Morgunblaðið - 05.02.2021, Síða 32
32 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2021
60 ára Einar er Akur-
eyringur og býr í Inn-
bænum. Hann er vél-
virki frá Skipasmíða-
stöðinni á Akureyri og
ullarrekstrarfræðingur
frá Huddersfield Poly-
tehnic. Einar er versl-
unarstjóri hjá N1 á Akureyri. Hann er ann-
álaður KA-maður og hefur tekið tíu
Vasagöngur í röð, þá síðustu í fyrra, og
mörg utanvegahlaup, m.a. 250 km hlaup.
Börn: Gísli, f. 1982, Erla, f. 1985, og Einar
Ólafur, f. 1993. Barnabörn eru Askur, f.
2010, sonur Gísla, og óskírð, f. 30.1. 2021,
dóttir Erlu.
Foreldrar: Gísli Eyland, f. 1926, d. 2018,
stöðvarstjóri Pósts og síma á Akureyri, og
Dóróthea Júlía Eyland, f. 1929, fyrrverandi
skrifstofukona, búsett á Akureyri.
Einar
Eyland
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þér finnst eins og einhverjir vilji
leggja stein í götu þína. Allir hlutir kosta sitt
en það er forgangsröðin sem skiptir máli.
20. apríl - 20. maí
Naut Maður getur lesið sér til um fjármál til
þess að firra sig vandræðum og fylgt ráðum
leiðbeinanda hvað varðar ný atvinnutæki-
færi. Þú færð óvænta heimsókn í kvöld.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Sambönd lenda í prófraun. Gerðu
eitthvað nýtt og spennandi og reyndu þann-
ig að gæða líf þitt ævintýraljóma.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Breyting á hugsunarhætti gerir þér
kleift að ná skjótari árangri í einkalífi og fjár-
málum. Lífgaðu upp á vinnustað þinn og
sýndu samstarfsmönnum samkennd þannig
að þeir viti hug þinn.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þessa dagana kemur í ljós hversu mik-
ið þú kannt að meta fallega hluti. Láttu
draumana rætast. Reyndu að velja þá úr
sem þurfa á hjálp þinni að halda.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Hafðu varann á og gættu þess að
persónulegar upplýsingar um þig komist
ekki á allra vitorð í dag. Leggðu þitt af mörk-
um til að bæta umhverfi þitt.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þótt þér leiðist lognið til lengdar skaltu
ekki grípa til einhverra örþrifaráða. Hertu
upp hugann því nú hefurðu allt að vinna og
engu að tapa.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Rifrildi við maka og fjölskyldu
eru líkleg í dag. Leitaðu orsaka þeirra hjá
sjálfum þér og greiddu svo úr hlutunum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú mátt ekki hafa svo miklar
áhyggjur af framtíðinni að þú getir ekki tek-
ist á við nútíðina. Ef þú hinkrar í einn eða tvo
daga fara hlutirnir eins og þú vilt að þeir
fari.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Búðu þig undir hið óvænta. Láttu
aðra ekki draga úr þér kjarkinn til að sinna
áhugamáli þínu af ákefð.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Á degi sem þessum er gott að
staldra við og líta fram á veg. Leitaðu leiða
til að bæta aðstæður fjölskyldu þinnar með
einhverjum hætti.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú hefur unnið vel að undanförnu og
mátt vera ánægður með sjálfan þig. Farðu
varlega og sýndu fólkinu í kringum þig sér-
staka þolinmæði.
Ó
lafur Sindri Helgason
fæddist 5. febrúar 1981 í
Reykjavík og ólst að
mestu upp í Hólahverf-
inu í Efra-Breiðholti en
flestum sumrum varði hann hjá föður
sínum og stjúpmóður í Svíþjóð. Hann
gekk í Hólabrekkuskóla með viðkomu
í Vesturbæjarskóla og lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í Reykja-
vík.
Sindri stundaði nám í eðlisfræði við
Kaupmannahafnarháskóla og lauk
BSc-gráðu í greininni við Háskóla Ís-
lands og síðar meistaragráðu í hag-
fræði við sama háskóla. Síðar hefur
hann stundað framhaldsnám við Uni-
versity of London á sviði fjármála og
efnahagsstefnu og sótt fjölmörg
starfstengd, sérhæfð námskeið.
„Ég hef ávallt haft mikinn áhuga á
tölfræði og gerð líkana til þess að
reyna að skilja þau kerfi sem við lifum
og hrærumst í og þá krafta sem eru
að verki. Því lá hagfræðin í raun
nokkuð beint við eftir eðlisfræðina.
Ég hef einkum helgað mig störfum í
opinbera geiranum enda er þar að
finna mjög áhugaverð störf fyrir hag-
fræðinga að mínu mati. Þar gefst
manni tækifæri á að koma að stefnu-
mörkun í mikilvægum málum sem
snerta okkur öll.“
Á árunum fyrir hrun og fram til
2012 starfaði Sindri sem ráðgjafi og
sérfræðingur í viðskiptagreind og
gagnagreiningum, síðast hjá Actavis
Group, en árið 2012 hóf hann störf hjá
fjármála- og efnahagsráðuneytinu á
skrifstofu opinberra fjármála við fjár-
lagagerð og greiningar á ríkisfjár-
málum. Þaðan fór hann svo yfir í
Seðlabankann. „Ég tók við starfi í
rannsóknar- og spádeild bankans á
sviði hagfræði og peningastefnu, en
hugur minn hafði alltaf leitað meira til
rannsókna. Þar tók ég við þróun á
DSGE-líkani bankans en slík líkön
eru eitt helsta verkfæri seðlabanka
við greiningar á peningastefnu og
spágerð og í raun þjóðhagfræði al-
mennt. Hjá Seðlabankanum starfaði
ég í rúm fjögur ár við rannsóknir og
líkanaþróun þar sem mér gafst tæki-
færi á að fara erlendis í stuttar heim-
sóknir og fræðast um DSGE-líkön af
mörgum helstu sérfræðingum grein-
arinnar, m.a. hjá Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum og sænska seðlabankanum.
Þetta var lærdómsríkur og skemmti-
legur tími en árið 2017 söðlaði ég um
og tók við starfi deildarstjóra áhættu-
matsdeildar á fjármálaskrifstofu
Reykjavíkurborgar. Þar sá ég um
fjárhagslegar áhættugreiningar, þró-
un aðferða við mat á því sem getur
haft veruleg áhrif á fjárhag borgar-
innar og fyrirtækja hennar og kom að
stefnumótun um áhættustýringu.“
Á miðju ári 2019 var Sindri svo ráð-
inn til að taka við hagdeild Íbúðalána-
sjóðs sem yfirhagfræðingur og hefur
sinnt því starfi síðan en stofnunin hef-
ur breytt um nafn eftir sameiningu og
heitir nú Húsnæðis- og mannvirkja-
stofnun. „Þar sinni ég rannsóknum og
greiningum á húsnæðismarkaði
ásamt því að miðla upplýsingum til al-
mennings um þróun á mörkuðum og
tölfræði um húsnæðismál.“
Að sögn Sindra eru áhugamálin
fjölmörg og hann er mikill fjöl-
skyldumaður. „Bestu stundirnar eru
þegar ég fæ góðan tíma til að vera
með fjölskyldunni í afslöppuðu um-
hverfi og leika við strákana mína en
fyrir utan það finnst mér í raun
skemmtilegast að lesa og grúska. Ég
er afar fróðleiksfús og er yfirleitt með
nokkrar bækur í lestri hverju sinni,
þá aðallega eitthvað hagfræðitengt
eða sagnfræði, einnig nokkur rann-
sóknarverkefni. Tungumál og ferða-
lög heilla mig líka mikið en frönsku-
áhuga fékk ég í beinan legg frá
móðurafa mínum sem talaði málið
reiprennandi en hann er líklegast mín
helsta fyrirmynd. Að auki er ég for-
fallinn rauðvínsáhugamaður og hef
mér til gamans fjárfest í mörgum eð-
alvínum í gegnum tíðina.
Tónlist hefur alltaf spilað stórt hlut-
verk í mínu lífi og glamra ég á gít-
arinn þegar færi gefst og syng auðvit-
Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar – 40 ára
Fjölskyldan Fríða Sigríður, Sigurjón Magni, Jóhann Helgi og Sindri.
Reynir að skilja kerfin
sem við lifum og hrærumst í
Feðgarnir Úti að leika. Afmælisbarnið Sindri í Marokkó.
50 ára Valdi er Reyk-
víkingur og býr í Graf-
arvogi. Hann er með
BA-gráðu í grafíklist
frá Listaháskóla Ís-
lands og MA-gráðu í
„architecture & de-
sign“ frá Háskólanum í
Álaborg. Valdi vinnur við arkitektúr, ferða-
mennsku og í kvikmyndaiðnaðinum. Hann
situr í stjórn Hjálparsveitar skáta í Kópa-
vogi.
Maki: Guðrún Ægisdóttir, f. 1972, land-
fræðingur og skrifstofustjóri hjá Carbon
Recycling International.
Börn: Snævar, f. 2007, og Auður Helga, f.
2008.
Foreldrar: Helga Steffensen, f. 1934,
brúðuleikari, búsett í Reykjavík, og Hörður
Eiríksson, f. 1928, d. 2009, flugvélstjóri.
Valdimar Harðarson
Steffensen
Til hamingju með daginn
Hafnarfjörður Edda Kristín Magnúsdóttir fædd-
ist 6. september 2020 kl. 8.43. Hún vó 3.940 g og
var 53,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Magnús
Torfi Ólafsson og Ólafía Erlendsdóttir.
Nýr borgari