Morgunblaðið - 05.02.2021, Síða 34
34 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2021
England
Tottenham – Chelsea ............................... 0:1
Staðan:
Manch. City 21 14 5 2 39:13 47
Manch. Utd 22 13 5 4 46:27 44
Leicester 22 13 3 6 39:25 42
Liverpool 22 11 7 4 43:25 40
West Ham 22 11 5 6 34:28 38
Chelsea 22 10 6 6 36:23 36
Everton 20 11 3 6 31:25 36
Tottenham 21 9 6 6 34:22 33
Aston Villa 20 10 2 8 35:24 32
Arsenal 22 9 4 9 27:22 31
Leeds 21 9 2 10 36:38 29
Southampton 21 8 5 8 27:34 29
Crystal Palace 22 8 5 9 27:37 29
Wolves 22 7 5 10 23:31 26
Brighton 22 5 9 8 24:29 24
Newcastle 22 6 4 12 22:36 22
Burnley 21 6 4 11 13:28 22
Fulham 21 2 8 11 17:31 14
WBA 22 2 6 14 18:52 12
Sheffield Utd 22 3 2 17 14:35 11
Danmörk
Midtjylland – SönderjyskE..................... 1:2
Mikael Anderson kom inn á hjá Midt-
jylland á 72. mínútu.
Ísak Óli Ólafsson var varamaður hjá
SönderjyskE og kom ekki við sögu.
Nordsjælland – Bröndby ........................ 0:1
Hjörtur Hermannsson var varamaður
hjá Bröndby og kom ekki við sögu.
Efstu lið: Bröndby 30, Midtjylland 27,
Randers 25, AGF 25, SönderjyskE 24, FC
Köbenhavn 23, AaB 19.
Ítalía
C-deild:
Mantova – Padova ................................... 0:6
Emil Hallfreðsson lék allan leikinn með
Padova og skoraði eitt mark.
Undankeppni EM kvenna
A-riðill:
Slóvenía – Búlgaría .............................. 71:66
Ísland – Grikkland................................ 58:95
Staðan:
Slóvenía 5 5 0 384:322 10
Grikkland 5 3 2 391:325 8
Búlgaría 5 2 3 354:338 7
Ísland 5 0 5 292:436 5
Slóvenía er komin í lokakeppnina, Grikk-
land og Búlgaría eru í baráttu um að fara
áfram með bestan árangur í 2. sæti.
Dominos-deild karla
Höttur – Þór Ak.................................... 95:70
Tindastóll – Haukar ............................. 86:73
Valur – Þór Þ ........................................ 67:86
Njarðvík – Stjarnan ............................. 88:96
Staðan:
Stjarnan 8 6 2 766:692 12
Keflavík 7 6 1 637:575 12
Grindavík 7 5 2 634:630 10
Þór Þ. 8 5 3 796:712 10
Njarðvík 8 4 4 699:702 8
ÍR 7 4 3 621:630 8
Tindastóll 8 4 4 753:738 8
KR 7 4 3 646:657 8
Valur 8 3 5 650:682 6
Höttur 8 2 6 709:760 4
Þór Ak. 8 2 6 711:775 4
Haukar 8 1 7 664:733 2
Evrópudeildin
Valencia – CSKA Moskva.... (2frl). 105:103
Martin Hermannsson skoraði 17 stig
fyrir Valencia, átti 2 stoðsendingar og tók 3
fráköst á 29 mínútum.
Valencia er í 10. sæti af 18 liðum með 12
sigra í 24 leikjum.
NBA-deildin
Charlotte – Philadelphia.................. 111:118
Milwaukee – Indiana........................ 130:110
Atlanta – Dallas ................................ 116:122
Cleveland – LA Clippers ................... 99:121
Miami – Washington ........................ 100:103
Chicago – New York ........................ 103:107
Oklahoma City – Houston ................. 104:87
San Antonio – Minnesota................. 111:108
New Orleans – Phoenix.................... 123:101
Sacramento – Boston ....................... 116:111
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
Hertz-hellir: ÍR – Grindavík ............... 18.15
DHL-höllin: KR – Keflavík ................. 20.15
1. deild karla:
Hveragerði: Hamar – Vestri ............... 19.15
Ice-Lagoon-höll: Sindri – Álftanes ..... 19.15
Vallaskóli: Selfoss – Breiðablik........... 19.15
Flúðir: Hrunamenn – Fjölnir .............. 19.15
1. deild kvenna:
Kennaraháskóli: Ármann – Njarðvík ...... 20
HANDKNATTLEIKUR
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Origo-höll: Valur U – Selfoss U........... 19.30
Framhús: Fram U – Vængir Júpíters 20.30
KNATTSPYRNA
Fótbolti.net-mót karla, úrslitaleikur:
Kópavogsvöllur: Breiðablik – ÍA ............. 20
Reykjavíkurmót kvenna, úrslitaleikur:
Origo-völlur: Valur – Fylkir ..................... 19
Í KVÖLD!
KÖRFUBOLTINN
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Stjarnan fór upp að hlið Keflavíkur í
efsta sæti Dominos-deildar karla í
körfuknattleik í gær með góðum sigri
á Njarðvík í Njarðvík, 96:88. Stjarn-
an og Keflavík eru með 12 stig en
Njarðvík er með 8 stig eins og ÍR,
Tindastóll og KR í 5.-8. sæti.
Með þessum sigri hristi Stjarnan
af sér tapið gegn Grindavík á dög-
unum en Garðbæingar hafa nú af-
greitt leiki gegn Suðurnesjaliðunum
þremur á skömmum tíma og hafa náð
í tvo sigra í þeim leikjum. Leikstjórn-
andinn Ægir Þór Steinarsson var
mjög afgerandi hjá Stjörnunni í gær.
„Sigurinn var sanngjarn þar sem
heimamenn voru nokkuð frá sínu
besta. Í hálfleik leiddu gestirnir með
9 stigum og maðurinn bak við sigur
gestanna var án nokkurs vafa Ægir
Þór Steinarsson. Kappinn skoraði
þegar á þurfti að halda og sendi stoð-
sendingar þess á milli. 19 stig og 11
stoðsendingar frá kappanum þetta
kvöldið. Hjá Njarðvíkingum var Rod-
ney Glasgow þeirra skástur en aðrir
mega muna sinn fífil fegri í íþrótt-
inni,“ skrifaði Skúli B. Sigurðsson
meðal annars í umfjöllun sinni um
leikinn á mbl.is.
Logi Gunnarsson, Rodney Glas-
gow og Antonio Hester skoruðu 18
stig hver fyrir Njarðvík en Skúli seg-
ir Hester eiga nokkuð inni. Hester
lék áður með Tindastóli hérlendis og
átti þá oft góða leiki.
„Antonio Hester sem þeir fengu
nýverið hefur nú fengið eldskírn í
deildinni í grænum búningi en þyrfti
að komast í betra úthaldslegt form.
Gríðarlega öflugur leikmaður sem
Njarðvíkingar þurfa að fá 100% á
hverju kvöldi,“ skrifaði Skúli.
Annar sigur hjá Hetti
Leikmenn Hattar frá Egilsstöðum
hafa heldur betur fundið taktinn og
hafa unnið tvo leiki á skömmum tíma.
Í gær vann liðið stórsigur.
Höttur tók þá á móti Þór frá Akur-
eyri á Egilsstöðum og vann 95:70.
Hefur Höttur því unnið tvo leiki í röð í
deildinni og er með 4 stig eins og
Þórsarar frá Akureyri. Liðið tapaði
fyrstu sex leikjunum á tímabilinu en
nú virðist liðið til alls líklegt.
Michael A. Mallory skoraði 25 stig
fyrir Hött en Ivan Alcolado skoraði
27 stig fyrir Þór.
Haukar á botninum
Eftir sigur Hattar í gær sitja
Haukar eftir á botni deildarinnar með
sín 2 stig. Haukar fóru á Sauðárkrók í
gær þar sem Tindastóll vann 86:73.
Haukar skoruðu aðeins 13 stig í
fyrsta leikhluta. Stólarnir juku for-
skotið um fimm stig fyrir síðasta
leikhlutann og héldu sjó í síðasta
leikhlutanum. Tindastóll er með 8 stig
og er fjórum stigum á eftir Keflavík
og Stjörnunni.
Shawn Derrick Glover skoraði 29
stig fyrir Tindastól og leikstjórnand-
inn Pétur Rúnar Birgisson gaf 9
stoðsendingar. Emil Barja var stig-
hæstur hjá Haukum með 15 stig og
gaf 6 stoðsendingar en Haukar þurfa
greinilega að laga ýmislegt í leik sín-
um til að safna stigum en reyndar er
deildin óútreiknanleg og hlutirnir
fljótir að breytast.
Gott gengi Þórs Þ.
Gott gengi Þórs frá Þorlákshöfn
heldur áfram og í gær vann Þór úti-
sigur á Val, 86:67. Þór er með 10 stig
eftir átta leiki og er því tveimur stig-
um frá toppliðunum. Valur er með 6
stig í 9. sæti.
Valsmenn byrjuðu vel í gær og
höfðu sjö stiga forskot eftir fyrsta
leikhluta en Þórsarar unnu hina þrjá
sem eftir voru. Þriðji leikhluti skipti
miklu máli þegar upp var staðið en þá
skoruðu Þórsarar 21 stig en Vals-
menn einungis 10 stig.
Larry Thomas var stigahæstur hjá
Þór með 22 stig en níu leikmenn
skoruðu fyrir Þór. Valsmenn voru án
landsliðsmannsins Kristófers Acox
eins og í síðasta leik en Miguel Card-
oso var stigahæstur með 16 stig.
Garðbæing-
ar hristu af
sér tapið
Eru efstir ásamt Keflvíkingum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hlíðarendi Adomas Drungilas skoraði 18 stig fyrir Þór frá Þorlákshöfn og
reynir hér að skora framhjá Valsmanninum Pavel Ermolinskij.
Chelsea vann Tottenham Hotspur
1:0 í mikilvægum leik í baráttunni
um Evrópusæti í ensku úrvalsdeild-
inni í gær. Með sigrinum fer
Chelsea upp í 6. sæti deildarinnar.
Tottenham fer niður í 8. sæti. Jorg-
inho skoraði eina markið úr víti á
23. mínútu. Chelsea hefur nú haldið
hreinu í fyrstu þremur deildar-
leikjum sínum undir stjórn Thomas
Tuchels. José Mourinho, knatt-
spyrnustjóri Tottenham, hefur nú
tapað tveimur heimaleikjum í röð í
deild í fyrsta skiptið á þjálfaraferli
sínum. gunnaregill@mbl.is
Enn heldur
Chelsea hreinu
AFP
Skoraði Jorginho fagnar sigur-
marki Chelsea gegn Tottenham.
Víkingar hafa fengið knattspyrnu-
manninn Karl Friðleif Gunnarsson
lánaðan frá Breiðabliki og þá stað-
festi Arnar Gunnlaugsson þjálfari
þeirra við mbl.is í gær að Kwame
Quee kæmi alkominn til félagsins
frá Blikum. Karl er 19 ára og var í
láni hjá Gróttu í fyrra og var marka-
hæsti leikmaður liðsins í úrvalsdeild-
inni með sex mörk. Quee hefur leikið
á víxl með Víkingi og Breiðabliki
undanfarin ár og spilað alls 44 leiki
með þessum liðum, sem og Víkingi í
Ólafsvík, í úrvalsdeildinni, þar sem
hann hefur skorað átta mörk.
Karl og Quee
til Víkings
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Víkingur Karl Friðleifur var
aðalmarkaskorari Gróttu í fyrra.
innanhúss mæta til leiks, Guðbjörg
Jóna Bjarnadóttir og Kolbeinn Höð-
ur Gunnarsson.
Guðbjörg deilir Íslandsmetinu í 60
metra hlaupi með Tiönu Ósk Whit-
worth en það er 7,47 sekúndur. Guð-
björg keppir líka í 200 metra hlaup-
inu þar sem hún á næstbesta tíma
Íslandssögunnar, 23,98 sekúndur, og
freistar þess eflaust að slá met Silju
Úlfarsdóttur sem er 23,79 sekúndur.
Kolbeinn Höður á Íslandsmetið
innanhúss í 200 m hlaupi, 21,21 sek-
úndu, og hann keppir líka í 60 metra
hlaupinu þar sem hann á sjötta besta
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Margt af besta frjálsíþróttafólki
landsins fær loks að spreyta sig í
keppni á sunnudaginn eftir langt hlé
en þá fer frjálsíþróttakeppni
Reykjavíkurleikanna fram í frjáls-
íþróttahöll Laugardalshallarinnar.
Keppni stendur yfir frá 12 til
15.20 og er keppt í hástökki, lang-
stökki, kúluvarpi, 60 metra hlaupi,
200 metra hlaupi og 800 metra
hlaupi.
Tveir ríkjandi Íslandsmethafar
tíma sögunnar, 6,91 sekúndu.
Kringlukastarinn Guðni Valur
Guðnason keppir í kúluvarpi þar
sem hann á fimmta besta árangur
frá upphafi, 18,60 metra. Hinn 17
ára gamli Kristján Viggó Sigfinns-
son er þegar orðinn næstbesti há-
stökkvarinn frá upphafi eftir að hafa
farið yfir 2,15 metra fyrir ári. Þá
mætir hinn reyndi Kristinn Torfa-
son til leiks í langstökki en hann á
næstbesta árangur innanhúss frá
upphafi, 7,77 metra, sem er aðeins 5
sentimetrum frá Íslandsmeti Jóns
Arnars Magnússonar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fljót Setur Guðbjörg Jóna Bjarna-
dóttir Íslandsmet á sunnudag?
Möguleiki á Íslandsmetum í
Laugardalshöll á sunnudag
Margt af besta frjálsíþróttafólkinu á Reykjavíkurleikunum