Morgunblaðið - 22.02.2021, Page 26
KÖRFUBOLTINN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Haukar jöfnuðu Keflavík og Val að
stigum í efstu sætum úrvalsdeildar
kvenna í körfuknattleik, Dominos-
deildarinnar, þegar liðið fékk Fjölni í
heimsókn í Ólafssal á Ásvöllum í
Hafnarfirði í tíundu umferð deild-
arinnar í gær.
Leiknum lauk með tveggja stiga
sigri Hauka, 85:83, en Haukar leiddu
með 16 stigum í hálfleik, 52:36.
Fjölniskonum tókst að minnka
muninn og þær komust yfir, 76:75, í
fjórða leikhluta en Hafnfirðingar
reyndust sterkari á lokamínútunum.
Alyeasha Lovett átti stórleik fyrir
Hauka, skoraði 28 stig, tók fimm frá-
köst og gaf fimm stoðsendingar, og þá
skoruðu þær Lovísa Björt Hennings-
dóttir og Þóra Jónsdóttir 13 stig hvor.
Ariel Hearn var stigahæst Fjölnis-
kvenna með 40 stig og sex fráköst.
Stórsigur Vals í Borgarnesi
Þá skoraði Kiana Johnson 32 stig
fyrir Val þegar liðið heimsótti Skalla-
grím í Borgarnes. Valskonur leiddu
með 12 stigum í hálfleik, 44:32, en
leiknum lauk með 91:65-stórsigri
Vals.
Keira Robinson skoraði 20 stig fyr-
ir Skallagrím og Sanja Orozovic 18
en Skallagrímur, sem varð bikar-
meistari í fyrsta sinn á síðustu leiktíð,
ætlaði sér stóra hluti á leiktíðinni.
Gengi liðsins hefur hins vegar verið
afar dapurt og hefur það aðeins unnið
fjóra leiki af fimm á tímabilinu.
Þá vann KR sinn fyrsta leik á tíma-
bilinu þegar liðið fékk Snæfell í heim-
sókn í DHL-höllina í Vesturbæ.
Leiknum lauk með fjögurra stiga
sigri KR, 78:74, en Vesturbæingar
leiddu með fimm stigum í hálfleik,
41:36.
Annika Holopainen skoraði 33 stig
og tók sextán fráköst fyrir KR-inga
og þá átti Ashley McCutcheon einnig
mjög góðan leik, skoraði 19 stig og
gaf 12 stoðsendingar.
Anna Soffía Lárusdóttir var stiga-
hæst í liði Snæfells með 22 stig og
Tinna Guðrún Alexandersdóttir
skoraði 16 stig.
Fjórði sigurleikur Hauka í röð
Valskonur fóru illa með Skallagrím
Fyrsti sigur KR kom gegn Snæfelli
Morgunblaðið/Íris
Barátta Það var hart tekist á í Vesturbænum í leik KR og Snæfells.
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2021
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Austurberg: ÍR – Haukar......................... 18
Hleðsluhöllin: Selfoss – Grótta............ 19.30
Origo-höllin: Valur – Afturelding ....... 19.40
Í KVÖLD!
Kjartan Henry
Finnbogason skor-
aði sigurmark Esb-
jerg gegn Fre-
dericia í dönsku
B-deildinni í knatt-
spyrnu á laug-
ardaginn en hann
er nýkominn til fé-
lagsins. Íslending-
urinn var í byrj-
unarliði Esbjerg í
annað sinn og skoraði sigurmark leiks-
ins í 1:0-sigri á 72. mínútu með skalla.
Sex mínútum síðar var hann tekinn af
velli og Andri Rúnar Bjarnason kom inn
á. Þá er Ólafur Kristjánsson þjálfari
liðsins sem er í öðru sæti, tveimur stig-
um á eftir toppliði Viborg. Kjartan er
dönsku B-deildinni vel kunnugur en
hann hefur tvisvar áður leikið í henni. Í
tvö fyrri skiptin hefur KR-ingurinn stað-
ið uppi sem markakóngur deildarinnar,
með 17 mörk í bæði skiptin. Fyrst með
Horsens vorið 2016 og síðan aftur með
Vejle fyrir tæpu ári, eða um sumarið
2020.
Aron Jóhannsson fer vel stað með
Lech Poznan í pólsku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu en hann skoraði sigurmark
liðsins í 1:0-sigri á heimavelli gegn
Slask Wroclaw í gær. Þetta var fyrsti
leikur framherjans með liðinu en Aron,
sem lék með Hammarby í Svíþjóð á síð-
Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn
Þórðarson var á skotskónum fyrir belg-
íska B-deildarfélagið Lommel þegar lið-
ið fékk Lierse í heimsókn. Kolbeinn,
sem er á sínu öðru tímabili með Lom-
mel, jafnaði metin fyrir sitt lið á 38.
mínútu áður en Arno Verschueren
tryggði Lommel sigur á 76. mínútu.
Markið var það þriðja sem Kolbeinn
skorar í belgísku B-deildinni og annað
markið hans á tímabilinu. Lommel er í
fjórða sæti deildarinnar með 31 stig, 19
stigum á eftir Union Saint-Gilloise sem
situr í toppsætinu.
Bjarki Már Elísson skoraði fimm
mörk fyrir Lemgo sem gerði 27:27-
jafntefli gegn toppliði Flensburg í þýsku
1. deildinni í handknattleik í gær. Alex-
ander Petersson er meiddur og var því
Eitt
ogannað
Kjartan Henry
Finnbogason ustu leiktíð, var í byrjunarliði Lech
Poznan og skoraði sigurmarkið á 57.
mínútu. Hann var tekinn af velli á 75.
mínútu. Lech Poznan er í 10. sæti af 16
liðum með 22 stig eftir 18 leiki.
Aron
Jóhannsson
Lengjubikar karla
HK – Afturelding ..................................... 2:0
Víkingur Ó. – KA...................................... 0:5
FH – Víkingur R....................................... 1:6
KR – Fram ................................................ 8:2
Þór – Kórdrengir...................................... 1:3
Keflavík – Vestri....................................... 5:0
Selfoss – Grótta ........................................ 0:2
Leiknir R. – ÍBV....................................... 4:1
Fjölnir – Fylkir......................................... 1:4
England
Liverpool – Everton ................................ 0:2
Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem
varamaður hjá Everton á 59. mínútu og
skoraði annað mark liðsins.
Arsenal – Manchester City..................... 0:1
Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í leik-
mannahópi Arsenal.
Burnley – WBA ........................................ 0:0
Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í
leikmannahópi Burnley vegna meiðsla.
Southampton – Chelsea ........................... 1:1
Burnley– WBA ......................................... 0:0
Fulham – Sheffield United ...................... 1:0
West Ham – Tottenham .......................... 2:1
Aston Villa – Leicester ............................ 1:2
Manchester United– Newcastle ............. 3:1
Staðan:
Manch. City 25 18 5 2 50:15 59
Manch. Utd 25 14 7 4 53:32 49
Leicester 25 15 4 6 44:27 49
West Ham 25 13 6 6 39:29 45
Chelsea 25 12 7 6 41:25 43
Liverpool 25 11 7 7 45:34 40
Everton 24 12 4 8 37:33 40
Aston Villa 23 11 3 9 37:26 36
Tottenham 24 10 6 8 37:27 36
Arsenal 25 10 4 11 31:26 34
Wolves 25 9 6 10 26:32 33
Leeds 24 10 2 12 40:43 32
Southampton 24 8 6 10 31:40 30
Crystal Palace 24 8 5 11 27:42 29
Burnley 25 7 7 11 18:30 28
Brighton 24 5 11 8 25:30 26
Newcastle 25 7 4 14 26:43 25
Fulham 25 4 10 11 21:32 22
WBA 25 2 8 15 19:55 14
Sheffield Utd 25 3 2 20 15:41 11
B-deild:
Millwall – Wycombe ................................ 0:0
Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem
varamaður hjá Millwall á 85. mínútu.
Þýskaland
B-deild:
St. Pauli – Darmstadt.............................. 3:2
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik-
inn með Darmstadt.
Ítalía
Sassuolo – Bologna.................................. 1:1
Andri Fannar Baldursson kom inn á sem
varamaður hjá Bologna á 81. mínútu.
B-deild:
Brescia – Cremonese .............................. 1:2
Birkir Bjarnason lék allan leikinn með
Brescia, Hólmbert Aron Friðjónsson kom
inn á sem varamaður á 82. mínútu.
Rússland
Bikarkeppnin, 16-liða úrslit:
CSKA Moskva – Khabarovsk ................. 2:0
Hörður Björgvin Magnússon lék allan
leikinn með CSKA Moskvu. Arnór Sigurðs-
son lék fyrstu 73. mínúturnar.
Holland
Venlo – AZ Alkmaar ............................... 1:4
Albert Guðmundsson lék allan leikinn
með AZ Alkmaar.
Grikkland
PAOK – Lamia ......................................... 4:0
Sverrir Ingi Ingason var ekki í leik-
mannahópi PAOK.
Theódór Elmar Bjarnason lék allan leik-
inn með Lamia.
Danmörk
Bröndby – Vejle ....................................... 2:1
Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn
með Bröndby.
AGF – SönderjyskE................................. 2:0
Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 85.
mínúturnar með AGF.
Ísak Óli Ólafsson var ekki í leikmanna-
hóp SönderjyskE.
Horsens – OB............................................ 0:0
Ágúst Eðvald Hlynsson kom inn á sem
varamaður á 79. mínútu hjá Horsens.
Aron Elís Þrándarson kom inn á sem
varamaður hjá OB á 78. mínútu, Sveinn Ar-
on Guðjohnsen var ekki í hópnum.
Svíþjóð
Bikarkeppnin:
Hammarby – Eskilstuna ......................... 4:1
Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með
Hammarby.
Häcken – Dalkurd ................................... 2:0
Oskar Tor Sverrisson lék allan leikinn
með Häcken, Valgeir Lunddal Friðriksson
lék fyrstu 20 mínúturnar.
ENGLAND
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Fátt virðist geta komið í veg fyrir
að Manchester City verði Eng-
landsmeistari í fótbolta þrátt fyrir
að þrettán umferðir séu eftir af
ensku úrvalsdeildinni. City vann
sinn átjánda leik í röð í öllum
keppnum er liðið lagði Arsenal 1:0 á
útivelli í gær. Sigurinn var þrett-
ándi í röð í ensku úrvalsdeildinni og
virðast lærisveinar Guardiola vera
óstöðvandi, en gengið hefur meira
að segja komið spænska stjóranum
á óvart.
„Ég er hissa en heillaður. Á með-
an öll önnur lið eru að tapa stigum
höfum við verið mjög stöðugir í tvo
mánuði og ég átti ekki von á því,“
sagði Guardiola við BBC eftir leik.
Grannarnir í Manchester United
eru enn tíu stigum fyrir aftan eftir
sigur á Newcastle á Old Trafford,
3:1. Staðan var 1:1 í hálfleik en
United var miklu betra liðið í seinni
hálfleik og var sigurinn verðskuld-
aður.
Eins og oft áður skoraði Bruno
Fernandes úr vítaspyrnu og þá
lagði hann upp eitt mark sömuleiðis.
Fernandes hefur skorað 15 mörk og
lagt upp 10 til viðbótar á leiktíðinni,
en sjaldgæft er að einn leikmaður
hafi eins mikil áhrif á eitt lið í þeim
gæðaflokki sem Manchester United
er í.
Eins og Manchester United þá er
Leicester með 49 stig í þriðja sæti
eftir 2:1-sigur á Aston Villa. Liðið
hefur aðeins tapað einum leik í sex-
tán síðustu leikjum í öllum keppn-
um. Leicester var á svipuðum stað í
deildinni á síðustu leiktíð og áttu því
eflaust einhverjir von á að Leicester
yrði í baráttunni um Evrópusæti.
Mourinho í basli
Það voru hins vegar fáir sem áttu
von á að West Ham yrði í slíkri bar-
áttu en liðið vann 2:1-sigur á Tott-
enham og fór fyrir vikið upp í fjórða
sæti. David Moyes er að gera gífur-
lega góða hluti með West Ham eftir
að margir höfðu afskrifað Skotann.
West Ham hefur aðeins tapað ein-
um leik af síðustu ellefu í deildinni.
Tottenham er hins vegar í basli í ní-
unda sæti með aðeins einn sigur í
síðustu sex deildarleikjum. José
Mourinho knattspyrnustjóri Totten-
ham er þó handviss um að slæmt
gengi sé ekki honum að kenna.
„Mínar aðferðir eru með þeim
bestu í heiminum,“ sagði Mourinho
kokhraustur að vanda við Sky eftir
leik.
Á laugardag var Gylfi Þór Sig-
urðsson áberandi í 2:0-sigri Everton
á erkifjendunum í Liverpool á An-
field, en sigurinn var sá fyrsti hjá
Everton á vellinum í deildinni síðan
1999. Gylfi skoraði annað markið úr
víti eftir að hafa komið inn á sem
varamaður skömmu áður. Gylfi hef-
ur nú skorað þrjú mörk á Anfield í
ensku úrvalsdeildinni. Liverpool er í
miklu tjóni eftir fjögur töp á heima-
velli í röð í deildinni og fjögur deild-
artöp í röð, heima og heiman.
Fyrr um daginn hikstaði Chelsea
gegn Southampton og varð að gera
sér að góðu eitt stig, 1:1. Chelsea,
undir stjórn Thomas Tuchels, er í
fimmta sæti, tveimur stigum frá
Meistaradeildarsæti.
Getur einhver
stöðvað City?
Átján sigrar í röð Gylfi skoraði
AFP
Óstöðvandi Manchester City vann enn og aftur í ensku úrvalsdeildinni gær.