Morgunblaðið - 05.02.2021, Síða 40

Morgunblaðið - 05.02.2021, Síða 40
30-70% AFSLÁTTUR Allt fyrir góðan svefn og betri heilsu S ÍÐ U S T U D A G A R Hin splunkunýja hljómplata Sinfón- íuhljómsveitar Ís- lands, Occurence, með flutningi á nýjum verkum eftir íslensk samtímatónskáld undir stjórn Daníels Bjarnasonar, er ein af fimm nýjum klass- ískum útgáfum sem gagnrýnendur The New York Times mæla með að unnendur klassískrar tónlistar hlýði á. Gagn- rýnandinn Joshua Barone segir tónverkin „viðkunn- anleg“ og hrósar sérstaklega fiðlukonsertinum sem Daníel samdi fyrir finnsku fiðlustjörnuna Pekka Kuus- isto en hann hefur leikið verkið víða frá frumflutn- ingnum í Los Angeles árið 2017. Segir rýnirinn að í konserti Daníels sé „sumt af því besta sem hefur verið skrifað fyrir fiðlu á undanförnum árum“. Sumt í konserti Daníels meðal þess besta í nýjum verkum fyrir fiðlu FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 36. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Stjarnan fór upp að hlið Keflavíkur í efsta sæti Dom- inos-deildar karla í körfuknattleik í gær með góðum sigri á Njarðvík í Njarðvík, 96:88. Stjarnan og Keflavík eru með 12 stig en Garðbæingar hafa leikið við Suður- nesjaliðin þrjú á skömmum tíma og náð í tvo sigra í þeim viðureignum. Höttur frá Egilsstöðum hefur tekið við sér og unnið tvo leiki í röð eftir að hafa tapað fyrstu sex leikjunum. Fyrir vikið sitja Haukar eftir á botni deildarinnar eftir tap á Sauðárkróki í gær. »34 Stjarnan og Keflavík á toppnum en Haukar sitja einir á botninum ÍÞRÓTTIR MENNING fyllt bókin er mikill fjársjóður,“ bendir Óli á. Veröldin breytist frá einni kynslóð til annarrar og það sem þyki sjálfsagður hlutur í dag hafi jafnvel ekki verið á teikniborð- inu á tímum afa og ömmu. Slíku sé vert að halda til haga og þar komi bókin sér vel. „Á efri árum var pabbi heitinn spurður um helstu tækni- byltinguna og hann sagði gúmmí- skórnir. Ekki síminn eða faxtækið, bíllinn eða rafmagnið.“ Óli segist skrifa illskiljanlega skrift og því hafi hann skrifað svörin og annað á tölvuna, prentað efnið út og límt inn í bókina frá barna- barninu. „Ég heyrði í mömmu hans í vikunni og hún vildi meira. „Strák- urinn verður líka að fá handskrif- aðan texta svo ég sendi þér aðra bók,“ sagði hún.“ Óli bætir við að hann sé bara í fjarsambandi við snáðann. „Við sjáumst á netinu öðru hverju og það er ekki nægur vett- vangur til þess að kynnast.“ Bendir á að hann sjálfur hafi ekki rakið garnirnar úr gamla fólkinu fyrr en eftir að hann varð fimmtugur. Rifjar upp að hann hafi verið í sveit á Litla- Hofi í Öræfum. Bærinn sé undir lágu fjalli í samanburði við Hvanna- dalshnúk og því sé þar ekki fjallasýn fyrir utan Lómagnúp. Árla morguns hafi hann gjarnan farið út á hlað með bóndanum. „Þá horfði hann til him- ins, sneri sér í hringi og sagði svo að von væri á rigningu eftir hádegið eða bæta myndi í vind og svo framvegis. Hann gat alltaf sagt fyrir um veðrið, byggði á aldagamalli þekkingu og ég hef oft óskað þess að ég hefði skrifað þetta niður. Minningabók eins og barnabarnabókin hefði þá komið sér vel.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Átta ára barnabarn Óla B. Schram, landkynnis með meiru, gaf honum útlenska barnabarnabók og eftir að hafa svarað spurningunum í bókinni samviskusamlega ákvað hann að gefa út sambærilega bók á íslensku. „Snáðinn í Danmörku gaf mér hug- myndina og bókin er góð leið til þess að tengja börnin við afa og ömmu, sem eru kannski lokuð inni á öldr- unarheimili, sjá engan og koma eng- um fróðleik frá sér,“ segir Óli, sem hefur hafið fjáröflun á Karolina Fund undir heitinu Barnabarna- bókin til styrktar útgáfunni. Bókin er hugsuð sem minninga- bók, safn upplýsinga og ráðlegginga frá þeim eldri og reyndari. „Hún er fyrir yngstu kynslóðina til að gefa afa og ömmu tímabundið,“ segir Óli. Þegar búið sé að svara öllum spurn- ingum og efni eins og til dæmis sög- um og myndum bætt við sé bókin gefin til baka. „Fyrir utan svörin getur fólk skrifað það sem það vill, sagt frá fyrsta bílnum, fyrstu íbúð- inni, utanlandsferðum, veitt börn- unum ráð um nám og fleira,“ heldur Óli áfram. „Ég hafði svo gaman af því að fylla þetta út og er bjartsýnn á að fleiri séu sama sinnis.“ Líf afa og ömmu Spurningarnar eru einfaldar og snúast um líf afa og ömmu frá því þau voru börn. Til dæmis er spurt um fótaferðatíma og hvenær þú haf- ir farið að sofa, hver hafi passað þig, hver hafi eldað, vaskað upp og þrifið, hvað þú hafir ekki getað borðað, hvort hafi verið gestkvæmt og hvað þá hafi verið í matinn, hvað þú hafir fengið margar jólagjafir, hvers þú hafir óskað þér og hvernig þú hafir leikið þér, hvort mamma hafi unnið heima, hvort til hafi verið þvotta- vélar, máttirðu nota símann og hvað gerðirðu við fyrstu launin þín? „Þetta eru 150 til 200 spurningar,“ segir Óli. Algengt er að þegar fólk verður eldra vilji það vita meira um fortíð- ina, um afa og ömmu, en þá getur það verið of seint. Með bókinni er hægt að bregðast við í tíma. „Sex ára barn skilur ekki allt, en eftir því sem það eldist áttar það sig á því hvað út- Hver passaði þig?  Undirbýr minningabók þeirra eldri fyrir yngstu kynslóðina Kynslóðabilið brúað Á leið í Dyngjufjöll. Frá vinstri: Óli B. Schram, Ellert Kristófer sonur hans og afastrákarnir Tindur Snær og Maríus Högni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.