Guðlaugu fannst ekki ganga upp var lyfja- og áfengisfíkn Beth Harmon. „Það nær enginn svona langt í skák, drekk- andi áfengi í óhófi og poppandi pillur frá barns- aldri. Það vita allir sem lagt hafa skák fyrir sig. Til að ná langt í greininni þarf fólk að vera í toppformi, bæði andlega og líkamlega. Það út- heimtir mikla orku að undirbúa sig og tefla á mótum. En í svona þáttum þarf auðvitað að passa upp á dramað.“ Guðlaug, til vinstri, ásamt systkinum sínum, Ragnheiði og Sigurði, en mikill skákáhugi var á æskuheimili þeirra í Kópavoginum. Málverk Neimans af Guðlaugu og Najdorf að tefla í Glæsibæ sumarið 1972. Hann hefur að öllum líkindum verið staddur hér á landi vegna einvígis Fischers og Spasskís í Laugardalshöllinni. Guðlaug ung að árum við skákborðið. ’Ég kannast ekki við þessamiklu virðingu frá eldri skák-mönnm og hef aldrei vitað tilþess að menn taki tapi með svona mikilli reisn. Skákmenn eru upp til hópa mikið keppn- isfólk og mjög tapsárir. LeRoy Neiman, bandaríski listamaðurinn sem málaði myndina af Guðlaugu og Najdorf 1972. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.