Morgunblaðið - 05.02.2021, Page 28

Morgunblaðið - 05.02.2021, Page 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2021 ✝ Sigfús Ólafssonfæddist í Reykjavík 30. apríl 1944. Hann lést á lyflækningadeild Heilbrigðisstofn- unar Suðurlands, Selfossi, 28. janúar 2021. Foreldrar hans voru hjónin Elsa Kristín Sigfúsdótt- ir, Elíassonar skálds, f. 22.12. 1924, d. 8.8. 1948 og Ólafur Jónsson frá Skála undir Eyjafjöllum, f. 10.1. 1918, d. 12.8. 1989. Bróðir: Þor- berg, f. 1948. Hálfsystkini sam- feðra: Sigríður Ragnheiður, f. 1950, Jón, f. 1952, móðir Helga Sveinsdóttir, og Þórunn, f. 1961 og Ragnar, f. 1962, móðir Jóna Björnsdóttir. Sigfús kvæntist Svanborgu Egilsdóttur ljósmóður 12. nóv- araréttindum 1974. Sigfús stundaði nám í Tónlistarskóla Reykjavíkur og lauk þar kenn- araprófi 1980. Hann var kennari við Tónlistarskóla Seltjarnar- ness 1980 til 1982. Tónlistar- kennari við Tónlistarskóla Ár- nesinga 1982 til 2011. Sigfús stjórnaði Karlakór Selfoss í 2 ár. Hann var einn af stofnendum danshljómsveitar Þorsteins Guðmundssonar og lék þar í 4 ár og í danshljómsveit Gissurar Geirssonar lék hann í 7 ár. Sig- fús hefur gefið út 4 kennslubæk- ur, „Þú og hljómborðið“, fyrir byrjendur í hljómborðsleik. Árið 2020 gaf hann út bókina 70 kór- lög með eigin tónsmíðum. Hann hefur samið fjölda sönglaga og tónverka. Útför hans fer fram í dag, 5. febrúar 2021, kl. 14 frá Selfoss- kirkju. Útförinni verður streymt: https://selfosskirkja.is Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat ember 1965. For- eldrar hennar voru: Guðrún Pálsdóttir, f. 1924, d. 1983 og Egill Guðjónsson, f. 1921, d. 1994. Sonur þeirra er Guðmundur Rúnar, f. 24.3. 1965, mjólk- urtæknifræðingur í Svartaskógi. Fyrr- verandi eiginkona hans er Heidrun Boettcher. Þau eiga 3 börn en fyrir átti Guðmundur Rúnar son með Halldóru Þorsteinsdóttur. Þau eru: Arnar Freyr, f. 18.12. 1992, Helga Valentína, f. 14.5. 2004, Matthías Wilhelm, f. 20.4. 2007 og Sigmar Benjamín, f. 21.4. 2009. Sigfús lauk gagnfræðaprófi 1961 frá Skógaskóla. Fluttist á Selfoss og lærði mjólkurfræði í Danmörku, sem lauk með meist- Vel sé þér, vinur, þótt vikirðu skjótt Frónbúum frá í fegri heima. Ljós var leið þín og lífsfögnuður, æðra, eilífan þú öðlast nú. (Jónas Hallgrímsson) Elsku bróðir, þú skilur eftir þig kæra minningu, í brjósti yngstu systkina þinna. Þessa minningu þykir okkur innilega vænt um og mun hún ætíð ylja okkur um hjartarætur. Við hugs- um ekki síst til æskudaganna með þakklæti og gleði þar sem þú komst við sögu. Við vottum Svanborgu, Guð- mundi og fjölskyldunni allri og öðrum ástvinum samúð okkar, Þórunn og Ragnar. Sigfús Ólafsson bróðir minn er látinn 76 ára að aldri. Við fráfall hans rifjast upp æsku- og ævi- minningar, fleiri en birtar verða hér, blandaðar ljúfsárum tilfinn- ingum og gleði. Barnungir misst- um við móður okkar, honum ör- lítið í minni, en mér ekki sem óvita. Skiljanlega var móður- missirinn Sigfúsi raun og þungur harmur. Þó kærleikur og vilji stæði af ættmennum og uppeldisfólki að ala okkur upp og vernda við þann fjölskylduharm, fyllti það ekki það rúm sem móðurástin á. Lengst af urðu Eyjafjöllin at- hvarf okkar beggja hjá föður- systrum fram yfir barnaskólaár- in, Sigfúsi með hléum á Lambafelli og í Efri-Holtum, en mér til fermingaraldurs á Sauð- húsvelli. Skógaskóli tók svo við með gagnfræðaprófi, síðan skóli lífsins með ævintýrum og alvöru- sýn til framtíðar, fyrirvinnu og festu. Tónlist var Sigfúsi snemma í blóð borin. Fyrst alvarlega við hlustun á Radio Luxemburg, Ra- dio Caroline og Kanaútvarpið. Hann keypti sér fljótt gítar og varð meðlimur skólahljómsveit- arinnar í Skógum og síðar ann- arra sveita sem léku víða um land og í klúbbum Keflavíkurflugvall- ar. Auk starfa við Búnaðarbank- ann, og fyrir áeggjan „Bjössa rak“, lék Sigfús um skeið með hljómsveitinni Limbó frá Sel- fossi. Þá kynntist hann Svanborgu eiginkonu sinni og eignuðust þau soninn Guðmund Rúnar. Auk mjólkurfræðináms á Sel- fossi og starfa því tengdra lék Sigfús jafnframt um árabil með hinni landsfrægu hljómsveit Þor- steins Guðmundssonar. Þar voru sporin tekin með trukki og dýfu og gleðin veitt í anda hinna sönnu skemmtikrafta, Sigfúsar, Steina og Kidda, sem fylltu alla sali. En hugur Sigfúsar stefndi hærra. Hann lærði til frekari tón- menntar, gerðist tónmennta- kennari á Selfossi og stundaði þar kennslu til starfsloka. Ætíð lágu leiðir okkar Sigfús- ar saman í þéttu bræðralagi vin- áttu og tryggðar. Blessuð sé minning míns kæra bróður. Samúðarkveðjur sendum við Margrét Jóna öllum aðstandend- um. Þorberg. Elsku nafni minn, þá ertu far- inn frá okkur. Ég er búinn að byrja nokkur uppköst í huganum hvernig ég minnist þín hér elsku frændi. Í mínum huga ertu auðvitað hluti af því tvíeyki sem ég er al- inn upp við sem Sigfús og Svan- borgu og verður áfram. Ég naut náttúrlega þeirrar gæfu að fá að alast upp hjá ykkur Svanborgu þegar ég var ungur snáði um tíma og þar mynduðust tengsl sem aldrei hafa rofnað síðan, þó svo að samband og samskiptin hafi verið stundum lítil. Hjá ykkur hef ég alltaf átt dá- lítið „heima“, í raun þannig að þegar ég hef komið heim á Engjaveginn líður mér þar aldrei sem gesti. Þannig var okkar sambandi einfaldlega best lýst. Elsku nafni, þegar ég set niður þessi örfáu minningarorð, þá hellast yfir minningar, margar sterkar, frá því ég var hjá ykkur, bæði sem ungur snáði og svo síð- ar fram að táningsaldri. Man þegar ég fór með þér á mína fyrstu tónleika með Sinfón- íuhljómsveitinni í Háskólabíói, man eftir öllum bíltúrunum með þér um Selfoss, þegar þú varst að vinna í Ísgerðinni hérna í bæn- um, man eftir dásamlegum tím- um þegar ég kom í helgarheim- sóknir á Sólbrautina. Ég er einmitt svo þakklátur að hafa náð með þér nokkrum góð- um stundum áður en þú kvaddir og ég gat sagt þér frá því hvernig það koma alltaf fram svo sterkar minningar og upplifun um gleði og vellíðan þegar ég hugsa um tímann á Sólbrautinni, þolin- mæðina í minn garð og allt brallið og svo músíkina sem þú spilaðir fyrir mig. Góðar minningar sem ég sæki í þegar rignir í mínu lífi. Elsku Sigfús, ég á nafnið mitt frá þér, sem ég hef alltaf verið svo stoltur af að bera og mun gera áfram. Takk fyrir mig, takk fyrir allt. Sigfús „litli“ Ómar Höskuldsson. Traustur, heiðarlegur og góð- ur frændi og vinur eru fyrstu orð- in sem koma upp í hugann þegar ég flyt Sigfúsi mína hinstu kveðju. Sigfús var fimm árum eldri en ég og var því ótvíræður foringi í mínum augum þegar hann kom inn á mitt heimili þá 10 ára gam- all og dvaldi þar um fimm ára skeið. Við áttum okkur búgarð vestur í hlaupi skammt frá bæn- um. Tveir búgarðar með leggi, kjálka, girðingar o.fl. sem fylgja slíkum búrekstri. Einn góðan veðurdag eignað- ist Sigfús forláta Ferguson- dráttarvél, sem kom sér vel um sumarið þegar sláttur stóð sem hæst. Æði oft fékk ég gripinn lánaðan til að koma m.a. heyinu heim. Sennilega hefur Sigfúsi þótt nóg um lánastarfsemina og líklega skynjað það að ég horfði æði oft á þennan dýrgrip. Þegar Sigfús kom úr einni Reykjavíkurferðinni sinni hljóp hann á undan mér vestur í hlaup, og þegar stuttfótur kom á stað- inn stóð nýr Ferguson í óðalinu mínu. Lítið dæmi um nærgætni Sigfúsar. Fljótlega kom í ljós að Sigfús gat gengið í öll þau störf sem til féllu og leysti þau vel af hendi. Það má segja að Sigfús hafi komið með mikla menningu í sveitina, tæki og tól sem ekki voru algeng á þeim árum. T.d. átti hann myndavél og ekki má gleyma tónlistaráhuganum sem var þegar til til staðar hjá honum, átti forláta upptrekktan plötu- spilara og nokkrar „his master’s voice“ vínylplötur 45 snúninga. Ég man þegar hann fékk fyrsta kassagítarinn, ósjaldan heyrði maður fallega tóna úr baðstof- unni. Elsku frændi, ég flyt þér að leiðarlokum kærar kveðjur frá okkur systkinunum frá Lamba- felli, þökkum hugulsemina og veitta aðstoð við foreldra okkar. Við Kristín vottum Svanborgu og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Ólafur Hróbjartsson, Kristín G. Geirsdóttir. Horfinn er gumi á himnavegu, haldinn er á feðra vit. Kveðinn harmur konu hlýrri, kominn endir, leiðarslit. Honum þakká af hjarta tregu, hollir vinir alla vegu. (Arnar Einarsson) Sem unglingur man ég heim- sóknir Sigfúsar frænda míns og Svanborgar til mömmu og pabba á Húnavelli, ég man vel pússaða skó og veiðiferð og svo ótalmargt annað. Þetta var vinafundur en jafnframt vinnufundur oft á tíð- um, þar sem pabbi var að yrkja brag við lög eftir Sigfús. Þarna var oft glatt á hjalla, mikið spjall- að, mikið spilað og mikið ort, svo ég tali nú ekki um matinn og allt- af voru Lloyds-skórnir svo glans- andi fínir. Engan mann veit ég sem gekk í meira glansandi og betur pússuðum skóm en hann Sigfús, skórnir voru alltaf eins og nýir. Auðvitað notaði hann líka „gallosíur“ til að hlífa skónum, ég hef fullan skilning á því, enda geri ég það líka, sem sennilega eru áhrif frá honum. Sigfús og Svanborg hafa alltaf verið einstaklega frændrækin og kíktu reglulega í heimsókn þegar við Kristín mín bjuggum á Flúð- um og svo aftur þegar við vorum flutt á höfuðborgarsvæðið nokkru síðar. Stundum var komið með nótur og nótnabækur svo ég gæti nú haldið áfram að æfa mig á hljómborðið, stundum bara til að sjást og hittast og gleðjast yfir öllu og engu. Ljúfasta gleði allrar gleði er gleði yfir því, sem er alls ekki neitt, engu, sem manni er á valdi eða í vil, gleði yfir engu og gleði yfir öllu, gleðin: að vera til. (Axel Juel, þýð. Magnús Ásgeirsson) Sigfús var kannski ekki maður margra orða, en hann samdi mik- ið af fallegum lögum og var gef- inn út hljómdiskur fyrir nokkru með lögunum hans, sum hver með textum eftir pabba. Ég veit þeim þótti báðum vænt um þenn- an disk, enda vandað til verka, eins og vanalegt var með Sigfús, lögin falleg og melódísk. Við út- farir pabba, afa og ömmu spilaði hún Margrét Hörn á þverflautu óskaplega fallega Serenöðu eftir hann Sigfús. Hann kom með nótnablöðin fyrir hana uppsett og límd, allt eftir kúnstarinnar reglum, algerlega óaðfinnanlegt. Þannig man ég Sigfús frænda, hann var fagmaður fram í fing- urgóma, vandvirkur, fágaður, mikill vinur vina sinna; hann var góðmenni og alltaf í nýpússuðum skóm. Þannig á það líka að vera. En vertu nú sæll kæri vinur í raun, er vér eftir sitjum og græðum vor kaun. Minningin lifir um manninn sem var, meiður sem fegurstu greinarnar bar og leitar nú sældar og friðar. Ég óska þess heitt og ég voná og ég veit að víst þú þér skipir í framvarðasveit. Eins og á jörðu á himninum hátt helgaðu gleði og friði þinn mátt og leggstúei til hlés eða hliðar. (Arnar Einarsson) Við Kristín mín og fjölskylda sendum Svanborgu, Guðmundi, afkomendum og ættingjum öllum innilegar samúðarkveðjur. Megi bjartar minningar og ljúfir tónar sefa sára sorg. Jóhann Gunnar Arnarsson. Mig langar að minnast í fáein- um orðum mágs míns Sigfúsar Ólafssonar fyrrverandi tónlistar- kennara. Hann var giftur elstu systur minni Svanborgu. Þau hófu ung búskap og þess vegna kynntist ég Sigfúsi frá unga aldri og eru þau árin orðin mörg. Það var alltaf gaman að heimsækja Svanborgu og Sigfús enda bæði yndisleg í alla staði. Þau áttu heima í Reykjavík í nokkur ár og menntuðu sig. Hann varð tónlist- arkennari og hún ljósmóðir. Vor- um við litlu systur Svanborgar oft hjá þeim í Reykjavík og það var alltaf jafn gaman. Sonur þeirra Guðmundur Rúnar er ná- lægt okkur í aldri og þess vegna lékum við okkur oft saman. Hann var fyrsta barnabarn foreldra okkar systkina og var oft heima hjá okkur þegar Svanborg og Sigfús bjuggu á Selfossi. Mér finnst hann alltaf vera eins og litli bróðir okkar og var hann yndis- legur í umgengni eins og foreldr- ar hans. Við systurnar fórum líka oft í bílferðir með þessari litlu fjölskyldu og það var alltaf mikið fjör með þeim. Hress og skemmtileg. Við komum úr stórri fjölskyldu og passaði Sigfús vel inn í þennan hóp og mörg eru þau skiptin sem hann hefur skemmt okkur með hljóðfæraleik sínum, sérstaklega á þorrablótum fjöl- skyldunnar. Ég hafði snemma áhuga á tónlist og vildi læra á hljóðfæri. Það varð píanóið sem varð fyrir valinu og sá mamma til þess að píanó yrði keypt á heim- ilið. Það kom í hlut Sigfúsar að kenna mér á píanó og hann var frábær kennari, þolinmóður og klár. Ég lærði síðar á gítar og hef bæði spilað á gítar og sungið mik- ið í starfi mínu sem leikskóla- kennari. Ef ég hef fundið einhver ný lög sem ég kunni ekki var auð- veldara fyrir mig að spila þau á píanó en bara lesa nóturnar. Þannig að það kom sér vel fyrir mig að hafa lært á píanó hjá Sig- fúsi. Dætur mínar lærðu líka á hljóðfæri, önnur á píanó og hin á gítar, þannig að tónlistaráhuginn hefur haldið áfram í nýjar kyn- slóðir. Eftir að ég flutti til Sví- þjóðar varð sambandið meira í gegnum símtöl og bréf. Sigfús hafði áhuga á sænskri tónlist og sendi ég honum nokkra geisla- diska sem hann hafði gaman af. Svanborg, Sigfús og Guðmundur Rúnar hafa heimsótt mig til Sví- þjóðar í gegnum árin. Það var alltaf gaman að fá þau í heim- sókn. Ég sendi Svanborgu, syni þeirra og börnum hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sigfúsar Ólafssonar. Sigrún Egilsdóttir Persson, Svíþjóð. Sigfús mágur minn er fallinn frá. Mikið sem ég á eftir að sakna þessa bandamanns míns. Alltaf gat ég treyst á að hann væri til staðar frá því ég man eftir mér, þá hefur hann alltaf verið í mínu lífi. Það voru ófáir skreppitúrarn- ir sem við systur fengum að koma með þeim Sigfúsi, Svanborgu og Guðmundi Rúnari þegar við vor- um litlar. Við m.a. skutumst aust- ur undir Eyjafjöll að Lambafelli og upp á Þingvelli og æ síðar var Sigfús alltaf tilbúinn að skjótast eða skreppa fyrir mig ef á þurfti að halda. En þegar ég segi Sigfús þá fylgir alltaf Svanborg með en þau hafa verið svo samofin lífi mínu alla tíð. Hann kenndi mér margt, eins og að velja fallega vandaða skó en hann var mikill smekkmaður þegar kom að skóm, átti ófá pör af fallegum handsaumuðum skópörum. Alltaf voru skórnir pússaðir svo hægt var að spegla síg í þeim. Hann gekk líka í skóhlífum til að hlífa skónum. Eitt af því síðasta sem hann gerði áður en hann þurfti að fara á spítala vegna veikinda var að gefa Gumma fallega rústrauða handsaumaða skó og auðvitað fylgdi bursti og áburður í sama lit. Hann var smekkmaður, alltaf snyrtilegur og í vönduðum fötum. Alltaf tók hann eftir því hvort ég var í nýjum skóm eða í nýjum föt- um og ef hann hafði orð á því þá var það af því honum líkaði þau, en sleppti því ef að honum líkaði þau ekki, eins og svörtu gallabux- urnar mínar með stórum götum á báðum hnjám. Rebekka og Rakel stelpurnar okkar hafa alltaf átt athvarf hjá Svanborgu og Sigfúsi og alltaf hafa þau mætt til okkar og tekið fullan þátt í stórviðburð- um í lífi okkar. Sigfús gat líka alltaf tjónkað við þær ef á þurfti að halda, hann hafði gott lag á þeim og hafði einskæra þolin- mæði. Sigfúsi fannst líka gott að borða góðan mat, þegar þau komu í mat til okkar borgaði Sig- fús alltaf fyrir sig með því að spila á píanóið fyrir okkur eins og hann gerði líka í flestöllum okkar veislum, það lyfti veislunum á hærra plan. Guðmundur Egill okkar var líka í uppáhaldi hjá Sigfúsi, hann talaði alltaf um hversu fallegt væri yfir honum. Sigfús samdi mikið af lögum og textum sem hann gaf síðar út. Hann samdi handa mér lag og texta þegar ég varð fertug, mikið sem mér þótti vænt um það, að auki fékk ég silfurflaggstöng sem gerð var árið 1944 og auðvitað var fallegur fáni með, sem pass- aði fullkomlega á stöngina. Sig- fús var ótrúlega vel lesinn og fylgdist vel með. Það var alveg sama hvað við spjölluðum um, alltaf var hann með á nótunum. Fáa þekki ég sem voru jafn trú- aðir og Sigfús og átti hann gott safn af Biblíum á mörgum tungu- málum. Hann var líka mjög kirkjurækinn og helst vildi hann fara í messu þegar gengið var til altaris. Elsku Svanborg systir mín, þú hefur misst mikið en við sem eftir erum verðum til staðar fyrir þig. Guðmundur Rúnar sem ég hef alltaf litið á sem litla bróður minn, Arnar Freyr, Helga, Matt- hías og Sigmar minn, innilegar samúðarkveðjur til ykkar. Kæri Sigfús, vertu guði falinn. Guðríður og Guðmundur. Látinn er æskuvinur og félagi, Sigfús Ólafsson, sem í huga okk- ar Eyfellinga var fyrrum kennd- ur við bæinn Lambafell, þar sem hann var uppalinn. Við vorum jafnaldrar, báðir fæddir á lýð- veldisárinu, vorið 1944. Sigfús átti um margt erfiða æsku. Hann missti ungur móður sína og var tekinn til fósturs og uppvaxtar hjá góðu fólki austur undir Fjöllum. Sama má segja um Þorberg, yngri bróður hans, sem ólst upp á Sauðhúsvelli. Ég kynntist Sigfúsi fyrst sem upprennandi íþróttamanni og sundkappa. Við vorum saman á sundnámskeiði í Seljavallalaug, þessari yndisfögru náttúrulaug sem upphaflega var byggð árið 1923. Sigfús var þar heimavanur, enda Seljavallalaug aðeins spottakorn frá Lambafelli. Kenn- ari á þessum vornámskeiðum barna og unglinga af okkar kyn- slóð var Snorri Jónsson íþrótta- kennari í Héraðsskólanum í Skógum, mikilhæfur forystu- maður í íþrótta- og félagslífi nem- enda í Skógaskóla. Við Sigfús vorum fermingar- bræður, fermdir á hvítasunnu- dag vorið 1958 frá Ásólfsskála- kirkju, ásamt fleiri jafnöldrum okkar, flestum undan Vestur- Fjöllum. Prestur var séra Sig- urður Einarsson, skáld og mælskusnillingur í Holti. Organ- isti var Þórður Tómasson frá Vallnatúni, sem enn lifir, þekkt- astur sem safnvörður í Skóga- safni. Í kórnum söng meðal ann- arra merkiskonan frú Hanna Karlsdóttir, prestsfrú í Holti. Í Skógaskóla vorum við Sigfús samtíða veturna 1958 til 1960. Á þessum tveimur vetrum stofnuð- um við litla skólahljómsveit, ég spilaði á harmónikku og Sigfús á gítar. Strax á þessum unglings- árum kom í ljós, að hann var bráðvel músíkalskur strákur og þrælgóður gítarleikari, afar lipur og skemmtilegur í samleik og hljómsveitarstarfi. Þessari hljómsveit óx ótrúlega fiskur um hrygg, og hugðum við Sigfús til frekari landvinninga á sviði dans- og dægurlagatónlistar. Í þeim til- gangi réðum við okkur til vinnu við brúarsmíði yfir Ytri-Rangá hjá Hellu, sumarið 1960. Við vorum tjaldfélagar þetta sumar og var ætlunin sú að stofna stór-sveit hljóðfæraleik- ara, ekki minni eða fámennari en hinn fræga KK-sextett, sem þekktastur var danshljómsveita þeirra tíma. Við brúarsmíðina lentum við Sigfús í þeim verk- þætti sem kalla má járnabinding- ar. Um brúarsmíðina og draum- inn um stórsveitina hef ég nýlega skrifað grein sem birtist í Frétta- blaði Rangárþings ytra (sjá vef- síðu: ry.is). Að afloknu námi í Skógaskóla, og báðir komnir til Reykjavíkur, héldum við Sigfús áfram að spila saman, hann var þá orðinn bankastarfsmaður en ég mennta- skólastrákur. Þetta samspil okk- ar var einkum veturna 1961 til 1962 og æfðum við gjarnan í sam- komusal gamla Búnaðarbankans við Austurstræti. Eftir þetta skildi leiðir. Ég fór til tónlistarnáms fyrst hér á landi og síðar í útlöndum. Segja má að Sigfús hafi fetað svipaða leið en nokkrum árum síðar. Hann lauk sams konar kennaramenntun í tónlist eins og ég, og stundaði lengst af kennslu við Tónlistar- skólann á Selfossi. Nú hefur hann lokið sinni ævi- göngu. Minningar um góðan dreng og æskufélaga ylja hug og hjarta. Eftirlifandi aðstandend- um eru sendar samúðarkveðjur. Njáll Sigurðsson. Sigfús Ólafsson  Fleiri minningargreinar um Sigfús Ólafsson bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.