Morgunblaðið - 22.02.2021, Side 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2021
og þökk frá Vinstrihreyfingunni
– grænu framboði fyrir hans
góða framlag.
Þegar Sigmundur og fjöl-
skylda fluttust til Akureyrar varð
náinn samgangur milli heimila
okkar. Kynntumst við foreldrum
þeirra Sigmundar og Ingibjarg-
ar, enda saman á hátíðis- og tylli-
dögum. Foreldrar Kristínar nutu
þess að spjalla við Sigmund og
mátu hann mikils. Við tókumst á
við ýmis flókin viðfangsefni eins
og gengur í stórum fjölskyldum.
Leiðir þeirra Sigmundar og Ingi-
bjargar skildi. Að leiðarlokum er
margs að minnast. Sumarið 1975
dvöldumst við fjölskyldan hjá
þeim um tíma á Gaustad, þá var
haldið upp á þrítugsafmæli Sig-
mundar og var mikið um dýrðir.
Heimsóknir milli Oslóar og
Gautaborgar og ótal ljúfar stund-
ir. Ólafur og Sigmundur hafa
lengst af verið vinnufélagar og/
eða í nánu samstarfi. Seinni kona
Sigmundar er Ingiríður, frænka
Kristínar. Þau nutu lífsins í
gæfuríku hjónabandi í rúm tutt-
ugu ár. Ingiríður sýndi mikið
þrek í veikindum Sigmundar og
börn og tengdabörn léttu undir af
öllum mætti, allt þar til yfir lauk.
Árið 2008 skipulögðum við
ásamt Sigmundi og Ingiríði viku-
ferð um NA-land með „Söng-
hópnum 72“, ferðahópi þeirra
bekkjarfélaga, sem farið hefur í
mörg góð ferðalög. Þá sýndi Sig-
mundur hópnum slóðir forfeðra
sinna í Hróarstungunni og mjúki
bassinn hans naut sín í söngnum.
Það er sárt að sjá á bak honum,
en þakklætið er ómælt fyrir vin-
áttu og áhugaverða tíma sem fjöl-
skylda okkar átti með honum.
Við vottum Ingiríði, sonum Sig-
mundar og stjúpdóttur hans,
ásamt fjölskyldum þeirra og öll-
um ástvinum hans, innilega sam-
úð og óskum þeim gæfu og geng-
is.
Far þú í friði kæri vinur.
Kristín Sigfúsdóttir,
Ólafur H. Oddsson.
Kveðja frá 6. X 1965
Haustið 1962 hófu átta strákar
og 13 stelpur nám í 4. bekk X í
stærðfræðideild Menntaskólans í
Reykjavík. Þessi ungmenni fóru
síðan saman í gegnum þrjú ár í
skólanum og tóku stúdentspróf
vorið 1965.
Hópurinn var í upphafi frekar
ósamstæður, en bekkjarandinn
batnaði eftir því sem á skóla-
gönguna leið. Strákarnir þóttu
einstaklega prúðir og lögðu sig
fram við námið. Einn af þessum
prúðu piltum var Sigmundur Sig-
fússon. Sigmundur var mjög góð-
ur námsmaður, fremur hlédræg-
ur en með þægilega nærveru og
skemmtilega kímnigáfu. Hann
stundaði einnig tónlistarnám, lék
á þverflautu og sótti tíma í Tón-
listarskólanum. Sigmundur söng
í kórum frá menntaskólaárunum,
fyrst í Söngsveitinni Fílharmóníu
og síðast í sönghópnum Hymno-
diu á Akureyri.
Eftir því sem hópurinn hristist
betur saman urðu samveru-
stundir, fyrir utan kennslustund-
ir, fleiri. Eftir stúdentsprófið í
júní 1965 tvístraðist þó hópurinn
og hver fór sína leið.
Sigmundur lauk læknaprófi
frá Háskóla Íslands 1972 og fékk
almennt lækningaleyfi 1974.
Hann stundaði framhaldsnám í
geðlæknisfræði í Osló og fékk
sérfræðileyfi í þeim fræðum
1980. Hann gegndi síðan ýmsum
læknisstörfum, en 1984 flutti
hann til Akureyrar, þar sem
hann starfaði síðan sem yfir-
læknir geðdeildar Fjórðungs-
sjúkrahússins. Þar nyrðra og
einnig á Austurlandi hefur hann
unnið merkt og gott starf, sem
lengi mun verða í minnum haft af
sjúklingum hans og öðrum.
Samverustundir okkar bekkj-
arfélaganna urðu stopular, en
stundum gafst þó tilefni og tæki-
færi til þess að hittast, til dæmis
þegar haldið var upp á stúdents-
afmæli og þá kom Sigmundur
gjarnan frá Akureyri til að hitta
okkur gömlu félagana. Þegar
kom að 50 ára stúdentsafmæli
2015 skemmti hópurinn sér svo
vel að bekkjarfélagarnir úr 6. X
ákváðu að hittast mánaðarlega
eftir það. Sigmundur slóst í hóp-
inn þegar færi gafst.
Í ágúst 2018 fór hópurinn sam-
an í ferð með séra Gunnari Krist-
jánssyni, bekkjarfélaga okkar, á
slóðir Marteins Luthers í Þýska-
landi. Þetta var í alla staði
dásamleg ferð, fróðleg og
skemmtileg og Sigmundur var
með í förinni. Sjúkdómur hans
hafði þá þegar látið á sér kræla,
en hefti hann ekki til muna og all-
ir skemmtu sér og nutu samver-
unnar. Þar var mikið spjallað,
skrafað og hlegið. Við hittum Sig-
mund nokkrum sinnum eftir
ferðalagið. Hann gat stundum
sameinað læknisferðir og sam-
veru með okkur gömlu bekkjar-
félögunum.
Minningin um góðan vin og
samferðamann yljar okkur öll-
um.
Við sendum fjölskyldu Sig-
mundar innilegar samúðarkveðj-
ur.
F.h. 6. X 1965,
Sigrún Helgadóttir og
Birna Þ. Ólafsdóttir.
Í dag er kvaddur einn virtasti
geðlæknir hér á landi, Sigmund-
ur Sigfússon forstöðulæknir.
Hann hafði verið heilsugóður og
vinnuþjarkur alla ævi, en fékk
fyrir tveimur árum illvígan
vöðvalömunarsjúkdóm, sem nú
hefur lagt hann að velli. Hann
tókst á við sjúkdóminn af óvið-
jafnanlegu æðruleysi. Sama má
segja um eiginkonu hans, sem
hlúði að honum í heimahúsi til
hinstu stundar. Þau hjón voru
einstaklega samhent í baráttunni
við veikindi hans, svo að við heim-
ilisvinir urðum oft orðlausir af
undrun og aðdáun. Sigmundur
var vel þekktur og vinsæll.
Sigmundur var gæddur fágæt-
um hæfileikum. Hann átti mjög
auðvelt með að umgangast alls
konar fólk af sömu virðingu og
nærgætni. Hann gat brugðið fyr-
ir sig vísindalegri nákvæmni,
þegar svo bar undir, en hann var
einnig vel að sér í heimi listanna,
m.a. söngmaður með afbrigðum.
Þungavigtarmenn meðal
lækna og stjórnmálamanna
veittu þessum hógværa hæfi-
leikamanni eftirtekt. Það var
fljótt sóst eftir honum til opin-
berra ábyrgðarstarfa. Hann
valdi hins vegar hefðbundin
læknisstörf. Lengst verður hans
eflaust minnst fyrir glæstan feril
á Akureyri. Þetta hófst 1984,
þegar hann kom norður, til að
byggja upp bráðageðdeild
sjúkrahússins. Hann sýndi
óvenjulega framsýni og fyrir-
hyggju um starfsemina, sem varð
seinna þekkt um land allt og
nefnd Akureyrarmódelið. Aðals-
merki þess var heildarsýn og
vandlega skipulagðar tengingar
við alla þætti velferðarkerfis
bæði í nágrenninu og öðrum
landshlutum.
Víkjum nú sögunni 37 ár aftur
í tímann. Vorið 1984 skiptust á
skin og skúrir í spítalamálum Ak-
ureyrar og nágrennis. Brynjar
Valdimarsson, yfirlæknir Krist-
neshælis/Kristnesspítala, varð
bráðkvaddur í maí og undirritað-
ur settur í stöðu hans til eins árs,
meðan beðið var eftir ákvörðun
stjórnar Ríkisspítala um framtíð
Kristnesspítala. Í sama mánuði
spurðist það hingað norður, að
Sigmundur Sigfússon, geðlæknir
í Reykjavík, væri að sækja form-
lega um stöðu yfirlæknis á nýrri
bráðageðdeild FSA, sem var
komin á teikniborðið hjá arkí-
tektum í Reykjavík. Læknar
FSA og fleiri fögnuðu heils hugar
og alveg sérstaklega fagfólk í
geðheilbrigðisþjónustunni. Sam-
starf okkar Sigmundar hófst
haustið 1984. Hann varð strax
stundakennari við heilbrigðis-
deild hins nýstofnaða háskóla á
Akureyri. Hann settist í stjórn
læknaráðs FSA. Þetta sýndi til
fulls, að hér var kominn óumdeild-
ur þungavigtarmaður í raðir
lækna FSA, aðeins fertugur að
aldri. Læknisstarfið hafði for-
gang, eins og algengt er í okkar
stétt. Við unnum saman nær óslit-
ið í 27 ár, 1984-2011, og bar aldrei
skugga á, enda var hann þeirrar
gerðar sem yfirmaður, að á betra
varð ekki kosið.
Við ræddum oft og lengi um allt
milli himins og jarðar, þegar hlé
varð á skyldustörfum. Stjórnmál
bar tiltölulega sjaldan á góma. Ég
held, að hann og Þorsteinn Valdi-
marsson skáld hafi verið rólynd-
ustu róttæklingar, sem ég kynnt-
ist á allri ævi minni. Hans verður
lengi saknað sem starfsbróður,
ritrýnanda og fjölvitrings. Fjöl-
skyldu hans votta ég innilegustu
samúð mína. Missir hennar er
mikill.
Brynjólfur Ingvarsson.
Á erfiðri kveðjustund, er mað-
ur vildi geta gert minningu góðs
vinar verðug skil og honum sam-
boðin, eru viðeigandi orð vand-
fundin. Meta verður viljann fyrir
verkið.
Sigmundur Sigfússon tók starf
sitt sem geðlæknir alvarlega. Af-
staða hans til umhverfisins og til
skjólstæðinganna mótaðist af til-
finningalegum skilningi og
innsæi. Jafnframt einkenndist
viðhorf hans til verksviðsins sem
og framganga af skarpri heildar-
sýn og brennandi áhuga á bættu
skipulagi geðheilbrigðisþjónust-
unnar og forvörnum í víðri merk-
ingu. Sigmundi var vel ljóst hve
félagsleg vandamál af margvís-
legu tagi áttu iðulega mikinn, ef
ekki mestan þátt í alvarlegum
geðheilsubresti og öðru heilsu-
tjóni sem og niðurbroti velfarnað-
ar almennt. Að þeim þáttum yrði
að beita sér af samtakamætti. Alla
tíð lagði hann mikla áherslu á
þverfaglegt samstarf heilbrigðis-
starfsfólks bæði inn á við og út á
við og þá ekki síst við félagsþjón-
ustuna, en einnig aðila mennta-
kerfis og réttarkerfis og fleiri, er
svo bar undir. Hann beitti sér fyr-
ir geðlæknisþjónustu í strjálbýl-
inu og sýndi þar gott fordæmi í
verki. Þá vann hann mikilsvert og
óeigingjarnt starf á sviði áfalla-
hjálpar. Hér er stiklað á stóru um
hugsjónir Sigmundar. Í fáum orð-
um sagt var hann ótvíræður frum-
kvöðull samfélagsgeðlækninga
hérlendis, sem er afar brýnt mál.
Sigmundur var unnandi menn-
ingar og lista og náttúru landsins.
Mannkostamaður í bestu merk-
ingu. Hjálpsemi og ósérhlífni voru
hans aðalsmerki. Vinátta hans og
góðvild gleymist ekki. Vinum
hans öllum og aðstandendum
votta ég einlæga samúð.
Magnús Skúlason.
Þó að dökkni og dofni sjón um sinn,
sjálf mun minning þín áfram lýsa
leiðir vorsins og í hjarta hýsa,
huga sem þér ber vinur minn.
Dýrast gæða í veröld verður
vinarþel hlýtt og tryggðin sanna,
sem brautir elsku byggir milli manna,
úr besta silki vegur sá er gerður.
Birtir í lofti grænkar grund
gleði færir flautan hljómi hreinum,
úr heimi söngva hljómar sáttalag.
Fögur merlar morgunstund
magnar líf er fylgir vegi beinum,
í átt til þess sem alltaf á sér dag.
Jón Hlöðver Áskelsson.
Gamall vinur minn, Sigmundur
Sigfússon geðlæknir, er látinn.
Sigmundur var traustur, ráðagóð-
ur og kær vinur með góðan húm-
or. Hann var sá fyrsti sem gegndi
stöðu aðstoðarlandlæknis. Síðar
unnum við mikið saman. Milli
okkar Sigmundar skapaðist góður
vinskapur og vorum við með svip-
uð áhugamál. Sigmundur bjó á
Akureyri og veitti geðdeild
sjúkrahússins þar forstöðu. Sig-
mundur var góður læknir, vel les-
inn í fræðunum og framfarasinn-
aður í hugsun. Samstarf okkar
var mjög gott og vináttan kær.
Ég kveð góðan og kæran vin og
sendi Ingu og sonum Sigmundar
mínar hlýjustu samúðarkveðjur.
Ólafur Ólafsson,
fyrrv. landlæknir.
Lystigarðurinn á Akureyri
kemur í hugann þegar við minn-
umst Sigmundar Sigfússonar,
forstöðulæknis geðlækninga við
Sjúkrahúsið á Akureyri um ára-
tugaskeið. Nú hverfur hann á vit
nýrra gróðurvinja í kjölfar illvígra
veikinda sem hann axlaði af al-
kunnu æðruleysi.
Ást Sigmundar á náttúrunni og
mönnum og dýrum, og þeim sem
þjakaðir voru af andlegri áþján,
einkenndi líf hans og störf. Hann
tók sér sjaldan frí frá störfum, var
alltaf til staðar innan um staflana
af fræðibókum, fræðigreinum og
sjúkragögnum. En talaði gjarnan
um stundirnar sem hann átti þeg-
ar hann gekk ásamt samtarfsfólki
í gegnum Lystigarðinn frá
sjúkrahúsinu yfir á dagdeild geð-
deildar á Skólastíg 7, á vikulega
meðferðarfundi þar, stundir sem
gáfu honum hugarsvölun frá erli
daganna. Og það var í Lystigarð-
inum sem hann sjötugur bauð
okkur samstarfsfólkinu, fyrr og
síðar, til afmælisfagnaðar í gró-
andanum.
Leiðir okkar Sigmundar lágu
upphaflega saman í gegnum störf
mín fyrir svæðisstjórn málefna
fatlaðra og síðar við uppbyggingu
fyrsta sambýlis fyrir geðfatlaða á
Akureyri. Í framhaldi af því unn-
um við að uppbyggingu dagdeild-
arþjónustu fyrir skjólstæðinga
geðdeildar sjúkrahússins og
starfaði ég sem forstöðusálfræð-
ingur á endurhæfingar-og með-
ferðarsviði í tæp níu ár undir hans
stjórn. Samstarfið var traust, far-
sælt og gjöfult. Sigmundur hafði
fágæta innsýn í fjölbreytileika
mannlífsins og skilning á því að
ekki hentar sama meðferðar-
stefna öllum heldur ber að kapp-
kosta að sníða meðferð að þörfum
hvers og eins. Greiningar einar og
sér dugi ekki. Samstarf okkar hélt
áfram um mörg ár eftir að ég tók
að kenna meira og hóf störf á eig-
in stofu.
Sigmundur kom að mörgum
rannsóknarverkefnum eftir að
Háskólinn á Akureyri hóf störf
haustið 1987 og sat árum saman í
vísindasiðanefnd. Hann var víð-
lesinn og vel máli farinn og sendi
ekki gögn frá sér nema vel unnin.
Hann kom m.a. að tímamótarann-
sóknum á Austfjörðum um geð-
heilsu ungra karla en þangað átti
hann ættir sem og í gróðursælan
Eyjafjörð. Hann fór reglulegar
ferðir austur allt fram til þess að
hann veiktist til þess að sinna
skjólstæðingum.
Sigmundur lét sér umhugað
um andlega velferð barna og ung-
menna og lagði áherslu á mikil-
vægi fyrstu tengsla, og saman
unnum við að merku þróunar-
verkefni Heilsugæslustöðvarinn-
ar á Akureyri um bætt tengsl
móður og barns, í umsjón Karól-
ínu Stefánsdóttur fjölskylduráð-
gjafa og Hjálmars Freysteinsson-
ar heimilislæknis. Það er gæfa að
hafa átt Sigmund að sem bæði yf-
irmann og vin og njóta leiðsagnar
hans í meðferðarstarfi, kennslu
og rannsóknum, s.s. á sviði svefns
og drauma; meðvitaður um óræð
svið vitundar og tilvistar.
Tónlistin var Sigmundi kær og
söng hann m.a. í Hymnódíukórn-
um. Megi hann svífa á vængjum
söngsins til nýrra heimkynna og
hafa heila þökk fyrir allt.
Ingu, börnum, barnabörnum
og fjölskyldu votta ég dýpstu
samúð.
Kom ljúfa nótt, sigra sorg og harm,
svæf mig við þinn barm,
svæf – draumsins frið og gef mér grið.
Góða nótt.
(Jón frá Ljárskógum).
Björg
Bjarnadóttir.
Ég kynntist Sigmundi fyrst
fyrir alvöru þegar ég hóf störf á
geðdeildinni á Akureyri árið 2007.
Hann var þá forstöðulæknir og
hafði verið einn af máttarstólpum
geðlækninga á Norðurlandi í
meira en tuttugu ár.
Sigmundur sagði mér fljótlega
að hann aðhylltist „laissez-faire“-
stjórnunarstíl. Þessi nálgun hent-
aði honum vel því hann átti greini-
lega auðvelt með að treysta fólki
og efaðist ekki um að það kynni
sitt fag. Þeir sem unnu undir hans
stjórn höfðu því almennt mikið
frelsi í sínum störfum. Eins og
óhjákvæmilegt er hjá mönnum í
ábyrgðarstöðum kom fyrir að sótt
var hart að honum en sýndi þá
iðulega ótrúlega skapstillingu og
rósemi.
Hæglátt fas og hlýtt viðmót
mætti einnig skjólstæðingum
hans sem kunnu að meta að geta
talað við hann á jafningagrund-
velli og finna að það var hlustað án
alls hroka. Mörgum sinnti hann
árum og jafnvel áratugum saman
en ekki var óalgengt að hann hefði
hjálpað fleiri en einni kynslóð
sömu fjölskyldu. Trú hans á fólki
átti ekki síst við um hans skjól-
stæðinga. Sama hvað hafði gerst,
þá var alltaf von um bata og betra
líf og ósjaldan að fólk, sem glímdi
við mikil veikindi, leitaði til hans
persónulega og keyrði jafnvel
landshorna á milli til að hitta
hann.
Sigmundur gat svo sannarlega
litið sáttur yfir farinn veg. Hann
flutti frá Reykjavík árið 1984 til
Akureyrar og lék lykilhlutverk í
að tryggja framtíð geðdeildarinn-
ar á Akureyri, var um tíma yfir-
læknir á Sogni og voru falin ótal
trúnaðarstörf um ævina við hinar
ýmsu stofnanir og embætti. Það
voru því merk tímamót í sögu geð-
lækninga á Norðurlandi þegar
hann hætti störfum við Sjúkra-
húsið á Akureyri árið 2016 eftir 32
ára starf.
Það var heiður að fá að kynnast
Sigmundi og starfa við hans hlið.
Hans verður minnst með hlýhug
og þakklæti af hans kollegum.
Karl Reynir Einarsson,
formaður Geðlækna-
félags Íslands.
Ég kveð góðan vin, félaga og
lækni minn með þakklæti, ást og
virðingu.
Fundum okkar bar sennilega
fyrst saman veturinn 1965-66 á
æfingum hjá dr. Róberti Abra-
ham Ottóssyni í Fílharmóníu-
söngsveitinni fyrir frumflutning á
9. sinfóníu Beethovens. Uppskera
þessara æfinga var ævintýraleg
og stórkostleg fyrir okkur öll, en
verkið var flutt fimm sinnum fyrir
fullu húsi í Háskólabíói. Sigmund-
ur söng alla ævi, síðast með
Hymnodiu á Akureyri.
Sigmundur var hæglátur og
þurfti yfirleitt ekki að tala hátt til
að á hann væri hlustað. Hann var
róttækur í skoðunum og ég minn-
ist þess frá háskólaárunum að
eiga traustan bandamann í bram-
bolti mínu í stúdentapólitík. Sig-
mundur var stofnfélagi í Verð-
andi, óflokksbundnu félagi
vinstrimanna í HÍ. Á síðari árum
naut ég þess að hitta hann hjá VG.
En nánustu kynni okkar urðu
þegar hann varð minn geðlæknir
og ég veit að ég tala fyrir munn
margra skjólstæðinga Sigmund-
ar, að hann var einstakur læknir.
Mig grunar að hann hafi aldrei
lært á klukku og ekki átt úr. Slík
tæki komu ekki við sögu þegar
Sigmundur var í viðtali. Enda er
ég hræddur um að vinnudagurinn
hafi oft orðið óskaplega langur,
þótt hann tæki ekki eftir því sjálf-
ur, en kannski frekar strákarnir
og Ingurnar hans.
Kyrrðin sem var ævinlega yfir
Sigmundi, einstakur hæfileiki til
að hlusta, ekki bara á sögð orð
heldur það sem reynt var að
segja, einkenndi þennan samtals-
meistara. Hann reyndi að skilja
hvern og einn, sýndi hlýju, sam-
kennd og að honum stóð ekki á
sama. Virðing umfram allt var
það sem kórónaði samskipti hans
við sjúklinga.
Ef ég átti leið um Akureyri
reyndi ég ávallt að hitta á Sig-
mund Hann hélt áfram að sinna
fólki meðan heilsa leyfði. Jafnvel
þegar hann var orðinn rúmliggj-
andi og öndun og tal erfitt leitaði
ég til hans. Sigmundur hélt and-
legri skerpu sinni til dauðadags.
Ég átti vinafólk á Seyðisfirði
sem missti son sinn ungan í sjálfs-
vígi. Það gekk hrina sjálfsvíga um
Austfirði. Þá var kallað á Sig-
mund sem brást fljótt og vel við
og í áratugi sinnti hann geðlækn-
ingum á Austfjörðum til viðbótar
öðrum skyldum sínum.
Á þeim árum sem ég glímdi við
strembin geðhvörf, 1980-1985, var
Sigmundur sá sem var til staðar
þegar mest þurfti við. Síðasta
verkið sem hann vann var að
koma í vitjun í fangaklefa á Húsa-
vík þar sem ég var geymdur,
heilsugæslulæknir á staðnum.
Það þurfti að þrábiðja hann að
fara í þessa ferð, hann vissi til
hvers ætlast var af honum, að
ganga frá vottorði til að nauðung-
arvista undirritaðan á geðdeild
fyrir sunnan. Þetta verk gat hann
unnið af sama kærleik og virðingu
sem ávallt ríkti okkar í millum.
SJÁ SÍÐU 20
Elsku yndislega mamma, tengdamóðir og
amma,
GUNNHILDUR FRIÐÞJÓFSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum sunnudaginn 14.
febrúar. Útför fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 26. febrúar klukkan 15.
Soffía Tinna Gunnhildardóttir
Einar Gíslason
og barnabörn
Yndislega móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÁSGERÐUR ÁSMUNDSDÓTTIR,
Hjúkrunarheimilinu Eir,
áður Eyjabakka 14, Reykjavík,
lést á Hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn
10. febrúar.
Útför fer fram í kyrrþey.
Kristín Hreinsdóttir Sigurður Viðar Jónasson
Guðrún Hreinsdóttir Friðbjörn Óskarsson
Margrét Guðfinna Hreinsd.
Hrefna Hreinsdóttir Stefán Axelsson
Ásmundur Sveinsson Þorgerður Guðmundsdóttir
Þorbjörn Gerðar Þorbjörnss. Dögg Ingimundardóttir
barnabörn og barnabarnabörn