Morgunblaðið - 05.02.2021, Side 11

Morgunblaðið - 05.02.2021, Side 11
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Rannsóknir eru gerðar hérlendis og erlendis á aðferðum við að gelda lax- fiska. Framleidd eru þrílitna hrogn hér á landi til útflutnings en laxinn þolir misvel aðstæður í eldi. Fyrstu seiðin af þeirri gerð sem hér eru alin fara væntanlega í sjó í vor. Verið er að rannsaka og þróa nýjar aðferðir til að framleið venjulegan tvílitna lax sem þó er ófrjór. Það yrði mikilvægt fyrir laxeldið hér og í heiminum ef það tækist. Aukinn áhugi á eldi ófrjórra laxa stafar af vandamálum í laxeldi. Ann- ars vegar möguleikanum á að lax sleppi úr sjókvíum, gangi í ár og tímgist þar með villtum laxi. Hins vegar stöðvast vöxtur á laxi þegar hann verður kynþroska og verður að illseljanlegri vöru. Það á sérstaklega við þegar laxinn er alinn í heitari sjó eða ferskvatni, eins og notað er í landeldisstöðvum sem eru að rísa á nokkrum stöðum í heiminum. Ófrjór lax getur hjálpað til að leysa þessi vandamál. Í sjó í Berufirði Benchmark Genetics Iceland (áð- ur Stofnfiskur) framleiðir meirihluta þeirra þrílitnu hrogna sem notuð eru í sjókvíaeldi samkvæmt svokölluðum grænum leyfum í Norður-Noregi. Þar fengu fyrirtæki tvöföldun á leyf- um gegn því að nota ófrjóan lax. Eitthvað hefur dregið úr því en í staðinn er aukin eftirspurn frá land- eldisstöðvum en sú grein er í mikilli framþróun í heiminum. Þrílitna hrognin eru meðhöndluð undir þrýstingi eftir frjóvgun þannig að þau verða ófrjó. Þessir laxar eru við- kvæmari fyrir háu hitastigi og súr- efnisleysi og fleiri vandamál eru samfara eldi þeirra. Fyrstu ófrjóu laxaseiðin sem hér verða alin í sláturstærð fara í sjó í Berufirði í vor. Fiskeldi Austfjarða er að ala hálfa milljón þannig seiða í seiðastöð sinni í Kelduhverfi af hrognum frá Benchmark Genetics. Hluti starfs- og rekstrarleyfa Fisk- eldis Austfjarða er ætlaður fyrir eldi á ófrjóum laxi. Í fyllingu tímans, eftir eitt og hálft ár, er von á 2.000 tonn- um af laxi upp úr þessum kvíum. Að- stæður eru taldar heppilegar til þessa eldis fyrir austan, sjórinn er kaldur og ekki miklar hitasveiflur. En spennandi verður að sjá árang- urinn. Unnið er að mismunandi aðferð- um við að framleiða ófrjóan tvílitna lax, eins og Ragnar Jóhannsson, sviðsstjóri fiskeldis hjá Hafrann- sóknastofnun, greinir frá. Hafrann- sóknastofnun, Maryland-háskóli og Benchmark Genetics Iceland vinna saman að þróun á nýrri aðferð til fjöldaframleiðslu á kynlausum laxi til notkunar í fiskeldi samkvæmt að- ferð vísindamanna við Maryland-há- skóla í Baltimore. Svokallaðri gena- þöggun er beitt á fyrstu stigum lirfuþroska og felst aðferðin í að slökkva á genum í kynfrumum. Fisk- arnir verða eðlilegir að öllu öðru leyti en því að þeir mynda ekki hrogn eða svil. Besti árangur í rannsókn- inni til þessa er að 70% hópsins varð ófrjór en markmiðið er að ná 100% árangri. Hafrannsóknastofnun er aðili að Evrópuverkefninu EATFish en það er þverfaglegt samstarf háskóla, rannsóknastofnana og aðila úr við- skipta- og iðnaðargeiranum um ný- stárlegar rannsóknir á líffræði- og tæknilegum þáttum fiskeldis. Hafró fær fjármagn til að kosta doktors- nema til að þróa umræddar aðferðir við genaþöggun. Ekki er nóg að þróa árangursríkar aðferðir til framleiðslu, neytendur þurfa að kaupa afurðirnar. Aðferðin sem Hafró tekur þátt í að þróa er ekki flokkuð sem erfðabreyting. Að- ferð sem rannsóknastofnanir í Nor- egi eru að vinna að er hins vegar flokkuð þannig samkvæmt dómi Evrópudómstólsins og afurðirnar því taldar erfðabreyttur matur. Því er ekki leyfilegt að nota aðferðina við matvælaframleiðslu. Höfundar grunnaðferðarinnar sem nefnd er CRISPR/Cas9 fengu Nóbelsverð- laun í efnafræði á síðasta ári. Gengur rannsóknin í Noregi út á að búa til kynlausan lax sem þó er með kyn- færi. Eftirspurn frá landeldi Spurn eftir hrognum af þrílitna laxi frá Benchmark Genetics Iceland fara vaxandi vegna mikillar upp- byggingar landeldis í heiminum. Eins og fyrr segir getur ótímabær kynþroski í hlýju vatni valdið skemmdum á afurðum og þar með tjóni í eldinu. Jónas Jónasson for- stjóri segir að þess vegna hafi fyrir- tækið einnig ræktað hreina hrygnu- stofna fyrir landeldið. Benchmark er í samstarfi við Há- skóla Íslands og Hafrannsókna- stofnun um að finna leiðir til að gelda fisk, annaðhvort með bólusetningu eða öðrum aðferðum til að koma í veg fyrir að hann verði kynþroska. Segir Jónas að þetta séu grunnrann- sóknir. Ekki sé útlilokað að CRISPR-tæknin verði hluti af þeim en tekur fram að gæta þurfi þess að aðferðin verði viðurkennd af öllum til notkunar í matvælaframleiðslu. Þróa nýjar aðferðir við að gelda lax fyrir eldi  Myndi leysa vandamál við erfðablöndun og landeldi Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Laxeldi Fyrsti ófrjói laxinn sem alinn er hér fer í kvíar í Berufirði í vor. Ragnar Jóhannsson Jónas Jónasson FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2021 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Útsala síðustu dagar 50%afsláttur af útsöluvörum Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is Ten Points Pandora 27.990 kr. Nýjar vörur frá Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þjóðin er náttúrlega í stofufangelsi og þess vegna hafa þorraveislurnar færst heim í stofu,“ segir Jóhannes Stefánsson, veitingamaður í Múla- kaffi. Þorravertíðin hefur verið rólegri hjá Jóhannesi þetta árið en oftast áður. Samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar hafa komið í veg fyrir stór þorrablót og hefðbundin mannamót. „Veislurnar hafa verið 80% af rekstrinum hjá okkur og við værum á kafi ofan í tunnunum dag og nótt núna ef við hefðum fengið að lifa eðlilega. Það væri allt á yfirsnún- ingi fram í apríl í veisluhaldi,“ segir Jóhannes. Til að mæta breyttum að- stæðum í ár ákvað hann að leggja meiri áherslu á þorramat sem fólk getur tekið með sér heim og hefur það mælst vel fyrir. „Við höfum verið að selja hjóna- bakka og trog fyrir fimm manns og fleiri. Þetta verður á boðstólum hjá okkur í Múlakaffi fram til 20. febr- úar.“ Borg brugghús er að setja á markað nýjan áfengislausan þorra- bjór sem er taðreyktur. Ber hann nafnið Hrymur og fer í sölu í næstu viku í Krónunni, Melabúðinni, Fjarðarkaupum, Rangá, Pétursbúð og víðar. Jóhannes fékk að smakka á bjórnum, fyrstur manna, í vikunni og kveðst telja að hann passi afar vel með þorramatnum. „Bjórinn smakkast vel og hann hefur þessi þorra-einkenni. Hann er áfengislaus svo reglufólkið getur fengið sér einn svona með matnum. Ég mæli eindregið með því,“ segir Jóhannes. Sturlaugur Jón Björnsson, brugg- meistari hjá Borg, kveðst telja að líklega sé Hrymur fyrsti taðreykti óáfengi drykkur sem framleiddur er í heiminum. Brugghúsið hefur verið að prófa sig áfram við gerð óáfengra bjóra síðustu mánuði og hafa þeir notið vinsælda. Borg hefur áður gert taðreykta bjóra og vöktu þeir mikla athygli meðal bjóráhugamanna úti í heimi. „Það stuðaði marga að við Íslend- ingar værum að reykja matvæli með úrgangi kinda. Okkur fannst skemmtilegt að útskýra fyrir fólki að taðreyking væri hversdagsleg hér á landi, að hér sé borðað taðreykt hangikjöt á brauðsneiðum alla daga ársins.“ Ljósmynd/Hari Blót Jóhannes og Sturlaugur skáluðu í Hrym og gröðguðu í sig þorramat. Þorrastemning í trogi og glasi  Taðreyktur áfengislaus bjór á markað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.