Morgunblaðið - 05.02.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.02.2021, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2021 ✝ Gyða Arnórs-dóttir fæddist á Lokastíg 8 í Reykjavík 25. maí 1922. Hún and- aðist á Hraunbúð- um í Vest- mannaeyjum 26. janúar 2021. Foreldrar henn- ar voru Margrét Jónasdóttir, f. 1899, og Arnór Guðmundsson, f. 1892. Gyða átti fjórar systur, Unni, Svövu, Huldu og Ingu, en Hulda er sú eina eftirlif- andi. Eiginmaður hennar var Her- mann Magnússon, f. í Vest- mannaeyjum 12. júlí 1921, d. 1996. Synir þeirra eru Jónas, f. 1946, látinn; Helgi, f. 1948; Hermann Ingi, f. 1949; Arn- ór, f. 1954; og Magnús, f. 1959. Gyða og Her- mann hófu búskap í Reykjavík, fluttu síðar til Vestmannaeyja en lengst af sínum búskap bjuggu þau á Hvolsvelli. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 5. febr- úar 2021, klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á slóð- inni: https://youtu.be/yFUcZTwfGJs Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Allt í einu er tíminn kominn. Engin leið er að vera undir það búinn. Í minningastreymi fer ég frá því að vera smá patti yfir til síðustu daga. Svona er tíminn af- stæður. Gildi tímans er fólgið í því hvernig við notum hann. Þetta var mamma vön að segja við okkur og að við ættum að nýta stundirnar vel. Ég sakna nú þegar stundanna sem við sátum og diskúteruðum heimsmálin og flest sem var í gangi úti í hinum stóra heimi. Hún var alltaf með á nótunum og maður kom nú ekki að tómum kofunum hjá henni. Alveg fram á síðustu stund var hún svona „tap- pert“. Fölskvalaus umhyggja og ást- úð er það sem ég á í mínum minn- ingasjóði. Fyrst sem barn og síð- ar sem unglingur sem síðan kom með unga stúlku í heimsókn. Strax á þeirri stundu mynduðust bönd sem aldrei brustu. Eftir því sem börnunum fjölgaði stækkaði hjartarýmið. Ærið er orðið ævibil nú tekurðu á þig náðir. En allt það besta sem eigum við til uppskerum við, af fræjum, sem þú sáð- ir. Magnús Hermannsson. Þegar maður lítur til baka yfir ævi móður minnar, Gyðu Arnórs- dóttur, sem spannar tæp 99 ár, er margs að minnast. Mamma var afskaplega falleg og yndisleg kona, ein af fimm systrum og eru þessar fimm systur stólparnir að baki okkar stóru og góðu fjöl- skyldu. Alls staðar er mamma fór eða bjó eignaðist hún vini. Vin- átta er varði út lífið, ég held ég geti sagt með sanni að mamma hafi aldrei eignast óvin. Er hún var kaupakona í Stóru- Sandvík í Flóa 18 ára gömul lágu leiðir hennar og pabba saman, hann var ásamt bræðrum sínum Magnúsi og Pálusi að vinna hjá breska hernum við gerð flugvall- arins í Öndverðarnesi. Þar hófust þeirra kynni og farsæla hjóna- band sem fæddi af sér lurkana fimm eins og hún stundum kallaði okkur. Við bræður erum meðal þeirra sem hafa átt því láni að fagna að alast upp við að hafa mömmu alltaf heima, þennan klett sem ávallt var til staðar, og ef hún brá sér af bæ var miði á borðinu. Hún lagði allan sinn metnað í heimilið og okkur sex, ef pabbi er meðtalinn, og, það sem meira var, stolt af því. Það verður ekki annað sagt en að henni hafi tekist vel upp. Ég hreinlega man ekki eftir að hafa orðið vitni að ósamlyndi milli mömmu og pabba. Þau hófu sinn búskap í Reykjavík, svo lá leiðin út í Eyjar. Eftir eldgosið 1973 enduðu þau á Hvolsvelli og eftir að pabbi dó 1996 var mamma um árabil í Kópavogi og fór loks aftur út í Eyjar, á Hraunbúðir, þar sem hennar löngu og góðu lífsgöngu lauk 26. janúar. Má segja að þar hafi hringur lokast. Vissulega fékk hún sinn skerf af missi og áföllum. Ég dáðist alltaf að æðruleysi hennar og hvernig hún tókst á við sorgina. Ótrúleg kona. Þegar tveir eldri bræður mínir voru sendir í sveit eins og tíðkaðist á þeim tíma var ég látinn verða eftir að passa mömmu (eða þannig) í sumarbú- staðnum Hvammi í Grímsnesi, sem þau reistu ásamt afa og ömmu. Þaðan koma allar mínar bestu æskuminningar. Þarna með mömmu, bræðrunum þegar þeir voru ekki í sveit og fjölskyld- unni. Pabbi var oft fjarri vegna vinnu sinnar. Kolaeldavél, olíu- lampar, þvottabretti, bali og úti- kamar. En alltaf tókst elsku mömmu að galdra fram matar- kræsingar og bakstur auk þess að sinna öllum okkar þörfum. Elsku mamma, nú þegar þú ert lögð upp í nýtt ferðalag veit ég að þú munt halda áfram að strá kringum þig ást og kærleika, hitta fyrir ástvini og eignast nýja vini. Þakka þér, elsku mamma, fyrir allt sem þú hefur gefið mér og mínum. Þar sem ekki er síma- samband þar sem þú dvelur nú vil ég segja: „Ég á eftir að sakna þín og símtalanna okkar.“ Góða ferð elsku mamma mín. Þinn miðlungur, Hermann Ingi. Í dag kveð ég elskulega tengdamóður mína Gyðu. Barn- ung varð ég hluti af fjölskyldunni þegar við Maggi urðum par, sum- arið 1975. Frá fyrsta degi tók hún mér sem dóttur sinni og alla tíð ríkti á milli okkar djúp vinátta sem einkenndist af ást, hlýju og virðingu. Hún var afar traust kona og allt fram á síðustu stundu sýndi hún okkur öllum hvað hún elskaði okkur heitt. Hún umvafði okkur með faðmlögum og hlýju brosi eins og hún vildi minna okk- ur á að þannig eigum við að vera hvert við annað. Gyða umvafði fólkið sitt á allan hátt, allt til enda. Hún var fróð og vel að sér og hafði gaman af því að rökræða heimsmálin. Hún var mikil hag- leikskona og það lék allt í hönd- unum á henni. Matseld, bakstur, postulínsmálun og prjónaskapur. Hún hafði einstakt lag á að gera veislu, stundum úr litlu. Allt svo fallega fram borið og girnilegt. Já, hún var höfðingi heim að sækja og hver stund ómetanleg. Mér er mjög minnisstætt þeg- ar við Maggi trúlofuðum okkur 16 og 17 ára gömul. Með foreldrum mínum og Gyðu og Hermanni hafði tekist góður góður vinskap- ur og var haldin trúlofunarveisla á mínu æskuheimili í Vestmanna- eyjum. Þær klikkuðu ekki á því blessaðar og veisluborðið svign- aði. Þó er mér minnisstæðast bleika marsipanhjartað sem Gyða bakaði og turtildúfutertan frá mömmu. Þarna hófst vinskap- ur á milli þeirra sem varði óslitið þar til foreldrar mínir létust. Mikið á ég eftir að sakna henn- ar. Símtalanna okkar sem byrj- uðu yfirleitt á „Anna mín, Anna mín“, fallegu raddarinnar sem alltaf var hvetjandi og að fá að heyra hana segja frá. Hún hafði einstakt lag á að vera uppörvandi. Það var alveg sama hvað okkur Magga datt í hug. Viðkvæðið var: „Þið eruð svo sniðug, þið eruð svo kjörkuð, þið standið ykkur svo vel og mikið er ég stolt af ykkur og öllum ykkar börnum.“ Hún talaði um hvað við værum samheldin og hvað við værum dugleg að kalla hópinn okkar saman, við hin ýmsu tilefni eða engin. Þegar það kom upp svaraði ég iðulega: Elsku Gyða mín, þetta er það sem þú kenndir okkur. Fjölskyldan fyrst. Þú sáðir frækornum og við uppskárum öll ríkulega. Stundirnar voru fjölskyldunni dýrmætar og við söfnuðum í sjóð minninga. Jólaboðin á Hvolsvelli, samverustundirnar um áramót, á Gufuskálum, Selfossi, Hvolsvelli, sumrin í Hvammi og svo mætti lengi telja. Ég gæti endalaust tal- ið upp það sem prýddi þessa ynd- islegu konu. Ég er henni þakklát fyrir son hennar og þann mann sem hann hefur að geyma og börnin sem við eigum. Hún tjáði mér einu sinni að hún hefði kvatt alla strákana sína á hillunni að kvöldi dags. Heilsan hafði eitthvað verið að hrella hana og hún taldi að það væri komið að þessu. Næsta dag hringdi hún í mig og sagði mér að hún hefði kvatt þá alla en síðan vaknað umræddan morgun, eins og dindilóa og upp á sér allir rass- ar! Já, hún var engu lík þessi elska. Nú er hún elsku Gyða, gullið mitt, komin í faðm strákanna sinna á hillunni sem hún saknaði svo mikið. Það hafa án efa verið fagnaðarfundir. Hafðu þökk fyrir allt og allt elsku tengdamamma. Minning þín lifir. Anna Linda. Elsku tengdamóðir mín, Gyða Arnórsdóttir, hefur nú kvatt okk- ur og er farin á vit ástvina sinna sem hafa kvatt þennan heim. Gyða var alveg einstök kona enda margir sem kölluðu hana drottn- inguna. Hún hefði svo sannarlega sómt sér vel í því embætti nema hvað ég tel hana hafa staðið sig best í því hlutverki sem hún hafði að ala upp drengina sína fimm. Það var ekki annað hægt en að dást að þessari yndislegu konu. Allt sem hún gerði gerði hún með einstakri natni. Auk þess að vera góð móðir þá var hún góð tengda- móðir. Ég orðaði það við hana einu sinni hversu þakklát ég væri henni fyrir uppeldið á mínum manni, syni hennar, Hermanni Inga, því það gerði hún svo sann- arlega vel. Hún var einstaklega falleg og fáguð kona. Hún átti langa og góða ævi en þó ekki áfallalausa, því hún var búin að missa marga. Það var alltaf gam- an að koma til Gyðu því hún hafði frá svo mörgu að segja og var skemmtilegur og fróður sögu- maður. Ég var oft alveg undrandi yfir hvað hún mundi mikið og vissi mikið. Gyðu verður sárt saknað. Elsku tengdamamma, innileg- ar þakkir til þín fyrir allt sem þú varst. Alltaf svo réttlát og alltaf að hugsa um að okkur liði vel. Þú ert svo sannarlega elskuð. Góða ferð, elsku Gyða. Þín tengdadóttir, Elísabet. Logamamman hefur kvatt, elskuð, dáð og umvafin kærleika í faðmi fjölskyldu sinnar. Ættmóð- irin sem sinnti okkur öllum af áhuga og elsku. Enginn var betri hlustandi, hún lifði sig inn í gleði okkar og sorg og vildi fá að fylgj- ast með lífi okkar. Óspör á hrósið og auðsýnda aðdáun á öllu okkar stússi í leik og starfi. Á fyrstu ár- um okkar Arnórs þegar ég var að kynnast honum og þá um leið fjölskyldu hans var ég heilluð af hæfileikum Gyðu, hún kunni allt svo vel, gerði allt svo fallegt. Það vakti athygli mína hversu fallegt heimili Gyða og Hermann bjuggu strákunum sínum. Matarboðin voru svo glæsileg, allt svo fallega borið fram. Þarna fann ég fyrir- mynd í Gyðu, hún kenndi mér hvernig ætti að leggja á borð, hvernig taka ætti á móti gestum, hvernig það væri að vera gest- gjafi og ekki síst að kunna líka að vera gestur þegar það stóð til boða. Falleg og glæsileg sem hún var, lífsglöð og jákvæð skildi hún eftir falleg spor í lífi fólks, svo eftirminnileg kona. Síðustu ár ævi hennar höfðum við þau for- réttindi að hafa meiri samskipti þar sem hún flutti til Vestmanna- eyja og bjó á Hraunbúðum. Þetta var góður og yndislegur tími fyr- ir fjölskylduna okkar í Eyjum að hafa hana svona hjá okkur. Ekki minnkaði áhugi hennar á lífinu og tilverunni þótt háöldruð væri, mikið var spjallað og lesið um menningu, pólitík og undir lokin hið erfiða ár 2020 þar sem ein- angrun aldraðra var áhyggjuefni en skynsöm sem hún var tók hún þessu öllu með æðruleysi og eitt sinn í öllu þessu ræddum við þann missi sem við höfðum orðið fyrir í stórfjölskyldunni og ég segi henni hversu oft ég dáist að henni fyrir þann styrk sem hún sýndi í allri þessari raun og spyr hvernig fórstu eiginlega að þessu? Hún svaraði: „Helga mín, á daginn lifi ég fyrir ykkur, á kvöldin syrgi ég.“ Með þessum orðum kveð ég mína bestu vin- konu og fer að hennar ráðum. Hinsta kveðja frá Helgu tengdadóttur. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Lilja Georgsdóttir, Jónas Helgason, Davíð Helgason, Amy Phernambucq. Þegar ég hugsa til elsku ömmu minnar er mér efst í huga þakk- læti fyrir að hafa átt hana að í mínu lífi. Hún var einstök kona, gædd töfrum tignar, mildi og feg- urðar. Alltaf vel tilhöfð og glæsi- leg. Hún kunni þá list öðrum fremur að njóta lífsins, hafði auga fyrir fallegum hlutum og ein- hvern veginn lék allt í höndunum á henni, hvort sem það var handa- vinna, matargerð eða það að skapa sér fallegt og hlýlegt heim- ili. Að koma inn á hennar fallega heimili var eins og að stíga inn í töfraveröld þar sem ys og þys hversdagsins vék undan um stund. Með yfirvegun sinni og æðruleysi hafði hún einstakt lag á að láta manni líða vel í nærveru sinni. Hún var styrkurinn minn og leiðarljós í lífinu og það hvað hún lifði lífi sínu á fallegan hátt er okkur öllum sem eftir stöndum til mikillar eftirbreytni. Minningabrotin hrannast upp og á örskotsstundu er hugurinn kominn í Fannborgina þar sem við áttum svo margar góðar stundir. Það er dimmur desem- berdagur, rauða og fallega ljósa- serían í glugganum gefur nota- lega birtu, kertaljósin blakta í sínum róandi takti, tvö sérríglös standa á borðinu, konfekt í fal- legri skál og við amma að eiga notalegt spjall um allt milli him- ins og jarðar. Hratt ferðast hugurinn aftur í tímann og við erum stödd í eld- húsinu á Hvolsvelli, amma stend- ur glaðbeitt við eldhúsborðið að finna til kvöldhressinguna á með- an við systur og Lilja dönsum um eldhúsgólfið í fínu náttkjólunum okkar og afi ekki langt undan með sitt kankvísa bros. Ég kveð elsku ömmu full þakk- lætis fyrir allar okkar dýrmætu stundir og það góða veganesti sem hún hefur gefið mér í gegn- um lífið. Megi gæfan þig geyma, megi Guð þér færa sigurlag, megi sól lýsa þína leið, megi ljós þitt skína sérhvern dag. Og bænar bið ég þér, að ávallt geymi þig Guð í hendi sér. (Bjarni Stefán Konráðsson) Anný Kristín. Árið var 1962 – ég var átta ára og átti heima á símstöðinni í Vest- mannaeyjum. Mér var sagt að bróðir hans pabba væri að flytja til Eyja með konunni sinni og fimm sonum þeirra. Þessi kona var hún Gyða sem við kveðjum í dag. Lífið mitt breyttist aðeins við þetta; þarna voru allt í einu komnir sex frændur mínir – bú- settir í næsta nágrenni – og með þeim hún Gyða. Mér lærðist fljótt að þessi fín- gerða, glaðværa og brosmilda kona var óskoraður leiðtogi þess- arar stóru fjölskyldu. Allir þessir boldangs karlar og strákar virt- ust kappkosta að gera henni til hæfis. Mér sýndist hún stjórna þessu öllu með svipbrigðum, augnatillitum og brosum – eða brosleysi. Þeir þrír bræðranna sem voru eldri en ég, Jónas, Helgi og Ingi, voru mér miklar fyrirmyndir og ég horfði til þeirra með lotning- arfullri aðdáun. Þetta voru eigin- lega mestu töffararnir í bænum. Jónas vegna þess að hann átti einn flottasta bílinn; átta gata tryllitæki sem ég man samt ekki hvort var Chevrolet eða Oldsmo- bile. Það heyrðist alla leið inn í herbergið mitt þegar þessum bíl var gefið aðeins inn í margra kíló- metra radíus! Ég fékk stundum að sitja í þessum bíl og fannst ég þá líka vera töffari. Hinir tveir urðu svo mestu poppstjörnur Eyjanna í þeirri víðfrægu hljóm- sveit Logum, sem var svo fræg að hún kom fram í fyrsta skemmti- þætti sem gerður var fyrir sjón- varp á Íslandi. Öllum þessum ofurtöffurum og þremur til viðbótar stýrði Gyða með sinni mildi og blíðu – og stöku strangleika ef á þurfti að halda. Margir í Eyjum kalla hana enn Gyðu Logamömmu til að- greiningar frá öðrum hugsanleg- um Gyðum. Gyða bjó síðustu árin við afar gott atlæti á Hraunbúðum í Eyj- um undir vökulu kærleiksauga sonar og tengdadóttur, Arnórs og Helgu. Og það var á heimili þeirra sem ég hitti Gyðu nokkr- um sinnum á ári – og það var mannbætandi í hvert sinn. Hún hafði einhvern veginn þannig við- horf til lífsins og samferðamanna sinna að manni leið alltaf betur eftir að hafa verið í návist hennar en áður. Að leiðarlokum þakka ég Gyðu fyrir alla vináttuna, vinsemdina, glaðværðina, blíðuna og bros- mildina. Ættingjum og ástvinum sendi ég innilegar samúðarkveðj- ur. Páll Magnússon. Minningarnar um Gyðu Arn- órsdóttur eru allar einstaklega hlýjar og bjartar. Það eru mikil forréttindi að hafa fengið að ganga svo langan spöl á lífsleið sinni með þeirri konu. Samstað- an og nándin í fjölskyldum systr- anna, Unnar, Svövu, Gyðu, Huldu og Ingu Arnórsdætra var einstök og öllu því fólki eigum við svo mikið að þakka. Gyða var alltaf með opinn faðminn, svo blíð og kærleiksrík og hafði mik- inn áhuga á vellíðan fólks og samfélaga. Gleðin og blikið í augum hennar fékk alla til að brosa á móti. Þrátt fyrir átak- anlegan missi eiginmanns, sonar og barnabarna lagði hún sig fram um að njóta stundanna, að þakka og gleðjast. Hún hafði mikla aðlögunarhæfni eins og glögglega kom fram þegar hún og Hermann eiginmaður hennar þurftu ásamt sínu fólki og vinum að yfirgefa Vestmannaeyjar í gosinu árið 1973. Þau tóku því sem að höndum bar, hversu sárar og þungar sem raunirnar voru og horfðu alltaf fram á veg- inn. Það var alltaf jafn yndislegt að koma til Gyðu, það voru gef- andi stundir. Gyða var líka hrók- ur alls fagnaðar hvar sem fólk kom saman, glæsileg í útliti og fasi og mikill þátttakandi í gleðinni. Gyða umvafði okkur, dætur okkar Margréti Maríu og Ingu Maríu og fjölskyldur þeirra með svo miklum kærleika og hlýju. Allt sem hún gerði fyrir Unni, móður mína og tengda- móður skipti sköpum í lífi Unn- ar. Nú er Gyða okkar komin inn í birtuna miklu og ljósið blíða og hvílir þar í faðmi Guðs. Kær- leiksbrosið hennar mun seint hverfa úr minningunni. Við þökkum góðum Guði fyrir að hafa gefið okkur þessa góðu frænku. Leifur Bárðarson og Vilborg Ingólfsdóttir. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endurgjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Helgi Hermannsson, Þórdís Bjarney Jóhannsdóttir. Gyða Arnórsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐFRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, Dæda, Miðdalsgröf í Strandasýslu, lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 1. febrúar. Útförin fer fram frá Hólmavíkurkirkju 8. febrúar klukkan 14. Vegna aðstæðna í samfélaginu verða einungis nánustu ættingar og vinir viðstaddir útförina. Útförinni verður streymt á facebooksíðu hennar, https://www.facebook.com/gudfridur.gudjonsdottir. Anna Guðný Björnsdóttir Ásta Björk Björnsdóttir Hildur Björnsdóttir Reynir Björnsson og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.