Morgunblaðið - 22.02.2021, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2021
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Lýðræðið byggist á virkri þátt-
töku og fólk verður að láta sig mál
varða. Tortryggni gagnvart
stjórnmálum er slæm, grefur und-
an heilbrigðri pólitískri rökræðu
og þar með því að leitað sé mála-
miðlana svo samfélagið þróist eðli-
lega,“ segir Kristrún Frostadóttir
hagfræðingur. Hún er ný á vett-
vangi stjórnmálanna, en á dög-
unum var til lykta leitt að hún skipi
efsta sætið á framboðslista Sam-
fylkingar í Reykjavíkurkjördæmi
suður í alþingiskosningum í haust.
Sjálf kveðst hún jafnan hafa verið
samfélagslega þenkjandi og haft
sterkar skoðanir á þjóðmálum. Að
hefja virka þátttöku í þjóðmál-
unum hafi á margan hátt komið af
sjálfu sér.
„Samhjálp er í mörgu tilliti
hluti af hinni sósíaldemókratísku
stefnu sem Samfylkingin fylgir.
Slíkt gengur í engu gegn til dæmis
atvinnufrelsi. Þvert á móti. Ég vil
lifa og starfa í samfélagi þar sem
félagslegur stöðugleiki ríkir. Slíkt
felur í sér frelsi. Norrænu þjóð-
irnar, þar sem sósíaldemókratískir
flokkar hafa verið leiðandi, eru
með þeim hamingjusömustu í
heimi. Að sama skapi er fólk ekki
raunverulega frjálst nema það
njóti ákveðinna grunngæða. Þessi
viðurkenning á verðmæti sam-
félagsins í stefnu jafnaðarmanna
höfðar mjög til mín.“
Önnur kreppa
ungrar kynslóðar
Mikilvægt er, segir Kristrún,
að í stjórnmálunum sé horft til að-
stæðna ungs fólks, sem er að skapa
sér framtíð við um margt erfiðar
aðstæður. Þar bendir Kristrún á að
sín kynslóð – fólk um þrítugt – sé
nú að fara í gegnum aðra risastóru
efnahagskreppuna á skömmum
tíma.
„Ef ungt fólk missir af tæki-
færinu til að koma sér strax inn á
vinnumarkaðinn eftir nám getur
slíkt haft langvarandi áhrif á
tekjumöguleika. Við verðum að
halda utan um þennan hóp þegar
við komum út úr kreppunni og
hjálpa fólki að fóta sig aftur á
vinnumarkaði. Við þurfum að
horfa til þess að auka stuðning sem
fyrst við barnafjölskyldur og fylgj-
ast vel með húsnæðismarkaði.
Skapa þar stöðugleika og vera
óhrædd við að hugsa umgjörðina
um markaðinn upp á nýtt,“ til-
tekur Kristrún. Sem dæmi þá setji
fáir sig í dag upp á móti inngripum
opinberra aðila á gjaldeyrismark-
aði til að vinna gegn skörpum
gengisbreytingum sem komi illa
við almenning. „Ekkert er því til
fyrirstöðu að við leitum nýrra leiða
til að mýkja verðsveiflur á húsnæð-
ismarkaði,“ segir hún. Þá sé mik-
ilvægt við núverandi aðstæður í
efnahagslífinu að ríkið haldi fjár-
festingum áfram.
Hagkerfi 21. aldar byggist
mikið á mannauði
„Lærdómur síðustu kreppu
var takmörkuð fjárfesting í efnis-
legum innviðum, sem við höfum
enn ekki náð okkur upp úr. Sam-
tök iðnaðarins birtu fyrir nokkrum
dögum skýrslu um skuldastöðu
okkar gagnvart innviðum í land-
inu. Nú eru allir í stjórnmálum
búnir að átta sig á því að það verð-
ur alltaf dýrara á endanum að
fresta viðhaldi á mannvirkjum,“
segir Kristrún
„Hagkerfi 21. aldarinnar
byggist mikið á mannauði. Við
verðum að miða viðbrögð okkar
við þann veruleika. Við fjárfestum
fyrir milljarða króna ár hvert í
menntun fólks og velferð þess á
yngri stigum. Þeirri fjárfestingu
megum við ekki sólunda með því
að sinna ekki mannauðnum. Hag-
vöxtur er skapaður af fólki sem
þarf að komast upprétt úr því
áfalli sem kórónuveiran hefur
skapað.“
Skuldsetning í lagi
Kristrún segist ekki hafa
neinar áhyggjur af skuldasöfnun
ríkissjóðs nú á tímum verunnar.
„Ef rétt er á spöðunum haldið
munu þessir fjármunir sem nú eru
teknir að láni halda aftur af gífur-
legum kostnaði sem annars myndi
falla til á komandi árum og þyngja
ríkisreksturinn. Við munum vaxa
út úr þessu ástandi ef við beinum
fjármagni á þá staði sem vernda
framleiðslugetu hagkerfisins og
þar er fólk í fararbroddi,“ tiltekur
Kristrún og segir að þannig verði
unnið á skuldaaukningunni. „Það
væri glapræði að veðja ekki á fólk-
ið í landinu í þessu ástandi og verja
fyrri fjárfestingu okkar. Ef unnið
verður of hratt á skuldastöðunni
gæti slíkt bitnað á vaxtargetu hag-
kerfsins í mörg ár. Þessi skiln-
ingur á gangverki efnahagskerf-
isins hefur rutt sér til rúms meðal
helstu efnahagssérfræðinga
heimsins síðustu ár. Hérlendis er
efnahagsumræðan í stjórnmálum
hins vegar oft byggð á úreltum
kenningum.“
Fimm flokka ríkisstjórn
gæti verið farsæl
Í umræðum síðustu missera
hefur Logi Einarsson formaður
Samfylkingar oft lýst vilja til að
eftir næstu kosningar verði mynd-
uð ríkisstjórn vinstra megin við
miðju. Sinn flokkur eigi ekki sam-
leið með Sjálfstæðisflokki og Mið-
flokki. Um þetta segir Kristrún að
Samfylkingin hafi alla burði til
þess að vera kjölfestuflokkur í ís-
lenskum stjórnmálum. Eigi því
ekki að þurfa á Sjálfstæðisflokki
að halda til að mynda ríkisstjórn.
„Samfylkingin hefur verið í
meirihluta í borginni lengi með
Dag B. Eggertsson í forystu frá
2014 og hefur það samstarf verið
farsælt og stöðugt. Ég sé enga
ástæðu fyrir því að samstarf fjög-
urra flokka í ríkisstjórn geti ekki
verið með sama hætti farsælt ef
grænar og félagslegar áherslur
Samfylkingarinnar fá að njóta sín
eins og þær hafa gert í Reykjavík.“
Tortryggni grefur undan pólitískri rökræðu, segir Kristrún Frostadóttir, frambjóðandi Samfylkingar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Samfélag Hagvöxtur er skapaður af fólki sem þarf að komast upprétt úr því áfalli sem kórónuveiran hefur
skapað, segir Kristrún um þau mál sem hún telur að stjórnmálamenn þurfi nú að veita sérstaka athygli.
Glapræði að veðja ekki á fólkið
Kristrún Frostadóttir fædd-
ist 1988 og ólst upp í Reykja-
vík. Er B.Sc. í hagfræði frá Há-
skóla Íslands, MA í hagfræði
frá Boston-háskóla og MA í al-
þjóðafræðum frá Yale-háskóla í
Bandaríkjunum. Hefur starfað
við ýmsar efnahagsgreiningar í
Bandaríkjunum, London og hér
heima, m.a. hjá Morgan Stanl-
ey og Kviku banka.
Kristrún er gift Einari B.
Ingvarssyni viðskiptafræðingi
og eiga þau eina tveggja ára
dóttur.
Hver er hún?
Alls brautskráðust 467 kandídatar
úr grunn- og framhaldsnámi í Há-
skóla Íslands og 76 nemendur frá
Háskólanum á Bifröst síðastliðinn
laugardag.
Úr HÍ brautskráðust 203 úr
grunnnámi og 264 úr framhaldsnámi
en frá Bifröst 32 úr grunnnámi og 44
úr framhaldsnámi.
Útskriftarverðlaun í grunnnámi
við Háskólann á Bifröst hlutu Helga
Sigurlína Halldórsdóttir við-
skiptadeild og Þórhildur Elínardótt-
ir Magnúsdóttir félagsvísinda- og
lagadeild, en hún er jafnframt yngsti
nemandi sem lokið hefur grunnnámi
við skólann, fædd árið 2000.
Ljósmynd/Háskólinn á Bifröst
Verðlaun Margrét Jónsdóttir
Njarðvík færir Þorgerði Sól Ívars-
dóttur rós að lokinni útskrift.
Hundruð
brautskráð
HÍ og Bifröst
Tilboð í veiðirétt í Ytri-Rangá og
vesturbakka Hólsár voru opnuð í
veiðihúsinu við Ytri-Rangá á laug-
ardag og bárust alls tólf tilboð.
Hreggnasi var með hæsta tilboðið,
ríflega 143 milljónir í leigu fyrir
Ytri-Rangá og rúmar 20 milljónir
fyrir vesturbakka Hólsár.
Tilboðið er til fimm ára og hljóðar
upp á 715 milljónir fyrir sjálfa Ytri-
Rangá og þar að auki rúmar tuttugu
milljónir fyrir vesturbakka Hólsár.
Tilboðið er því hátt í 800 milljónir
króna. Um er að ræða eitt umfangs-
mesta laxveiðisvæði landsins, sem
telur samtals 22 stangir.
Ljósmynd/Eggert Skúlason
Veiðiréttur Mikill áhugi var á út-
boði veiðiréttar í Ytri-Rangá.
Hreggnasi
bauð hæst
Tilboð í veiðirétt