Morgunblaðið - 22.02.2021, Side 6

Morgunblaðið - 22.02.2021, Side 6
VIÐTAL Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Íslenska miðasölufyrirtækið Tix hefur stækkað ört að undanförnu. Forsvarsmenn fyrirtækisins ákváðu að nýta sér kórónuveiru- faraldurinn til að leita nýrra tæki- færa og víkka út starfsemi þess í Evrópu. Er nú svo komið að Tix er með starfsfólk í sex löndum og sel- ur miða í sjö löndum. Nýjustu lönd- in eru Holland og Belgía. Búast má við því að Bretland bætist í hópinn á árinu. Sindri Már Finnbogason, stofn- andi Tix, og Björn Steinar Árnason meðeigandi segja að vöxturinn hafi verið ævintýralegur. Fyrir ári voru starfsmenn Tix 13 en eru nú 22. Tix seldi um þrjár milljónir miða árið 2019. Áhrif kórónuveirunnar þýddu að umsvif þess drógust mikið sam- an í fyrra en Sindri segir aðspurður að eftir að nýir viðskiptavinir hafa bæst við megi gera ráð fyrir að Tix selji um fimm milljónir miða á ári þegar eðlilegt ástand kemst á að nýju. Miðafjöldi á Íslandi verður því tæplega 20% af heildar- miðafjölda sem Tix selur. Fundu gat á markaðinum Sindri segir að þegar kórónu- veiran skall á hafi hann haft miklar áhyggjur í upphafi. Forsvarsmenn Tix hafi sótt um þá styrki og hluta- bótaleiðir sem í boði voru hér á landi, í Danmörku, Svíþjóð og Nor- egi. Þegar komið var fram í ágúst og ljóst virtist að veiran væri ekk- ert að fara hafi fyrst hvarflað að honum að skynsamlegt gæti verið að blása til sóknar. „Ég skoðaði markaðina í Bret- landi, Hollandi og Belgíu og fannst sá hollenski sérstaklega áhugaverð- ur. Ég hélt tvær kynningar fyrir leikhús og fékk mjög góð viðbrögð. Svo vildi þannig til að amerískt miðasölufyrirtæki ákvað að hætta starfsemi sinni í Hollandi og Belgíu og við það myndaðist gat á mark- aðinum. Ég flaug strax út og réð fólk sem hafði starfað hjá fyrir- tækinu,“ segir Sindri sem fundaði stanslaust með áhugasömum við- skiptavinum í viku eftir að út var komið. „Ég kynntist öllum sem þurfti að kynnast og á mjög stutt- um tíma vissu allir á hollenska markaðnum hvað Tix var. Viðbrögð kúnnanna voru þau að miðasölu- kerfi Tix væri betra en öll önnur kerfi á markaðinum í dag svo við vissum að við myndum ná miklum árangri hér.“ Safna nýjum viðskiptavinum Tix er nú með þrjá starfsmenn í Hollandi auk Sindra sem býst við að dvelja þar sjálfur fram á sumar. Þegar hefur verið samið við fimm menningarhús í Hollandi og Belgíu um miðasölu og fleiri eru í farvatn- inu. Sindri kveðst búast við að brátt selji fyrirtækið fleiri miða í þessum tveimur löndum en á Íslandi í venju- legu árferði. Þá er Tix einnig komið með starfsmann í Bretlandi og legg- ur drög að miðasölu þar í landi. Auk þess að hefja miðasölu í Hol- landi og Belgíu og horfa til Bret- lands hefur Tix bætt við sig fjölda viðskiptavina á Norðurlöndunum að sögn Sindra. Hann segir að mörg menningarhús og leikhús hafi nýtt Covid-tímann til breytinga í rekstr- inum. „Það eina jákvæða við Covid-tím- ann fyrir menningarhúsin er að það hefur verið hægt að endurhugsa í hvað peningum er eytt, hvaða lausnir er verið að nota og kanna hvort betri hugbúnaður sé í boði,“ segir hann. Það hafi jafnframt auðveldað Tix að vaxa að stjórnendur menningar- húsa voru opnir fyrir fundum og kynningum. „Fólk var alveg til í að taka klukkutíma til hliðar fyrir net- fund með okkur.“ Sindri og Björn segja að Tix sé á góðum stað í dag og hyggja ekki á frekari landvinninga. „Það eru fleiri tækifæri á öðrum mörkuðum en ég held að þetta sé nóg í bili. Við gætum eflaust sótt fjármagn og ráðið inn fullt af fólki en okkur langar það ekki. Nú höldum við bara áfram þessi hópur og skoðum þau verkefni sem bjóðast,“ segja þeir. Tilbúin þegar allt fer í gang Aðspurðir segja þeir að eini kostnaðurinn sem hafi þurft að leggja út í við þessa auknu útrás sé launakostnaður. Umgjörð fyrir- tækisins sé í raun afar lítil. Tix hafi staðið vel í byrjun árs 2020 og úr- ræði stjórnvalda hér á landi sem og í nágrannalöndunum nýst vel. Miklu hafi skipt að hafa tekju- streymi í nokkrum löndum; þegar lítil innkoma var á einum stað var hún stundum betri annars staðar. „Lokunarstyrkir í Skandinavíu hafa hjálpað mikið. Sömuleiðis frestun á greiðslu skatta og ríkis- ábyrgðarlán. Við höfum nýtt tím- ann til að safna eins miklu af kúnn- um og við gátum og verðum tilbúin þegar allt fer í gang aftur,“ segir Sindri. Tix selur nú miða í sjö löndum  Miðasala hefur hrunið síðasta árið vegna kórónuveirunnar en íslenska miðasölufyrirtækið Tix hefur aukið umsvif sín til muna  Sáu gat á markaðnum í Hollandi  Aðeins 20% sölunnar verða á Íslandi Ljósmynd/John Berge Útrás Björn Steinar Árnason og Sindri Már Finnbogason fyrir framan tónleikahús í Drammen í Noregi. Mikill vöxtur Tix » Tix.is var stofnað 1. október 2014. Fyrirtækið er langstærst í miðasölu á Íslandi. » Í dag selur Tix miða í yfir 50 menningarhúsum og leik- húsum í sjö löndum; Íslandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Færeyjum, Hollandi og Belgíu. Búast má við því að Bretland bætist fljótlega í þann hóp. » Alls vinna 22 manns hjá Tix í sex löndum. » Búast má við því að Tix selji fimm milljónir miða á ári þegar áhrifa kórónuveirunnar hættir að gæta. Þá verður íslenski miðasölumarkaðurinn aðeins 20% af innkomu fyrirtækisins. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2021 Tunguhálsi 10 Sími 415 4000 www.kemi.is kemi@kemi.is Nokkuð dró úr áfengisneyslu Ís- lendinga í fyrra frá árunum á undan, sem kemur mörgum eflaust á óvart í ljósi kórónuveirufaraldursins sem kom upp það ár og reið yfir heims- byggðina. Þetta er niðurstaða könnunar sem Gallup gerði fyrir embætti land- læknis og var birt í Talnabrunni, sem er fréttabréf embættisins. Þar kemur fram að hlutfallslega dró úr áhættudrykkju milli áranna 2019 og 2020 hjá báðum kynjum og í nær öll- um aldurshópum, en áhættudrykkja er reiknuð út frá tíðni áfengisneyslu, fjölda drykkja og tíðni ölv- unardrykkju, og er mismunandi milli kynja. Fleiri karlar drekka sig ölvaða Hlutfall karla sem féll undir þá skilgreiningu að stunda áhættu- drykkju fór úr 27% árið 2019 í 24% í fyrra, og hlutfall kvenna úr 23% í 20% yfir sama tímabil. Þá sýna nið- urstöður að hlutfallslega hafi dregið úr ölvun (þ.e. neyslu á fimm eða fleiri áfengum drykkjum á einum degi) á milli ára. Sögðust 34% karla að jafnaði drekka sig ölvaða einu sinni í mánuði eða oftar árið 2019, en hlutfallið var 29% 2020. Konur fóru úr 19% í 17% á milli ára hvað þennan þátt varðar. Ef þetta hlutfall er heimfært upp á þjóðina alla má gera ráð fyrir því að minnsta kosti 35 þúsund karl- menn og 20 þúsund konur, 18 ára og eldri, hafi orðið ölvuð einu sinni í mánuði eða oftar á síðastliðnu ári. jonn@mbl.is Minni áfengis- neysla í fyrra  Þjóðin drakk minna í faraldrinum Skál Fjöldatakmarkanirnar settu svip sinn á skemmtanalífið í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.