Morgunblaðið - 05.02.2021, Side 18

Morgunblaðið - 05.02.2021, Side 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2021 VINNINGASKRÁ 234 9474 20016 28152 38155 48936 59117 68913 314 10532 20028 28253 38620 49036 59209 68994 502 10714 20623 28544 38791 49312 59363 69795 560 10982 20666 28709 38829 49486 60137 69835 629 11062 20700 28949 39257 49614 60179 69948 818 12468 20949 29438 39523 50317 60230 70246 1459 12574 21180 29480 39730 50349 60634 70279 1884 12999 21803 29758 39917 50604 61236 70864 2100 13019 21854 30164 40020 50766 61356 71390 2760 13823 22213 31506 40048 50822 61497 71761 2947 13990 22520 31923 40651 51004 61841 72020 3709 14661 22645 32017 41121 51653 62744 72096 3796 14689 22715 32250 41448 51895 63128 72819 3837 14905 22716 32477 42055 51910 64216 73745 3852 14907 22761 32686 42124 51996 64364 73785 4322 15145 23002 32851 42196 52709 65567 74707 4721 15311 23296 33184 42243 53051 66076 74735 4748 15528 23458 33373 42647 53556 66284 75148 4786 15555 23476 33700 42870 53754 66394 75809 5446 15716 23510 33989 42931 54078 66568 76460 5524 15736 23688 34005 43191 54750 66573 76494 5586 15780 23840 34061 43356 55966 66657 76757 5785 16721 23900 34251 43665 56149 66712 76810 6084 17031 24330 34301 43948 56326 66865 77750 6226 17155 24576 34404 44109 56793 67134 77754 6345 17260 24584 35150 44631 57390 67199 78013 6883 17432 24752 35258 44962 57575 67404 78290 7147 17750 24758 35259 45323 57741 67449 78940 7245 17827 24984 35323 45472 58121 67686 79285 7251 17968 25126 36140 45562 58283 67720 79799 7342 18160 25134 36673 46472 58341 67999 79897 7356 18274 25626 36715 46864 58418 68030 7365 18688 26304 36814 46973 58503 68085 7665 18748 26400 37161 47016 58570 68210 7702 18802 27027 37299 48055 58584 68546 7759 18964 27351 37456 48211 58750 68724 9141 19863 27701 37591 48520 59051 68837 872 10273 20838 28856 37858 54747 63271 73882 3074 12155 20900 30480 39264 54952 63299 73939 3152 13314 21594 30518 40640 56023 64856 74060 3174 14520 22642 30943 40770 57454 65103 74395 4226 14569 23109 31224 40885 57573 68429 75616 5644 15544 23305 31686 41142 57663 68821 76322 6095 16231 23567 32738 41780 57664 69810 77686 6482 17029 23923 32838 42139 57846 70136 77697 6549 18512 25682 33171 45426 58327 70323 79418 7866 19965 26421 33591 47001 60779 70619 7890 20097 27466 34427 50400 61499 72398 8360 20354 27939 34821 50726 61885 72635 9238 20787 28554 36033 54281 62689 72677 Næstu útdrættir fara fram 11., 18. & 25. febrúar 2021 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 18146 21908 30853 51462 69976 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 9818 15744 28906 43093 58081 71851 11816 17692 31202 44640 59242 72984 13053 26497 40439 49616 70156 74308 14494 26600 41614 56012 70731 74841 Aðalv inningur Kr. 4.000.000 Kr. 8.000.000 (tvöfaldur) 5 2 2 5 2 40. útdráttur 4. febrúar 2021 Öðruvísi mér áður brá þegar fyrrverandi formaður Sjálfstæð- isflokksins og sjáv- arútvegráðherra talar fyrir þjóðnýtingu sjáv- arútvegs á Íslandi í Fréttablaðinu 28. jan- úar sl. Erfitt var að sjá fyrir sér að Þorsteinn Pálsson talaði fyrir þjóðnýtingu og ráð- stjórn, en því auðveld- ara að sjá formann flokks hans í þeim sporum. Þorsteinn notar hugtökin virk og óvirk þjóðareign á auðlindum. Réttara væri að kalla þetta réttum nöfnum; ráðstjórn eða markaðs- hagkerfi. Stjórnarskráin Nú á að nota stjórnarskrá lýðveld- isins til að láta drauminn rætast um þjóðnýtingu sjávarútvegs og hug- myndin er þá að úthluta kvóta tíma- bundið með útboðum ríkisins. Slíkt kerfi hefur verið reynt í öðrum lönd- um með mjög alvarlegum afleið- ingum og hruni í atvinnugreininni. Það þarf ekki sérfræðing til að sjá að með tímabundinni úthlutun mun eng- inn fjárfesta til langs tíma, en sjávar- útvegur er mjög fjárfestingafrek at- vinnugrein. Þeir sem bjóða í veiðiheimildir verða þá að hafa að- gang að skipum og vinnslum til að geta boðið í kvótann, sem augljóslega býður upp á offjárfestingu í greininni. Annað er, að slík óvissa myndi hafa veruleg áhrif á stöðu sveitarfélaga sem eru háð sjávarútvegi og kæmust þau ekki að við útboðið, og þá stæðu þau sveitarfélög eftir á vonarvöl. Gegn þeim rökum hafa sósíalistarnir sagt að í slíkum tilfellum verði gripið til sértækra aðgerða af hálfu ríkisins. Virk/óvirk þjóðareign En hvers vegna að draga línuna við sjávarútveg? Stóriðjan er auðlindah- áð og hefur notið góðs af hagstæðri orku, sem fengin er úr sameig- inlegum auðlindum þjóðarinnar. Er þá ekki næsta skref að segja við eig- endur þeirra fyrirtækja að framvegis verði að- eins samið við þá í tíu ár og síðan færi fram út- boð á raforkunni? Dett- ur einhverjum í hug að stóriðja hefði byggst upp á Íslandi ef slík ákvæði væru jafnvel bundin í stjórnarskrá? Hvað með bændur, á að veita þeim tíu ára beit- ingarrétt á afréttum í senn? Annað sem ég hnýt um í grein Þorsteins er tilvitnun hans um ósvinnuna um óvirka þjóðareign, að aflaheimildir geti erfst milli ættliða. Ef slíkt er sett í stjórnarskrá að útgerðarmaður af- hendi fyrirtækið til ríkisins þegar hann deyr, hvers vegna að einskorða það við sjávarútveg; má þá ekki setja slíkt ákvæði um t.d. stóriðju og bænd- ur? Hvers eiga aðrir hluthafar í út- gerð, t.d. lífeyrissjóðir, að gjalda við slík tímamót? Ég er þess fullviss að svona umræða gæti hvergi átt sér stað á Norðurlöndum nema á Íslandi. Hvergi nema hér myndu stjórn- málamenn tala af slíku ábyrgðarleysi um eignarréttinn. Málið er að grund- völlur fyrir velgengni íslensks sjávar- útvegs er eignarréttur á nýtingu afla- heimilda. Þess vegna erum við heimsmeistarar í sjávarútvegi og er- um undantekning þar sem greitt er auðlindagjald fyrir uppsjávar- og botnfiskveiðar til ríkisins. Afkoma sjávarútvegs Fyrir nokkrum árum tók undirrit- aður þátt í að taka saman skýrslu {+}(i{+}) um áhrif veiðigjalda á fjár- festingagetu útgerða. Það var á tím- um hreinnar vinstristjórnar sem hækkaði veiðigjöld verulega og hafði hugmyndir um að bæta hressilega í. Niðurstaðan var sú að hefðu villtustu hugmyndir sósíalista náð fram að ganga hefði engin útgerð fjárfest í nýjum skipum, enda engin banki lán- að þeim fyrir fjárfestingunni. Í þess- ari úttekt var ekkert pláss fyrir til- finningar, bara grjótharðar tölur. Undanfarin tíu ár hafa veiðigjöld hækkað mikið og með ólíkindum hversu vel útgerðin hefur brugðist við því, en það er gert með aukinni samþjöppun þar sem minni útgerðir gefast upp og renna inn í stór- útgerðir. Það eykur framlegð og hef- ur dugað til að bregðast við hærri veiðigjöldum. Með frekari hækkun mun þessi þróun halda áfram, sem út af fyrir sig er þjóðhagslega hag- kvæmt, en vilji menn feta þá slóð eiga stjórnmálamenn að segja það hreint út. Málið er að sjávarútvegur á Íslandi er heilbrigð atvinnugrein sem skilar miklum verðmætum inn í íslenskt samfélag. Hann skilar reyndar held- ur minni hagnaði en meðaltal fyr- irtækja í kauphöll og arðgreiðslur til eigenda eru minni. Aukin skattlagn- ing á atvinnugreinina mun ekki skila neinum verðmætum, nema eins og áður hefur komið fram … með auk- inni samþjöppun og stærri fyr- irtækjum. Vankunnátta eða lýðskrum Með það í huga vekur það furðu undirritaðs að íslenskir stjórn- málamenn séu tilbúnir til að gera til- raun með atvinnugreinina, þrátt fyrir að dæmin séu til um að sú leið er ófær. Ástæðan er vonandi vankunn- átta þar sem um flókið málefni er að ræða, eða hreinlega lýðskrum og stjórnmálamenn séu enn og aftur að nýta sér áratuga ófrægingarherferð á greinina til að sækja sér atkvæði. Ef það fyrrnefnda er vandamál hjá Við- reisn skal þeim bent á að ræða við varaformanninn, sem þekkir málefni auðlindanýtingar betur en nokkur annar Íslendingur. (1) https://www.matis.is/media/matis/ utgafa/17-14-Fjarfestingastjornun.pdf Auðlindakafli stjórnarskrár Eftir Gunnar Þórðarson »Málið er að sjávar- útvegur á Íslandi er heilbrigð atvinnugrein sem skilar miklum verðmætum inn í íslenskt samfélag. Gunnar Þórðarson Höfundur er viðskiptafræðingur. silfurtorg@simnet.is Fyrirtæki og ein- staklingar borga meira en eitt þúsund milljarða bandaríkjadala í mútur á hverju ári, að mati Al- þjóðabankans. En skað- inn sem spillingin veldur er miklu meiri. Áætlað er að á bilinu tuttugu til fjörutíu milljarðar bandaríkjadala af þró- unaraðstoð hverfi í hít spillingarinnar á hverju ári. Á bak við þessar köldu fjárhæðir eru skert lífsgæði og örlög fólks af holdi og blóði. Fyrir alla þýðir þetta daglegt óréttlæti og ónæði sem því fylgir að þurfa að borga mútur til að fá sjálfsagða þjónustu og oft veldur spilling því að lífi fólks er umbylt og það hrakið frá heimilum sínum vegna stríðsátaka sem eru drifin áfram af spilltum valdhöfum eða stríðsherrum. Spilling er mjög skaðleg fyrir op- inbera grunnþjónustu í fátækum löndum. Fólk þarf að borga sér- staklega fyrir lyf og læknisþjónustu, þó að þjónustan eigi að vera ókeypis. Margir geta það ekki og dánartíðni verður því mun hærri en ella. Spilling í menntakerfi birtist oft þannig að foreldrar þurfa að borga kennurum til að þeir mæti í vinnu og fátækt fólk í borgum þarf að borga lögreglumönnum til að geta fengið að gera hversdagslegustu hluti, eins og að draga handvagn yfir gatnamót. Öll dæmin hér að ofan eru það sem kallast smáspilling (e. petty corrup- tion). Stórspillingin (e. grand corrup- tion) er annars staðar í samfélaginu. Hún snýst um samspil stórra fyr- irtækja og valdamikilla stjórnmála- manna og embættismanna. Hún snýst ekki um einn dal í vasa lög- reglumanns, fimm dali í vasa kennara eða tíu dali í vasa læknis, heldur um milljónir og milljarða og aftur millj- arða sem fyrirtæki greiða spilltum stjórnmála- og embættismönnum fyrir aðgang að auðlindum af ýmsu tagi. Aðgangur að olíu, málmum og gimsteinum er líklega sá hluti spill- ingarhagkerfisins þar sem fjárhæð- irnar eru hæstar. Spillt fyrirtæki múta til að fá leyfi til að nýta auðlind- ir þjóðar en borga lítið fyrir það og enn minna í skatta. Fyrirtæki múta til að fá aðgang að skógum lands og höggva þá niður þar til eftir stendur eyðimörk. Fyrirtæki múta valdhöfum til að fá að nýta fiskimið, jafnvel langt umfram afkastagetu fiskistofna, og borga ríkissjóði lítið. Síðan er mikill fjölda lítilla og með- alstórra fyrirtækja sem tekur þátt í spillingunni sem hluta af daglegum rekstri. Þau múta tollvörðum til að sleppa við að borga toll af innfluttum vörum, starfsfólki eftirlitsstofnana fyrir að sleppa því að skoða bókhaldið og þannig mætti lengi telja. Spillingin leiðir oft til stórkostlegs mannlegs harmleiks, eins og t.a.m. í austurhluta Kongós. Þar eru ein- hverjar mestu auðlindir í heimi af gulli, demöntum og sjaldgæfum málmum, eins og coltan. Þar hefur spillingin kynt undir áratuga innri átökum um aðgang að þessum auð- lindum þjóðarinnar. Þessi átök hafa að mati Sameinuðu þjóðanna kostað meira en tvær milljónir mannslífa og skipulegar nauðganir og kynferð- isánauð hundraða þúsunda kvenna. Spilling bitnar ávallt mest á þeim sem minnst fá og lítið eiga og eru valdalausastir. Það er því ekki að ástæðulausu að í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, fram- kvæmdaáætlunar í þágu mannkyns- ins, jarðarinnar, hagsældar, réttlætis og útrýmingar fátæktar, er lögð sér- stök áhersla á að „dregið verði veru- lega úr hvers kyns spillingu og mút- um“. Spillingin virðir engin landamæri. Þess vegna hafa verið gerðir fjölþjóð- Eftir Árna Múla Jónasson og Eng- ilbert Guðmundsson » Það er líka mjög mikið áhyggjuefni að Ísland skuli fá sífellt verri niðurstöður í al- þjóðlegri mælingu Transparency Int- ernational á spillingu. Engilbert Guðmundsson Árni Múli Jónasson Alþjóðleg spilling ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.