Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2021, Síða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2021, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.1. 2021 LÍFSLOK Við fæðumst og deyjum og það er mögu-lega það eina sem við getum vitað meðvissu. Eftir andlát förum við flest sömu leið; í líkkistu eða duftker og þaðan í vígða mold. Kirkjugarðar þurfa mikið landsvæði og aukist hefur að fólk vilji geta valið aðra kosti og í leiðinni hugað að náttúru- og umhverfis- vernd. Tré lífsins er verkefni sem hyggst bjóða upp á nýja valkosti við lífslok; bæði hvað varðar greftrun jarðneskra leifa og eins að bjóða öruggan vettvang þar sem fólk getur skráð óskir sínar og lífssögu. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir er konan á bak við hugmyndina að Tré lífsins. Hún er með meistarapróf í mannvistfræði með áherslu á menningu, völd og sjálfbærni en þau fræði nam hún í Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Hún bjó nokkra mánuði í Belís í Mið-Ameríku en þar var hún í starfsnámi. Hún segir dvölina þar hafa opnað augu sín fyrir umhverfis- og mannréttindamálum. „Fólk og náttúra, það er það sem skiptir mestu máli.“ Að gróðursetja fólk Sigríður Bylgja kláraði nám sitt árið 2013. „Síðan þá hef ég verið að finna leiðina mína hingað. Þetta byrjaði allt með einni hugmynd. Ég fór að hugsa hvernig hægt væri að gera heiminn aðeins betri og gera betur í umhverf- ismálum. Ég fór að velta fyrir mér jarðsetn- ingu og fannst alveg galið að við værum að jarðsetja eða brenna svona stórar kistur, bún- ar til úr verðmætum auðlindum. Við setjum hylkið okkar, líkamann, þar þegar við föllum frá, til þess eins að jarðsetja kistuna og um leið tökum við mikið pláss í kirkjugörðum. Þá datt mér í hug hvort ekki væri hægt að „gróður- setja“ fólk en þegar ég var lítil féll langamma mín frá og ég mismælti mig og sagði að það ætti að gróðursetja hana, ekki jarðsetja,“ segir hún og brosir. Sigríður Bylgja segir í gamni að þarna hafi strax verið kominn fyrirboði að lífsstarfinu, en hún hefur mikla ástríðu fyrir verkefninu. „Tré lífsins mun bjóða upp á þann valkost að gróðursetja ösku ástvina að lokinni bálför, ásamt tré sem vex þá til minningar um hinn látna. Ég fór með þessa hugmynd í Nýsköp- unarmiðstöð Íslands en í upphafi datt mér í hug að flytja inn lífræn duftker frá Bandaríkj- unum og hélt að fólk gæti þá gróðursett öskuna hvar sem það vildi. Ég komst svo að því að það væri alls ekki löglegt innan þess ramma sem lögin setja okkur um þessi mál. En ég er hér í dag og er búin að kafa ofan í þessi mál í mörg ár og eiga fundi víða, meðal annars í dómsmálaráðuneytinu. Við erum nú með allt tilbúið en erum að bíða eftir leyfi frá sýslumanni fyrir að hefja byggingu bálstofu. Það ætti ekkert að standa í vegi fyrir því laga- lega séð að þetta fari í gegn.“ Bálstofa í Garðabæ Hjarta Sigríðar Bylgju er í Tré lífsins og er hún framkvæmdastjóri, en með henni í stjórn eru Arnar Snær Gunnarsson, sem er tækni- og ör- yggisstjóri, og Berglind Sigurjónsdóttir, sem starfað hefur við heimahjúkrun og umönnun sjúkra, deyjandi og aðstandenda þeirra í rúman áratug, bæði hér heima og erlendis. „Tré lífsins er ekki bara ég að elta drauminn minn; þetta er orðið miklu stærra en ég. Ég hef heyrt frá svo mörgu fólki sem segir mér sögur af missi, sorg, af þörfinni fyrir annað og meira en það sem kerfið býður í dag upp á,“ segir hún. „Við viljum byggja bálstofu í Garðabæ og höfum átt í góðu samstarfi við bæjarstjórann sem er mjög framsýnn. Þetta verður ekki ein- göngu bálstofa heldur einnig athafnarými sem verður staður óháður öllum trúarbrögðum en opinn öllum. Það er rými fyrir alla hjá Tré lífs- ins. Það verður hægt að halda kveðjuathöfn hjá okkur, síðan er bálför og svo er val; viltu láta jarðsetja öskuna ofan á kistu ættingja, í duftreit, dreifa yfir hafi eða óbyggðum, eða viltu gróðursetja öskuna ásamt tré í Minninga- garði Trés lífsins? Fyrsti minningagarðurinn verður við hlið bálstofunnar í Garðabæ og búið er að gera ráð fyrir því. Dómsmálaráðuneytið segist jákvætt fyrir þeirri hugmynd að fara í lagabreytingar til að gera kleift að opna minn- ingagarða um allt land, þótt slíkt sé svo á hendi sveitarfélaga að ákveða.“ Sigríður Bylgja horfir langt fram í tímann og sér fyrir sér minningagarða víða um land þar sem fólk getur farið í lautarferðir og heim- sótt tré látins ættingja. „Draumurinn okkar með minningagörðum er að þeir fá að vaxa og dafna og verða að per- sónulegum skógum sem um leið verða útivist- arsvæði.“ Rafræn minningasíða Sigríður Bylgja segir að fyrir framan hvert og eitt tré verði sett lítið skilti með nafni hins látna, fæðingar- og dánardegi og QR-kóði sem tengist heimasíðu Trés lífsins. Hægt verður að skanna kóðann með snjalltæki og þá opnast minningasíða hins látna. „Við verðum með rafræna minningasíðu sem inniheldur æviágrip hins látna auk minn- ingarorða. Þetta verður vettvangur til að veita syrgjendum útrás fyrir sorgartjáningu. Fólk getur fengið minningasíðu óháð því hvort það velji að hvíla í kirkjugarði, duftreit, láta dreifa öskunni eða vaxa í Minningagarði. Tré lífsins snýst um að valið sé þitt. Hvað samræmdist þinni trú eða lífsskoðunum? Tré lífsins er einn valmöguleiki,“ segir Sigríður Bylgja og nefnir að ný bálstofa verði umhverfisvæn. „Bálstofan í Fossvogi er komin til ára sinna og kemur ekki til með að uppfylla þær meng- unarvarnir sem þarf, enda er hún frá 1948. Ofninn hjá okkur mun ganga fyrir metangasi og verðum við í þróunarstarfi við Sorpu. Ofn- inn mun því verða knúinn íslensku eldsneyti þannig að við búum til hringrásarhagkerfi. Svo er fullkomið hreinsikerfi í ofninum og því mun hann ekkert menga,“ segir hún og segir þau munu bjóða upp á ódýrar og einfaldar brennslukistur en venjuleg líkkista er oft mjög dýr. „Þessari brennslukistu verður svo hægt að renna inn í fallega athafnakistu sem er fjöl- nota.“ Hinstu óskir í Lífsbók Hjá Tré lífsins verður hægt að kaupa sér að- gang að Lífsbókinni sem er rafrænn gagna- grunnur. Fólk stofnar sína Lífsbók og skráir niður tvo nánustu aðstandendur sem fá þá að- gang að efninu eftir andlát viðkomandi. „Lífsbókin er hugsuð til margra áratuga og Tré lífsins er hugsað sem verkefni langt fram í tímann,“ segir Sigríður Bylgja og segir þró- un tæknihliðanna hugsaða út frá því en ör- yggi og vernd upplýsinga munu skipta höf- uðmáli. „Aðstandendur koma til okkar stuttu eftir að ástvinurinn fellur frá því í Lífsbókina verð- ur hann búinn að skrá sínar hinstu óskir. Sum- ir vilja ráða hvernig útförin eða kveðjustundin verður; velja prest, kirkju eða bálstofu Trés lífsins,“ segir hún og bætir við að þarna getur fólk skrifað niður ítarlegar óskir um hvað verður um þeirra jarðnesku leifar. Einnig verður hægt að skrá erfðamál, skilaboð til að- standenda og leyniorð ýmissa samfélagsmiðla- reikninga svo eitthvað sé nefnt. „Þegar fólk missir ástvini er það í hræðilegri sorg og áfalli og oft þarf að skipuleggja útför hratt. Þá skiptir máli að geta gengið að þess- um upplýsingum,“ segir hún en þannig geta aðstandendur virt óskir hins látna. „Fólk getur skráð lífssöguna sína með eigin orðum í Lífsbókina, sett inn textaskrár, hljóð- upptökur, myndir og myndbönd. Þegar ástvin- ur er fallinn frá verður Lífsbókin gull fyrir að- standendur.“ Minningin lifir Minningasíðan er einn valkostur sem Tré lífs- ins mun bjóða upp á, og tengist þá QR- kóðanum sem nefndur var hér á undan. „Lífsbókin er alveg lokuð en minninga- síðan verður öllum opin. Þar getur hver og einn slegið inn nafn látins félaga eða ástvinar og lesið þar æviágrip og minningarorð. Það verður líka vettvangur fyrir aðstandendur til að halda minningu hins látna á lofti,“ segir hún. „Ég á kæran vin sem dó fyrir nokkrum ár- um og hann er mér oft ofarlega í huga. Ég myndi vilja geta farið inn á minningasíðu um hann og geta minnst hans þar. Fjölskylda hans gæti þá lesið skilaboðin og séð að minning hans lifir enn. Hann er ekki gleymdur,“ segir hún og segir að einnig muni vera hægt að skrifa persónulega kveðju til hins látna sem enginn annar sér. „Við andlát ástvina koma upp alls kyns til- finningar og við notum ólíkar leiðir til að fá út- rás fyrir þær. Sumum finnst gott að skrifa til hins látna.“ Stærsta hópfjármögnunin Tré lífsins hefur verið í mikilli þróun og hægt er að lesa um verkefnið á heimasíðu þess og á Facebook. Sigríður Bylgja segir allt velta nú á fjármögnun. „Ævisparnaður minn er í verkefninu og við höfum fengið tvo frumkvöðlastyrki hingað til en okkur vantar meira fé til að forrita Lífsbók- ina, hanna betur útlitið og eiga fyrir öryggis- prófunum áður en við getum boðið fólki að kaupa aðgang,“ segir Sigríður Bylgja og nefnir einnig að dýrt sé að byggja bálstofu. „Ég er búin að fá vilyrði fyrir láni fyrir 80% kostnaðarins, en Tré lífsins-bálstofa og Minn- ingagarðar er sjálfseignastofnun sem enginn mun geta tekið pening út úr eða greitt sér arð. Sá hluti verkefnisins er samfélagslegt verkefni og verður ekki rekinn með gróðasjónarmið í huga,“ segir Sigríður Bylgja. „Við þurfum að tryggja þessi 20% og ætl- um að ráðast í stærstu hópfjármögnun Ís- landssögunnar vonandi núna í ár þar sem við munum kynna Tré lífsins rækilega. Við von- um að fólki finnist verkefnið mikilvægt og vilji sjá það blómstra. Hægt verður að heita á verkefnið og síðan munum við óska eftir styrkjum frá ríki og sveitarfélögum,“ segir hún en segir þau bíða eftir leyfinu frá sýslu- manni. „Við erum í startholunum.“ Að „gróðursetja“ fólk Tré lífsins er frumkvöðla- verkefni Sigríðar Bylgju Sigurjónsdóttur mannvist- fræðings. Hún vill bjóða fólki nýja valkosti við lífslok. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is „Þegar fólk missir ástvini er það í hræðilegri sorg og áfalli og oft þarf að skipuleggja útför hratt. Þá skiptir máli að geta gengið að þessum upp- lýsingum,“ segir Sigríður Bylgja en hjá Tré lífsins geta aðstandendur lesið um óskir látins ástvinar. Morgunblaðið/Ásdís ’ Þá datt mér í hug hvort ekkiværi hægt að „gróðursetja“fólk en þegar ég var lítil félllangamma mín frá og ég mis- mælti mig og sagði að það ætti að gróðursetja hana, ekki jarðsetja.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.