Morgunblaðið - 22.02.2021, Page 25

Morgunblaðið - 22.02.2021, Page 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2021 „KANN AÐ VALDA SVIMA, SKERÐINGU Á SJÓNSVIÐI OG EYRNASUÐI.” „þetta er nýja … „ofurnálin.”” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að dansa eins og enginn sé að horfa. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ELÍN, ÉG GÆTI HORFT Í ÞÍN ÆGIFÖGRU AUGU Í ALLT KVÖLD ER ÞETTA ÖNNUR LEIÐ TIL AÐ TJÁ MÉR AÐ ÞÚ ÆTLIR EKKI AÐ TALA VIÐ MIG? HRÓLFUR, HJÁLPAÐU MÉR AÐ VELJA ILMKERTI! MIG LANGAR Í LOFNARBLÓM! EN ÞIG? ÞEF NUS ÉG ER AÐ LEITA AÐ EINU MEÐ BEIKONILMI! leg lífsreynsla að kynnast konum alls staðar að úr heiminum, að sækja þær heim og fá í heimsókn.“ Fjölskylda Eiginmaður Hildar er Karl Karls- son, f. 17.11. 1928, vélfræðingur. „Fyrstu hjúskaparárin voru á Þórs- götu 17 þar sem ég ólst upp, en 1957 fluttum við í raðhús sem við byggð- um í Kópavogi á Skólatröð 11. Frá því í janúar 1984 höfum við verið bú- sett í Garðabæ.“ Foreldrar Karls voru hjónin Karl Finnbogason, f. 1875, d. 1952, skólastjóri á Seyðis- firði og Vilhelmína Ingimundar- dóttir, f. 1890, d. 1956, húsfreyja. Börn Hildar og Karls eru Hafdís Þóra, f. 1954, viðskipta- og tölvunar- fræðingur; Vilhjálmur Karl, f. 1955, vélfræðingur og iðnfræðingur, og Hálfdan, f. 1959, viðskiptafræðingur MBA. Þau eru öll vel gift og búa á höfuðborgarsvæðinu. Ömmubörnin eru sjö, fædd 1978-1998, og lang- ömmubörnin eru 11 á aldrinum átta mánaða til 18 ára. Systkini Hildar eru Hadda Hálf- danardóttir, f. 12.6. 1935, búsett í Kópavogi; Jakob Hálfdanarson, f. 1.1. 1942, tæknifræðingur, búsettur í Reykjavík, og dr. Jón Hálfdanarson, f. 19.5. 1947, eðlisfræðingur, búsett- ur í Reykjavík. Foreldrar Hildar voru hjónin Þórný Jónsdóttir, f. 27.4. 1904, d. 7.12. 1955, kaupmaður í versluninni Kjöti og fiski og húsfreyja, og Hálf- dan Eiríksson, f. 24.6. 1901, d. 28.5. 1981, kaupmaður í Kjöti og fiski í Reykjavík og síðar starfsmaður hjá Skattstofu Reykjavíkur. Hildur Hálfdanardóttir Guðríður Eiríksdóttir húsfreyja í Kollstaðagerði, f. á Hafursá. Fórst í snjóflóðinu á Seyðisfirði 1885 Sigurður Guttormsson bóndi í Kollstaðagerði á Völlum, S-Múl. Halldóra Sigurðardóttir húsfreyja á Þverá, í Reykjavík og Hafnarfirði Jón „Þveræingur“ Jónsson bóndi á Þverá og bókhaldari í Reykjavík Þórný Jónsdóttir húsfreyja og stofnaði og byggði upp með manni sínum verslunina „Kjöt og fiskur“ Herdís Ásmundsdóttir húsfreyja á Þverá, frá Stóru- Völlum í Bárðardal Jón Jóakimsson bóndi á Þverá í Laxárdal, S-Þing. Petrína Kristína Pétursdóttir Jónssonar Þorsteinssonar ættföður Reykjahlíðarættarinnar, húsfreyja á Grímsstöðum Jakob Hálfdanarson bóndi á Grímsstöðum í Mývatnssveit og einn aðalstofnandi Kaupfélags Þingeyinga Jakobína Jakobsdóttir kennari og einstæð móðir eftir skilnað, lengst á Eyrarbakka Eiríkur Þorbergsson ljósmyndari og snikkari á Húsavík, flutti til Vesturheims 1910 Sigríður Andrésdóttir húsfreyja í Syðri-Tungu, frá Bakka á Tjörnesi Þorbergur Eiríksson bóndi í Syðri-Tungu á Tjörnesi Úr frændgarði Hildar Hálfdanardóttur Hálfdan Eiríksson kaupmaður og eigandi verslunarinnar „Kjöt og fiskur“ í Reykjavík Ég hef verið að fletta bókum föð-ur míns. Þar var „Ég læt allt fjúka“ eftir Ólaf Davíðsson, en Finnur Sigmundsson lands- bókavörður bjó til prentunar. Hann gaf föður mínum bókina með þess- ari áritun (LHB er skammstöfun fyrir Lárus H. Blöndal): L H B fyrir utan spé Ólaf D. ég læt í té. Lof sé g. Mitt fósturfé fær þar hlé hjá valmenne. Bókin er skemmtileg og fróðleg. Þar fer Ólafur með tvær stökur eft- ir Guðlaug Guðmundsson, sem síð- ast sat prestur á Stað í Steingríms- firði, en hann hafði ort við skál: Drekkum bræður, bræðra skál, burtu hrindum kvíða; hressum okkar hrelldu sál, hröð er stund að líða. Engri neitum unaðsrós, anda meðan hrærum, enginn veit hvort lífsins ljós lýsir vorum hærum. Ólafur segir að þessar vísur séu ekki svo bölvaðar og bætir við: „Ég ætla að kríta hér vísu eftir Þorstein Skúlason, er hann gjörði á ungum aldri“: Ég vil eiga úr og kvon, og að hvortveggju hlúa, svo fái ég séð hve fagran son ég fljótur er til að búa. Björn Ingólfsson segir á Boðn- armiði: „Fyrir daga plasts voru málningarfötur úr blikki og þóttu góðar til ýmislegs brúks þegar búið var að tæma þær. Ingi málari rétti nágranna sínum eina slíka og sagði að hún kostaði vísu. Hún kom: Hvar sem Ingi um foldu fer flatir honum liggjum vér. Fyrir skjólu þakka ég þér þó að lítils virði er. Höfundurinn var greinilega á undan sinni samtíð af því að þetta var löngu áður en viðtengingar- hátturinn fór að bögglast fyrir mönnum.“ Þessi upprifjun gaf Sigurlínu Hermannsdóttur tilefni til að skrifa: „Við horfum upp á hægfara dauða viðtengingarháttar. Æ oftar heyrast setningar eins og: Ég held að hann kemur, eða: Ég vona að þú ert ánægð.“ Vísa í viðtengingarhætti Efalaust það einhvern kætti sem ýmsum fyndist málið bætti ef hindra þessa þróun mætti og þyrma viðtengingarhætti. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Stökur frá Höfn og vísa í viðtengingarhætti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.