Morgunblaðið - 05.02.2021, Síða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2021
✝ Sigríður HerdísHallsdóttir var fædd
í Hallkelsstaðahlíð í
Hnappadal 23. ágúst ár-
ið 1928 og systir hennar
Sigfríður Erna Halls-
dóttir fædd á sama stað
5. maí árið 1931. For-
eldrar þeirra voru hjón-
in Hallur Magnússon og
Hrafnhildur Einars-
dóttir. Þær systur voru
hluti af hópi 12 systkina.
Þau eru Einar, f. 1927, Sigríður
Herdís, f. 1928, Anna Júlía, f.
1930, Sigfríður Erna, f. 1931,
Ragnar, f. 1933, Margrét Erla,
f. 1935, Guðrún, f. 1936, Magn-
ús, f. 1938, Sveinbjörn, f. 1940,
Elísabet Hildur, f. 1941, Svan-
dís, f. 1943, og Halldís, f. 1945.
Látin eru Einar, Ragnar, Magn-
uðborgarsvæðinu, síðast
að Garðavegi 16 í Hafn-
arfirði, áður en leiðin lá
á Sólvang. Þar nutu þær
systur hlýju og frábærr-
ar umönnunar starfólks
Sólvangs. Þær voru báð-
ar ógiftar, en Sigríður
Herdís eignaðist Hall 12.
febrúar 1956.
Hallur er giftur
Bjarnveigu Pálsdóttur
og eiga þau þrjú börn,
Pál Ágúst, Sigríði Herdísi og
Andra Berg.
Útför systranna verður gerð
frá Víðistaðakirkju 5. febrúar
2021 klukkan 11.
Útförinni verður streymt á:
https://www.tinyurl.com/vidistada
Virkan hlekk má nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
ús, Guðrún og Svandís.
Systurnar bjuggu síðustu
æviárin á Sólvangi í Hafnarfirði
og létust þar. Sigfríður Erna
lést 29. ágúst 2020 og Sigríður
Herdís þann 11. janúar síðast-
liðinn.
Þær systur bjuggu saman
lengstan hluta ævinnar á höf-
Elsku Sirrý mín, eins og Fríða
systir þín þá varst þú ein af mínum
mikilvægustu manneskjum. Þegar
ég var yngri var ég algjör mömmu-
strákur, og þá er vægt til orða tek-
ið en það var sjaldnast neitt mál að
koma og gista hjá ykkur Fríðu, ef
ég varð eitthvað extra lítill í mér
sem kom nokkrum sinnum fyrir
gat ég alltaf treyst á að fá að kúra
hjá þér og allt varð betra hjá litla
mömmustráknum. Allar minning-
arnar frá Drápuhlíðinni, jólaboð-
unum, ferðalögunum eru ómetan-
legar sem ég mun ávallt varðveita.
Það er gott að vita af ykkur systr-
um saman, eflaust komnar á rúnt-
inn á rauðri Mözdu að heimsækja
vini og vandamenn. Takk fyrir allt
elsku uppáhalds Sirrý mín.
Ragnar Sverrisson.
Góðar og skemmtilegar minn-
ingar eru dýrmætar þegar kemur
að kveðjustund.
Af nægu er að taka þegar ég
hugsa til hennar Sirrýjar frænku
minnar sem nú hefur kvatt í síð-
asta sinn. Hress, kát og stjórnsöm
mætti hún lífinu enda gustaði af
þessari glæsilegu konu. Sirrý hafði
skoðanir á öllu og lét þær óhrædd í
ljós hvort sem það var hól frá
innstu hjartarótum eða pistill um
misvitra stjórnmálamenn. Þeir
gátu hækkað blóðþrýstinginn hjá
henni um heilan helling.
Hrein og bein lét hún það flakka
svo að enginn skyldi efast um
hennar skoðanir.
Sirrý hefur verið í mínu lífi frá
því ég man eftir mér, næstelst
móðursystkina minna. Hún bjó
ásamt Fríðu systur sinni í Reykja-
vík og voru þær og þeirra heimili
fasti punkturinn þegar höfuðborg-
in var heimsótt af fjölskyldunni
hér í sveitinni. Allir gistu hjá Sirrý
og Fríðu, það var toppurinn.
Gestrisni og notalegheit voru
þar allsráðandi sem gerði heim-
sóknir til þeirra svo ánægjulegar.
Leikhúsferðir, búðaferðir að
ógleymdum ferðunum með henni í
bankann þar sem hún skúraði um
áratugaskeið voru hreinar ævin-
týraferðir fyrir litla sveitastelpu.
Á hverju sumri kom hún vestur
eins og hún kallaði það og eyddi
sumarfríinu hér í Hallkelsstaða-
hlíð. Eins kom hún um réttir og
páska til að aðstoða, hitta fólk og
hafa gaman.
Þegar von var á þeim systrum
var mikill spenningur í gangi og
alltaf komu þær með eitthvað fal-
legt. Það var gaman að fylgjast
með þegar Sirrý var að þvo, bóna
og pússa bílinn eftir langa ferð í
sveitina. Það var gert af mikilli ná-
kvæmni og allt eftir kúnstarinnar
reglum. Beiski brjóstsykurinn var
alltaf í veskinu ásamt leðurhönsk-
unum og grænu bónklútarnir eru
ógleymanlegir.
Samheldni Sirrýjar og þeirra
systkina hefur verið einstök og
sambandið ræktað af alúð. Reglu-
legar hringingar og heimsóknir
þar sem málin voru rædd og fylgst
með öllum í fjölskyldunni. Jóla-
gjafir á línuna og allir afmælisdag-
ar á hreinu alveg fram á það síð-
asta.
Sirrý var alltaf boðin og búin að
koma til okkar og aðstoða við allt
mögulegt. Þegar ég flutti í mína
fyrstu íbúð var Sirrý mætt til að
sauma með mér gardínur. Þegar
ég svo flutti mig aftur um set
hringdi hún og spurði hvort það
þyrfti nú ekki að huga eitthvað að
þessum gardínum. Það vantaði
ekki hjálpsemina.
Okkar síðasti fundur er eftir-
minnilegur en þá heimsótti ég
hana inn á Sólvang í Hafnarfirði.
Elli kerling var aðeins farin að
þvælast fyrir og minnið aðeins að
svíkja. Það átti hins vegar ekki við
þann daginn. Um leið og ég birtist í
dyrunum á salnum þar sem hún
var stödd sló hún á lærið og næst-
um kallaði: „Hvað, bara komin að
vestan? Er ekki allt gott?“
Svona var Sirrý, ekkert að velta
sér upp úr einhverju leiðinlegu.
Þær systur Sirrý og Fríða voru
alltaf saman og studdu hvor aðra í
blíðu og stríðu. Voru samt svo ólík-
ar og alls ekki alltaf sammála. En
það breytir ekki því að nú eru þær
aftur sameinaðar og una því
örugglega vel.
Ég veit að þegar við hittumst
næst verður þú klár með pönnu-
kökur og beiskan ferðabrjóstsyk-
ur.
Kæra Sirrý, takk fyrir allt.
Sigrún Ólafsdóttir,
Hallkelsstaðahlíð.
Ég á svo margar góðar minn-
ingar um Fríðu. Eins og þegar hún
passaði mig og Ragnar bróður
þegar við vorum lítil og bjuggum á
Kleppsveginum, þegar við gistum í
Drápuhlíðinni og fengum að sofa á
dýnum inni í stofu og hún sagði
okkur sögur langt fram á kvöld.
Þegar hún sótti mig í dansskólann
niðri í bæ og við löbbuðum saman
niður í bæ til mömmu þar sem hún
var að skúra með Sirrý í bankan-
um. Þegar hún fór með mig niður í
bæ fyrir jólin til að sjá þegar kveikt
var á jólatrénu á Austurvelli. Þetta
er bara brot af þessum góðu minn-
ingum.
Fríða vildi hafa snyrtilegt í
kringum sig og átti marga fallega
hluti og var alltaf vel tilhöfð. Þegar
ég var lítil fannst mér ekkert
skemmtilegra en að fá að leika mér
með fínu slæðurnar hennar og
máta og labba um í flottu hælas-
kónum hennar.
Fríða kenndi mér margt eins og
til dæmis að sauma og ég man eitt
skiptið þegar ég gisti í Drápuhlíð-
inni þá saumuðum við sængur og
kodda handa öllum dúkkunum
mínum og svo kenndi hún mér auð-
vitað að sauma vambir þegar tekið
var slátur heima. Fríðu fannst
gaman að fara með mér í göngu-
túra og þegar við fórum í göngu-
túra í sveitinni fékk ég að heyra
margar sögur frá því í „gamla
daga“ og það voru uppáhaldssög-
urnar.
Fríða var einstök og hún var
ekki mikið fyrir að sýna tilfinning-
ar en ég gleymi því aldrei þegar ég
hringdi í hana til að segja henni að
við værum búin að skíra litlu og
hún hefði fengið nafnið Fríða, í höf-
uðið á henni. Heyrði að hún varð
klökk og svo hversu glöð og hissa
hún varð. Og þegar þær nöfnur
hittust fyrst var brosað út að eyr-
um.
Takk elsku Fríða fyrir allar
þessar minningar og allt sem þú
gerðir fyrir mig.
Þín er sárt saknað en ég veit að
þú ert komin á góðan stað og ég bið
að heilsa mömmu og pabba.
Þín frænka,
Hrafnhildur.
Þegar ég var yngri var ég oft
sár og svekktur að eiga ekki ömmu
og afa, þegar vinir mínir voru að
ræða afmælis- og jólagjafir eða á
leið í pössun til ömmu og afa. Aldr-
ei upplifði ég að eiga afa og man lít-
ið eftir tíma mínum með ömmum
mínum enda létust þær þegar ég
var bara smá pjakkur. Það var svo
bara þegar ég varð eldri að ég átt-
aði mig á því að ég átti helling af
„ömmum“; systur mömmu og
hann nafni minn voru svo sannar-
lega til staðar og áttu stóran þátt í
mínu uppeldi og lífi. Hún Fríða var
svo sannarlega ein af þeim, hún
var alltaf til staðar fyrir mig og
Hrafnhildi systur mína. Þegar ég
hugsa til baka og rifja upp æsku
mína þá eru þær systur Sirrý og
Fríða svo stór hluti af fallegum og
skemmtilegum minningum. Ótal-
margar helgarnar sem við eyddum
í Drápuhlíðinni, þar var svo gaman
að vera og nóg að gera fyrir okkur.
Allir göngutúrarnir um hverfið,
sögustundirnar á kvöldin eru þar
ofarlega í huga. Þar fræddumst við
mikið um lífið í sveitinni í gamla
daga. Einnig ferðuðumst við mikið
með þeim systrum, bæði í tjald-
vagninum okkar og einnig nokkrar
sumarbústaðaferðirnar, þetta eru
ómetanlegar minningar. Fríða var
líka fróð og vissi mikið um Ísland
og hafði gaman af að fræða okkur
um landið okkar. Fríða var ynd-
isleg kona og sýndi mér ekkert
nema skilyrðislausa væntumþykju
og fyrir það verð ég ávallt þakk-
látur.
Elsku Fríða mín, ég trúi að þú
sért núna á betri stað, full af orku í
göngutúrum og að taka upp kart-
öflur. Ég á eftir að sakna þess að
koma í heimsókn í Hafnarfjörðinn í
kaffi og kleinur. Takk fyrir að vera
alveg eins og þú varst, fullkomin
„amma“.
Ragnar Sverrisson.
Það var liðið að hausti þegar
hún Fríða frænka mín kvaddi
þennan heim.
Þegar ég hugsa til hennar kem-
ur fyrst uppí hugann þær sterku
taugar sem hún var tengd hingað
vestur í Hnappadalinn. Fríða var
fædd og uppalin í Hallkelsstaða-
hlíð en flutti ung til Reykjavíkur og
bjó þar lengst af. Þrátt fyrir það
var hugurinn svo oft hér fyrir vest-
an og hingað sótti hún sína andlegu
orku. Fríða eyddi stórum hluta af
sínum frítíma hér í Hallkelsstaða-
hlíð fyrr og síðar. Þær systur Fríða
og Sirrý voru duglegar að rækta
sambandið við sitt fólk og tengslin
voru sterk við systkini og þeirra af-
komendur.
Fríða var náttúrubarn og naut
sín hvergi betur en í löngum
göngutúrum í sveitinni sinni. Þar
þekkti hún hvern stein og hverja
laut.
Sögurnar hennar frá því í gamla
daga eins og hún nefndi það voru
hreinlega kennslustundir af bestu
gerð. Örnefnin, fólkið og hefðirnar,
allt sem þurfti að vita. Hvernig var
þetta gert? Af hverju var þetta
gert? Hvar var þetta gert? Fríða
hafði svörin við þessu öllu.
Létt á fæti, glöð í bragði með
nesti og fræðandi sögur færði
Fríða mér margar dásamlegar
stundir. Þær stundir gleymast
ekki og eru gulls ígildi.
Fríða vissi fátt skemmtilegra en
að rækta kartöflur sem hún gerði í
einhverja áratugi og setti þær nið-
ur hér fyrir vestan. Hún mætti
eins og fuglarnir á vorin og þegar
fór að hausta kom hún og tók upp
úr garðinum.
Sæl og glöð þvoði hún og pokaði
enda uppskeran ávallt góð.
Margar af mínum fyrstu minn-
ingum af Fríðu voru þegar hún var
að raka með hrífu utan með stykkj-
unum. Það gerði þessi litla pena
kona af þvílíkum krafti að engu var
líkara en vélarnar fölnuðu. Ég leit
mjög upp til hennar og fékk litla
hrífu svo ég gæti rakað með henni.
Það eru ekki mörg ár síðan Fríða
kom hér og tók til við raksturinn.
Enda fannst henni nútímarakstr-
arvélar ekki raka vel.
Það sem einkenndi Fríðu var
þessi mikla natni við börn og
hvernig hún gaf sér alltaf tíma til
að tala við þau. Göngutúrarnir,
sögurnar og áhuginn sem hún
sýndi öllum sem deildu einhverju
með henni.
Eins er mér minnisstæð alúðin
sem hún sýndi þeim vinum og fjöl-
skyldumeðlimum sem þurftu að
leggjast inn á spítala. Þá var Fríða
alltaf mætt í heimsókn til að kanna
hvort það væri nú ekki eitthvað
sem hún gæti gert.
Það var Fríðu þungbært að
missa heilsuna og hafa ekki sömu
orkuna og þróttinn sem hún var
vön. Heyrnin fór að bila og erfiðara
varð að vera í sambandi við vini og
fjölskyldu.
Eins var henni erfitt að horfa á
eftir systkinum sínum sem fóru á
undan henni.
Hennar tími var kominn.
Ég veit að núna er Fríða komin
á góðan stað. Staðinn þar sem
kartöflurnar vaxa sem aldrei fyrr.
Staðinn þar sem heyið er fagur-
grænt og þurrt. Staðinn þar sem
hún hefur endalaust útsýni yfir
sveitina sína. Staðinn þar sem hún
fylgist með fólkinu sínu.
Takk Fríða fyrir allar góðu
stundirnar.
Sigrún Ólafsdóttir,
Hallkelsstaðahlíð.
Það var um jólin 1944 að ég var
dreginn á sleða eftir ísilögðu Hlíð-
arvatni af móður minni og afa í
Hraunholtum, til að heimsækja
heimilisfólkið í Hallkelsstaðahlíð
sem jafnan var kölluð Hlíð. Þá
voru aðstæður á bænum þannig að
foreldrar barnahópsins, Hallur og
Hrafnhildur, voru í Reykjavík, þar
sem Hallur var á spítala, langt
leiddur af krabbameini og lést vor-
ið eftir.
Þessi heimsókn að Hlíð er ein
mín fyrsta bernskuminning, þá
þriggja ára gamall. Það var kalt á
ísnum en allt í einu var ég kominn
inn í hlýtt hús fullt af börnum og
ungu fólki. Þau voru 11 systkinin
og það tólfta fæddist eftir áramót-
in. Ég sé enn fyrir mér öll andlitin.
Síðar átti ég mörg sporin milli
bæja og stundum með áríðandi
skilaboð og póst. Þá var enginn
sími og vegurinn náði ekki lengra
en að Hraunholtum. En að koma
að Hlíð var eins og að koma í lítið
þorp.
Það var sólríkt sumarið 1953 og
þann 23. ágúst tölti ég af stað til að
keppa við Sveinbjörn frænda minn
í Hlíð í stökkum, hlaupum og köst-
um. Þá mætti ég systkinahópnum í
Hlíð sem var á afmælisgöngu
kringum Hlíðarvatn, þar sem
Sirrý ( Sigríður Herdís) varð 25
ára þann dag. Þessi gönguferð
varð mér mjög minnisstæð, en
keppnin við Svenna beið næsta
sumars. Afmælisbarnið lék svo á
als oddi og þegar við höfðum tyllt
okkur upp á Efri-Hnúk við Hlíð-
arvatn, tók Sirrý mynd af hópnum
og missti þess vegna af því að vera
á myndinni, sjálft afmælisbarnið.
Tæpum áratug síðar í sveitinni í
Hnappadalnum sprakk í mér botn-
langinn og eftir fylgdi lífhimnu-
bólga, svo ég mátti þakka fyrir að
lifa hana af. Ég lá svo nokkra daga
á Landspítalanum í Reykjavík og
þá fékk ég heimsókn frá Fríðu
(Sigfríði Ernu) sem er mér mjög
hugstæð. Hennar hlýlega nærvera
flýtti örugglega fyrir batanum og
skilur eftir minningu sem geymist.
Það var stutt á milli þeirra
systra, Sirrýjar og Fríðu, og stóri
systkinahópurinn þynnist. En lífið
heldur áfram í Hlíðinni og blómstr-
ar. Það var mín gæfa á uppvaxt-
arárunum í Hnappadalnum, að
eiga þennan stóra hóp frændsystk-
ina á næsta bæ og ljúfar minningar
um þær systur – Sirrý og Fríðu.
Hvíli þær í friði.
Reynir Ingibjartsson.
Sigríður Herdís Hallsdóttir
og Sigfríður Erna Hallsdóttir
✝ Þorsteinnfæddist 23.
ágúst 1949 í Nes-
kaupstað. Hann
lést á heimili sínu í
Sandgerði 27. jan-
úar 2021.
Hann var sonur
hjónanna Jóns
Pálssonar, f. 1919,
d. 2003, og Vil-
borgar Sigurjóns-
dóttur, f. 1921, d.
1997.
Þorsteinn kvæntist 11. maí
1987 Sólveigu Höllu Þorsteins-
dóttur.
Sólveig átti fyrir Guðrúnu
steinn Sveinn, f. 1998. Steinunn
er gift Bjarka Jakobssyni.
Þórir Þorsteinsson, f. 1972,
sambýliskona hans er Elín
Katrín Rúnarsdóttir og sonur
þeirra Erpur Ingi, f. 2014. Dav-
ið Ingi Þorsteinsson, f. 1976, d.
2020.
Systkini Þorsteins eru: Sig-
urjón, f. 1941, d. 1994, Stein-
unn, f. 1942, Pálmar, f. 1946,
Unnar, f. 1957, d. 2005.
Útför/bálför Þorsteins Jóns-
sonar verður frá Sandgerð-
iskirkju 5. febrúar 2021 kl. 14.
Vegna samkomutakmarkana
verður streymt frá athöfninni,
stytt slóð:
tinyurl.com/hyiahzew
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á:
https://www.mbl.is/andlat
Kristínu Høier, f.
1970, og gekk Þor-
steinn henni í föð-
urstað og ættleiddi.
Guðrún er gift
Ove Høier og börn-
in hennar eru Nína
Dögg, f. 1991, Tara
Dís, f. 1997, Mikael
Þór, f. 1998, Lúkas
Orri, f. 2009.
Sólveig og Þor-
steinn eiga saman
Pálmar Þorsteinsson, f. 1994.
Þorsteinn átti fyrir þrjú börn
og eru þau Steinunn Þorsteins-
dóttir, f. 1969, synir hennar eru
Smári Hólm, f. 1990, og Þor-
Að lokum eftir langan, þungan dag,
er leið þín öll. Þú sest á stein við
veginn,
og horfir skyggnum augum yfir svið-
ið,
eitt andartak.
Kæri vinur og félagi, það er
með miklum söknuði að ég kveð
þig. Kynni okkar hófust á
sjötta áratug síðustu aldar, þú
varst sjálfskipaður foringi okk-
ar strákanna í hverfinu. Þú ólst
upp í Grænuborg og ég í
Adamsborg, við áttum saman
góðar og skemmtilegar stundir
enda aldrei leiðinlegt í návist
þinni.
Þessu tímabili lauk þegar þú
og þín fjölskylda fluttust til
Hafnarfjarðar. Næst lágu leiðir
okkar saman í Vestmannaeyj-
um á áttunda áratugnum og
voru þá gömul kynni endurnýj-
uð. Síðan liðu áratugir en við
vissum alltaf hvor af öðrum í
gegnum sameiginlega kunn-
ingja. Það er síðan haustið 2012
að við hjónin flytjum til Sand-
gerðis. Morgun einn á fyrstu
dögunum í Sandgerði tók ég
mér göngu um bæinn og þegar
ég kem niður á höfn þá er verið
að landa úr togara þar, ég tek
smá spjall við strákana þar, fæ
fréttir af aflabrögðum og spyr
hvort hægt sé að fá nýjan fisk
hjá þeim, þeir segja að ég verði
að fá leyfi hjá skipstjóranum.
Ég spyr þá hvar hann sé og
hvað hann heiti, þeir segja að
hann sé við spilið og heiti
Doddi. Ég geng að síðu togar-
ans og horfi í átt að spilinu og
sé kunnuglegt andlit og heyri
rödd sem ég þekkti, þarna stóð
Doddi Jónsa Páls í öllu sínu
veldi, það urðu fagnaðarfundir
og auðsótt mál að fá fisk hjá
þessum öðlingi. En þannig
maður var Doddi, ávallt
reiðubúinn að aðstoða, rétta
hönd og hjálpa til þar sem þess
var þörf. Þarna endurnýjuðust
gömul kynni. Við fórum að taka
saman morgunkaffitíma þegar
þú varst í landi og síðan fjölg-
aði þessum kaffitímum þegar
þú fórst á eftirlaun. það var
margt rætt, æskuárin rifjuð
upp svo og hvað hefði á daga
okkar drifið ásamt pólitík og
allri annarri þjóðmálaumræðu.
Kæri vinur og félagi, þessi ár
okkar saman eru ómetanlegur
tími í mínum huga. Þín verður
sárt saknað. Takk fyrir allt og
allt. Kæra fjölskylda, samúðar-
kveðjur til ykkar allra.
Og þú munt minnast þess,
að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir
löngu
lagðir þú upp frá þessum sama stað.
(Steinn Steinarr)
Jón Rafn Högnason og
Hansína B. Einarsdóttir.
Þorsteinn Jónsson
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi
liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er
hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Undirskrift | Minningargreinahöf-
undar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Minningargreinar