Morgunblaðið - 22.02.2021, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.02.2021, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2021 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt EIN STÓR FJÖLSKYLDA Hver einasti meðlimur Colgate-fjölskyldunnar finnur tannbursta, tannkrem og aðrar tannhirðu- vörur við sitt hæfi.Velkomin í fjölskylduna! Andrés Magnússon andres@mbl.is Traust á Seðlabanka Íslands hefur aukist mjög ört á síðustu árum sam- kvæmt mælingu Gallup. Traust til Seðlabankans mjakaðist upp árin eftir bankahrunið, en það tók stökk upp á við í fyrra og tekur aftur stórt stökk upp á við í ár. Í fyrra um 14 prósentustig og núna fer það upp um 17 prósentustig þegar 62% segjast bera mikið traust til Seðlabankans. „Ég get ekki verið annað en glað- ur með það,“ segir dr. Ásgeir Jóns- son seðlabankastjóri í samtali við Morgunblaðið. „Við hækkuðum mik- ið í fyrra og hækkum svo enn frekar nú, erum komin í námunda við lög- regluna í trausti almennings.“ Hann kveðst vona að þetta sé til marks um að fjármálakerfið sé að ná fyrri tiltrú og rekur það meðal annars til þess að gagnrýni hafi verið svarað með sam- einingu bankans og Fjármálaeftir- litsins, þannig að nú hafi aðeins einn aðili yfirsýn og ábyrgð á fjármála- stöðugleika. „Það er því gleðilegt að þessi nýi sameinaði Seðlabanki njóti þessa trausts.“ Ásgeir nefnir að fleiri þættir komi til, þar á meðal viðbrögð bankans við heimsfaraldrinum, en árangurinn hafi verið framar vonum. „En traust- ið var farið að aukast duglega áður, svo ég held að þetta sé samfelld og ánægjuleg þróun fyrir bankann,“ segir seðlabankastjóri. Hann bætir við að þessi niðurstaða endurspegli víðtækara traust. „Ég vona að þetta sýni að við höfum öðlast aukna trú á gjaldmiðilinn okkar, enda eitt helsta hlutverk bankans að standa vörð um krónuna. Við höfum séð það að við getum notað gjaldmiðilinn, að við getum brugðist við óvæntum að- stæðum og náð svipuðum árangri og aðrar og stærri þjóðir.“ Traust á Seðla- banka eykst mikið  Hefur nær tvöfaldast á tveimur árum Morgunblaði/Arnþór Birkisson Traustvekjandi Traust á bankanum jókst eftir að Ásgeir Jónsson tók við. Hilmar Freyr Birgisson bar sigur úr býtum í lengstu hundasleða- keppni sem haldin hefur verið á Ís- landi, en hún fór fram á Húsavík á föstudag og laugardag. Hlaupaleið- in var 150 km í heild, og var farin í þremur leggjum með nokkurra klukkustunda hvíld á milli. Á móti Hilmari Frey keppti Erna Soffía Árnadóttir, en hún ákvað að hætta keppni eftir rétt rúman þriðjung hlaupsins. „Svona hlaup tekur á,“ segir Hilmar Freyr við blaðamann Morgunblaðsins, að- spurður um þrekvirkið. „En hund- arnir eru vel þjálfaðir svo þetta var ekkert sérstaklega erfitt fyrir þá.“ Góð færð hafi hjálpað mikið, en hlaupið tók hálfan annan sólar- hring í heildina. Farið var á föstu- dagsmorgni og Hilmar kom ekki í mark fyrr en snemma á laug- ardagskvöldinu. Hann segir stefnt á að hlaupið verði haldið árlega. „Og vonandi verða keppnirnar fleiri en þessi eina.“ Hilmar Freyr, sem er Húsvík- ingur, býr á Dratthalastöðum á Austurlandi með Alexöndru Karls- dóttur kærustu sinni, en þar rækta þau sleðahunda. 20 hundar búa á heimilinu, og er von á þremur í við- bót á næstunni, en Hilmar Freyr segist stefna á að bjóða ferðamönn- um upp á hundasleðaferðir þegar þeir fara að tínast aftur til lands- ins. „Við bíðum bara þangað til veirufaraldrinum lýkur, og þá för- um við á fullt.“ jonn@mbl.is Vel þjálfaðir sleðahundar Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Sleðahundar Hilmar Freyr vann hundasleðakeppnina á Húsavík.  Hlupu 150 km leið á hálfum öðrum sólarhring og sigruðu Alls voru 11.695 starfsmenn starf- andi hjá Reykjavíkurborg og dótt- urfélögum hinn 31. desember árið 2020. Flestir vinna hjá Reykjavík- urborg en af dótturfyrirtækjum borgarinnar er Orkuveita Reykja- víkur umfangsmest hvað varðar starfsmannafjölda. Kemur þetta fram í svari mann- auðs- og starfsumhverfissviðs við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins um upplýsingar yfir starfsmannafjölda A- og B-hluta fyr- irtækja, sem lagt var fram hinn 15. febrúar á fundi borgarráðs. Óskað var eftir nákvæmum upp- lýsingum yfir starfsmannafjölda og stöðugildi hjá A-hluta annars vegar og B-hluta hins vegar. Í desember störfuðu hjá Reykja- víkurborg (A-hluta) 10.348 manns, og gegnir sá fjöldi 7.714 stöðugild- um. Hjá dótturfyrirtækjum borg- arinnar starfa alls 1.347, þar af flest- ir hjá Orkuveitu Reykjavíkur, 610. Næstflestir starfa hjá Strætó bs. (269) og þar á eftir slökkviliði höfuð- borgarsvæðisins. veronika@mbl.is 11.965 starfsmenn á snærum borgarinnar  OR umfangsmesta dótturfyrirtækið Morgunblaðið/Hari Borgin Alls eru 11.965 starfsmenn hjá Reykjavíkurborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.