Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2021, Qupperneq 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2021, Qupperneq 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.1. 2021 U tanríkisráðherra gekk inn um dyrnar á slaginu á tilsettum tíma í ráðuneytinu á Rauðar- árstíg og vatt sér í viðtalið eftir að hafa spurt frétta og skrafað litla stund. Hann stóð líka upp á slaginu þegar því átti að ljúka; næsti fundur beið. Hann vissi einnig að blaðamaður átti allnokkrar spurn- ingar eftir. „Ég kem bara við hjá þér og klára þetta á leiðinni heim í kvöld.“ Greinilega aldrei nógu margar mínútur í sólarhringnum hjá þessum ráðherra. Það hefur ekki vantað fréttirnar utan úr heimi upp á síðkastið, svo það lá beinast við að spyrja hann út í árásina á þinghúsið í Wash- ington, höfuðborg Bandaríkjanna, í liðinni viku. „Þetta var manni hreint út sagt áfall, að horfa upp á þessi ósköp, sem maður gat nú ekki séð fyrir, ekki ímyndað sér. En eftir á að hyggja, þá má samt sjá eitt ljós í þessu myrkri þarna, sem var að á þessari ögurstundu þá sá maður alla helstu leiðtoga beggja stjórnmála- flokka vestra grípa mjög hratt og hart til varn- ar stofnunum lýðræðisins. Bandarískt lýðræði stendur á traustum grunni og það stóð þessa árás af sér. Bandaríkin eru enn sem áður forysturíki hins frjálsa heims, hvaða skoðanir sem við kunnum að hafa á einstökum stjórnmálamönn- um þar og framferði þeirra. Þessi atburður var hneykslanlegur, einmitt vegna þess hvað hann er einstæður og fordæmalaus. Við þurfum ekki að líta langt aftur í söguna til þess að draga fram skelfilega atburði og viðvarandi ástand í fjölmörgum löndum Evrópu, þar sem lýðræði, mannréttindi og réttarríki voru fótum troðin, árum og jafnvel áratugum saman. Bandaríkin stóðu ekki aðeins dyggan vörð um lýðræðið heima fyrir, heldur áttu þau mestan þátt í að koma því á í löndunum sem svo lengi voru und- ir hæl alræðisins.“ Aukin samskipti við Bandaríkin Þetta hefur kannski komið sérstaklega á þig, svona í ljósi þess að þú hefur ræktað tengslin vestur í meiri mæli heldur en fyrirrennarar þínir hafa gert um langa hríð? „Eitt af því sem ég fann, þegar ég kom hing- að í ráðuneytið, var að tengslin við Bandaríkin voru ekki eins mikil og ég vildi, sem mér fannst hreinlega óskynsamlegt. Því einsetti ég mér að breyta. Þetta er mikilvægasta viðskiptaland okkar, við erum með tvíhliða varnarsamning, Bandaríkin voru fyrsta landið til að viðurkenna sjálfstæði okkar og ábyrgðust það raunar í miðri heimsstyrjöld, og milli landana hafa ver- ið mikil og náin tengsl á ótal sviðum allar götur síðan. Þess vegna var ég mjög ánægður með hvað það gekk hratt og vel fyrir sig að efla og treysta samskiptin vestur. En þau eru reist á gömlum og góðum grunni og byggjast ekki á einstaka stjórnmálamönnum eða flokkum.“ Samt hafa háttsettir bandarískir embætt- ismenn komið hingað í meiri mæli síðustu ár en nokkru sinni fyrr. „Jú jú, og það gerðist ekki af sjálfu sér. Ef við hefðum ekki beitt okkar í þessu, þá hefði það ekki gerst. Slíkt gerist ekki af sjálfu sér og við erum ekki fyrsta landið sem kemur upp í huga valdhafa voldugasta ríkis heims þegar þeir vakna á morgnana. Við þurftum að minna á okkur og jafnvel sýna smá ýtni. En það er líka mikilvægt að hafa í huga að þau tengsl voru ekki við þessa stjórn Trumps Banda- ríkjaforseta, sem er að fara frá völdum, held- ur við Bandaríkin. Í þeirri hagsmunagæslu höfum við ekki aðeins verið í samskiptum við framkvæmdavaldið, heldur líka við þingmenn og það þingmenn í báðum flokkum á Banda- ríkjaþingi. Það má t.d. nefna að þingmaðurinn sem flytur Íslendingafrumvarpið um áritanir íslenskra viðskiptaaðila og fjárfesta vestan- hafs er Chellie Pingree, þingmaður demó- krata frá Maine. Þannig að ég hef engar áhyggjur af því að það verði einhver veruleg breyting á þessum samskiptum okkar, þó að nýr forseti og ríkis- stjórn taki þar við völdum. Gleymum því ekki heldur að við eigum mikla sameiginlega hagsmuni. Ríkin eiga t.d. sam- eiginlega hagsmuni með öðrum lýðræðis- þjóðum á norðurslóðum, en það teygir sig miklu víðar. Á Íslandi var t.d. fjárfest fyrir 17 milljarða króna í nýsköpun í fyrra en þar af komu um 70 prósent frá erlendum fjárfestum. Um tveir þriðju hlutar þessarar erlendu fjár- festingar komu frá Bandaríkjunum. Hitt er svo auðvitað annað mál að menn geta verið misáhugasamir. Ég ræddi þetta t.d. við einn fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sem mér fannst ekki að vera að kveikja, en síðan hitti ég Jim Mattis [fyrrv. varn- armálaráðherra] stuttlega í Brussel og það varð til þess að hann bauð mér að koma til fundar vestur um haf, sem var ákveðin opnun, og svo hitti ég Mike Pompeo [utanríkis- ráðherra], sem var mjög móttækilegur, og þremur vikum síðar var hann kominn til lands- ins. Þetta kostaði smá ýtni, en það er nú bara með þetta – hagsmunagæslu Íslands – eins og alla hagsmunagæslu, að það sinnir henni eng- inn annar fyrir okkur. Það er eins og annars staðar í lífinu, við þurfum að hafa fyrir því sjálf.“ Þannig að þú átt von á því ný stjórn í Banda- ríkjunum breyti engu um það? „Það koma auðvitar nýir menn með nýjar áherslur og þeirra bíða mikil verkefni og mikl- ar væntingar á erlendum vettvangi. Við verð- um að vera alveg raunsæ um að það breytir auðvitað einhverju. Þess vegna höfum við t.d. rætt það á vett- vangi Norðurlandanna að nálgast ný stjórn- völd í Washington sameiginlega. Því eitt er víst, að þeir hafa nóg að gera.“ Breyttar áherslur og verkefni Það er víst öruggt. En það á við um þig líka, ekki satt? Það er mikil ólga í alþjóðamálum, heimsfaraldurinn hefur sett allt á annan end- ann, Brexit flækir málin og ESB er á kross- götum, það er uppstokkun í Mið-Aust- urlöndum og Kína færist í aukana, þjóðríkin hafa vaknað af dvala, pópúlisminn veður áfram … kallar það á nýjar áherslur okkar? „Ég er ekki viss um að áherslurnar í utan- ríkisstefnu landsins þurfi að breytast. En hagsmunagæslan og verkefnin hafa að sumu leyti gert það. Við sáum t.d. í heimsfaraldr- inum þegar utanríkisþjónustan þurfti að hefja borgaraþjónustuna í annað veldi með því að taka 12 þúsund Íslendinga heim, sem okkar litlu en öflugu utanríkisþjónustu tókst með botnlausri vinnu sólarhringum saman, að ógleymdum öllum ræðismönnunum okkar, sem eru að vinna kauplaust fyrir okkur um all- an heim. Raunar vil ég líka nefna Norðurlanda- samstarfið í þessu samhengi, því þarna, þegar á reyndi, stóðst það fyllilega prófið. Þar unnu Norðurlöndin eins og einn maður í þessu verk- efni, að koma öllu okkar fólki heim. Þú nefndir ýmis erfið viðfangsefni og við hefðum getað haldið lengi áfram, en það er ekki heldur þannig að menn hafi ekki staðið frammi fyrir erfiðum málum í fortíðinni. Nú eins og þá skiptir máli að fylgjast vel með, greina stöðuna, takmarka áhættu, verjast ógn- um og líka nýta tækifærin, sem svo sannarlega eru einnig til staðar.“ Varnar- og öryggismál Steðja ógnir að Íslandi? „Það eru eilíf en síbreytileg viðfangsefni eins og öryggis- og varnarmál, sem hafa aftur öðlast aukið vægi síðustu ár. Ríki Atlantshafs- bandalagsins (NATO) hafa verið að auka við- búnað, en það á líka við um önnur ríki eins og t.d. vini okkar í Svíþjóð, sem hafa farið í mestu varnarmálauppbyggingu frá 1916, tekið upp herskyldu á ný og fleira. Þar erum við ekki að- eins að ræða hefðbundnar ógnir, heldur einnig hinn nýja veruleika netógna, fjölþáttaógna og fleira. Þetta snertir okkur líka og ánægjulegt að meirihluti fjárlaganefndar veitti fjármagn til þess að sinna alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði, því til þessa höfðum við verið eina ríki NATO og eitt norrænna landa til þess að gera það ekki. Þær ógnir eru hinar nákvæmlega sömu hér eins og annars staðar. Við höfum hins vegar átt mikilvægt framlag í viðbrögðunum við þeim, en það er skýrsla og tillögur Björns Bjarnasonar um norrænt sam- starf á sviði utanríkis- og öryggismála, sem nú er unnið skipulega við að hrinda í framkvæmd í samstarfi norrænna utanríkisráðherra. Um það ríkir alger samstaða. Þetta hefur raunar ekki farið hátt á Íslandi af einhverjum ástæðum, en ég tel mikilvægt að við ræðum þessi mál. Þá er ég ekki að biðja um að allir séu sammála, en þessi alþjóðamál snerta alla Íslendinga með beinum hætti og reyndar eru fáar þjóðir sem eiga jafnmikið undir alþjóðasamskiptum og að alþjóðalög séu virt. Tilvist smáþjóðar eins og okkar veltur á þeim rétti og gildum.“ Utanríkisviðskiptastefnan Í síðustu viku birtir þú skýrslu um utanríkis- viðskiptastefnu Íslands, þar sem þetta er líka rauður þráður, ekki satt? „Jú, það er alveg rétt. Ísland er útflutnings- hagkerfi, eyja sem á mikið undir því að selja ís- lenska vöru og þjónustu út í heim, en einnig að við getum sótt okkur nauðsynleg aðföng að ut- an með tryggum og hagkvæmum hætti. Það byggist á góðum og greiðum alþjóða- samskiptum, þar sem alþjóðalög og samningar eru virtir. Við höfum notið þess í ríkum mæli og það er engin tilviljun að hagsæld á Íslandi hefur auk- ist í réttu hlutfalli við frelsi í viðskiptum við umheiminn. Þar höfum við skipað okkur í flokk með þeim sem leggja áherslu á fríverslun og það munum við gera áfram, um það er enginn ágreiningur.“ Nei, en um leið eru sumir sem hafa lagt áherslu á að Ísland gangi í Evrópusambandið (ESB). Það fer tæplega vel saman, er það? „Fólk getur haft ýmsar skoðanir á Evrópu- sambandinu og Evrópusamrunanum, en nei, það er alveg rétt að fríverslunarstefnan fer ekki saman við áhuga á inngöngu í ESB. Þar verður fólk að hafa hugfast eðli ESB, sem er tollabandalag. Innan þess ríkir hindrunarlaus fríverslun, en út á við er það eftir sem áður tollabandalag og hefur raunar stóran hluta tekna sinna af tollum. Það þýðir að það hefur reist tollamúra umhverfis Evrópu, sem má deila um hvað er skynsamlegt, en fyrir lítið land eins og Ísland, sem á svo mikið undir góð- um viðskiptum við allan heiminn, væri það mjög hamlandi.“ Væri innganga í ESB andstæð íslenskum hagsmunum? „Að þessu leyti tvímælalaust. Auðvitað eru fleiri hagsmunir sem þarf að vega og meta, en heilt yfir litið þá samræmdist innganga ekki ís- lenskum hagsmunum. Það þarf ekki annað en að líta á tollana til þess að sjá það. Á Íslandi bera 90% tollskrárinnar engan toll. Í ESB eru aðeins 27% tollskrárnúmera sem ekki bera toll. Af því einu er augljóst að vöruverð myndi hækka tilfinnanlega hér við inngöngu í ESB.“ Það vekur athygli í skýrslunni að Evrópa er þar alls ekki jafnstór hluti utanríkisviðskipta og ætla mætti af umræðunni, kom það á óvart? „Þetta er flókið mál og það einfaldar hana ekki að við höfum ekki öll gögn tiltæk. Það er t.d. þannig að stærstur hluti utanríkisviðskipt- anna, bæði á vöru og þjónustu, er við Evrópu- ríki. Þar er hins vegar Bretland stærst, svo ef við undanskiljum það, þá eru eftir sem áður um 60% vöruútflutningsins við Evrópu. Þá lít- um við hins vegar hjá því að samkvæmt töl- fræðinni er Holland eitt okkar helsta við- skiptaland, en auðvitað er það ekki þannig. Það sem villir okkur sýn er að vöruflutningarnir fara að svo miklu leyti um Rotterdam, en það er ekki þangað sem við erum að selja eða það- an sem við erum að kaupa. Ef við greinum þetta eftir löndum, þá eru Bandaríkin stærsti einstaki markaðurinn og Bretland sá næststærsti. Ég er alls ekki að gera lítið úr mikilvægi ESB í því samhengi, en við megum ekki ofmeta það heldur.“ Breytt heimsmynd Og við lifum í heimi breytinga. „Já, einmitt. Það er ekki nóg með það að all- ur heimurinn sé orðinn innan seilingar, heldur er hann sífellt að breytast. Þar er kannski nær- tækast að líta á Evrópu, en vægi hennar er sí- fellt að minnka sem hlutfall heimsviðskipta og sem markaðssvæði. Þar að baki búa ýmsar lýð- fræðilegar breytingar, sumar í Evrópu, en ekki þó síður í fjarlægari löndum eins og Kína og Indlandi, þar sem millistéttin stækkar og stækkar á undrahraða, vel efnum búin og vill ferðast og eiga viðskipti við umheiminn. Þar felast tækifæri sem við getum ekki litið fram Horft til heimsins alls Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur staðið í ströngu undanfarin ár. Aukinnar spennu hefur gætt í alþjóðasamfélaginu og heimsfaraldurinn hefur ekki síður reynt á utanríkis- ráðuneytið en önnur stjórnvöld. Á sama tíma hefur ný utanríkisviðskiptastefna verið í mótun. Andrés Magnússon andres@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.