Morgunblaðið - 26.02.2021, Síða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2021
● Brandr vörumerkjastofa veitti í gær
viðurkenningar fyrir bestu vörumerkin
árið 2020 en þetta er í fyrsta sinn
sem verðlaunin eru afhent. Verðlaunin
voru veitt í fjórum flokkum og voru
tveir á fyrirtækjamarkaði og tveir á
einstaklingsmarkaði. Þeim var síðan
skipt upp eftir starfsmannafjölda.
Á fyrirtækjamarkaði (50 eða fleiri
starfsmenn) fengu Meniga og Aldred-
.is verðlaun (49 eða færri starfs-
menn). Og á einstaklingsmarkaði
66°Norður (50 eða fleiri) og Omnon
(49 eða færri).
Meniga og Alfred.is
meðal verðlaunahafa
Þór Steinarsson
thor@mbl.is
„Þetta mun lækka fjármagnskostnað
hjá okkur um hér um bil 200 milljónir
á ári næstu 15 árin,“ segir Kjartan
Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykja-
nesbæjar, um endurfjármögnun á
skuld sveitar-
félagsins við Líf-
eyrissjóð starfs-
manna ríkisins
(LSR), en henni er
nú lokið eftir að
viðræður við
Lánasjóð sveitar-
félaga báru árang-
ur. Skuldin við
LSR var 8,4 millj-
arðar til 25 ára og
bar 4,2% vexti en lánin frá Lánasjóði
sveitarfélaga bera umtalsvert lægri
vexti.
„Lánin eru tekin í gegnum Lána-
sjóð sveitarfélaga með veði í útsvari.
Þetta eru nokkur lán enda há upphæð
og það eru mismunandi kjör á þeim.
En vextir eru almennt í kringum
1,5%,“ segir Kjartan Már um nýju
vaxtakjörin sem hafi jákvæð áhrif á
rekstur sveitarfélagsins næstu ár.
„Við getum alveg notað 200 millj-
ónir í viðbót á ári til margvíslegra ann-
arra hluta en að borga vexti,“ segir
Kjartan Már um ávinninginn.
Nýtist til annarra verka
Skuldin við LSR varð til við endur-
skipulagningu efnahags Reykjanes-
bæjar á síðasta kjörtímabili, árin 2014
til 2018. Ef skuldin hefði verið greidd
að hluta eða í heild fyrir lok febrúar
hefði bærinn þurft að greiða upp-
greiðslugjald en eftir mánaðamótin
fellur gjaldið niður.
„Þess vegna erum við að endurfjár-
magna núna og við munum gera þetta
upp við LSR í byrjun mars í tvennu
lagi,“ útskýrir bæjarstjórinn.
Skuldir Reykjanesbæjar eru enn
umtalsverðar en þær eru að lang-
mestu leyti í formi ofangreindrar
skuldar og annarra lána frá Lánasjóði
sveitarfélaga, meðal annars vegna
uppbyggingar í Helguvíkurhöfn. Þá
tók bærinn 1,5 milljarða að láni til að
byggja hjúkrunarheimili en ríkið leig-
ir húsnæðið af bænum og eru leigu-
greiðslur því eins vel tryggðar og
kostur er, að sögn Kjartans Más.
Skulda smávegis til bankanna
„Við skuldum enn eitthvað smá-
vægilegt til bankanna vegna fast-
eignakaupa fyrri bæjarstjórnar. Lán-
in eru á þannig kjörum að við þurfum
að fara að skoða þau. Þetta eru ekki
hagstæðustu lánin en heldur ekki þau
óhagstæðustu. Síðan eru þetta að
miklu leyti lífeyrisskuldbindingar. Við
skuldum enn töluverða fjármuni, yfir
40 milljarða í skuldum og skuldbind-
ingum,“ segir Kjartan Már.
Horfur í atvinnumálum séu þó góð-
ar til lengri tíma litið þrátt fyrir mikið
atvinnuleysi í Reykjanesbæ. Reynslan
af niðursveiflum á Keflavíkurflugvelli
sýni að þótt samdráttur verði á vell-
inum hafi hann alltaf náð sér á strik
aftur og orðið öflugri ef eitthvað er.
Kjartan nefnir fyrirhugaða upp-
byggingu Isavia á Keflavíkurflugvelli
sem dæmi um verklegar framkvæmd-
ir sem vonir eru bundnar við að muni
fjölga störfum og hafa um leið marg-
feldisáhrif í verslun og þjónustu á
Suðurnesjum. „Isavia hefur fengið á
annan tug milljarða í nýtt hlutafé frá
ríkinu til að standa straum af fram-
kvæmdunum og það mun hafa áhrif út
í samfélagið hér og við erum mjög
ánægð með það,“ segir Kjartan Már.
Uppbygging í Njarðvíkurhöfn
Annað verkefni sem vonir eru
bundnar við er fyrirhuguð uppbygg-
ing við Njarðvíkurhöfn en byggja á
upp aðstöðu fyrir útgerðir á svæðinu
til framtíðar. Til þess þarf að byggja
nýjan sjóvarnargarð og hefur bærinn
náð samkomulagi við ríkið um framlag
þess vegna verkefnisins.
Fyrirhugað er að reisa hjúkrunar-
heimili og nýja heilsugæslustöð og í ár
er áformað að setja af stað skipulags-
samkeppni á EES-svæðinu um nær-
svæði Keflavíkurflugvallar.
„Það er þekkt fyrirbæri úti í heimi
að stórir flugvellir hafa laðað til sín alls
konar fyrirtæki sem vilja vera nálægt
flugvöllum. Með okkur til ráðgjafar
verður Max Hirsh, doktor frá Har-
vard, sem er sérfræðingur í uppbygg-
ingu nærsvæða flugvalla og það verð-
ur mjög fróðlegt að sjá hvernig þetta
verkefni þróast í nánustu og lengri
framtíð,“ segir Kjartan Már.
Teikning/Isavia
Drög Svona gæti flugstöðin litið út að loknum framkvæmdum 2021-25 með
nýrri tengibyggingu, viðbyggingu við suðurbyggingu og bílastæðahúsi.
Sparar Reykjanesbæ um
200 milljónir árlega í 15 ár
8,4 milljarða króna skuld við LSR verður gerð upp í mars
Kjartan Már
Kjartansson
Snorri Másson
Baldur Arnarson
Íslendingar hafa verið umtalsvert
iðnari við að kaupa sér hljóðfæri í
kórónuveirufaraldrinum en áður.
Þannig hafa búsifjarnar ekki verið
eins þungar hjá hljóðfæraverslunum
og hefði mátt vænta við fyrstu sýn.
Tónleikahald hefur þó legið alveg í
láginni, þannig að verslanir eins og
HljóðX RÍN, sem hvort tveggja selja
hljóðfæri og sinna uppsetningu hljóð-
kerfa, hafa haldið sér uppi á hljóð-
færasölunni.
Hefur meira milli handanna
„Það hefur verið mjög góður gang-
ur í sölu hljóðfæra. Ég held að ein
skýringin sé að fólk hafi meiri pen-
inga milli handanna. Það er ekki að
eyða þeim í ferðalög,“ segir Ingólfur
Arnarson, framkvæmdastjóri HljóðX
RÍN. Rekstur þeirrar verslunar er
þó þrískiptur og þar inni eru líka
tækjaleiga og hljóðkerfaþjónusta. Því
hefur samdrátturinn verið 40% í
heildarveltu fyrirtækisins enda stór-
viðburðir eins og menningarnótt og
Secret Solstice fallið niður.
Morgunblaðið heyrði einnig hljóðið
í Hljóðfærahúsinu og Tónastöðinni
og höfðu fulltrúar þeirra sömu sögu
að segja: Hljóðfærahúsið jók veltuna
um 20% á milli ára 2019 og 2020 og
Tónastöðin um 14%.
„Fyrstu dagar takmarkana sl. vor
voru auðvitað eins og eyðimörk og þá
fór maður fyrst í varnargírinn en
þegar fólk jafnaði sig aðeins og fór
að ná vopnum sínum fórum við að
merkja stígandi breytingu,“ segir
Arnar Þór Gíslason, framkvæmda-
stjóri Hljóðfærahússins. „Þegar á
móti blæs sækir þjóðin í að gera eitt-
hvað fyrir sjálfa sig og hvað er þá
betra en tónlistin?“ spyr Arnar Þór.
Þannig hafi allar gerðir hljóðfæra
farið að seljast, rafmagnspíanó og
kassagítarar til dæmis, en einnig hafi
fólk verið að koma sér upp heilu
heimahljóðverunum til að geta tekið
þar upp.
Sá elsti 94 ára
Andrés Helgason, eigandi Tóna-
stöðvarinnar, hefur svipaða sögu að
segja. „Það hefur verið mikill kippur
í þessum helstu hljóðfærum. Það er
greinilegt að fólk gaf sér loks tíma til
að gera það sem það hafði haft í huga
lengi. Það var áberandi að þetta var
helst fólk á miðjum aldri og þar upp
úr. Okkar elsti viðskiptavinur er til
dæmis 94 ára og hann var að koma
hingað að kaupa bassa í fyrsta skipti
hér á dögunum,
sem hann ætlar
að læra á,“ segir
Andrés.
Það sama hafi
gerst nú og 2008,
að þrátt fyrir
samdrátt í efna-
hagslífinu leiti
fólk í tónlistina.
Ólíkt því sem þá
var kom vöru-
skorturinn nú sér illa. Framleiðsla á
ýmsum smáhlutum í ýmis hljóðfæri
fór úr skorðum víða um heim, sem
olli því að erfitt var að panta
ákveðnar vörur inn. Arnar Þór í
Hljóðfærahúsinu sagði einnig frá
þeim erfiðleikum.
Hlaðvarpið í sókn
Í Tónastöðinni fæst loks allt til
hlaðvarpsgerðar en sala á slíkum
vörum fór að sögn Andrésar á fullan
snúning þegar faraldurinn hófst, og
raunar einnig fyrr. „Þar hefur selst
allt sem við fáum. Þetta er greinilega
orðið nýi mátinn til að koma frá sér
tíðindum og fróðleik og það er
lykilatriði að vera með gott hljóð,“
segir Andrés.
Sprenging í hljóðfærasölu
20% vöxtur hjá Hljóðfærahúsinu Fullorðnir að eltast við gamla drauma
Í faraldri Það kemur sér vel að
fjöldi nýrra píanóa getur beint
hljóðinu í heyrnartól.
Morgunblaðið/Kristinn Ingólfur
Arnarson
Arnar Þór
Gíslason
Andrés
Helgason
Sjáum um allar
merkingar
Höfðabakka 9, 110 Rvk | www.runehf.is
Gísli, sölu- og markaðsstjóri
vinnufatnaðar
Sími 766 5555 | gisli@run.is
ÖRYGGIS-
SKÓR
VANDAÐUR
VINNUFATNAÐUR
6424
6202
55505536
3307 3407
SAFE & SMART
monitor
STUTT
26. febrúar 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 127.36
Sterlingspund 179.73
Kanadadalur 101.3
Dönsk króna 20.79
Norsk króna 15.085
Sænsk króna 15.323
Svissn. franki 140.23
Japanskt jen 1.2018
SDR 183.8
Evra 154.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 187.0567
Hrávöruverð
Gull 1807.25 ($/únsa)
Ál 2145.5 ($/tonn) LME
Hráolía 65.06 ($/fatið) Brent