Morgunblaðið - 22.02.2021, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2021
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, verður í dag
viðstödd minningarathöfn í borginni Christchurch en réttur
áratugur er liðinn frá því jarðskjálfi, af stærðinni 6,3, reið yfir
borgina með þeim afleiðingum að 185 létu lífið og fjöldi bygg-
inga hrundi eða skemmdist svo mikið að þær varð að rífa.
„Það er langur tími liðinn, 10 ár, en margir eiga enn um sárt
að binda,“ sagði Gordon Cullen við AFP-fréttastofuna. Cullen
lokaðist inni á fimmtu hæð í skrifstofubyggingu þegar jarð-
skjálftinn reið yfir og tókst að komast út úr húsinu með því að
klifra niður brunaslöngu.
„Skjalaskápar duttu á hliðina, skrifborð köstuðust til og frá
og fólk öskraði af skelfingu,“ sagði Cullen. „Við bundum bruna-
slönguna í sófa, drógum hann að glugganum og ég klifraði síðan
eftir slöngunni niður á bílastæðið fyrir neðan.“
Skrifstofubyggingar hrundu í skjálftanum, sprungur mynd-
uðust á götum og auglýsingaskilti á verslunum duttu á gang-
andi vegfarendur. Stór íbúðasvæði í úthverfum borgarinnar
breyttust í eins konar mýri vegna ysjunnar sem varð þegar
sandur hristist saman og vatn þrýstist upp á yfirborðið.
Flest dauðsföll urðu í sex hæða hárri skrifstofubyggingu sem
flattist saman í skjálftanum og í kjölfarið kviknaði í rústunum.
Þar létu 115 manns lífið, þar á meðal 65 erlendur námsmenn,
flestir frá Kína og Japan. Rannsókn leiddi síðar í ljós, að bygg-
ingin var svo illa hönnuð að aldrei hefði átt að gefa út bygging-
arleyfi fyrir hana. Í kjölfarið voru byggingarreglugerðir í Nýja-
Sjálandi hertar til muna. Eftirskjálftar fundust í borginni
næsta árið en þegar þeim linnti var hafist handa við endurreisn.
Hún gekk þó hægt af ýmsum ástæðum, m.a. vegna skrifræðis
og deilna um tryggingabætur, og auð svæði í miðborginni, þar
sem áður stóðu hús, fylltust af illgresi og vatni.
En nú er borgin smátt og smátt að hjarna við. Í miðborginni
er loks byrjað að gera við gotneska dómkirkju, sem hefur verið
lokuð og afgirt vegna skemmda sem urðu á henni í skjálftanum.
Verslunarhverfin í miðborginni eru orðin lífleg á ný og víða eru
hafnar framkvæmdir við nýjar byggingar, þar á meðal ráð-
stefnumiðstöð og íþróttaleikvang.
„Við erum komin vel á veg,“ segir Lianne Dalziel borgar-
stjóri. „Það er enn langt á áfangastað en ég held að borgin sé
komin yfir það versta.“
AFP
Viðgerð Áratug eftir jarðskjálftann er viðgerð loks hafin á
dómkirkjunni í Christchurch, sem skemmdist mikið.
AFP
Iðar af lífi Verslunargatan Manchester Street, þar sem fjöldi
húsa hrundi í jarðskjálftanum, iðar nú af lífi á ný.
AFP
Endurbygging Knox-öldungakirkjan í Christchurch, sem
skemmdist mikið í skjálftanum, hefur nú verið endurbyggð.
Áratugur liðinn
frá jarðskjálfta
í Christchurch
Endurreisn komin vel á veg
AFP
Nýtt svipmót Redcliffs, úthverfi borgarinnar, hefur fengið
nýjan svip en þar urðu miklar skemmdir í jarðskjálftanum.
AFP
Stytta á stall Stytta af John Robert Godley er komin á stall
sinn á ný í miðborg Christchurch, 10 árum eftir skjálftann.
Facebook hefur lokað á síðu herforingjastjórnarinnar í
Mjanmar sem bar heitið „Sannar fréttir“. Var það gert
vegna ásakana um að á síðunni væri hvatt til ofbeldis.
Á facebooksíðunni sem herforingjastjórnin hélt úti
var fullyrðingum um meint kosningasvindl Aung Suu
Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, haldið á lofti en her-
inn hefur notað þær til þess að réttlæta aðgerðir sínar.
Mikil ólga hefur ríkt í Mjanmar eftir valdarán sem
herforingjastjórnin framkvæmdi síðastliðin mánaðamót
og hefur Aung Suu Kyi verið í stofufangelsi síðan.
Hörð mótmæli hafa brotist út síðan þá og hafa við-
brögð hersins verið afdráttarlaus; fjöldi hefur verið
handtekinn og nokkrir drepnir.
Facebook hefur á liðnum árum lokað á hundruð
síðna tengdra hernum í landinu en margar þeirra hafa
snúist um róhingja-múslima, sem herinn hóf ofsóknir
gegn árið 2017, með þeim afleiðingum að 750.000 róh-
ingjar urðu að flýja yfir landamærin til Bangladess.
Hafa þá Sameinuðu þjóðirnar lýst ofsóknunum sem
þjóðarmorði.
Facebook lokar síðu hersins
AFP
Mjanmar Facebook hefur gripið til þess að loka á
facebooksíðu hersins í Mjanmar, Sannar fréttir.
Facebook lokar á „Sannar
fréttir“, síðu hersins í Mjanmar