Morgunblaðið - 05.02.2021, Side 24

Morgunblaðið - 05.02.2021, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2021 ✝ SæmundurNikulásson fæddist í Reykjavík 21. desember árið 1927. Hann lést 28. janúar 2021. For- eldrar hans voru Sigurður Nikulás Friðriksson, raf- virkjameistari frá Litlu-Hólum í Mýr- dal, f. 29. maí 1890, d. 6. júní 1949, og Ragna Stefanía Stefánsdóttir frá Sólheimum, V-Skaftafellssýslu, f. 6. apríl 1889, d. 29. mars 1974. Sæmundur var næstyngstur sjö systkina en þau eru Stefán Niku- lásson, f. 23. apríl 1915, d. 3. júlí 1985, Ragnheiður Þyri Nikulás- dóttir, f. 4. ágúst 1917, d. 17. apr- íl 2004, Halldór Friðrik Nikulás- son, f. 22. júní 1919, d. 3. júlí 2010, Einar Nikulásson, f. 3. október 1921, d. 28. maí 2006, Unnur Nikulásdóttir Eyfells, f. 21. janúar 1924, d. 26. febrúar 2009, og Halla Sigríður Nikulás- dóttir, f. 17. maí 1931. Árið 1959 kvæntist Sæmund- ur Elínu Þorsteinsdóttur, f. 28. geirsdóttir. Börn þeirra eru Elín María, Sandra Dögg og Trausti Rafn. Sæmundur og Elín eiga 10 barnabörn og 9 barnabarnabörn. Sæmundur fæddist að Lauga- vegi 82 en flutti tæplega eins árs gamall að Hringbraut 26. Þar bjó Sæmundur fram til 89 ára aldurs en frá árinu 2017 bjó hann á hjúkrunarheimilinu Sól- túni. Sæmundur lagði stund á iðn- nám í rafvirkjun hjá Holgeiri P. Gíslasyni og lauk sveinsprófi ár- ið 1947. Frá árinu 1947 og fram til ársins 1959 vann hann hin ýmsu rafvirkjastörf meðal ann- ars hjá bræðrum sínum Halldóri og Einari og frá 1955 til 1959 hjá Páli J. Pálssyni. Árið 1959 lauk hann síðan meistaraprófi í raf- virkjun. Á árunum í kringum 1960 vann hann ásamt Óskari Halldórssyni að lagningu raf- magns víða um land, meðal ann- ars í Skagafirði. Lengst af vann Sæmundur síðan hjá Rafmagns- eftirliti ríkisins og lauk þar störfum árið 1993. Útför Sæmundar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag. 5. febrúar 2021, og hefst athöfn- in klukkan 13. Streymt verður frá útförinni: https://youtu.be/qxtxPrLrtvE Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat ágúst 1926, d. 15. september 2008. Foreldrar hennar voru Sigurveig Guðbrandsdóttir frá Loftsölum, f. 13. apríl 1898, d. 4. mars 1898, og Þor- steinn Friðriksson frá Litlu-Hólum, skólastjóri í Vík, f. 13 september 1888, d. 1. júlí 1933. Sæmundur og Elín bjuggu alla tíð á Hringbraut 26 í Reykja- vík. Börn þeirra eru: 1) Margrét Þóra Sæmundsdóttir, f. 21. jan- úar 1959, d. 20. febrúar 2004. Fyrrverandi maki Finnbogi Odd- ur Karlsson. Börn þeirra eru Sæ- mundur Karl, Daníel Björn og Júlía Nicole. 2) Ragnheiður Hall- dóra Sæmundsdóttir íþrótta- kennari, f. 5. janúar 1961. Fyrr- verandi maki er Franz Ploder. Börn þeirra eru Margrét Unnur, Haukur, Pétur Þór og Ólafur Örn. Núverandi maki Sóley Ein- arsdóttir. 3) Þorsteinn Sæ- mundsson jarðfræðingur, f. 2. október 1963. Maki Berglind Ás- Látinn er faðir minn Sæ- mundur Nikulásson á 94 ald- ursári. Þegar ég horfi til baka á lífshlaup hans þá er ekki annað hægt en að fyllast lotningu á því sem hann stóð fyrir og verkum hans. Það eru fáir sem ég þekki sem hafa verið eins heiðarlegir, góðhjartaðir og hjálpsamir og faðir minn var. Æskuár mín einkenndust af mikilli ást, umhyggju og gleði. Foreldrar mínir voru bæði úti- vinnandi og tók pabbi jafnan þátt í heimilisstörfum. Pabbi var handlaginn og það má segja að allt hafi leikið í höndum hans. Hann var hjálpsamur og ef það þurfti að laga eitthvað eða mála hjá ættingjum og vin- um þá var hann mættur. For- eldrar mínir voru vinamargir og lifðu lífinu lifandi. Ófáar ut- anlandsferðir voru farnar, svo ekki sé minnst á útilegurnar. Foreldrar mínir stofnuðu ferða- klúbbinn Vaðfuglana ásamt frænda mínum Bergsteini Stef- ánssyni og konu hans Eddu Níels ásamt fleirum um miðjan 8. áratuginn. Vaðfuglarnir ferð- uðust víða um land og það voru ekki margar helgar sem voru ónýttar til ferðlaga yfir sum- armánuðina. Alltaf var fjöl- menni í þessum ferðum, mikið brasað og ávallt mikil gleði. Faðir minn var mikill náttúru- unnandi og náttúruverndarsinni og það voru fáir staðir á land- inu sem hann hafði ekki komið á. Hann var sérlega glöggur að lesa í náttúruna og það var engum öðrum jafn vel treyst- andi til að finna bestu vöðin yfir beljandi jökulár. Pabbi var mjög músíkalskur maður, góður tenór og alltaf var gítarinn með í för. Hann var í RARIK-kórnum til margra ára og hafði unun af því að hlusta á góða kóratónlist. Ekki var það verra ef hún var rússnesk. Við börnin hans eignuðumst 10 börn og það eru engar ýkjur að segja að þau voru öll með tölu augnayndi foreldra minna. Það var alltaf mikil tilhlökkun hjá þeim að koma til ömmu og afa á Hringbraut, enda máttu þau gera allt sem þau vildu og þar nutu þau sín. Það yljar manni nú um hjartarætur að hlusta á barnabörnin rifja upp gamlar minningar og skynja hversu stórt hlutverk afi og amma þeirra áttu í lífi þeirra. Mamma lifði það ekki að hitta barnabarnabörnin en pabbi fékk það tækifæri og það færði honum mikla gleði að fylgjast með þessum krílum vaxa og dafna. Pabbi flutti eins árs gamall inn á Hringbrautina og þar stofnaði hann fjölskyldu með móður minni árið 1959. Amma Ragna bjó með þeim á Hring- brautinni þar til hún lést árið 1974. Árið 2012 fluttum við hjónin aftur inn á Hringbraut- ina og bjuggum þar með föður mínum fram til ársins 2017 þegar hann veiktist og flutti á hjúkrunarheimilið Sóltún. Stuttu eftir að hann veiktist áttum við spjall saman um veik- indi hans og í hvaða stöðu hann var kominn. Maður sem alltaf hafði getað hreyft sig og gert það sem hann vildi var allt í einu orðinn ófær um það. Það lýsir persónu pabba vel að hann ákvað þá að verða ekki leið- inlegt gamalmenni. Líkt og líf hans hafði einkennst af, valdi hann að hafa gleðina að leið- arljósi, þó svo að brekkurnar hefðu oft verið óþarflega bratt- ar. Á Sóltúni leið honum vel. Starfsfólkið sýndi honum mikla umhyggju og alúð og vil ég þakka þeim kærlega fyrir þá frábæru umönnun og virðingu sem hann fékk þar. Pabbi, nú er komið að leið- arlokum í bili. Ég þakka þér fyrir árin öll, ást þína, um- hyggju og leiðsögn. Hvíl þú í friði pabbi minn. Þín verður sárt saknað en minning þín lifir. Þinn sonur Þorsteinn (Steini). Meira á www.mbl.is/andlat Sæmundur, eða Sæmi eins og flestir ef ekki allir þekkja hann, tengdafaðir minn, er látinn 93 ára að aldri. Ég kem fyrst inn á Hring- brautina og í Hringbrautarfjöl- skylduna eitt bjart sumarkvöld í ágúst árið 1983, með Þorsteini Sæmundsyni (Steina), kærasta mínum og framtíðareiginmanni. Í portinu við bláa Land Rover- inn var bjartur, glaðlegur og svolítið töffaralegur tilvonandi tengdafaðir minn að ganga frá eftir helgarútileguna. Augna- blikið er mér greypt í minni. Mér var tekið opnum örmum inn í fjölskylduna af Sæma og Ellu. Mikil glaðværð var á heim- ilinu og alltaf virtist vera pláss fyrir alla. Eitt af því sem ein- kenndi líf Hringbrautarfjöl- skyldunnar voru útilegurnar. Vaðfuglaferðirnar. Farið jafnvel um hverja helgi á sumrin. Bílinn fylltur af útilegubúnaði og gít- arinn hans Sæma með og haldið af stað. Bíllinn fylltur af fjöl- skyldu Sæma og Ellu og vinum fjölskyldunnar, allir komust með, alltaf var pláss fyrir alla. Engin vandamál. Sæmundur var leiðtoginn í þessum hóp og með sinni tenórrödd gall í honum: 10 mínútur í brottför í útilegu!! … og allir hlýddu Sæma. Sæmund- ur elskaði þetta og elskaði að syngja og leiða. Það var ekki til það boð þar sem Sæmi tók ekki fram gítarinn og þetta breyttist ekki með hækkandi aldri Sæma. Á einhverjum tímapunkti var brostið í söng eða hann setti saman kór á staðnum og stjórn- aði alltaf án of mikillar skipu- lagningar, allt mjög frjálslegt og fyrirhafnarlítið og fólki fannst þetta gaman. Þetta tilheyrði. Mér fannst Ella og Sæmi vera öðruvísi en það sem ég þekkti og heimilisbragur þeirra öðruvísi en ég þekkti. Þau voru á undan sinni samtíð og mikil upplifun fyrir mig sem var í raun ærslabelgurinn á mínu uppvaxtarheimili, en varð þessi rólyndiskona og jafnvel alvar- lega konan í Hringbrautarfjöl- skyldunni. Elín tengdamóðir mín vann alltaf úti og var sjálf- stæð kona. Tengdapabbi versl- aði í matinn og eldaði á heim- ilinu. Saman tóku þau slátur eða gerðu kæfu. En Sæmundur tók virkan þátt í heimilishaldinu og sinnti viðhaldi hússins. Allt lék í höndunum á Sæma. Það var mikill ys og þys í fjöl- skyldunni, alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi. Ég sem tengdadóttir reyndi að fylgja með en fannst oft á tíðum nóg um þetta allt saman. Og oft full- mikill hraði. Sæmi átti þrjú myndarleg börn og þrjú tengda- börn, og barnabörnin birtust hvert á fætur öðru og eru alls 10 í dag. Sæmi var stoltur af fjölskyldu sinni. Barnabörnin urðu líf og yndi Ellu og Sæma. Þau snerust í kringum börnin og allt var leyfilegt. Sæmi fór með þau í hverja ævintýraupp- lifunina á fætur annarri. Ekkert vandamál hjá Sæma, því fleiri börn, því betra og börnin elsk- uðu þetta. Hann naut þess að leiða þau áfram í upplifunarferl- inu. Veiðiferðir, dagsferðir eða lengri ferðir, leiða halarófuna á eftir sér niður að tjörn til að grúska. Hann var leiðtoginn þeirra, vinur þeirra og barna- börnin virtu hann og Sæmi naut þess. Sæmi var ungur í anda. Hann valdi gleðina fram yfir sorgina. Ef hann hefði getað ráðið þá hefði hann getað hugsað sér að enda ævi sína á Hringbraut 26. Örlögin ætluðu honum annað. Gæfa hans var að komast inn á Sóltún. Starfsfólkið þar var hon- um einstaklega gott og um- hyggjusamt. Sæmi minn, þú ert núna kom- inn til hennar Ellu og Möggu dóttur þinnar sem voru þér svo kærar. Hvíldu í friði, Sæmi minn. Takk fyrir allt! Guð blessi þig! Þín tengdadóttir, Berglind (Begga). Ef eitt orð ætti að lýsa afa Hring þá er það ævintýralegur. Allt sem við gerðum með honum var eins og að hoppa inn í skáp- inn í Narníu og við vissum aldr- ei hvar dagurinn myndi enda. Fyrir okkur Hringbrautar- krökkunum voru þetta alvöru ævintýri en ekki ærslafullur barnaleikur. Ævintýri að fara í Kolaportið og finna fnykinn af fiski og gömlu dóti, fá lukkupoka og sækja glænýjar kartöflur. Æv- intýri að búa til drullupolla úti í garði með garðslöngunni og rústa snúningsúðaranum sem var ekki nógu sterkur til að snúa átta ára stelpu í ofanálagið. Ævintýri að geta mögulega hugsað sér að drösla sex smá- krökkum í veiðiferð þar sem ýmislegt átti sér stað sem for- eldrunum hefði eflaust þótt „áhugavert“ að horfa upp á. Ævintýri að sitja við hringborð- ið inni í eldhúsi með gapandi munn og bíða eftir nýsteiktum fiskibollum sem komu fljúgandi beint af pönnunni og brenndu mann á tungunni. Svo sjóðandi heitar og baðaðar í smjöri voru þær. Ævintýri að koma inn í stofu og heyra hann gaula með einhverjum rússneskum kór á sinni bullukollu-rússnesku. Æv- intýri að alltaf, alltaf, alltaf birt- ist eins og galdrar tópaspakki í brjóstvasanum sem maður fékk að stelast í. Eftir á að hyggja var mikil viska í þessu öllu sam- an, að finna töfra í því sem dag- arnir buðu upp á. Afi Hring kenndi mér mikla matarást, ást á Kolaportinu sem fáir geta út- skýrt, að þora að prófa heimskulega hluti þó að það endi stundum í skömmum, að það er betra að syngja með en ekki og hversu mikilvægt það er að eiga alltaf smá nammi í vas- anum. Fyrir 16 árum sagði hann við manninn minn að það væri vitleysa að vera að mennta sig sem rafvirki, það væri óskapleg leiðindavinna og viti menn nú 16 árum síðar er hann ísgerðar- maður og hefur lítið sem ekkert með rafvirkjun að gera. Svona hefur afi Hring alltaf rétt fyrir sér. Margrét Unnur Ploder. Í dag kveð ég einn mesta vin minn og þann einstakling sem mótaði mig hvað mest sem manneskju, Sæma afa. Afi og amma áttu stóran þátt í upp- vaxtarárum mínum, enda bjugg- um við lengi vel í sama húsi og var mikill samgangur á milli. Þrátt fyrir að við höfum flutt til Bandaríkjanna nutum við ís- lensku sumranna saman, nánast á hverju ári í þau 10 ár sem ég bjó erlendis. Ég er óendanlega þakklátur fyrir allar frábæru minningarnar og ævintýrin sem við upplifðum. Ég var fyrsta barnabarnið þitt og nafni og á milli okkar ríkti sérstakt og skemmtilegt samband. Við deildum sameig- inlegum áhugamálum, reyndar varst það þú sem kynntir mér þau flest og leiðbeindir mér í stangveiði, útivist, ferðalögum um allt há- og láglendi Íslands, og svo mætti lengi telja. Það voru algjör forréttindi að fá að ferðast með ykkur ömmu í Vað- fuglaferðum um allar trissur. Oftar en ekki fékk ég að fara einn með ykkur og fékk aft- ursætið fyrir mig sjálfan á jepp- anum ykkar „Langarauð“ og við fórum með vinum ykkar um landið þvert og endilangt. Það var vitaskuld sárt að kveðja þig þegar þú kvaddir þennan heim, en mikið var gott að fá öll þessi ár með þér. Ég á eftir að sakna þín alveg ofboðs- lega mikið, sakna veiðiferða og ferðalaga, og samtala okkar um allt milli himins og jarðar, þótt oftar en ekki hafi talið borist að veiði, jeppum, útivist eða landa- fræði Íslands – og veiðistöðum tengdum þeim. Ég vil þakka þér fyrir að gefa þér alltaf tíma fyrir mig og okk- ur barnabörnin, og svo seinna meir barnabarnabörnin. Allar mínar minningar um þig mun ég geyma og varðveita, þær eru mér svo kærar. Vertu sæll að sinni elsku afi og vinur, við sjáumst þegar við sjáumst. Sæmundur (Sæmi). Jæja Sæmi minn, þá er komið að kveðjustund. Þú varst börn- um mínum frábær afi. Hændir að þér krakkaskaran hvort sem var í útilegum eða heima á Hringbrautinni. Reyndir að kenna mér að meta stangveiði auk þess að sýna ungum manni hvernig maður ber sig að í há- lendisakstri. Óendanlega hjálp- samur við húsbyggingu, alltaf boðinn og búinn að rétta hjálp- arhönd. Innilegar þakkir fyrir allt, bið að heilsa Ellu. Franzi. Nú hefur hann Sæmundur mágur minn og vinur lokið göngu sinni hér á jörð. Honum var ekkert að vanbúnaði, æviár- in orðin mörg. Lengst af naut hann góðrar heilsu en enginn vinnur glímuna við „Elli kerl- ingu“. Við Sæmi höfum þekkst nán- ast alla mína tíð. Milli fjöl- skyldna okkar voru bæði vina- og ættartengsl. Ég minnist þess þegar ég kom sem barn í fyrsta sinn á æskuheimili hans í fallega húsið á Hringbraut 26 í Reykja- vík í minni fyrstu ferð til höf- uðstaðarins. Þar sá ég í fyrsta sinn hrærivél og ryksugu og fannst mikið til koma. Nikulás faðir Sæma var með þeim fyrstu sem lærðu rafvirkjun hérlendis og fylgdist vel með nýjungum. Ragna móðir Sæma var mikil dugnaðarkona sem stýrði stóru heimilinu af röggsemi og mynd- arbrag. Þarna var alltaf fullt af fólki, glaðværð og söngur og eiga margir góðar minningar af Hringbrautinni. Ég átti mörg sporin í fjöl- skylduhúsið á Hringbrautinni. Elín systir mín og Sæmi felldu hugi saman og byrjuðu þar sinn búskap og eignuðust seinna hús- ið. Þau héldu uppi merkinu, voru bæði vinsæl og vinmörg og þar var alltaf hinn mesti rausn- argarður. Sæmi var listakokkur og veiðimaður góður og eftir- minnileg eru matarboðin, oft ný- veiddur lax og eplapæið hennar Ellu í eftirrétt. Sæmi hafði góða söngrödd og lærði söng hjá Maríu Markan. Hún vildi senda hann utan til frekara náms en aðstæður leyfðu það ekki. Í staðinn söng hann fyrir okkur og var ómiss- andi í öllum fjölskyldusamkom- um með gítarinn sinn. Síðast hélt hann uppi fjöri á fjölskyldu- jólaballi fyrir fáum árum. Ella og Sæmi voru mikið úti- vistarfólk. Þau stunduðu skíði á veturna bæði innanlands og ut- an. Sæmi átti alltaf jeppa og naut þess að göslast yfir gil og ár. Þau undu sér hvergi betur en í óbyggðum í útilegu með fjölskyldunni og hafa afkomend- urnir fengið útivistaráhugann í arf. Sæmi bjó nær alla tíð á æsku- heimilinu og nú hafa Þorsteinn sonur hans og Berglind kona hans tekið við og halda uppi merkinu á Hringbraut 26. Sæmi var glaðlyndur og heil- steyptur maður. Hann var hjálpsamur og gott að leita til hans með ýmis erindi. Hann trúði á líf að loknu þessu og hef- ur hann væntanlega átt góða heimvon, gleðigjafinn og öðling- urinn sem öllum vildi vel. Efst í huga mér er þakklæti fyrir samfylgdina öll þessi ár. Það var mikil gæfa að eiga hann að samferðamanni. Veri hann kært kvaddur. Halla Valdimarsdóttir. „Farðu til hans Sæma og fáðu lánaðan hamar,“ sagði mamma. Einstæðri móður minni þótti sjálfsagt að Sæmi lánaði okkur hamar eða önnur verkfæri. Hann tók manni alltaf vel, minntist kannski á að skrúfjárn- ið með græna skeftinu sem hann lánaði síðast hefði líklega ekki skilað sér. Hann og mamma ólust upp í sama hverfi, eitt hús á milli okkar. Bræður mömmu voru leikbræður Sæma og systkina hans. Bræður mömmu dóu ungir að árum en lifðu áfram í sögum fjölskyld- unnar og Sæmi fyllti upp í eyð- urnar á þeim sögum. Þegar talið barst að þessum sögum um liðna tíma sagði mamma ein- hverju sinni að Sæmi hefði verið réttlátur. Það er rétt og á milli fjölskyldna okkar ríkti kærleik- ur sem aldrei bar skugga á. Það varð mín gæfa að kynnast Steina og fjölskyldu hans snemma á lífsleiðinni. Ég var heimagangur á Hringbrautinni í mörg ár og varð vitni að sam- heldinni fjölskyldu sem gott var að umgangast. Sæmi var að mörgu leyti á undan sinni sam- tíð. Hann var ekki náungi sem sat í hægindastól og beið eftir kvöldmatnum. Hann eldaði oft og tók þátt í heimilisverkum. Hann var alltaf eitthvað að gera. Hann var með lampagerð í kjallaranum þar sem við Steini snigluðumst í kringum hann. Hann var maður sem var gott að vera í kringum sem barn. Hann var svo sem ekkert enda- laust að rekja úr manni garn- irnar heldur vann að sínu og lét okkur afskiptalausa. Hann var hæglátur, góður maður sem gerði heiminn aðeins betri. Einu skiptin sem ég man að hann slappaði eitthvað af voru þegar hann hlustaði á tónlist. Þar voru óperur og klassísk tónlist í fyr- irrúmi. Fjölskyldan hafði gaman af ferðalögum innanlands og minnist ég ferðalaga þar sem ég fékk að fljóta með. Í þessum ferðalögum lék Sæmi á als oddi og var hrókur alls fagnaðar. Nú er ferðalaginu lokið og vil ég þakka honum fyrir samfylgdina. Fjölskyldunni sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Ingólfur Björnsson (Ingi). Sæmundur Nikulásson Okkar ástkæra STEFANÍA SJÖFN SÓFUSDÓTTIR lést á krabbameinsdeild Landspítalans sunnudaginn 31. janúar. Útför auglýst síðar. Kristinn Stefánsson Guðmundur Emil Jónsson Margit Elva Einarsdóttir Oddný Jónsdóttir Jón Ingi Theódórsson Ásgeir Arnar Jónsson Ragnheiður Björg Harðardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.