Morgunblaðið - 05.02.2021, Blaðsíða 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2021
Tilkynnt hefur verið um tilnefningar
til Golden Globes-verðlaunanna
bandarísku sem veitt eru fyrir það
sem þykir hafa skarað fram úr í
sjónvarpsþáttum og kvikmyndum á
nýliðnu ári. Kom eflaust fáum á
óvart að afurðir streymisveitna
væru atkvæðamestar og Netflix sú
sem langflestar tilnefningar hlaut
eða 42 talsins. Þá vekur einnig at-
hygli að af þeim leikstjórum sem eru
tilnefndir til verðlauna eru þrír kon-
ur en tilnefningarnar eru þessar:
Emerald Fennell fyrir Promising
Young Woman, David Fincher fyrir
Mank, Regina King fyrir One Night
in Miami, Aaron Sorkin fyrir The
Trial of the Chicago 7 og Chloé Zhao
fyrir Nomadland. Konurnar í hópn-
um eru Fennell, King og Zhao.
Mank hlaut flestar tilnefningar kvik-
mynda eða sex alls og á hæla henni
koma The Trial of the Chicago 7 með
fimm og The Father og Promising
Young Woman með fjórar hvor.
Verðlaunaflokkar Golden Globes
eru mjög margir og hér verða
nokkrir nefndir en tilnefningar í
heild má finna á goldenglobes.com. Í
flokki kvikmynda eru tilnefndar sem
þær bestu The Father, Mank,
Nomadland, Promising Young
Woman og The Trial of the Chicago
7. Í flokki gaman- eða söngvamynda
eru svo tilnefndar Borat Subsequent
Moviefilm, Hamilton, Palm Springs,
Music og The Prom.
Tilnefndir fyrir bestan leik í
dramatískri kvikmynd eru leikar-
arnir Riz Ahmed fyrir Sound of Met-
al, Chadwick Boseman heitinn fyrir
Ma Rainey’s Black Bottom, Anthony
Hopkins fyrir The Father, Gary
Oldman fyrir Mank og Tahar Rahim
fyrir The Mauritanian.
Í kvennaflokki eru það Viola Dav-
is fyrir Ma Rainey’s Black Bottom,
Andra Day fyrir The United States
vs. Billie Holiday, Vanessa Kirby
fyrir Pieces of a Woman, Frances
McDormand fyrir Nomadland og
Carey Mulligan fyrir Promising
Young Woman. Tilnefndir sem besti
leikari í dramaþáttum eru Jason
Bateman fyrir Ozark, Josh O’Conn-
or fyrir The Crown, Bob Odenkirk
fyrir Better Call Saul, Al Pacino fyr-
ir Hunters og Matthew Rhys fyrir
Perry Mason. Tilnefndar sem besta
leikkona í dramaþáttaröð eru Olivia
Colman fyrir The Crown, Jodie
Comer fyrir Killing Eve, Emma
Corrin fyrir The Crown, Laura Lin-
ney fyrir Ozark og Sarah Paulson
fyrir Ratched. Tilnefningar fyrir
bestu gamanþætti eða söngleikja-
þætti hlutu The Flight Attendant,
The Great, Schitt’s Creek, Emily in
Paris og Ted Lasso.
Tilnefndar sem besta leikkona í
gaman- eða söngvamynd eru Maria
Bakalova fyrir Borat Subsequent
Moviefilm, Michelle Pfeiffer fyrir
French Exit, Anya Taylor-Joy fyrir
Emmu, Kate Hudson fyrir Music og
Rosamund Pike fyrir I Care a Lot. Í
karlaflokki eru tilnefndir Sacha Bar-
on Cohen fyrir Borat Subsequent
Moviefilm, James Corden fyrir The
Prom, Lin-Manuel Miranda fyrir
Hamilton, Dev Patel fyrir The
Personal History of David Copper-
field og loks Andy Samberg fyrir
Palm Springs. Þess má geta að
Cohen er einnig tilnefndur sem besti
leikari í aukahlutverki í dramatískri
kvikmynd fyrir The Trial of the
Chicago 7.
Tilnefndur Gary Oldman í Mank,
kvikmyndinni sem hlýtur flestar til-
nefningar til Golden Globe og þá
meðal annars fyrir besta leikara.
Netflix með 42 tilnefn-
ingar til Golden Globe
Konur í meirihluta í flokki leikstjóra
Vetrarhátíð hófst í gærkvöldi og
mun standa út helgina. Vegna
veirufaraldursins er hátíðin með
breyttu sniði í ár og er áhersla lögð
á ljóslistaverk utandyra og á úti-
listaverk í borgarlandinu. Svoköll-
uð ljósaslóð Vetrarhátíðar er í
lykilhlutverki. Ljósaslóðin myndar
gönguleið frá Hallgrímskirkju nið-
ur á Austurvöll og að Ráðhúsi
Reykjavíkur. Rúmlega 20 ljós-
listaverk lýsa leiðina og er þeim
varpað á byggingar og glugga öll
kvöld hátíðarinnar frá kl. 18-21.
Verk sem sigruðu í samkeppni um
ljósverk leika lykilhlutverki í Ljósa-
slóð og voru frumsýnd í gærkvöldi.
Samlegð/Synergy eftir Katerinu
Blahutova og Þorstein Eyfjörð Þór-
arinsson vann fyrstu verðlaun og er
í garðinum við listasafn Einars
Jónssonar. Hitt ber heitið Truflun/
Interference, er eftir Litten Ny-
strøm og Harald Karlsson, og er
varpað á Hallgrímskirkju.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Verðlaunaverk Verk eftir Katerinu Blahutova og Þorstein E. Þórarinsson er sýnt við listasafn Einars Jónssonar.
Sigurverk í samkeppni
um ljósaverk frumsýnd
Truflun Ljósaverki eftir Litten Nystrøm og Harald Karlsson, sem einnig
vann til verðlauna í samkeppninni, er varpað á Hallgrímskirkju.