Morgunblaðið - 05.02.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.02.2021, Blaðsíða 6
Ljósmynd/Úr skýrslu RNSA Óhapp Leki kom að Mars HU sem strandaði á Húnaflóa í maí 2019. Sex atvik, þar sem stjórnendur báta voru sofandi er óhapp varð, voru af- greidd með lokaskýrslu hjá siglinga- sviði rannsóknarnefndar samgöngu- slysa á síðasta ári, en slysin urðu 2019. Í öllum tilvikum strönduðu bát- arnir, en mannbjörg varð. Vökutími áður en óhappið varð var í þremur tilvikum 20 klukkutímar eða lengri. Slys á sjó frá og með árinu 2000 þar sem stjórnendur eru sofandi þegar óhapp verður eru nú orðin um 50 talsins. Oft hafa óhöpp af þessum toga verið 1-2 á ári, en 2020 voru sex slík mál afgreidd frá RNSA, eins og áður sagði, 2019 voru þau fimm og fjögur bæði árin 2005 og 2007. Samkvæmt upplýsingum Jóns Arilíusar Ingólfssonar rannsókna- stjóra urðu sjö strönd á síðasta ári og tvö atvik urðu þegar skip tók niðri. Fjögur af þessum atvikum eru órannsökuð, en svo virðist sem eitt þeirra gæti fallið í þennan flokk. aij@mbl.is Sofandi í um 50 óhöppum á 20 árum  Rannsóknarnefnd samgönguslysa af- greiddi sex slík tilvik á sjó á síðasta ári 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2021 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið og ekki hafi náðst að afgreiða allar pantanir að fullu. Vonast Guðni til að jafnvægi komist á í mars. Ræktun á nokkrum tegundum útiræktaðs grænmetis og kartaflna hefur heldur aukist á milli ára, að sögn Guðna. Opinberar tölur um þá framleiðslu liggja ekki fyrir. Guðni segir að aukning hafi verið í rækt- un á káli, til dæmis á blómkáli. Ekki hafi tekist eins vel til með spergilkál. Báðar þessar kálteg- undir hafa verið vinsælar í fæði landsmanna síðustu ár vegna megrunarkúra af ýmsu tagi. Blóm- kál og spergilkál hafa ekki langan geymslutíma og seldust upp í októ- ber og síðan hefur það verið flutt inn. Hvítkálið dugði fram að ára- mótum og Guðni reiknar með að hafa íslenskar gulrætur á boð- stólum fram í mars. Á hann von á því að ræktun á hvítkáli og fleiri tegundum verði aukin í ár. Ræktun á gúrkum er hafin í tveimur gróðurhúsum sem byggð voru á síðasta ári, á Laugalandi í Borgarfirði og Gufuhlíð í Biskups- tungum og framleiðsla á tómötum er sömuleiðis hafin í stóru gróður- húsi sem byggt hefur verið í Frið- heimum í Biskupstungum. Jafnvægi náð í mars Þrátt fyrir viðbótina hefur ekki náðst að anna að fullu spurn eftir gúrkum að undanförnu. Guðni Hólmar Kristinsson, framkvæmda- stjóri afurðasviðs SFG, segir að erfiðleikar hafi verið í ræktun hjá stórum framleiðanda á síðasta ári og áform um framleiðslu í nýju húsi dregist. Það hafi valdið skorti á gúrkum sem leiddi til innflutn- ings á vetrarmánuðum. Segir hann að ýmislegt geti komið upp á í ræktun. Spurnin eftir gúrkum er að venju mikil í janúar og febrúar Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Framleiðsla innanlands á helstu teg- undum grænmetis úr gróðurhúsum dróst aðeins saman á síðasta ári. Framleiðsla á tómötum og gúrkum er að aukast verulega í byrjun nýs árs og vonast framkvæmdastjóri hjá Sölufélagi garðyrkjumanna til að betur gangi að anna eftirspurn á komandi vikum og mánuðum. Innflutningur á helstu grænmetis- tegundum minnkaði á síðasta ári, eins og sést á meðfylgjandi grafi. Undantekningin er gúrkur en inn- flutningur á þeim þrefaldaðist vegna skorts sem myndaðist á markaðnum í vetur. Innflutningurinn er hins vegar tiltölulega lítill. Innlend fram- leiðsla er með 91% markaðarins. Ís- lenskir garðyrkjubændur eru með 44% markaðarins fyrir tómata en aðeins 11% markaðar fyrir papriku. Innflutningur grænmetis og innlend framleiðsla Innflutningur 2019-2020 Innflutningur 2019-2020 Innlend framleiðsla 2015-2020 3.500 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 2.250 2.000 1.750 1.500 750 500 250 0 Tonn Tonn Gúrkur Tómatar Paprika Kartöflur 2015 2016 2017 2019 2020 2020 207% -17% -7% -34% Innlend framleiðsla 2019-2020 Innlend framleiðsla Innflutningur Innlend fram- leiðsla, tonn Breyting 2019-2020 Gúrkur 2019 2020 tonn % 1.914 1.808 -106 -6% Tómatar 2019 2020 tonn % 1.183 1.163 -20 -2% Paprika 2019 2020 tonn % 202 203 1 0,5% 2019 2020 Gúrkur Tómatar Paprika Magn innflutnings og breyting 2019-2020 9% 52% 88% 1.808 1.163 203 Tegund 2019 2020 Breyting Tómatar 1.520 1.261 -259 -17% Paprika 1.599 1.487 -112 -7% Gúrkur 56 172 116 207% Jöklasalat 923 736 -187 -20% Tegund 2019 2020 Breyting Sveppir 330 248 -82 -25% Kartöflur 3.269 2.163 -1.106 -34% Gulrætur og næpur 973 563 -410 -42% Tegund 2019 2020 Breyting Blómkál 620 575 -45 -7% Hvítkál 607 578 -29 -5% Spergilkál 500 426 -74 -15% Heimild: Hagstofa Íslands og Atvinnu- vegaráðuneytið, bráðabirgðatölur Meira berst af grænmeti  Framleiðsla á gúrkum og tómötum að aukast með nýjum gróðurhúsum  Innflutningur á grænmeti dregst saman Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Neyðarkall björgunarsveitanna þessa dagana er björg- unarsveitarmaður með leitarhund sem sumum þykir svipa nokkuð til Söndru Sjafnar Helgadóttur sem með Stormi sínum er í Björgunarhundasveit Íslands. „Hvorki ég né hundurinn vorum fyrirmyndir þegar frumgerðin að Neyðarkallinum var mótuð. En sumir þykjast, að minnsta kosti í gamni sagt, greina þarna svip af mér og hundinum sem er bara skemmtilegt,“ segir Sandra Sjöfn sem var á vettvangi í fyrradag þegar sala á Neyð- arkallinum var kynnt og hófst. Stormur sem er golden retriever er annar leitarhund- urinn sem Sandra Sjöfn þjálfar. Hann er átta mánaða og því enn að taka út þroska og þjálfun. Mikil vinna felst í því að þjálfa upp leitarhund. Að jafnaði er slíkt fullt þriggja ára verkefni og svo þarf að halda þjálfuninni áfram alveg meðan dýrið er á útkallslista. Almennt þykja björgunarhundar nauðsynlegir til dæmis við leit og björgun. Fólk í björgunarsveitum víða um land er með góða og vel þjálfaða hunda sem skipta sköpum, til dæmis við leit eftir snjóflóð. Við leit að týndu fólki getur leit hundanna verið úrslitaatriði í björgunaraðgerðum. „Samband okkar Storms er mjög gott og samvinnan gengur vel. Ég eyði miklum tíma með honum á hverjum degi og sé stöðugar framfarir,“ segir Sandra Sjöfn. „Stormur er líka einstaklega vinnufús; hann er yfirveg- aður og einbeittur fyrir þeim verkefnum sem eru sett fyrir hann og hann er ekki lengi að leysa úr þeim. Og núna eru æfingar í snjóflóðaleit á dagskrá. Á sameigin- legri leitaræfingu björgunarhundasveitarinnar, sem haldin var í Bláfjöllum um síðustu helgi, sýndi Stormur mjög góða takta þar sem hann var í annað sinn að grafa sig ofan í holu. Ég hlakka til framhaldsins, en svona dýri þarf að halda við með daglegri þjálfun.“ Sandra Sjöfn hefur tekið þátt í starfi Hjálparsveitar skáta í Garðabæ um árabil. Fólk úr þeirri sveit, eins og öðrum björgunarfélögum, fer um nú um helgina og sel- ur Neyðarkall, við verslanir, á fjölförnum stöðum og annars staðar. Í þessari fjáröflun ætlar Sandra Sjöfn að taka þátt og Stormur verður ekki langt undan. Stormi fer stöðugt fram  Sandra Sjöfn með leitarhund í þjálfun  Sambandið er gott  Svipur Neyðarkallsins sem seldur verður um helgina Morgunblaðið/Sigurður Bogi Tilbúin Björgunarsveitarkonan Sandra Sjöfn Helgadóttir hér með hundinum Stormi og sjálfum Neyðarkallinum. „Manni líður eiginlega eins og Þór- ólfi hlýtur að líða þegar hann svarar til um bóluefnin. Þótt málin séu gjör- ólík er eftirspurnin gríðarleg og eng- an veginn hægt að framleiða nóg,“ segir Ólafur Þór Jóelsson, fram- kvæmdastjóri hjá Senu. Sena sér um dreifingu fyrir Sony og þar með hina vinsælu Playstation 5 tölvu sem kom á markað seint á síð- asta ári. Það hefur vart farið fram hjá mörgum að leikjatölvan var ein af vinsælustu jólagjöfum síðasta árs þrátt fyrir að fremur fá eintök af henni hafi borist til landsins. Raunar er það svo um allan heim að færri hafa fengið PS5 en vilja. Og enn ból- ar ekkert á vélunum hingað. „Sony er að gera sitt besta til að framleiða vélar í þessu undarlega ár- ferði. Við fengum sendingu fyrir jól- in og fáum vonandi aðra fyrir lok mánaðarins. Það er samt ekki nánd- ar nærri nóg til að anna eftirspurn og hreinsa upp biðlista,“ segir Ólafur. Undir þetta tekur Gestur Hjalta- son, framkvæmdastjóri Elko. „Við vitum ekkert hvenær það koma fleiri vélar eða hvað við fáum margar. Það eru einhver hundruð sem eru á bið- listum hjá okkur og sumir eru þegar búnir að greiða fyrir vélarnar. Þegar við fengum 260 vélar aukalega fyrir jólin réð kerfið ekki við eftir- spurnina. Það voru átta þúsund manns að reyna að kaupa þær á 2-3 mínútum. Því fóru einhver kaup í gegn sem við gátum ekki klárað. Margir völdu að halda sínum greiðslum inni og eru því framar í röðinni. Við hefðum getað selt fleiri þúsundir véla til viðbótar við þau hundruð sem við seldum fyrir jólin.“ Ólafur bendir á að sjö ár eru liðin síðan síðasta Playstation-tölva kom út. Þá hafi Íslendingar mátt bíða í þrjá mánuði frá útgáfudegi þar til fyrsta vélin barst hingað. Í ofanálag hafi fleiri vélar borist fyrsta kastið nú en þá. „En maður skilur að biðin getur verið erfið. Ég finn svo sann- arlega til með fólki sem þarf að gera það.“ hdm@mbl.is Langir biðlistar og algjör óvissa  Bið eftir fleiri PS5-vélum til landsins Vinsæl Margir bíða spenntir eftir að fá nýjustu Playstation-vélina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.