Morgunblaðið - 22.02.2021, Side 18

Morgunblaðið - 22.02.2021, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2021 ✝ Sigmundur Sig-fússon fæddist í Reykjavík 26. júlí 1945. Hann lést að heimili sínu 29. jan- úar 2021. Foreldrar hans voru Anna Guðrún Frímanns- dóttir húsmóðir og saumakona, f. 20. apríl 1912 á Hamri á Þelamörk, d. 9. október 1995, og Sigfús Björgvin Sigmundsson barnakennari, f. 11. apríl 1905 í Gunnhildargerði í Hróarstungu, d. 14. janúar 1990. Foreldrar Önnu voru hjónin Frímann Guð- mundsson, bóndi á Efstalandi í Öxnadal, og Margrét Egedía Jónsdóttir frá Laugalandi á Þela- mörk og var Anna næstyngst fjögurra barna þeirra. Foreldrar Sigfúsar voru hjónin Guðrún Ingibjörg Sigfúsdóttir og Sig- mundur Jónsson sem bjuggu í Gunnhildargerði og var Sigfús langyngstur níu barna þeirra. Bræður Sigmundar: Baldur Frí- mann Sigfússon, f. 4. maí 1939, og Rúnar Ingimar Sigfússon, f. 10. janúar 1949, d. 5. október 2010. Kona Baldurs er Halldóra Þorbjörg Halldórsdóttir. Ekkja Rúnars er Björg Østrup Hauks- dóttir. unn Arnbjörg Stefánsdóttir, f. 28. júlí 1981, gift Mathurin Matharel. Börn þeirra: Mahaut Ingiríður, f. 12. júní 2007, Tobías Þórarinn, f. 29. mars 2009, Ísólf- ur Raymond, f. 31. júlí 2013, og Eldey Arnþrúður, f. 7. maí 2017. Sigmundur ólst upp í Reykjavík með foreldrum sínum og bræðr- um, fyrst á Rauðarárstíg 5 og frá 1950 í Blönduhlíð 31. Hann gekk í Miðbæjarskólann og Gagn- fræðaskóla Austurbæjar og lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1965. Sumrin 1953-1960 dvaldi Sig- mundur við leik og störf á heimili Eiríks föðurbróður síns og fjöl- skyldu hans á Fagranesi á Reykjaströnd. Sigmundur lauk embættis- prófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1972. Hann stundaði sér- nám í geðlækningum í Ósló 1974- 1978, en þá var nýlega hafin í Noregi nútímavæðing þjónustu við geðsjúka. Eftir Noregsdvöl- ina gegndi Sigmundur starfi að- stoðarlandlæknis í tvö ár. Frá haustinu 1980 vann hann við að móta meðferðarstarf á nýrri geð- deild Landspítala 32C. Árið 1984 gerðist hann yfirlæknir geðlækn- inga á sjúkrahúsinu á Akureyri. Þar var fyrir Brynjólfur Ingvars- son geðlæknir, sem líkt og Sig- mundur var hallur undir þær stefnur í geðlækningum sem kenndar eru við samfélagslækn- ingar og viðtalsmeðferð. Þeir fé- lagar skiptu með sér bráðavökt- um og skipulögðu og stunduðu meðferðarstörf á nýrri legudeild fyrir geðsjúka, sem opnuð var fullbúin og fullmönnuð á FSA 1986. Þar var fitjað upp á ýmsum nýjungum, svo sem sérkennslu fyrir valda sjúklinga með sára- litla grunnskólamenntun, og áfallaúrvinnslu með fjölskyldum og hópum hjálparaðila og vinnu- félaga. Sigmundur var ráðgjafi landlæknis til 1998 og átti fyrir atbeina þess embættis sæti í ýms- um stjórnskipuðum nefndum. Stundakennari var hann við heil- brigðisdeild Háskólans Akureyri 1988-2015. Eftir starfslok á geð- deild sjúkrahússins á Akureyri vorið 2016 rak Sigmundur mán- aðarlega geðlæknismóttöku við Heilsugæslustöðina á Egils- stöðum til ársloka 2018. Ein helsta tómstundaiðja Sig- mundar á Akureyri var söngur, m.a. í Passíukórnum og Kamm- erkórnum Hymnodíu. Vegna áhuga á velferðarmálum og stjórnmálum gekk hann árið 2006 til liðs við Vinstri græn. Þau Ingiríður nutu vel samskipta sinna við afkomendur og tengda- fólk, nutu þess líka að ferðast saman, bæði innan lands og utan, oftast til Frakklands. Sigmundur verður jarðsung- inn 22. febrúar frá Akureyrar- kirkju, og hefst athöfnin kl. 13.30. Streymt verður frá athöfn á facebooksíðu Akureyrarkirkju, stytt slóð: https://tinyurl.com/4h3rgmzr Virkan hlekk á slóð má finna á: https://www.mbl.is/andlat Fyrri eiginkona Sigmundar var Ingibjörg Bene- diktsdóttir frá Hafnarfirði, f. 21. september 1949, d. 26. mars 2007. Þau giftu sig 1973 og slitu samvistir 1997. Lögskilnaður 1999. Synir þeirra: 1) Marjón Pétur, f. 5. apríl 1969, kvæntur Oorawan Sukphuwong. Hún á þrjú börn sem Marjón hefur gengið í föðurstað. 2) Sigfús Þór, f. 9. september 1973, kvæntur Ernu Hjaltested. Dætur þeirra: Katrín Inga, f. 18. mars 2010, og Anna Guðrún, f. 11. september 2013. 3) Benedikt, f. 10. nóv- ember 1980, eiginkona Hala Mamdouhdóttir. Sonur þeirra Sigmundur Leon, f. 8. nóvember 2014. 4) Haraldur, f. 10. nóv- ember 1980. Sonur hans er Estef- an Leó, f. 23. febrúar 2005, móðir hans Karen Mjöll Birgisdóttir, fv. sambýliskona Haraldar. Eftirlifandi eiginkona Sig- mundar er Ingiríður Sigurðar- dóttir, f. 3. apríl 1958 á Akureyri. Þau Sigmundur gengu í hjóna- band 13. júlí 2000 og stofnuðu heimili að Kringlumýri 3 á Ak- ureyri. Dóttir Ingiríðar er Stein- Elsku pabbi. Nú ertu farinn. Það var gott að að geta heim- sótt þig þessi síðustu skipti. Gott að geta haldið upp á afmælið þitt með þér síðasta sumar. Ég tár- aðist þegar kórinn þinn kom þá óvænt og söng fyrir þig. Sá hve glaður þú varst. Þú hefur verið í góðum höndum hjá Ingu sem hefur gengið í gegn- um þessar raunir með þér. Vinskapur okkar óx og dafnaði þegar ég komst til vits og ára. Við urðum félagar, góðir félagar. Þín verður sárt saknað. Þú getur verið stoltur af ævi þinni. Byggðir upp og hjálpaðir. Þú varst alltaf til í að veita aðstoð ef einhver bað um hjálp. Hugsaðir um aðra og varst ekki mikið fyrir að hugsa um eigin hag. Ósérplæg- inn er besta lýsingarorðið fyrir þig. Sýndir engum vanvirðingu. Alltaf gat ég hringt í þig og leit- að ráða eða spjallað um pólitík eða önnur mál. Alltaf varstu til í að hjálpa mér með hvað sem er. Þú varst gimsteinn. Sorg og söknuð finn alltaf fórnfús og fallegur varstu. Ertu þá farinn félagi minn? Ekkert meitt gastu. Passaðir son minn, fyrir hann lastu, kenndir mér reikning og þolinmæði. Ávallt einhverjar byrðar barstu, vanda vil hans virðingu og gæði. Huggun að ég gat þig kvatt hélt í þína duglegu hendi. Skilaboðin sagði hratt, rækta skal ég ráðvendni. Elska þig margfalt, hittumst vonandi þegar ég dey. Þakka þér fyrir allt, þú sagðir aldrei nei. Þinn sonur, Benedikt Sigmundsson. Elsku besti pabbi minn. Það var gott að geta verið með þér og geta kvatt þig á þínum seinustu þremur dögum. Það var dýrmætt að halda í höndina þína, kyssa þig, þakka þér fyrir allt og segja þér að ég elska þig. Þegar þú fórst voruð þið Inga að hlusta á Rás 1 þar sem þátt- urinn Óskastundin var á dagskrá. Hvort sem það var tilviljun eða ekki þá kom lag um hundinn Lubba og þar á eftir lagið Drott- inn er minn hirðir. En gamli hundurinn okkar hét Lubbi og mamma heitin fékk okkur tví- burana oft til að syngja Drottinn er minn hirðir. Þannig að það var gott að fá smá yfirnáttúrulega staðfestingu um að einhver sem við þekkjum hafi tekið á móti þér þangað sem þú varst að fara. Þú studdir mig til náms og ég valdi að verða kennari eins og pabbi þinn, reyndar myndlistar- kennari. Ég mun halda myndlistarsýn- ingu í Listasal Bókasafns Mos- fellsbæjar eftir mánuð þar sem nokkur verkanna munu vera inn- blásin af þér. Uppáhaldsliturinn þinn var grænn sem er litur náttúrunnar og þú ert núna staddur á óþekkt- um stað í hringrás hennar. Þú hjálpaðir mér mikið með uppeldið á syni mínum og gerðir margt skemmtilegt með okkur. Ég erfði stóran hluta af kímni- gáfunni frá þér. Þú varst mikill friðarsinni og mannvinur mikill. Takk fyrir allt elsku pabbi minn, ég hefði ekki getað valið mér betri pabba. Þinn sonur, Haraldur. Við fjölskyldan höfum farið ófáar ferðirnar norður til Akur- eyrar að undanförnu þar sem við höfum notið samvista við pabba og átt með honum gæðastundir. Í einni slíkri ferð síðastliðið haust tók dóttir mín upp á því að spyrja hann um ýmsa uppáhaldshluti og –iðju og skrifaði svörin samvisku- lega niður á blað. Hver er uppá- haldshæfileiki þinn? Pabbi: Hlusta á fólk. Hver er uppáhalds- bærinn þinn? Pabbi: Akureyri. En afi, hvað er uppáhaldsblómið þitt? Pabbi: Fífill. Við horfðum hvert á annað og augljóst á svip- brigðum viðstaddra að um óvænt svar væri að ræða. Jú, sagði pabbi. Fífill er mjög fallegt blóm en af einhverjum orsökum er flestum illa við hann og vilja helst útrýma honum úr öllum görðum. Hann á því undir högg að sækja. Þetta svar var óvænt en samt ekki. Pabbi hafði nefnilega þá lífs- sýn að taka alltaf málstað þeirra sem minna mega sín. Þannig má t.d. segja að val hans á ævistarfi hafi markast af þessari lífssýn en hann starfaði sem geðlæknir allt frá því hann lauk sérnámi í þeim fræðum í Osló árið 1978. Hann gaf sig allan í starfið og bar hag sinna skjólstæðinga ávallt fyrir brjósti. Reyndar svo mikið að stundum fannst okkur sem næst honum stóðu hann bera allar áhyggjur heimsins á herðum sér. Ófá voru símtölin á kvöldin og um helgar og mörkin á milli starfs og heim- ilis oft óskýr. Pabbi hafði alltaf mikinn áhuga á samfélagsmálum og stjórnmál- um. Hann vildi þó ekki framan af gefa upp hvað hann kysi. Ég sat oft með honum yfir fréttatíman- um í uppvextinum og fræddist þá mikið enda var hann hafsjór fróð- leiks þegar kom að samfélags- og heimsmálum. Það var ekki erfitt að geta sér til um það hvar hann stóð í pólitík eftir þær samveru- stundir. Hjarta hans sló vinstra megin í pólitíkinni og það átti síð- ar eftir að koma í ljós þegar hann gekk til liðs við Vinstri-græn árið 2006. Hann tók virkan þátt í starf- inu þar, bæði í bæjarstjórn og landsmálum. Í því félagsstarfi blómstraði hann og naut þess virkilega á meðan heilsan leyfði. Pabbi var kletturinn í lífi okkar bræðra og fjölskyldna okkar. Hann var frábær fyrirmynd, sinnti barnabörnunum vel og sýndi þeim mikinn áhuga. Það verður skrýtið að eiga hann ekki lengur að í okkar lífi en við þökk- um fyrir að hafa notið hans góðu nærveru hingað til. Hann var maður sem gaf mikið af sér og hugsaði um hag annarra umfram sinn eigin. Minning um góðan mann lifir. Ég vil þakka Ingu og fjölskyld- unni í Kringlumýri fyrir að hugsa svo vel um hann í veikindunum og gera honum kleift að vera heima allt fram í andlátið. Þannig gerðu þau okkur bræðrum og fjölskyld- um kleift að heimsækja hann að vild, nokkuð sem ekki er sjálfsagt á þessum farsóttartímum. Fyrir það verður seint fullþakkað. Sigfús Þór Sigmundsson. Elskulegur tengdapabbi minn, Sigmundur Sigfússon, hefur kvatt okkur eftir erfið veikindi. Leiðir okkar lágu fyrst saman skömmu eftir að ég kynntist Sigfúsi og byrjuðu rólega þar sem hann var búsettur á Akureyri og við fyrir sunnan. Það kom þó fljótt í ljós að Sigfús átti einstaklega góðan pabba sem var tilbúinn að styðja sitt fólk sama hvað á bjátaði. Sig- mundur setti það aldrei fyrir sig að ferðast landa eða landshorna á milli til að vera til staðar á mik- ilvægum stundum, passa börn eða koma í afmæli. Það þótti mér óskaplega vænt um. Við fjölskyldan áttum ótal eft- irminnilegar stundir með Sig- mundi og Ingu í Kringlumýrinni, í Frakklandi hjá Steinu og Mathur- in, hjá okkur í bænum og í Brussel þegar þau heimsóttu okkur þang- að. Ég er þakklát fyrir hverja stund og þessar góðu minningar. Sigmundur var ræktarsamur afi og bar hag barna sinna og barna- barna fyrir brjósti. Ein dýrmæt- asta minningin er þegar Sig- mundur og Inga komu til okkar til Brussel en í þeirri heimsókn bar fertugsafmæli Sigfúsar, vörn hans á ritgerð sinni og fæðingu Önnu Guðrúnar upp á sömu vik- una. Það var dásamlegt að hafa þau sér við hlið þessa góðu viku. Sigmundur tók því alvarlega að sinna Katrínu Ingu meðan á þessu stóð, lærði leiðina í skólann í stórborginni vandlega og fór vel yfir hvað mætti bjóða afastelp- unni að borða. Sigmundur var metnaðarfullur læknir, brann fyrir sínu starfi og hjálpaði mörgum. Það hef ég þó ekki eftir honum. Hann hafði sterka réttlætiskennd, var hlýr, íhugull og víðsýnn. Hann hafði mikinn áhuga á tónlist, sögu, list- um, menningu og samfélagsmál- um, söng í kór og tók þátt í flokks- starfi Vinstri-grænna. Það var eins og hann hefði fleiri klukku- tíma í sólarhringnum en við hin. Þá heyrðum við stundum í honum síðla kvölds þar sem hann var að skrifa vottorð fram á nótt. Veikindi Sigmundar voru erfið en Inga gerði honum kleift að eyða síðustu mánuðunum heima. Það var dýrmætt fyrir okkur öll. Það er stórt skarð höggvið í okkar fjölskyldu og söknuðurinn sár. Ég þakka ljúfa samfylgd. Blessuð sé minning okkar ást- kæra Sigmundar. Erna Hjaltested. Fallinn er frá mætur maður, föðurbróðir okkar Sigmundur Sigfússon, í kjölfar erfiðra veik- inda. Margs er að minnast og þakka fyrir. Sigmundur var einn þriggja bræðra sem ólust upp í Blöndu- hlíð um miðbik síðustu aldar. Líkt og fyrirmyndin, elsti bróðirinn Baldur, nam hann síðar læknis- fræði, en faðir okkar, sem var yngstur, valdi verkfræðina. Þeir bræðurnir sóttu allir sitt sér- fræðinám á Norðurlöndum, og Sigmundur í Noregi. Sigmundur var skarpgreindur og heilsteyptur maður með ríka réttlætiskennd. Mikill áhugamað- ur um pólitík og vel fróður um menn og málefni. Þrátt fyrir að hann væri hæglátur var hann mikill húmoristi og hafði glettna lund. Þá var hann mikill tónlistar- unnandi og tók lengi þátt í kór- starfi. Í okkar barnæsku var Sig- mundur og hans fjölskylda lengi eina fjölskyldan sem við þekktum á Akureyri. Það var alltaf til- hlökkunarefni að koma í heim- sókn á Þórunnarstræti á leið okk- ar um landið. Mikið fjör og galsagangur var á stóru heim- ilinu. Sigmundur virtist ávallt taka öllu með stakri og stóískri ró og var góður við okkur krakkana. Síðar, eftir að við komumst á fullorðinsár, kynntumst við Sig- mundi betur. Þá hlotnaðist hon- um, og okkur, einnig sú gæfa að kynnast Ingu og hennar fjöl- skyldu. Sigmundur var fróður og mikill áhugamaður um ættfræði og við systkinin minnumst mjög skemmtilegra samtala um þau efni. Sigmundur var mikill fjöl- skyldumaður og augljóst hvað hún var honum kær. Það var okkur systkinum dýr- mætt að geta heimsótt hann síð- ustu árin, eftir að veikindin herj- uðu á. Þeim tók Sigmundur af bæði æðruleysi og kjarki. Stóð Inga, og fjölskylda þeirra öll, þétt við hlið hans alla tíð. Þau eru sterk, kærleiksböndin, sem binda stórfjölskyldur saman. Við systkinin kveðjum hann með söknuði en um leið þakklæti fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum. Við vottum Ingu og fjölskyldu Sigmundar allri okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. Einar, Marta og Sigrún Rúnarsbörn. Sigmundur frændi minn kom í sveit á Fagranesi aðeins sjö ára gamall sumarið 1953 og var þar á hverju sumri til 1963. Urðum við brátt óaðskiljanlegir vinir og mik- ið hlakkaði ég alltaf til þess að hann kæmi á vorin. Ég fór ekki í skóla fyrr en að verða ellefu ára en Sigmundur var settur til mennta sjö ára og bar með sér menningarstrauma úr höfuðborg- inni og veröld Andrésar Andar. Leikjaheimar okkar frænda runnu saman. Sigmundur kynnt- ist leikjum að leggjum og skeljum í búinu undir Tindastóli þar sem rekinn var sjálfsþurftarbúskapur eins og tíðkast hafði í sveitum um aldir en Sigmundur bar með sér frjálst hugarflug sunnan úr heimi sem varð til þess að við bjuggum okkur til nýja leiki sem lutu ekki föstum lögmálum heldur breytt- ust stöðugt eftir andríki okkar hverju sinni. Sigmundur hafði að mínu mati tvær einstakar sérgáfur. Aðra í tónlist og hina í myndlist. Hann þekkti til dæmis sundur lög án þess að textar fylgdu og þótti mér, lagleysingjanum, það mikið und- ur. Þá var hann laginn og hug- kvæmur að teikna og var frægust mynda hans úr æsku okkar af manni að dansa við kú þar sem undir stóð: „Er hægt að auka nyt- ina í kúnum með því að kenna þeim að dansa?“ Þessi spélega mynd sýnir ef til vill hversu dýrin skiptu okkur miklu máli. Hund- arnir voru vinir okkar og leik- félagar og segja má að við höfum að nokkru leyti verið aldir upp á hestbaki. Störf okkar breyttust smám saman með aldrinum frá því að vera stöðugt að slá með orfi og ljá, fara með heybandslestir og sækja kýrnar áður en kvöldsögurnar voru lesnar í útvarpinu til þess að verða nokkurn veginn fullgildir vinnumenn við heyskapinn. Á þessum árum Sigmundar á Fagranesi var skólatími barna í Reykjavík töluvert skemmri en nú og náði hann því bæði sauð- burðinum á vorin og göngunum á haustin. Bræður mínir stunduðu á þess- um árum bjargsig og fuglaveiðar við Drangey og seinasta sumar Sigmundar á Fagranesi vorum við frændur við flekaveiðar við Drangey ásamt Nonna bróður. Má segja að þar með höfum við verið búnir að ná fullum þroska til flestrar líkamlegrar vinnu til sjós og lands. Eftir að veru Sigmundar í sveitinni lauk urðu samskipti okk- ar öllu slitróttari. Við skrifuðumst þó á og hittumst annað slagið. Ræddum við þá gjarnan æsku- stundir okkar á Fagranesi og ætt- arslóðir okkar úr Hróarstungunni en feður okkar höfðu sagt okkur ófáar sögur þaðan frá sínum æskudögum og var Tungan í huga okkar eins konar ævintýraland. Þá ræddum við ýmis alvarlegri mál, til dæmis hvað okkur þætti mestu varða í lífinu og vorum nokkuð sammála um það eins og fleira. Töldum við báðir að ham- ingju mannanna væri þá best borgið að öllum væru tryggð sem jöfnust lífskjör og sömu tækifæri til að leggja stund á það sem hug- ur þeirra stæði til. Kveð ég þig svo, kæri frændi. Þótt nú sé dimmt og dagur skammur vakir mér í hug veröld nóttlaus frá æskudögum okkar forðum. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég Ingu, sonum Sigmundar, tengdadætrum og barnabörnum, og Steinunni Stefánsdóttur og fjölskyldu. Kristján Eiríksson. Er Hel í fangi minn hollvin ber sakna ég einhvers af sjálfum mér. (Stefán frá Hvítadal) Sigmundur Sigfússon var sannur hollvinur okkar hjóna, ein- lægur vinur, skólabróðir, sam- starfsmaður og samherji. Hann lærði ungur að lífið og heilsan er ekki sjálfgefin. Þegar hann var barn var faðir hans heilsutæpur með berkla að reyna með hand- verki að afla tekna og móðir hans drýgði tekjurnar heima með fata- saumi. Þar var að öllu hlúð og engu grýtt á glæ. Sigmundur var í sveit á sumrin í Fagranesi á Reykjaströnd og sótti björg í bú í Drangey, með Jóni Eiríkssyni og þeim frændum sínum. Hann var í brúarvinnu öll sumur í framhalds- skóla. Sigmundur hafði yfirburða- þekkingu á sögu lands og þjóðar, ekki síst á sögu heilbrigðismála. Þar var hann oft frumkvöðull sjálfur í starfi sínu í heilbrigðis- þjónustu. Velferð og heilsa fólks, ekki síst þeirra sem glíma við and- leg veikindi, voru hans hugðarefni og sérgrein. Það gladdi hann að sjá unnið eftir nýrri, metnaðar- fullri heilbrigðisstefnu, sem hann setti sjálfur mark sitt á, enda dyggur samherji Svandísar Svav- arsdóttur. Þar er ekki síst litið til bættrar þjónustu við fólk með geðræna sjúkdóma hvar sem er á landinu. Kristín og Sigmundur hafa setið saman í stjórn VG á Ak- ureyri og í flokksráði VG. Hér með er komið á framfæri virðingu Sigmundur Sigfússon HINSTA KVEÐJA Takk, pabbi minn, fyrir allt. Gat ekki óskað eftir betri pabba. Guð geymi þig. Marjón Pétur Sigmundsson. Lífinu er gott að lifa endirinn er fyrir okkur öll. Dauðinn er bara lítil rifa þig ég mun hitta í Valhöll. (ELH) Elska þig afi, Estefan Leó Haraldsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.