Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2021, Síða 29
Hann er með vindinn í fangið í lífinu,
blessaður karlinn, fyrir utan dóttur-
hvarfið er hann atvinnulaus og sam-
bandið sem hann er í stendur á
brauðfótum enda Nelly ekki þessi
dæmigerða fyrirmyndarfyrirvinna.
Þá virðist hann vera meira upp á
kvenhöndina en mönnum er hollt
þegar þeir eru að mynda sig við að
vera í föstum samböndum.
Litríkur vinahópur
Vinahópurinn í bæjarblokkunum í
Lundúnum er býsna litríkur; þar má
finna klæðskipting sem býr að miklu
jafnaðargeði, hundtryggan fíkni-
efnasala sem lítur upp til Nellys og
myndi gera allt fyrir hann og svo
dæmdan kynferðisglæpamann sem
á von á sínu fyrsta barni, dóttur,
með ástkonu sinni. Ástkonan er á
hinn bóginn með böggum hildar fyr-
ir þær sakir að hún var aðeins þrett-
án ára þegar þau byrjuðu saman,
hann 22 ára. Umræða sem aug-
ljóslega hefur verið frestað en þarf
nú nauðsynlega að fara fram. Hvað
ef maðurinn fer að sýna dóttur sinni
óvenjulegan áhuga? Getur hún
treyst honum? Hafði ást hans á
henni sjálfri ekkert með barnagirnd
að gera? Ýmsu er ósvarað og Nelly
reglulega fenginn til að slökkva elda.
Svo er það barnsmóðirin, henni er
augljóslega enn þá hlýtt til Nellys
enda þótt hún hafi kynnst vel stæð-
um manni og búi við allsnægtir í
stóru einbýli fjarri angist og brauð-
striti bæjarblokkanna.
Við allt þetta bætist unglings-
stúlka sem Nelly finnur við leitina að
dóttur sinni og bjargar úr klóm níð-
inga. Örlög hennar hafa verið grimm
og hann óttast að aðstæður dóttur
hans séu síst skárri. Svo finnst einn
níðingurinn myrtur og hvorki stúlk-
an né Nelly hafa fjarvistarsönnun.
Jæja, látum það duga. Það eina
sem er verra en að segja of lítið er að
segja of mikið. Þið getið sjálf leitað
uppi Save Me Too, eins og sería 2
kallast, ef áhugi hefur vaknað.
Önnur dóttir hverfur
Nelly Rowe er ekki eini maðurinn í
æðisgenginni leit að týndri dóttur
sinni í sjónvarpi um þessar mundir.
Um jólin sá ég danska þætti í sarpi
Ríkissjónvarpsins sem heita DNA.
Söguhetjan þar er lögreglumað-
urinn Rolf Larsen sem verður fyrir
þeirri ógæfu að barnung dóttir hans
hverfur um borð í ferju meðan hann
rétt lítur af henni á dekkinu til þess
að kalla á Eyjólf, eins og hendir
menn gjarnan í haugasjó. Lögreglan
rannsakar málið og telur stúlkuna af
en Rolf er á öðru máli. Hann er ekki
í minnsta vafa um að henni hafi verið
rænt. Hefst þá leitin og sögunni
vindur að mestu fram nokkrum ár-
um síðar, þegar Rolf er skilinn við
barnsmóður sína, fluttur út á land og
aðeins skugginn af sjálfum sér. Ekk-
ert kemst að nema að finna dótt-
urina. Ýmis ljón eru á veginum og
Rolf ítrekað hvattur til að láta gott
heita, meðal annars af barnsmóður
sinni sem er þess sinnis að frekari
leit leiði bara til enn meiri sársauka.
Til að bæta gráu ofan á svart þá er
hún komin með nýjan mann og á von
á barni með honum.
Rolf var sjálfur að rannsaka hvarf
á ungri stúlku þegar ógæfan sótti
hann heim og heldur áfram að skoða
það mál meðfram öðrum störfum í
þeirri veiku von að það tengist með
einhverjum hætti hvarfi dóttur hans.
Færist allur í aukana þegar hann
kemst fyrir tilviljun að því að pottur
virðist vera brotinn í DNA-
gagnagrunni lögreglunnar í Kaup-
mannahöfn. Þar á hann vini sem
hann fær til að líta betur á málið. Og
skyndilega fer boltinn að rúlla.
Leikar berast til Frakklands og
dönsku lögreglunni berst liðsauki
þaðan í formi hinnar reynslumiklu
rannsóknarlögreglukonu Claire
Bobain sem vill að Rolf hætti einka-
rannsóknum og haldi sig við efnið.
Teygir anga sína til Póllands
Málið teygir líka anga sína til Pól-
lands, þar sem hliðarsaga er sögð af
ungri stúlku, Julitu, sem missir unn-
usta sinn í bílslysi meðan hún er
ólétt af þeirra fyrsta barni. Hún vill
eiga barnið og halda því enda þung-
unarrof ekki vel séð í Póllandi. Kerf-
ið hefur þó aðrar hugmyndir og
skjólið sem hún telur sig hafa fundið
í nálægu nunnuklaustri er ef til vill
ekki svo mikið skjól.
Þessar tvær sögur hljóta á end-
anum að skarast, eða hvað? Og fái
Rolf svar er hann þá tilbúinn að
sætta sig við niðurstöðuna?
Nelly Rowe í úlpunni góðu
ásamt barnsmóður sinni,
Claire McGory, í Save Me Too.
Sky Vision
17.1. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
RESOURCE SENIOR ACTIVE
MÁLTÍÐ Í FLÖSKU
Senior Activ drykkirnir frá Nestlé eru sérstaklega orku- og próteinríkir
næringardrykkir sem eru sérhannaðir fyrir eldra fólk.
fastus.is/naering
Opið mán - fim 8:30 – 17:00, fös 8:30 – 16:15
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
VEIKINDI Ástralska leikkonan Nicole
Kidman viðurkennir að það hafi tekið
verulega á, bæði andlega og líkamlega,
að leika í spennuþáttunum The Undo-
ing, sem Stöð 2 sýndi fyrir
skemmstu. Þar leikur hún eiginkonu
manns sem grunaður er um morð.
„Ég lagðist í rúmið í heila viku
vegna þess að ónæmiskerfið þekkir
ekki muninn á veruleikanum og
leiklist meðan á þessu stendur,“
sagði Kidman í hlaðvarpsþætti
Marcs Marons vestur í Banda-
ríkjunum.
Lagðist í rúmið í miðjum tökum BÓKSALA 6.-12. JANÚAR
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1
Lífsbiblían
Alda Karen Hjaltalín og
Silja Björk Björnsdóttir
2 Yfir höfin Isabel Allende
3 Ungfrú Ísland Auður Ava Ólafsdóttir
4
Ný tölfræði fyrir
framhaldsskóla
Björn Einar Árnason
5 Bókmenntir í nýju landi Ármann Jakobsson
6 Almanak fyrir Ísland 2021
7 Ormurinn langi Bragi Halldórsson
8 Borðum betur Rafn Franklín Johnson Hrafnsson
9 Grunnteikning 2
10 Brúðarkjóllinn Pierre Lemaitre
1 Syngdu með Láru og Ljónsa Birgitta Haukdal
2
Dagbók Kidda klaufa 13
– snjóstríðið
Jeff Kinney
3 Öflugir strákar Bjarni Fritzson
4 Dísa ljósálfur G.T. Rotman
5 Freyju saga – múrinn Sif Sigmarsdóttir
6 Depill – hvaða hljóð er þetta? Eric Hill
7 E.T.
8 Draugaslóð Kristín Helga Gunnarsdóttir
9 Benjamín dúfa Friðrik Erlingsson
10
Binna B. Bjarna
– flöskuskeytið
Sally Rippin
Allar bækur
Barnabækur
Ég er í afar skemmtilegum les-
hring sem kallar sig „Blaðsíð-
urnar“ og hef notið þess að
ræða um bækur í þessum ágæta
félagsskap. Það er gaman að
lesa góðar bækur en enn þá
skemmtilegra að taka þátt í um-
ræðum um þær, en ólíkt því
sem margir halda þá er lestur
félagsleg athöfn. Enginn les eða
upplifir bækur á sama hátt og
annar. Því er svo gaman þegar
einhver kemur
með aðra sýn
og varpar ljósi
á eitthvað
sem maður
tók ekki eftir
sjálfur.
Bókin sem
heillaði mig
mest á síðasta
ári var Sum-
arbók Tove Jansson sem segir
frá Soffíu og ömmu gömlu sem
bæði verndar hana, leikur við
hana og spjallar um allt milli
himins og jarðar, en mest um
náttúruna t.d. hvernig það er að
vera maðkur og hvað gerist
þegar hann er höggvinn í tvennt
með skóflu. Amman fylgist með
Soffíu þegar hún gerir mistök og
sér hana læra og þroskast. Ljúf
og falleg bók.
Bókin sem
hafði mest
áhrif á mig
var Dyrnar
eftir Magda
Szabo í frá-
bærri þýðingu
Guðrúnar
Hannes-
dóttur. Þar
segir af Emerönsu, sterkri,
stoltri konu sem „þvær ekki
þvottinn af hverjum sem er“,
konu sem þeir sem vilja ráða í
þjónustu sína þurfa að senda inn
umsókn til hennar. Það gera ein-
mitt rithöfundahjón og hún fer
að vinna fyrir þau sem húshjálp.
Smám saman verður líf hennar
samtvinnað þeirra og lesandinn
fær að vita meira um ævi og líf
hennar á bak við luktar dyrnar.
Áhrifamikil bók um stórar til-
finningar.
Þá hlakka ég einna mest til að
lesa síðustu söguna í bóka-
flokknum „Seven sisters“ eftir
Lucinda Riley sem fjallar enn
sem komið er
um sex systur
sem Pa Salt
tekur í fóstur.
Þegar hann
deyr skilur
hann eftir vís-
bendingar um
uppruna
þeirra og þær
fara hver af
annarri að leita ættingja sinna
og bakgrunns, til Rio, Nýja-
Sjálands, Frakklands og fleiri
landa. Þeirri leit eru gerð skil í
einni bók fyrir hverja þeirra. En
spurningin er hvort sjöunda
systirin er til og af hverju var
hún þá ekki alin upp með hin-
um? Svarið verður væntanlega í
sjöundu bókinni sem ætlað er
að koma út vorið 2021.
HRAFNHILDUR HREINSD. ER AÐ LESA
„Þvær ekki þvottinn
af hverjum sem er“
Hrafnhildur
Hreinsdóttir
er upplýsinga-
fræðingur.
AFP
Nicole
Kidman
jafnaði
sig að
lokum.