Morgunblaðið - 05.02.2021, Síða 27

Morgunblaðið - 05.02.2021, Síða 27
skeiði, að hittast aftur í turn- herberginu á Hótel Borg. Þetta var glæsileg byrjun. Við vorum sjö konur sem þar mættum og héldum síðan hóp- inn og hittumst jafnan einu sinni í mánuði. Við nefndum okkur Galdra- gengið, enda margt brallað; spáð í spil og bolla og lesið í rúnir. Ekkert var okkur óvið- komandi í þeim efnum, vanda- mál voru krufin til mergjar og fullkominn trúnaður ríkti. Oftlega leituðum við út í nátt- úruna til að finna kraftinn frá gróðrinum, hafinu, himninum og regnboganum, svona mætti lengi telja. Oftast hittumst við hjá þér, Kristjana mín, alltaf hlýlegt og notalegt. Ótal ógleymanlegar stundir og fádæma gestrisni sem við viljum þakka. Þú varst félagslynd með afbrigðum og hafðir sérstakt drottningarfas. Í dag erum við bara þrjár eft- ir. Þið hinar farnar og komnar með vitneskju um hvað er fyrir handan, en við hinar sitjum hér, rifjum upp og höldum áfram að leita svara. Við þökkum samveruna og hlökkum til endurfunda þegar þar að kemur. Ásdís, Guðlaug og Sonja, Galdragenginu. Ég hitti Kristjönu fyrst á fundi hjá Félagi íslenskra síma- manna vorið 1980, en Kristjana var þá nýráðinn fulltrúi hjá Inn- heimtu Landsímans. Hún var mjög elskuleg og ræðin. Það fór strax frá fyrstu kynnum vel á með okkur. Um sumarið kynnt- ist ég svo ungum manni í Kaup- mannahöfn sem reyndist vera sonur hennar. Þetta var Gylfi maðurinn minn. Það var alltaf mikið um að vera hjá Kristjönu og aldrei slegið slöku við. Hún var hörku- dugleg og mjög vinnusöm. Hún sætti sig aldrei við ef slegið var slöku við. Hún gerði allt 100% hvort sem var vinnan hjá Sím- anum eða eftir að hún fór á eft- irlaun og vann hjá Félagi eldri borgara i Kópavogi, fyrst sem gjaldkeri og síðan sem formað- ur. Það gilti einnig þegar hún fór á söfn, þá var aldrei hlaupið í gegn heldur allt skoðað vel og vandlega. Það var gaman að vera með Kristjönu. Eftirminnileg eru matarboðin hjá henni á Þing- holtsbrautinni. Þar var alltaf fjör og gaman. Það var alltaf gaman þegar hún heimsótti okk- ur í Danmörku og þá var aldrei setið heima, en söfn, kirkjur og hallir skoðaðar. Eftirminnileg er ferð sem við fórum með henni í Pýreneafjöll- in, en þar vorum við í húsi sem góðir vinir hennar eiga. Hér kom í ljós hve auðvelt hún átti með að kynnast fólki. Við kom- um að lítilli kirkju sem var lok- uð, en hún náði svo góðu sam- bandi við konuna sem sá um kirkjuna að hún opnaði hana fyrir okkur. Þær virtust skilja hvor aðra þótt konan talaði bara frönsku og Kristjana ekki orð í frönsku. Síðasta utanlandsferð Krist- jönu var árið 2010 en þá kom hún til okkar í Danmörku og fór með okkur til Berlínar. Hér naut hún þeirra frábæru safna sem borgin býður upp á og það var ekki slegið slöku við þótt hún ætti orðið erfitt með gang. Við hin yngri vorum löngu sest í kaffiteríuna til að hvíla okkur. Ég mun sakna hennar og sakna þess að geta ekki lengur spjallað við hana, hvort sem er í síma eða sitja með henni í sól- stofunni hjá henni í Fannborg- inni. Hvíl i friði, kæra Kristjana. Guðfinna Alda. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2021 ✝ Snjólaug Bruunfæddist í Reykjavík 23. sept- ember 1931. Hún lést á Öldrunar- deild Landspítalans á Vífilsstöðum 23. janúar 2021. Hún ólst upp í Reykjavík hjá for- eldrum sínum Kaj Aage Bruun sjóntækjafræðingi, sem flutti hingað á fyrrihluta síðustu aldar frá Danmörku, f. 17. júlí 1899, d. 25. júní 1980 og Snjólaugu Sigurðardóttur, skrif- stofukonu og húsmóður, f. 7. ágúst 1903, d. 21. febrúar 1987. Bróðir Snjólaugar er Knútur Bruun lögmaður, f. 8. nóvember 1935. Snjólaug lauk námi í ljós- myndun hjá Vigfúsi Sigurgeirs- syni á sínum tíma en starfaði lengst af sem húsmóðir á stóru heimili. Einn vetur lagði hún stund á nám í Danmörku og var alla tíð nátengd sínum danska uppruna. Bjó lengst af í Reykja- vík en einnig í Hafnarfirði, Hveragerði og Kópavogi á seinni árum. Áhugamálin voru fjöl- mörg. . Hönnun af öllu tagi mætti helst nefna, myndlist, arkitektúr, blómaskreytingar og bóklestur. Þá ferðaðist Snjólaug mikið, sérstaklega innanlands eftir að börnin voru flogin úr hreiðrinu og stundaði meðal annars stangveiði sér til ánægju. Snjólaug giftist Bjarna Krist- jánssyni vélaverkfræðingi, fyrr- um rektor Tækniskóla Íslands, f. 18. maí 1929, d. 6. september 2019, árið 1953. Þau skildu. maki Sigurrós Steingrímsdóttir, f. 12.9. 1980, þau eiga einn son. 3) Snjólaug Elín Bjarnadóttir, f. 9.11. 1958, aðstoðarskóla- meistari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, bús. í Garðabæ. Maki: Hans Kristjánsson, f. 17.2. 1956. Börn: Snjólaug Tinna, f. 29.8. 1991, maki: Bragi Þorsteinsson, f. 28.1. 1988, þau eiga einn son. Arnar Steinn, f. 12.3. 1996. 4) Kristín Ellen Bjarnadóttir, f. 21.9. 1961, d. 24.11. 2009, text- ílhönnuður, síðast bús. í Hafn- arfirði. Börn: Kristján Aage, f. 1.3. 1986, maki: Ólöf Sunna Magnúsdóttir, f. 1.1. 1986. El- ínborg, f. 12.9. 1990. Guð- bergur, f. 29.10. 1993, maki: Rakel Dögg Guðjónsdóttir, f. 23.2. 1998. Jóhann Hrafn, f. 24.12. 1997, á eina dóttur með fyrrverandi maka. 5) Björn Bjarnason, f. 25.4. 1964, trésmiður í Reykjavík. Maki: Kolbrún Elíasdóttir, f. 16.6. 1964. Börn: Birkir, f. 4.7. 1989, maki: Erla Sóldís Þor- bergsdóttir, f. 5.9. 1990, þau eiga einn son. Hildur, f. 25.7. 1993, maki: Bjartur Guðmunds- son, f. 3.3. 1993, þau eiga eina dóttur. Berglind, f. 12.3. 2000, maki: Arnór Snær Óskarsson, f. 22.2. 2000. 6) Knútur Bjarnason, f. 28.8. 1965, fasteignasali í Reykjavík. Maki: Helga Friðriksdóttir, f. 21.7. 1967. Börn: Högna Krist- björg, f. 17.8. 1994, maki: Her- gils Þórðarson, f. 8.8. 1993, þau eiga einn son. Melkorka, f. 30.7. 1998. Útförin fer fram í Garða- kirkju 5. febrúar 2021 kl. 13. Streymt verður frá athöfninni: https://youtu.be/9EzIGHTneqQ Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Eignuðust sex börn sem öll lifa foreldra sína utan Kristín Ellen sem lést árið 2009. Afkomend- urnir eru orðnir 39 og kom sá síðasti í heiminn fyrir að- eins örfáum dögum. Börn Bjarna og Snjólaugar eru: 1) Gunnar Bruun Bjarnason, f. 14.2. 1954, rafeindavirki, bús. í Garða- bæ. Maki: Bára Einarsdóttir, f. 24.2. 1955. Börn: Bjarni, f.1.4. 1980, maki: Helga Rúna Þorsteinsdóttir, f. 27.10. 1982, þau eiga tvo syni. Andri, f. 19.6. 1984, maki: Heið- björt Vigfúsdóttir, f. 18.4. 1984, þau eiga tvær dætur og einn son. Arna, f. 13.12. 1986, maki: Daniel Yoshio Simmo, f. 18.9. 1971, þau eiga eina dóttur og Arna aðra dóttur úr fyrri sambúð, Daniel á tvo drengi úr fyrri sambúð. Björk, f. 13.12. 1986, maki: Egill Atlason, f. 12.5. 1982, þau eiga þrjá syni. 2) Kristján Bjarnason, f. 13.10. 1956, garðyrkjufræðingur og leiðsögumaður, bús. í Njarðvík. Maki: Svava Bogadóttir, f. 30.5. 1954. Börn: Eyþór, f. 17.7. 1991, maki: Ágústa Ebba Hjart- ardóttir, f. 8.7. 1991. Bjarni, f. 21.6. 1993, maki: Nína Carol Bu- stos, f. 14.12. 1993, þau eiga einn son, hún á eina dóttur. Börn Svövu af fyrra hjónabandi: Hall- dóra Hreinsdóttir, f. 12.3. 1977, börn með fyrrverandi eigin- manni eru þrír synir og ein dótt- ir. Bogi Hreinsson, f. 30.6. 1980, Hún móðir þín er dáin, þessi frétt kom frá Vífilsstaðaspítala laugardagsmorguninn 23. janúar 2021. Þetta var þungt högg, þó að allt stefndi í þá átt, smám saman hafði dregið af henni og hún var örugglega fegin hvíldinni. Ótal- margs er að minnast eftir langa ævi, en mig langar að vitna í skáldið okkar sem móðir mín hafði miklar mætur á, Jóhann Sigurjónsson. Til mömmu En einni þeirra ann ég mest og öðrum betur geymi ég þakka henni fyrir flest, hún fæddi mig og var mér bezt af öllum, sem ég þekki í þessum heimi. En kærast þó af öllu er mér ávallt móður raustin. Hún átti hulið afl í sér, og orðin fyrstu kenndi mér og söng mér vöggukvæði vor og haustin. Kveðjur frá Krókamýrarfjöl- skyldu, takk fyrir allt sem þú gafst okkur. Hvíl í friði, elsku mamma mín. Þinn sonur Gunnar. Fyrir einhverjum árum tók hún tengdamóðir mín af mér lof- orð um að ég myndi skrifa minn- ingargrein um hana þegar hún færi. Hún gantaðist líka oft með það hvernig hún vildi hafa skipulagið í eigin jarðarför. Mér fannst það stundum óþægilegt en hún fussaði og sveiaði yfir viðkvæmni minni. Ég hef engan þekkt sem hef- ur talað eins mikið um þessi mál og hún gerði. Hún hafði miklar skoðanir á þeim jarðarförum sem hún hafði farið í og prest- unum og sagði stundum ég vil ekki að þessi jarðsyngi mig eða hinn! Hún leitaði í mörg ár og lifði það að hlusta á prest sem henni leist vel á og þá var það ákveðið. Hún talaði hreint út um hlut- ina, gat verið hvöss, við vorum ekki alltaf sammála en vönd- umst því og virtum hvor aðra. Snjólaug var einstaklega smekkleg þegar kom að innan- hússhönnun og hafði næmt auga fyrir því hvar hlutir ættu að vera, alveg sama hvert litið var, í stofu eða baðherbergi. Alltaf var líka tilbúið hlaðborð smekk- lega sett fram með brauði og kökum, að dönskum sið að sjálf- sögðu. Blómaskreytingar léku í höndum hennar, alltaf smekk- lega raðað í blómavasa og þurrskreytingar gerði hún af mikilli list. Við kynntumst fyrir rúmum 30 árum þegar við Kristján, son- ur hennar, rugluðum saman reytum. Fljótlega varð það ár- viss viðburður að Snjólaug og Bjarni maður hennar fóru með okkur í sumarbústaðaferðir á sumrin með börnum okkar. Þeg- ar þau uxu úr grasi fórum við fjögur og ferðirnar urðu fleiri, stundum var veitt, stundum far- ið í langar skoðunarferðir, helst á ótroðnar slóðir. Þá var oft mikið hlegið. Snjólaug kunni að búa til stemningu og í einni sumarbústaðaferðinni þegar skólinn sem ég starfa í tók þátt í Skólahreysti í beinni útsendingu í sjónvarpinu keyptum við skraut í lit liðsins og síðan var klappað og hvatt og hún ekki minna en ég þó hún þekkti eng- an. Árið 2010 fórum við með þeim Bjarna til Þýskalands, skoðuð- um þýsku Alpana og München þar sem þau höfðu búið á yngri árum, sú ferð er ógleymanleg. Það var gaman að upplifa með henni. Sá búnaður sem hún hafði alltaf til taks í bílnum sínum var handklæði, ef spennandi lækur varð á vegi hennar var hún vís til að stoppa til að fara í fótabað, teppi, borð og stólar. Áður en lagt var af stað útbjó hún nest- iskörfu, ekkert venjulegar sam- lokur sem hent var í plastpoka heldur ekta fallega smurt brauð og kökur í fallegum ílátum. Hún var hálfdönsk, frá okkar fyrstu kynnum var það á hreinu. Börn- in hennar voru alin upp með það í huga og meðan aðrir sletta á ensku sletta þau á dönsku, það féll í kramið hjá henni. Hún var afskaplega stolt af sínum börn- um og öllum afkomendunum. Al- veg fram á síðasta dag gátum við gantast, hún gaf lítið fyrir þessa kórónuveiru og spurði mig í síma hvort ég ætlaði ekki að heimsækja hana eða hvort mér fyndist hún svona leiðinleg? Ég sagði ekki svo, það er þessi fjandans veira en ég ætti nú að lifa það af, svo hlógum við sam- an. Fjölskyldan og ég kveðjum tengdamóður mína með söknuði en eftir sitja góðar, skemmti- legar og hressandi minningar. Svava Bogadóttir. Við amma erum sálufélagar. Tengdar órjúfanlegum böndum sem varla fást útskýrð með orð- um. Á milli okkar ríkti gagn- kvæmur skilningur og þurfti ekki meira til en dulið augn- samband eða hæglát svipbrigði til þess að láta í ljós hvað í brjósti bjó hverju sinni. Það er þó ekki þar með sagt að við höf- um ætíð verið um allt sammála, heldur skutum við óspart hvor á aðra – oftar en ekki með dönsk- una að vopni – fólki til mikillar furðu og skemmtunar. Rökræð- urnar enduðu jafnan með smit- andi hlátrasköllum og hyggen bredte sig. Að fara í heimsókn til ömmu var eins og að stíga inn í litríkan töfraheim fullan af óvæntum uppákomum, þar sem borðin svignuðu undan kræsingum og andrúmsloftið var þrungið leyndardómum. Amman hreif þá barnabörnin með sér yfir í nýjar víddir með frjóu hugmyndaflugi og einstökum frásagnarhæfileik- um. Litla höllin hennar ömmu í Dynskógunum hafði að geyma stórbrotið undraland. Amma hafði sérstakt lag á því að hrista upp í hlutunum og krydda tilveruna. Hún fleytti sjálfri sér áfram af mikilli þraut- seigju og hikaði ekki við að feta ótroðnar slóðir. Ævintýraþráin kom glögglega í ljós á ferðalög- um okkar, þar sem aðalspennan fól í sér leiðangra að földum náttúrulaugum eða flekklausum fjörum. Þá var amman alltaf með eitthvað óvænt í pokahorn- inu sem hún dró fram á hár- réttri stundu. Det hele var udspeguleret. Á flakki mínu um heiminn hringdi ég ósjaldan í ömmu og lýsti fyrir henni því er fyrir augu bar. Þegar við rifjuðum þessa atburði upp síðar yfir kaffisopa við eldhúsborðið í Gló- sölum, þá var sem hefðum við upplifað þessi ævintýri hlið við hlið. Svo ljóslifandi birtust að- stæður henni, að hún átti það til að minna mig á mikilvæg smáat- riði sem tapast höfðu í endur- sögninni. Oft atvikaðist það að ég var stödd mitt í gleðskap á fjarrænum slóðum, þegar ég fylltist yfirgnæfandi þörf fyrir að heyra í ömmu minni og leyfa henni að vera hluti af augnablik- inu – færa henni stemninguna beint í æð. Þá kom fyrir að ég rétti símann til vinfólks sem var með mér þær stundirnar og í hvert skipti ljómaði andlit við- komandi fljótt af gleði yfir ein- hverju sem amman á Íslandi hafði látið út úr sér. Sumir komu síðar í heimsókn hingað til lands og vildu ólmir fá að hitta þessa frægu ömmu sem ég hafði farið með sögur af, en hún fang- aði hjörtu fólks með fádæma glettni og et glimt i øjet. Að heimsókn lokinni fékk ég oftar en ekki að heyra „nú skil ég hvaðan þú hefur þetta“. Það þótti mér alltaf jafn vænt um. Amma var afspyrnu skoð- anasterk og snjallmælt, en bjó á sama tíma yfir ríkri samkennd og óþrjótandi þolinmæði í garð annarra. Nærvera hennar lýsti upp myrkustu stundir og kenndi mér listina að brosa í gegnum tárin. Við studdum hvor aðra þegar lífið varð hvað óbærileg- ast og týndum tímanum í sam- ræðum, spilamennsku og söng við ljúfa undirtóna, umvafnar kertaljósum og blómaskrúð. Trygglyndari vinkonu á ég bágt með að ímynda mér. Amma verður alltaf kletturinn minn. Elínborg Ellenardóttir. Fé og frami eru fallvölt hnoss hraukar hrungjarnir sætust minning og sætastur arfur eru ástarfræ í akri hjartans. Þannig orti ömmubróðir okk- ar, Jóhann Sigurjónsson, í kvæði, sem hann sagði fram við gröf móður sinnar, langömmu okkar, fyrir rúmri öld norður á Akureyri. Og eitt er víst að fyrir tilstuðlan ættargenanna var hjarta systur minnar fullt af ástarfræjum sem hún sáði í lífs- slóð sína frá vöggu til grafar. Við vorum tvö systkinin fædd í þennan heim, hún 1931, ég 1935. Hún var því stóra systir, ég litli bróðir undir hennar verndar- væng. Við vorum lengi vel alin upp í austurbæ Reykjavíkur, fyrst á Njálsgötu og síðan á Grettisgötu. Á þessum tíma var höfuðborgin Reykjavík stórt sveitaþorp. Hjörleifur bóndi á Grettisgötu rak kýrnar sínar daglega eftir Frakkastíg og Njarðargötu til beitar niðri í Vatnsmýri og krakkarnir eltu og ærsluðust með rekstrinum. Á þessum tíma höfðu börnin leik hvert af öðru, engar tölvur, ekk- ert sjónvarp og svarti heimilis- síminn hangandi uppi á vegg í forstofunni. Úti í hinum stóra heimi geisaði grimmúðleg styrj- öld með sprengjum og mann- drápum. Þá var nú gott að vera barn uppi á Íslandi. Heimili okk- ar var býsna sérstakt samanbor- ið við önnur heimili í götunum. Það kom til af því, að faðir okk- ar var danskur og kom til Ís- lands árið 1926, kynntist móður okkar, sem var af norðlenskum bændaættum. Hann varð yfir sig ástfanginn af þessari konu, festi ráð sitt og gaf sig allan unnust- unni og Íslandi. Frá þessu upp- eldi fékk systir mín góðar gjafir, frá móður okkar glaðlyndi og góðmennsku í garð allra sem urðu á vegi hennar og frá föður okkar dönsk gen léttleika og lífsgleði. Hreint út sagt ótrúlega flotta norræna blöndu. Ef hægt er að segja um systur mína, að hún hafi verið lukkunnar pamfíll í lífi sínu, á hún það fyrst og fremst þessari norrænu gena- blöndu að þakka. Ung giftist hún manni sínum Bjarna Krist- jánssyni og átti með honum sex mannvænleg börn. Fimm þeirra lifa foreldra sína en yngri syst- irin Ellen lést um aldur fram og varð móður sinni mikill harm- dauði. Milli systur minnar og barna hennar ríkti ætíð mikil vinátta og ástúð sem gaf lífi hennar tilgang og ánægju. Nú er komið að ferðalokum, systir góð, áttatíu og fimm ára ferðalagi er lokið, þú farin til himna, ég enn þá kjurr á jörð- inni – en kannski hittumst við aftur fyrir hinum megin. Í minn- ingu minni munt þú fyrst og fremst lifa fyrir það, hvað þú áttir létt með að lyfta hvers- dagslegum atvikum upp í æv- intýri til gleði fyrir alla í kring- um þig. Mundi þá ekki vera við hæfi að enda þessi fátæklegu minn- ingarorð á vísuorði eftir Nób- elsskáldið Halldór Kiljan Lax- ness. Og ef þig dreymir ástin mín Óslóborg og Róma vængjaðan hest sem hleypur og skín hleypur og skín með sóma ég skal gefa þér uppá grín alt með sykri og rjóma. Við Anna Sigríður þökkum þér fyrir langt og fínt samferða- lag og sendum börnum þínum, barnabörnum og langömmu- börnum samúð okkar. Knútur Bruun. Það var eiginlega aldrei mein- ingin að Snjólaug ætti að eiga pláss í hjartanu mínu, en raunin varð önnur skömmu eftir að við kynntumst. Í byrjun árs 2020 varð ég heimsóknarvinur hennar á vegum Rauða krossins. Símtöl tvisvar í viku og heimsóknir, þegar kófið leyfði, gáfu okkur tækifæri til að kynnast vel. Til að byrja með var hún nú ekki alveg sannfærð um að ég væri þess virði að kynnast. Hún upplýsti mig um að hún myndi henda mér út eða skella á mig ef ég væri eitthvað leiðinleg. En eftir að við vorum búnar að semja um að hún gæti losnað við mig hvenær sem hún vildi, þá fékk ég að kynnast Snjólaugu. Við náðum að tengjast svona líka vel. Kannski vegna þess að hún var hálfdönsk og ég heild- önsk. Húmorinn hennar hitti beint í mark. Í hvert einasta skipti sem við töluðum saman var hlegið og flissað. Það var ekki hægt annað. Snjólaug sagði mér að það þýddi ekkert að vera neikvæður, maður yrði bara að finna eitthvað jákvætt í stöð- unni. Við vorum góðar í því að finna jákvæðnina, hjálpuðumst að ef eitthvað var svolítið erfitt hjá annarri okkar. Hjartað mitt er því svolítið aumt þessa dagana, því Snjólaug laumaðist inn og kom sér vel fyrir. Nú verða engin sameiginleg hlátursköst, ekkert spjall um rósirnar sem voru uppáhalds- blómin hennar. Engar sögur úr lífi hennar. Hún mun ekki segja mér frá börnunum sínum og hversu innilega ánægð hún var með þeim. Það var annars fastur punktur í öllum samtölum okk- ar. Hún var svo stolt að eiga svona vel heppnuð börn, eins og hún orðaði það sjálf. Snjólaug var alveg einstök manneskja. Börnum hennar og öðrum að- standendum votta ég samúð mína. Lykke. Snjólaug Bruun  Fleiri minningargreinar um Kristjönu Heiðberg Guð- mundsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.