Morgunblaðið - 05.02.2021, Qupperneq 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2021
SÉRBLAÐ
SMARTLANDS
BLAÐIÐ
Fylgir Morgunblaðinu 12. febrúar
–– Meira fyrir lesendur
PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til 8. febrúar
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
Fjallað verður
um tískuna 2021
í förðun, snyrtingu,
útliti og fatnaði auk
umhirðu húðarinnar,
heilsu, dekur o.fl.
Tónverkið „Landvættirnar fjórar“
eftir Guðmund Stein Gunnarsson
verður frumflutt á morgun, 6. febr-
úar, og aftur 7. og 10. febrúar af
kammersveitinni Steinöldu í Mengi
við Óðinsgötu. „Tónverkið hefur
verið lengi í smíðum og tengist
höfuðskepnunum fjórum í sínum
ýmsu birtingarmyndum, einkum og
sér í lagi landvættunum en einnig
líkamsvessunum fjórum, erkitýpum
Jung o.s.frv. Ritdeilur prests og van-
trúarmanns um uppruna landvætt-
anna beindu athygli tónskáldsins að
því hversu margir vildu í rauninni
gera tilkall til landvættanna og skil-
greina þá eftir sínu höfði þó svo
merking þeirra, uppruni og tilvist sé
leyndardómur,“ segir í tilkynningu.
Verkið er yfir klukkustund að lengd
og í 12 þáttum fyrir sex hljóðfæra-
leikara.
Megnið af tónlistarfólkinu í
kammersveitinni hefur starfað áður
með Guðmundi í tónlistarhópum á
borð við Ferstein, Fengjastrút,
Caput og Kammersveitina Elju og
að þessu sinni er kammersveitin
Steinalda skipuð Andrési Þorvarð-
arsyni, Ásthildi Ákadóttur, Óskari
Magnússyni, Páli Ivan frá Eiðum,
Steinunni Völu Pálsdóttur og Þór-
unni Björnsdóttur.
„Um er að ræða einstakan viðburð
sem er nokkuð sér á báti – fólki er
boðið inn í einstakan heim þar sem
er mikil nánd við áheyrendur. Er
þetta umfangsmikil tilraunatónsmíð
eða verður þetta lagasafn með ein-
hverju því aðgengilegasta sem höf-
undurinn hefur ritað? Verkið er
nokkurs konar seiður sem teygir
anga sína í höfuðáttirnar fjórar og
mun enduróma í ýmsum lands-
hlutum (fylgist með!),“ segir einnig í
tilkynningu og að verkefnið hafi not-
ið stuðnings úr Tónlistarsjóði
menntamálaráðuneytis, átakssjóði
sama tónlistarsjóðs og úr Starfs-
launasjóði listamanna.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Tónskáld Guðmundur S. Gunnarsson, höfundur Landvættanna fjögurra.
Nýtt tónverk eftir Guðmund frumflutt
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Á nýrri plötu tónskáldsins Maríu
Huldar Markan Sigfúsdóttur, Kom
vinur, sem bandaríska útgáfan Sono
Luminus gefur út, eru tvö kórverk
eftir Maríu samin við ljóð eftir Vil-
borgu Dagbjartsdóttur skáld sem
varð níræð á liðnu ári. Verkin tvö,
„Kom vinur“ og „Maríuljóð“, eru
flutt af Schola Cantorum undir
stjórn Harðar Áskelssonar en upp-
tökunum, sem fóru fram í Hall-
grímskirkju í haust sem leið, stýrði
Kjartan Sveinsson.
Mörg fyrri verka Maríu hafa áður
verið gefin út í útgáfum á vegum
Sono Luminus. Þar má nefna
„Oceans“ sem samið var fyrir og
flutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands
undir stjórn Daníels Bjarnasonar á
plötunni Concurrence sem á dög-
unum hlaut tilnefningu til Grammy-
verðlauna. Auk þess að vera mikil-
virk við tónsmíðar sínar hefur
María Huld um langt árabil starfað
með hljómsveitinni Amiinu.
María Huld segir rætur þessara
tveggja kórverka liggja til þess tíma
er hún var staðartónskáld Sumar-
tónleika í Skálholti 2017. „Ég fékk
þá það verkefni að semja kórverk
fyrir Hljómeyki og byrjaði á að leita
að heppilegum texta að semja við.
Ég las fyrst ljóðasafn Vilborgar og
valdi að semja verk við ljóð hennar
„Kom vinur“. Ég breytti því svo að-
eins fyrir þessa útgáfu núna en
þetta er samt sama verkið,“ segir
hún.
„Mér fannst margt í vinnuferlinu
við að semja kórverkið vera
heillandi og það kveikti í mér að
halda áfram svo ég samdi við annað
ljóð Vilborgar, „Maríuljóð“. Ég naut
þess í senn að kafa í innihald
ljóðanna og vinna með innri ryþma
þeirra. Mér fannst þetta bæði gam-
an og gefandi og það myndaðist
tenging við orðin sem mér þótti
vænt um – og það er líklega ástæða
þess að ég gef lögin út núna svona
tvö ein. Mig langaði með útgáfunni
að skila einhverju til baka til Vil-
borgar og hylla hana. Hún átti stór-
afmæli á síðasta ári og mig langaði
að þakka henni fyrir innblásturinn.“
Ýtir undir hughrif
Í kórverkunum er í senn höfugur
og blíður andi. Þegar María Huld er
spurð um aðferð sína við að semja
fyrir kór, þá segist hún ekki hafa
mætt ljóðum Vilborgar með neinum
fyrirframgefnum hugmyndum. „Ég
reyndi að láta textann stjórna mér
og ráða ferðinni. Mér fannst ég vera
auðmjúkur þjónn ljóðanna.
Strax við lestur „Kom vinur“
hreifst ég af andrýminu í því hvern-
ig línurnar eru settar upp og ég
fylgdi því í tónlistinni; reyndi að
gefa í tónlistinni gott rými fyrir
hugsunina í þessum stóru og oft
mögnuðu línum. Mig langaði að ýta
undir þau hughrif sem ég fann fyrir
í ljóðlínunum, og vera með einhvers
konar músíkalskt stækkunargler á
ljóðið.
„Maríuljóð“ er örlítið öðruvísi, í
því tilfelli fannst mér vera mikil
heiðríkja og hálfgerð lotning barns
fyrir undrum náttúrunnar og heims-
ins. Og mig langaði að draga þá
stemningu fram.“
Þegar María Huld er spurð að því
hver sé meginmunurinn á því að
semja verk fyrir annars vegar hljóð-
færasamsetningu og hins vegar kór,
þá segir hún að í tilfelli þessara kór-
laga finnist henni hún hafa verið í
„einhvers konar þjónustuhlutverki.
Mér finnst eins og ég væri næstum
því að spila dúett með ljóðskáldinu.
Og það var falleg samvinna sem dró
fókusinn frá einstaklings-egóinu í
eitthvað kollektíft.“
Hún bætir við að hér á landi sé
mikil og ríkuleg kórahefð en þegar
tónskáld hafi samið kórlög hafi þau
iðulega verið eins og utan við
ramma annarra verka sem þau hafa
samið.
„Svo er annað þessara laga minna
samið við Maríuljóð en hér hafa ófá
gullfalleg lög verið samin við Mar-
íukvæði. Til dæmis af Þorkeli Sigur-
björnssyni og Atla Heimi. Þeir
sömdu þau samtímis og þeir sömdu
allt annars konar tónlist fyrir hljóð-
færi.“
Með „fullkomnunaráráttu“
María Huld hrósar mjög sam-
starfinu við Schola Cantorum og
Hörð Áskelsson.
„Það eru forréttindi að eiga hér á
landi kór af þessum gæðum. Þar er
svo gaman að finna að kórinn og
stjórnandinn skilja og skynja hugs-
anirnar að baki í verkunum og það
þarf ekkert að orða það. Allt situr
rétt og galdrarnir eru leystir úr
læðingi við flutninginn. Það var
magnað að fá að vinna með þeim –
og það þurfti bara eina tveggja tíma
upptökusessjón eftir nokkrar æfing-
ar og allir voru á sömu blaðsíðu.“
María Huld söng sjálf í kór í
menntaskóla, hjá Jóni Stefánssyni,
og segist búa að því þegar hún nú
semur sína kórtónlist því nokkur at-
riði verði að hafa í huga við að semja
fyrir kór, til þess að það hljómi vel.
„Til dæmis að hafa gott bil á milli
radda, ekki of mikil stökk og vita
hvar raddirnar hljómi best. Það er
svo miklu auðveldara að syngja verk
sem liggja vel fyrir raddirnar, þá
flæðir vel og er hægt að leysa tón-
listina úr læðingi.“
Þegar hún er spurð um einkenni
sín sem tónskálds, segist María
Huld hafa sterka fagurfræðilega til-
finningu, til að mynda fyrir hlut-
föllum. „Og ég held að hún skíni
eins í gegn í kórtónlistinni og hljóm-
sveitartónlist. Mér finnst eitthvað
þurfa að ganga upp, í hlutföllum
sem og í orku eða tónhæð, allt vera
á réttum stað. Ætli ég geti ekki
viðurkennt að ég þjáist af rosalegri
fullkomnunaráráttu,“ segir hún og
hlær.
Er það ekki jákvætt?
„Örugglega ef horft er á útkom-
una en getur verið erfitt í ferlinu,“
svarar hún. „Þótt þessi kórlög séu
til að mynda lítil í sniðum þá meitl-
aði ég þau og slípaði lengi, var með
fínasta sandpappírinn á þeim þang-
að til allt var komið á réttan stað.
Þetta eru því stór lítil lög.“
Að lokum minnist María Huld á
mikilvægi þess að geta komið nýrri
tónlist á framfæri við heiminn fyrir
tilstilli útgáfu eins og Sono Lum-
inus. „Í fyrsta lagi lifnar verk ekki
fyrr en búið er að flytja það og svo
má segja að það lifi ekki fyrr en það
hefur verið hljóðritað og gefið út. Þá
skiptir máli og hjálpar að hafa svona
góða dreifingu erlendis.
Mér fannst líka mikilvægt að hafa
þýðingu á ljóðum Vilborgar með í
útgáfunni, svo erlendir hlustendur
geti áttað sig á inntakinu í þessum
fallegu ljóðum,“ segir María Huld.
Ljósmynd/Lilja Birgisdóttir
Tónskáldið María Huld fylgist hér með upptökunum á verkum sínum í Hallgrímskirkju. „Allt situr rétt og galdr-
arnir eru leystir úr læðingi við flutninginn“ – þannig lýsir hún söng Schola Cantorum sem flytur verkin hennar.
Eins og að spila dúett með skáldinu
Tvö kórlög Maríu Huldar Markan Sigfúsdóttur við ljóð eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur hafa verið
gefin út af Sono Luminus Flutt af Schola Cantorum „Fannst ég vera auðmjúkur þjónn ljóðanna“