Morgunblaðið - 22.02.2021, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.02.2021, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2021 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Opin vinnustofa kl. 9 - 12. Leikfimi með Hönnu kl. 10. Félagsfundur kl. 11. Handavinnuhópur kl. 12-16. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14:30-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Grímuskylda og það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa: 411-2600. Boðinn Myndlist kl. 13:00-16:00. Munið grímuskyldu. Sundlaugin er opin frá 13:30-16:00. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi í kaffi- horninu kl. 10. Smíðaverkstæðið er opið frá 09:30-13.30. Samprjón kl. 13:00-14:30. Dans með Auði kl. 12:50. Vegna sóttvarnaregla biðjum við ykkur að skrá ykkur fyrirfram í alla viðburði hjá okkur í síma: 535-2760 Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Opnunartími kl. 8:10-16. Allir vel- komnir. Kaffisopi og spjall kl. 8:10-11:00. Myndlistarnámskeið MZ kl. 9:15-12:15. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Handavinnuhornið kl. 13- 14:30. Tálgun með Valdóri kl. 13-15:30. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30. Hjá okkur er Grímuskylda og vegna fjöldatakmarkana þarf að skrá sig fyrirfram í síma eða á skrifstofunni. Nánari uppl. í síma 411-2790. Garðabæ Poolhópur í Jónshúsi kl. 9:00. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13:00. Stólajóga í Jónshúsi kl. 10:00 og 11:00. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 12:40. Zumba í sal í kjallara Vídalínskirkju kl. 16:30 og 17:15. Vatnsleikfimi Sjál kl. 14:00 og 14:40. Litlakot opið kl. 13:00-16:00. Gerðuberg Opin handavinnustofa frá kl. 8:30-16:00, heitt á könnunni. Dansleikfimi kl. 10-10:40 með Auði Hörpu (fjöldatakmörkun). Línudans kl. 11-12:00 með Sólrúnu (fjöldatakmörkun). Glervinnustofa m/leið- beinanda frá kl. 13-16:00. Gjábakki Kl. 8.30 til 10.30 handavinnustofa opin, bókið komu daginn áður. Kl. 8.45 til 10.45 postulínsmálun. Kl. 10.50 jóga, kl. 11.30 til 12.30 matur, kl. 13.30 til 15.30 handavinnustofa opin fyrir spjall - bókið dag- inn áður. Gullsmára Handavinna kl. 9.00 og 13.00 skráning í síma 441 9912. Jóga kl. 9.30 og 17.00. Munið sóttvarnir grímuskylda. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Útvarpsleik- fimi kl. 9:45. Jóga með Kristrúnu kl. 9:10 og 10:15. Minningahópur kl. 10:30. Jóga með Ragnheið Ýr á netinu kl. 11:15. Tálgun – opinn hópur kl. 13--16. Stólaleikfimi 13:30. Gönguhópur – lengri ganga kl. 13:30. Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga kl. 8:30 í Borgum. Útvarpsleikfimi kl. 9:45 í Borgum. Ganga kl. 10 frá Grafarvogskirkju, Borgum og inni í Egilshöll, þrír styrkleikahópar. Dansleikfimi með Auði Hörpu kl. 11 í Borgum, þátttökuskráning liggur frammi í Borgum. Skartgripagerð og prjónað til góðs kl. 13 í Borgum, tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13 og Línudans með Guðrúnu kl. 14 í dag í Borgum, hámark 20manns Seltjarnarnes Gler á neðri hæð félagsheimilisins kl. 9.00 og 13.00. Leir Skólabraut kl. 9.00. Billjard Selinu kl. 10.00. Kaffi og krossgátur í króknum kl. 10.30. Jóga í salnum kl. 10.00 fyrir íbúa Skólabrautar og kl. 11.00 fyrir íbúa utan úr bæ. Handavinna, samvera og kaffi í salnum á Skólabraut kl. 13.00 - 16.00. Virðum almennar sóttvarnir og grímuskyldu í rými félagsstarfsins. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Verkfæri Stórútsala á armbandsúrum SÍÐUSTU DAGAR Vönduð og glæsileg -Pierre Lannier- armbandsúr frá Frakklandi, landi lista og fagurfræði. Gullbúðin Bankastræti, GÞ Bankastræti, ERNA Skipholti, www.erna.is Húsviðhald Hreinsa þakrennur Laga ryðbletti á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com ✝ Signý ÓskÓlafsdóttir fæddist á Þorláks- stöðum í Kjós 16. apríl 1940. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 10. febr- úar 2021. For- eldrar hennar voru Karen Ólafía Sigurðardóttir frá Kotströnd í Ölfusi, f. 10.3. 1904, d. 21.12. 2003, og Ólafur Ólafsson frá Flekkudal, f. 10.3. 1904, d. 13.3. 1956. Systkini Signýjar eru Einar, f. Jóni Sæmundssyni frá Mel- stað. Þau giftu sig 1961, hófu búskap í Grindavík og eignuðust fjögur börn. Signý og Elís slitu samvistum árið 1976 og flutti hún þá í Kópa- vog. Börn þeirra eru: 1) Ólafur Ragnar, f. 15.10. 1961. Maki Hrafnhildur Bjarnadóttir og eiga þau fimm börn og sjö barnabörn. 2) Sæmundur Bjarni, f. 5.2. 1963. Maki Kristinn Jónsson og eiga þeir eitt barn. 3) Karen Mjöll, f. 29.6. 1964. Maki Rúnar Björgvinsson og eiga þau þrjú börn og fjögur barnabörn. 4) Vilborg, f. 1.1. 1971. Maki Ómar Jensson og eiga þau fjögur börn og fjög- ur barnabörn. Útförin fer fram frá Lindakirkju 22. febrúar 2021 klukkan 15. 2.12. 1931, Ólafur, f. 21.4. 1933, Sig- geir, f. 14.6. 1945, d. 17.8. 2005, og Sigríður, f. 11.7. 1951. Signý ólst upp á Þorláksstöðum í Kjós þar til faðir hennar lést 1956 og fluttist þá fjöl- skyldan í Kópa- vog. Hún hóf vinnu við umönnunarstörf á Landakoti. Síðar lá leiðin til Grindavíkur að vinna í fisk- vinnslu. Þar kynntist hún Elísi Nú hefur elsku mamma kvatt okkur eftir stutta en erfiða bar- áttu við krabbamein. Í öllum sín- um veikindum kvartaði hún aldrei og bað ekki um aðstoð heldur fór þetta á hörkunni. Hún vann mikið við umönnunarstörf og síðustu ár- in sem hún var í vinnu vann hún á slysó. Hún þótti skemmtileg á meðal samferðafólks og hafði húmor. Hún var mikil og góð amma, alltaf tilbúin að rétta hjálp- arhönd, t.d. við pössun. Hún var mjög stolt af sínu fólki og þá sér- staklega barnabörnunum og vildi allt fyrir þau gera. Hún var mikil hannyrðakona; prjónaði fyrir Handprjónasam- bandið og Rammagerðina og gat því leyft sér að fara utan fyrir ágóðann. Hún var nær áttræð er hún prjónaði síðustu peysurnar. Hún naut þess að fara til útlanda og fór víða með Bændaferðum og á eigin vegum og hafði gaman af að fræðast um staðina sem hún kom á. Síðustu árin var Tenerife í uppáhaldi og átti hún þá heitustu ósk að komast þangað þegar hún yrði áttræð. Við ætluðum að láta óskina rætast, en þá kom Covid og gerði þann draum að engu. Hún var dýravinur og var hrifin af Haraldi (kisa) og Ylfu (hundi) sem sótti svo til hennar í veikind- unum. Lífið lék ekki alltaf við hana og fékk hún sinn skerf af veikind- um og erfiðleikum sem mótuðu hana og gat hún verið hörð í skoð- unum en jafnframt skilningsrík ef svo bar undir. Hún var hvatvís og á undan sinni samtíð. Hún hefði verið flott ung kona á okkar tím- um, en þótti kannski oft of hrein- skilin og blátt áfram hér áður fyrr. Hún sigraðist á erfiðleikunum og við erum mjög stolt af henni. Við eigum margar góðar minningar sem munu ylja okkur um ókoma tíð. Takk fyrir allt og allt og hvíl í friði elsku mamma, tengda- mamma og amma. Þín verður sárt saknað. Óli, Sæmi, Karen, Vilborg, tengdabörn, ömmubörn og lang- ömmubörn. Karen Mjöll Elísdóttir. Elsku mamma, nú ertu farin í sumarlandið, laus undan þjáning- um veikindanna. Það er erfitt til þess að hugsa að geta ekki tekið upp símann og hringt til þín og spjallað um allt sem mér liggur á hjarta. Minningarnar hrannast upp um þig og líf okkar. Þú fékkst þinn skerf af erfiðleikum og veikindum. Þannig má segja að lífið hafi ekki alltaf leikið við þig. Um tíma þvældist bakkus fyrir þér, en þú sigraðir hann. Þú stóðst upp keik og hélst þínu striki. Ekki varstu mikið fyrir að barma þér, né að biðja um aðstoð. Minningar um öll þau skipti sem þú komst norður og dvaldir hjá okkur eru dýrmætar. Við átt- um margar góðar stundir saman. Á milli barna minna og þín mynd- uðust sérstök tengsl og varst þú börnum mín virkilega góð amma og langamma. Þú spurðir alltaf út í hvernig krökkunum gengi og varst stolt af þeim. Þú varst mikil hannyrðakona og eftir þig liggur heill hellingur af peysum og er ég svo lánsöm að eiga nokkrar til minningar um þig. Síðasta peysan sem þú prjónaðir var peysan hennar Auðar Birnu og þegar þú sagðist ætla að prjóna eins fyrir Ómar Þey, var hann óskaplega glaður og sagði við þig „amma elskar þú mig svona mikið að þú ætlar að prjóna peysu handa mér?“ enda kallaði hann þig prjónaömmu. Þér þótti svo erfitt að viður- kenna að þú hefðir ekki lengur þróttinn til að klára peysuna, en ég mun klára hana fyrir þig. Síðasta ferðin þín norður var með okkur rétt fyrir jól. Þú varst ákveðin í að fara þessa ferð. Vissir að þetta yrðu síðustu jólin þín hérna hjá okkur. Ég dáðist að þér og hörkunni í þér. Þessi tími var ekki auðveldur en mikið sem ég er þakklát fyrir þennan tíma. Það verður skrítið að hafa þig ekki hjá okkur á næstu jólum þar sem þú hefur verið nánast öll jól hér hjá okkur. Elska þig mamma, þín verður sárt saknað. Þín Vilborg Elísdóttir. Amma var einn af mínum helstu stuðningsmönnum í lífinu, sama hvað ég tók mér fyrir hend- ur var amma á hliðarlínunni að hvetja mig áfram. Amma hafði alltaf trú á mér í náminu mínu þótt ég efaðist oft um sjálfa mig. Hún talaði mikið um hvað hún væri stolt af mér og væri alveg hand- viss um að ég myndi klára námið og fara út í heiminn og gera góða hluti. Amma gat verið mjög þrjósk og á tímum hvatvís sem varð stund- um til þess að hún missteig sig. En hún sýndi mér að batnandi mönn- um er best að lifa og síðustu ár sá ég hana þroskast og dafna sem manneskju. Hún kenndi mér svo margt, meðal annars að hafa húm- or fyrir lífinu þótt að það fari ekki alltaf eins og maður vill að það fari. Þrátt fyrir veikindi ömmu var það alltaf fjarri mér að einn dag- inn kæmi að því að ég gæti ekki hringt í hana eða fengið mér pítsu með henni. Við amma áttum oft djúpar umræður um allt milli him- ins og jarðar. Umræðan síðustu mánuðina í lífi ömmu snerist oft um líf eftir dauðann, við ákváðum það í sameiningu að líf eftir dauð- ann væri til staðar og að það gæti verið eins og við vildum hafa það. Rökin okkar fyrir því voru þau að enginn gæti sagt að við hefðum ekki rétt fyrir okkur. Við ímynd- uðum okkur stað þar sem allir ná innri friði og látnir ástvinir taka vel á móti manni. Lífið lék ekki alltaf við ömmu og hafði hún sína djöfla að draga eins og margir aðr- ir. Því næ ég að hugga mig við hugmyndina um að hún hafi náð innri friði og sé umkringd ástvin- um. Líkt og Karen langamma sagði „það eru til tveir heimar og þeir eru báðir fullir af fólki“. Elsku amma mín, þó að þú sért búin að yfirgefa þennan heim sit ég eftir með margar dásamlegar og skemmtilegar minningar um einstaka konu. Takk fyrir allt og ég veit að þú verður alltaf með mér í einhverri mynd. Þín, Karen Birna Ómarsdóttir. Elsku amma mín, hve sárt ég sakna þín. Þú gafst mér svo mikið. Við börnin vorum þér allt. Það gleður mig svo að börnin mín hafi náð að kynnast þér. Ómar Þeyr kallaði þig alltaf prjónaömmu og fannst þér það skemmtilegt, enda máttir þú vera stolt af þeim hæfileikum. Brosið þitt ljómaði í hvert sinn sem við komum til þín eða þú til okkar. Þú varst svo stolt af okkur og hvattir okkur áfram. Ég minnist þess að þú varst í heimsókn hjá okkur þegar ég fékk fyrsta kvíðakastið mitt. Þú hélst utan um mig og hughreystir mig. Ég átti alltaf erfitt með að sofna sem barn en í eitt skiptið var ég í heimsókn í Grindavík hjá Karen frænku og þú varst þar. Þú lagðist hjá mér og sagðir við mig að það hjálpaði þér að fara með bænirnar aftur og aftur þar til þú sofnaðir og ætti ég að prófa það. Þú fórst með bænirnar með mér aftur og aftur þar til ég sofnaði. Ég notaði þessa aðferð oft eftir það og geri enn í dag. Þú varst alltaf svo ráða- góð. Ég gleymi seint fiskibollum í dós með karrísósu og djús eða grilluðum samlokum með tómat- sósu, þær voru bestar hjá þér. Það var alltaf svo gaman að vera hjá þér sem barn. Þú varst með húmor sem gekk stundum alveg fram af manni en það gerði þig bara skemmtilegri. Þú varst amman sem horfðir mikið á kvikmyndir líkt og ég, horfðum við mest á hasar-, spennu- og hryllingsmyndir, það eru ekki allir sem eiga ömmu sem gerir það. Þú varst á undan þínum tíma og hikaðir ekki við að deila með þér erfiðleikum sem þú varðst fyrir þegar þú varst yngri, það var ekki tabú fyrir þér að opna hjartað og losa um tilfinningarnar líkt og mörgum af þinni kynslóð finnst. Þú lést ekki erfiðleika lífs þíns draga þig niður og hélst áfram. Ef eitthvað varðstu bara harðari af þér, sást að maður getur afrekað svo mikið bara sjálfur. Ég passa vel upp á allt sem þú hefur prjónað fyrir börnin mín og sérstaklega lopapeysuna sem þú prjónaðir á mig fyrir brúðkaupið mitt, held fast um hana, hún er mér svo dýrmæt. Ég á enn erfitt með að skilja að þú sért farin til himnaríkis að vaka yfir okkur, að geta ekki komið til þín í kaffisopa og spjall í ferðunum mínum suður mánaðarlega. Elsku amma, guð veri með þér, hvíldu í friði. Við börnin elskum þig svo mikið. Þín Elísa Ósk Ómarsdóttir Elsku amma. Ég trúi því ekki enn þá að þú sért farin en eftir sitja margar dýrmætar minning- ar. Við höfum nú oft hlegið að því í gegnum tíðina að það varst þú sem hleyptir Bergvini mínum inn til mín þegar ég var 15 ára og þá var hann 19 ára og þetta þótti vera aðeins of mikill aldursmunur á þessum tíma. Þú varst að passa okkur stelpurnar á meðan mamma og Rúnar voru í útlöndum og þegar ég var að lauma honum inn í herbergi þá komst þú og sagðir við mig að þú myndir miklu frekar vilja vita af okkur inni í her- bergi saman en einhvers staðar úti á djamminu og hér erum við enn þá saman 20 árum síðar. Það varst líka þú sem fórst með mér í mína fyrstu og einu yfirheyrslu sem ég hef farið í á ævinni. Við sem sagt fórum hópur saman inn í sundlaugina eina nóttina og það er fyndið að hugsa til þess þegar þú varst að bakka mig upp við lög- regluþjóninn sem var að taka af mér skýrslu og þér fannst þetta nú ekki vera mikið mál og þú bent- ir lögregluþjóninum á að þau hefðu nú sjálf einu sinni verið ung og tekið þátt í einhverri vitleysu. Við höfum farið saman í nokkrar utanlandsferðir. Þú bauðst mér og Signý frænku út til Portúgals þeg- ar við vorum átta ára gamlar, það var mín fyrsta ferð til útlanda og það var yndisleg ferð. Ég á svo margar yndislegar minningar um okkur saman og þú varst svo stolt og ánægð með okkur og hafðir svo gaman af því að fylgjast með stelpunum mínum. Það verður skrítið að mæta á símamótið í fót- boltanum í sumar og koma ekki til þín í leiðinni. Síðustu 10 árin höf- um við mætt með hjólhýsið okkar í Kópavoginn á þetta mót og þar sem þú bjóst þarna við hliðina reyndirðu alltaf að koma í heim- sókn til okkar í hjólhýsið og með okkur að horfa á stelpurnar keppa. Núna síðustu vikurnar þín- ar í veikindunum varstu hér hjá mömmu í Grindavík og þetta var svo dýrmætur tími þótt það hafi verið sárt og erfitt að sjá þig smátt og smátt hverfa frá okkur. Þú varst mikill dýravinur og elskaðir þegar við komum með Ylfu okkar til þín. Ég reyndi að koma með hana á hverjum degi eftir að þú komst hingað til mömmu og hún hljóp alltaf beint í fangið á þér og sleikti þig í framan. Þú sagðir allt- af að hún fyndi á sér hvað væri í gangi og ég held að það sé rétt hjá þér. Það var erfitt að mæta með Ylfu heim til mömmu eftir að þú varst farin, hún labbaði um allt og leitaði að þér. Hún labbaði að stólnum sem þú sast alltaf í og þef- aði af honum, næst fór hún út í bíl- skúr til að athuga hvort þú værir þar því þar hafðir þú alltaf setið og reykt. Það var sárt að fylgjast með henni því það minnti mann á að þú værir farin frá okkur. Elsku amma, ég veit að þú munt fylgjast með okkur og við munum halda áfram að ylja okkur við minning- arnar. Elska þig elsku amma, sjáumst seinna. Þín Hildur María. Signý Ósk Ólafsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengafaðir og afi, ÁSMUNDUR EYJÓLFSSON flugstjóri, lést á Hrafnistu Skógarbæ 17. febrúar. Útför hans fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 26. febrúar klukkan 13. Þuríður Ísólfsdóttir Hjördís Ásmundsdóttir Ágúst Sigurðarson Ríta Kristín Ásmundsdóttir Kjartan Norðdahl Ísólfur Ásmundsson Íris Björg Jónsdóttir Kristín Birna Rítudóttir og barnabörn Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, NINNA DÓRÓTHEA LEIFSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, lést á Landspítalanum sunnudaginn 24. janúar. Útförin fór fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 18. febrúar að viðstöddum nánustu ættingjum og vinum. Lis Sveinbjörnsdóttir Anna Lange Leifur L. Garðarsson Ása Viðarsdóttir Jóhanna Vilhelmína Jóhannesdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.