Morgunblaðið - 26.02.2021, Side 15

Morgunblaðið - 26.02.2021, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2021 Kraumar Hverasvæðið á Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal er fallegt á að líta, af jörðu sem af himni. Íbúar njóta hitans í iðrum jarðar með húshitun, sundlaug, garðyrkju og baðstað. Eggert Von er líklega með fegurstu orðum ís- lenskrar tungu. Þegar svo alvarlegur úrskurð- ur um fegurð er kveð- inn upp er rétt að stað- setja fallegt orð meðal annarra tilfinninga. Sá er þetta ritar staðsetur vonina sem þrá milli sársauka og sáttar- gjörðar, eftir atvikum með fyrirgefningu. Á sama veg er spilling með nei- kvæðustu orðum íslenskrar tungu. Enn fremur er traust von um sann- girni. En sælir eru þeir sem aldrei festa von sína á einu framar öðru; þeim bregst fátt. Þá má spyrja hvort lágir stýrivext- ir séu algildur mælikvarði á traust til seðlabanka. Lágir stýrivextir kunna að vera vísbending um aðstæður fyrir spillingu. Úrskurður um spillt samfélag Nýlega kváðu tveir huldumenn upp huglægan úrskurð um spillingu meðal okkar hinna. Það var hraust- lega gert. „Sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrstur steini á hana.“ Svo segir í Jóhannesarguðspjalli að Frelsarinn hafi sagt þegar kona sem var talin hafa drýgt hór var færð fyrir hann. Almennt er talið að menn eigi einfald- an hór við samvisku sína. Það að klína hóri og spillingu upp á heila þjóð nálgast að bera ljúgvitni gegn náunga sínum. Er það spilling hjá stjórnvöldum að staldra við stjórnar- skrárbreytingar sem hafa farið í gegnum óskiljanlegt ferli og skoðanakönnun sem gerð var í opinberri þjóðaratkvæða- greiðslu? Getur þrá- hyggja einhverra um stjórnarskrá verið til- efni til altæks úrskurð- ar um spillingu annarra í samfélagi? Það má einnig vera að sá sem treystir yfir- völdum sé ekki maður! Því verði mannsbragur á úrskurðum um spill- ingu! Huglægt og hlutlægt Það er erfitt að kveða upp huglæga úrskurði án þess að hafa hlutlæga mælikvarða. Tveir valinkunnir snill- ingar geta ekki lagt mat á verðþróun án hlutlægs mats. Það kunna að vera að skekkjur og bjögun í hefðbundinni verðbólgumælingu. En bjögunin minnkar verulega þegar breytingin er mæld á hlutlægan hátt. Sennilega er verðbólga nálægt því að vera hlutlægur mælikvarði á undirrót spillingar. Fyrir utan það að óðaverðbólga getur af sér siðlausa stjórnarhætti eða siðlausir stjórnar- hættir geta af sér óðaverðbólgu. Spurningar um spillingu Fyrir utan hlutlægan mælikvaða verðbólgu varðandi spillingu kann að vera rétt að leita svara við nokkrum spurningum áður en úrskurður um spillingu er kveðinn upp.  Er algengt og einfalt að greiða lögreglu og dómurum við dómstóla „hagsmunafé“?  Er aðgangur að almannaþjón- ustu, svo sem eins og læknisþjónustu, háður persónulegum duttlungum?  Eru aðgangur að námi og mat á námsárangri háð persónulegum duttlungum?  Er aðgangi að takmörkuðum gæðum úthlutað eftir duttlungum?  Er tekið eðlilegt gjald af tak- mörkuðum gæðum?  Er persónuleg friðhelgi almenn eða aðeins fyrir útvalda? Auðvitað eru óteljandi mælikvarð- ar á spillingu við úthlutun takmark- aðra gæða til sérvalinna gæðinga. Biðraðamyndun er gott efni í út- hlutun gæða eftir duttlungum. Þann- ig geta biðlistar eftir valkvæðum læknisaðgerðum orðið undirrót spill- ingar. Biðraðir í fjármálafyrirtækjum hurfu með eðlilegum raunvöxtum þegar ekki var lengur verið að út- hluta gæðum og flytja eignir frá sparifjáreigendum til fyrirtækja og skuldara. Sparifjáreigendur eru ein- staklingar, með beinum hætti og óbeinum með aðild að lífeyrissjóðum. Neikvæðir raunvextir eru tilfærsla frá einstaklingum til fyrirtækja. Hvernig má réttlæta skylduaðild að lífeyrissjóðum við þessar aðstæður? Með þessu er verið að gera launtaka að aulum. Það er gróðrarstía fyrir spillingu. Ávöxtun lífeyrissjóða, er þar mælikvarði á spillingu? Ávöxtun eigna lífeyrissjóða er þokkalegur mælikvarði á spillingu. Þokkaleg og eðlileg ávöxtun er mæli- kvarði á eðlilegan rekstur. Eðlilegur rekstur er ekki spilling. Greinarhöf- undi er ekki ljóst hver þekking pró- fessoranna er á rekstri lífeyrissjóða. Hvort er meira þarfaþing, öflugur líf- eyrissjóður eða ný stjórnarskrá? Það verður aldrei efast um þekkingu spill- ingarmatsmanna á stjórnarskrár- málum. En er þekkingin á samfélag- inu með slíkum yfirburðum og altækum hætti að prófessorarnir geti með huglægu mati og dómgreind dæmt um spillingu í heilu samfélagi? Er það spilling að forsætisráðherra eigi erlendar eignir í landi með frjálsu flæði fjármagns? Svo er alls ekki! Það er dómgreindarleysi forsætisráð- herra að greina ekki frá því að hann er einn kröfuhafa í þrotabú þar sem íslenska ríkið er samningsaðili. Slíkan einfaldan hór verður maðurinn að eiga við eigin samvisku. Dómgreind- arleysi forsætisráðherra er á engan veg spilling heils samfélags. Jón Hreggviðsson vildi að drottinn sendi sér tóbak, brennivín og þrjár frillur! Jón taldi það ekki hór! Sársauki og sáttargjörð Brigsl um spillingu og vandlæting í frekjuköstum geta aldrei orðið annað en vísbending um hugarástand þess sem brigslar og vandlætir. Til eru fleiri mælikvarðar en verð- bólga á gæði og gegnsæi samfélags. Hagstofa mælir margt og birtir víð- tækar upplýsingar. Það kann að vera að sáttargjörð og von leynist í að- gengilegum opinberum upplýsingum þannig að huglæg túlkun ráði að lok- um niðurstöðu. Lagasetning Hefur ákveðin lagasetning almenn- an eða sértækan tilgang? Lengi var það svo að lagasetning átti að þjóna hinum „þjóðlegu“ atvinnugreinum. Við hrun Sovétríkjanna varð laga- setning almenn á Íslandi, horfið var frá fyrirgreiðslu og möndli. Ástæðan var ekki hrun Sovétsins, heldur nýir stjórnarherrar og aðild að EES. Það var gert samkomulag við fjár- málastofnanir um að draga úr útlán- um til allra nema sjávarútvegs og landbúnaðar. Útlán til verslunar voru ekki „þjóðleg“. Sértæk lagasetning fyrir þjóðlega atvinnuvegi og þjóðlega starfsemi leiðir af sér „fyrirgreiðslu“. Fyrir- greiðsla er spilling. Almennar að- gerðir eru heiðarleiki og traust. Vera má að lagasetning frelsi mann frá því að hugsa, nema laga- setningin sé sem spakmæli sögð á röngum stað og rangri stundu! Helst hvort tveggja! Þá reynir á dómgreind og dómgreindarbrest! En eftir stendur: Íslendingar eru mjög fylgjandi spillingu, einkum ef þeir fá hlutdeild í henni sjálfir, og helst óskiptri! Eftir Vilhjálm Bjarnason »En eftir stendur: Íslendingar eru mjög fylgjandi spillingu, einkum ef þeir fá hlut- deild í henni sjálfir, og helst óskiptri! Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður og verður það aftur. Spilling og traust

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.