Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2021, Qupperneq 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2021, Qupperneq 15
„Ég veit það ekki, en veistu að á þessum kórónuveirutímum höfum við hjónin verið inni í íbúðinni okkar í marga mánuði þannig ég get sagt að ég hef upplifað iðjuleysi. En það er kannski kominn tími til að sleppa hendinni af vinnu; ég mun ekki sjá eftir þessu daglega stressi sem fylgir því að stjórna svona stórum flokki. Ég og kona mín viljum fara sem fyrst, þegar leyfi fæst og bólusetningin er komin, að heimsækja barnabörnin sem búa í Þýskalandi sem við höfum ekki séð í rúmt ár. Og svo vilj- um við njóta lífsins meira,“ segir Helgi og seg- ist einnig vonast til að eyða meiri tíma á Ís- landi. „En svo mun ég alltaf sjá um mína eigin balletta, þótt ég hætti vinnu hér. Þú sérð að ég hef eitthvað að gera,“ segir Helgi og hlær. Einn af þeim albestu Ferill Helga sem listræns stjórnanda hjá dansflokknum hófst árið 1985 og spannar því 36 ár. „Ég er mjög stoltur og þetta hefur tekist al- veg stórkostlega vel,“ segir Helgi þegar hann er spurður hvort hann sé ekki stoltur af ævi- starfinu. Hverju ertu stoltastur af? „Til dæmis að setja upp danshátíðina Unbo- und. Ég fékk tíu danshöfunda til að semja ný verk fyrir dansflokkinn sem voru sýnd á tíu dögum. Það var gífurlega mikil frétt í dans- heiminum,“ segir Helgi og nefnir einnig vel- gengni dansflokksins. „Þegar ég kom hingað árið 1985 var þetta ágætisflokkur en ekki neitt sérstakur. Nú er hann talinn einn af þeim albestu í heiminum. Við erum þekkt fyrir að setja upp fleiri verk en nokkur annar flokkur og erum orðin heimsfræg. Við höfum fengið stórkostlegar viðtökur víða um heim,“ segir Helgi sem ferðast hefur um heim allan með flokknum sínum. „Ég hef orðið að gera það til að stjórna; maður getur ekki stjórnað frá San Francisco. Maður þarf alltaf að vera á staðnum til að hjálpa til og hafa yfirsýn yfir sviðsmynd, ljós og fleira. Svo er alltaf eitthvað sem kemur upp á á síðustu stundu; einhver verður veikur og þá þarf að bjarga því. Maður er alltaf á spani. En þetta hefur verið mjög skemmti- legt. Við vorum síðast í Kaupmannahöfn fyrir rúmu ári síðan og sýndum þar balletinn minn Rómeó og Júlíu í nýja óperuhúsinu. Við feng- um góðar viðtökur og það var gaman að koma aftur á gamlar æskuslóðir þar sem ég lærði dans.“ Tekurðu dansspor á hverjum degi? „Nei, ekki á hverjum degi. Þegar ég kenni geri ég það, en nú er það erfitt vegna sótt- varnahólfa sem ekki má fara á milli. Við hjónin förum í langa göngutúra á hverjum degi.“ Hvernig verður það fyrir þig að setja flokk- inn í hendur á nýjum stjórnanda? „Svona er lífið. Ég er búinn að gera mitt og það hefur tekist vel. Ég get ekki kvartað yfir neinu. Nú er kominn tími á að yngri kynslóð taki við. Ekkert varir að eilífu.“ Ljósmyndir/Erik Tomasson ’Ég var einu sinni spurður aðþví þegar ég kom heim til Íslands með dansara í Þjóðleik-húsið: „Hvenær ætlarðu að hætta að sprikla? Og fara að vinna almennilega vinnu?“ Svo nú ætla ég kannski að fara að hætta að sprikla, árið 2022. Helgi kom hingað árið 2016 með San Francisco-dansflokkinn sinn sem sýndi dansverk á Listahátíð. Helgi sést hér að æfa nemendur ballettskólans fyrir nýja uppfærslu af Hnetubrjótnum árið 2004. 17.1. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.