Morgunblaðið - 05.02.2021, Síða 19
UMRÆÐAN 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2021
Immortelle blómið.
Fyrir 200.000 árum síðan bjó náttúran til betri valkost en tilbúið retínól.
Nú hefur nýtt ofurseyði sem unnið er úr lífrænum Immortelle blómum verið bætt við formúlu Divine kremsins.
Það virkar jafn vel og retínól sem gefur húðinni fyllingu og sléttir hana en er jafnframt mildara fyrir húðina.
Hver þarf tilbúið innihaldsefni þegar náttúran getur gert enn betur?
g 4 5 04 w o c aKrin lan -12 | s. 77-7 0 | ww .l c it ne.is
aeilíf !
legir samningar um skyldur ríkja til
að vinna gegn spillingu og hafa virkt
eftirlit með því að fólk og fyrirtæki
beiti ekki spilltum aðferðum og ekki
bara í eigin landi, heldur líka í öðrum
löndum. Ísland hefur undirgengist
þannig samninga og skyldur á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna, Evr-
ópuráðsins og Efnahags- og fram-
farastofnunarinnar (OECD). Það er
mjög mikilvægt að ríki standi í verki
en ekki bara í orði við þær skyldur.
Þess vegna er mikið áhyggjuefni að
Evrópuráðið og OECD skuli nýlega
hafa fundið sig knúin til að gagnrýna
íslensk stjórnvöld harðlega fyrir
áhuga- og framtaksleysi við að gera
nauðsynlegar ráðstafanir til að vinna
gegn spillingu. Það er líka mjög mikið
áhyggjuefni að Ísland skuli fá sífellt
verri niðurstöður í alþjóðlegri mæl-
ingu Transparency International á
spillingu (sjá: https://www.transp-
arency.org/en).
Alþjóðasamtökin Transparency
International (TI) voru stofnuð árið
1992 og hafa um langa hríð verið ein
stærstu alþjóðlegu samtökin sem
vinna að heilindum í stjórnmálum,
stjórnsýslu og viðskiptalífi hvarvetna
í heiminum. Samtökin eru óháð
stjórnvöldum og starfa í meira en 100
löndum og berjast gegn spillingu og
því mikla óréttlæti sem hún veldur.
Íslandsdeild TI hefur tekið til starfa.
Með því að gerast félagi í henni og/
eða með því að styðja deildina með
fjárframlagi leggur þú þitt af mörk-
um í baráttunni gegn spillingu á Ís-
landi og um allan heim. Upplýsingar
um hvernig má gerast félagi í Ís-
landsdeild TI og/eða styrkja deildina
má nálgast á heimasíðunni
(www.transparency.is).
Árni Múli er framkvæmdastjóri
Íslandsdeildar TI. Engilbert er
stjórnarmaður í Íslandsdeild TI.
Talsvert hefur verið
talað og skrifað um
jarðgangagerð á Ís-
landi á síðustu árum.
Þar hefur mest verið
talað um göng til að
minnka slysahættu og
rjúfa einangrun ýmissa
byggða um landið. Það
er mjög skiljanlegt að
fólki verði mikið niðri
fyrir þegar það berst
fyrir slíkum vegbótum í sinni byggð
því eðlilega þekkja heimamenn best
aðstæður og hættur vegakerfisins á
sínu heimasvæði. Miðað við þörfina
má ætla að við höfum ekki lagt næga
áherslu á gangagerð á Íslandi og
sjálfsagt væri rétt að líta til nágranna
okkar í Færeyjum og skoða hvernig
þeir réttlæta þá miklu gangagerð
sem þeir hafa stundað.
Í þessum þönkum mínum langar
mig að minnast á ein jarðgöng sem
hafa ekki fengið næga umræðu síð-
ustu misserin. Það eru göng sem
tengja myndu Skagafjörð og Eyja-
fjörð á þjóðvegi 1 undir Öxnadals-
heiðina. Það verður sífellt meira að-
kallandi að tengja þessi tvö stóru
atvinnusvæði svo þau myndi eina
heild allt árið um kring. Akureyri hef-
ur sem höfuðstaður Norðurlands
stóru þjónustuhlutverki að gegna við
íbúa og fyrirtæki landsfjórðungsins,
enda er mikill og stöð-
ugur straumur vöru-
flutningabifreiða, þjón-
ustuaðila og annarra
um allt svæðið. Þegar
Öxnadalsheiðin lokast
vegna veðurs, snjóflóða
eða annars getur það
haft mikil áhrif á
marga, stóra sem smáa.
Ekki aðeins hefur það
slæm áhrif á þjónustu,
viðskipti eða annan
rekstur, heldur ekki síð-
ur á einstaklinga sem
þurfa að koma þarna yfir. Til að
mynda er yfir Öxnadalsheiði að fara
til að komast á stærsta, best mannaða
og tæknivæddasta sjúkrahús lands-
hlutans á Akureyri. Konur þurfa að
komast þangað til að fæða börn sín
ásamt því að mikið sjúkir eða slasaðir
þurfa oft á tíðum að komast hratt og
örugglega á sjúkrahúsið á Akureyri.
Þá má ekki gleyma unga fólkinu sem
sækir nám til Akureyrar og þarf að
komast á milli.
Búið er að gera jarðgöng undir
Vaðlaheiðina til austurs frá Akureyri
og hafa þau rækilega sannað gildi
sitt, en betur má ef duga skal því allt-
af sést betur hversu mikilvægt er að
tryggja leiðina til vesturs með göng-
um. Göng undir Öxnadalsheiði yrðu
klárlega afar hagkvæm fyrir þjóðina
með minna sliti bifreiða, minni meng-
un, minni snjómokstri, minni hættu af
ýmsum toga með öruggari sam-
göngum og fleiru. Þá væri líka verið
að gera göng á núverandi þjóðvegi 1
sem er nýlegur og góður beggja
vegna heiðarinnar og því engin vega-
gerð sem fylgir, en mikil vegagerð
sem fylgja myndi öðrum hugs-
anlegum valkostum myndi valda gíf-
urlegum aukakostnaði. Þá er ónefnt
hagræðið af staðsetningu þjóðvegar 1
í Norðurárdal í Skagafirði sem er af-
ar snjólétt svæði og sjaldgæft að
snjómokstur þurfi vestan megin við
heiðina.
Það er von mín að ráðherrar og
þingmenn taki þetta mál upp á Al-
þingi Íslendinga og taki saman hönd-
um um að setja þessa mjög svo þjóð-
hagslega hagkvæmu framkvæmd á
dagskrá sem allra fyrst með hag og
öryggi íbúa svæðisins og landsins alls
í huga.
Jarðgöng undir Öxnadals-
heiði – skynsamleg lausn
Eftir Högna Elfar
Gylfason » Göng undir
Öxnadalsheiði yrðu
klárlega afar hagkvæm
fyrir þjóðina með minna
sliti bifreiða, minni
mengun, minni snjó-
mokstri, minni hættu
af ýmsum toga.
Högni Elfar Gylfason
Höfundur er vélfræðingur og áhuga-
maður um bættar samgöngur og efl-
ingu landsbyggðarinnar.
Ég tel það framfara-
spor að menn tali um
að stjórna innflutningi
ferðamanna til lands-
ins. Þannig getum við
fundið út hvernig
ferðaþjónustan getur
orðið okkar fámennu
þjóð hagkvæmust og
án þess að valda skað-
legri ofþenslu. Það
kom vel fram nú í
veirufaraldrinum að
erlent fjármagn til uppbyggingar
ferðaþjónustu og erlent vinnuafl var
að vaxa þjóðfélaginu svo yfir höfuð að
litlu mátti muna að þjóðin stæði ekki
áfallið af sér. Erlent vinnuafl flytur
um 50% tekna úr landi og enn meira
ef erlent fjármagn er notað til að
starta rekstrinum. Þá er ávinningur
Íslands orðinn lítið annað en að halda
uppi atvinnu fyrir aðrar þjóðir. Á
ábyrgð íslensku þjóðarinnar. Flug-
félög úti um allan heim virðast vera
stjórnlaus og rekin með það sjón-
armið eingöngu að ná í sem mest
veltufé á sem stystum tíma. Óháð því
hvað það kostar hvert þjóðfélag.
Þannig virðast flugfélögin vera blind
á ofþensluáhrifin frá þessari græðgi-
væddu starfsemi. Þegar og ef flug-
félögin fara aftur í gang með ferða-
mannstrauminn er það frumskilyrði
að straumurinn sé í samræmi við
hagsmuni þjóðfélagsins en ekki ein-
göngu rekinn áfram með hagsmuni
rekstraraðila að leiðarljósi. Veiran
hefur þrívegis verið látin valda hér
alvarlegri sýkingu og dauðsföllum,
vegna þess að ekki var nógu vel hug-
að að þjóðarhagsmunum og treyst á
heiðarleika fólks, sem reyndist svo
ekki nógu traust. Það er nauðsynlegt
að hafa það í huga að ferðaþjónustan
er ekki atvinnuvegur, heldur áhættu-
sportiðnaður vegna þeirrar sýking-
arhættu sem henni fylgir. Atvinnu-
grein sem hefur í för með sér jafn
mikla áhættu, heilsufarslega, fjár-
hagslega og þar að auki lífshættuleg í
meira lagi, ætti ekki að hafa starfs-
leyfi. Fyrir utan heilsufarstjónið er
heimsbyggðin búin að tapa svo hárri
fjárhæð að ég kann ekki
einu sinni að skrifa töl-
una. Verði ferðaþjón-
ustan þanin aftur upp í
efstu hæðir verður þessi
veira bara forsmekk-
urinn að því sem koma
skal. Sennilega hefur
mannkynið aldrei verið
betur menntað en nú,
samt er það staðreynd
að því hefur aldrei staf-
að jafn mikil hætta af
græðgisheimskunni og
nú, það staðfestir áhug-
inn á uppbyggingu ferðaþjónust-
unnar.
Annað vandamál er bifreiðaakstur
ferðamanna. Það er ekki eins mikil
almenn bifreiðanotkun í hinum fjöl-
mennu löndum og hér, því eru margir
erlendir ökumenn reynslulitlir í þeim
efnum, fyrir utan að fjöldi þeirra
þekkir ekki hálku eða ísingu. Sum
lönd eru einnig með vinstriakstur,
svo það eru mörg flækjustig sem
valda þeim erfiðleikum er aka bíl á
Íslandi. Það er því ekki nóg að af-
henda lyklana, það þarf að kíkja á
bakgrunninn.
Virðum land og þjóð
Eftir Guðvarð
Jónsson
Guðvarður
Jónsson
»… samt er það stað-
reynd að því hefur
aldrei stafað jafn mikil
hætta af græðgis-
heimskunni og nú.
Höfundur er eldri borgari.