Morgunblaðið - 26.02.2021, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2021
✝ Hannes Hallfæddist í
Reykjavík 14. sept-
ember 1935. Hann
lést á Landspít-
alanum Fossvogi
16. febrúar 2021.
Foreldrar hans
voru Steinunn Sig-
urðardóttir Hall,
f.10.08. 1909, d.
17.04. 2000, kaup-
maður og iðnrek-
andi í Reykjavík, og Gunnar Hall
Kristjánsson, f. 31.08. 1909, d.
12.04. 1970, kaupmaður í Reykja-
vík.
Hannes var elstur sjö systkina.
Systkini hans eru: Herdís, f.
1939, Sigurður, f. 1945, Kristján,
f. 1946, Ragnar Halldór, f. 1948,
Steindór, f. 1950, og Gunnar
Hjörtur, f. 1951.
Fyrri eiginkona Hannesar var
Hulda Ólafsdóttir, f. 1935, d.
2018. Þau slitu samvistir. Dætur
þeirra eru: Ragnheiður, f. 1961,
og Steinunn, f. 1964. Seinni eig-
inkona Hannesar var María
Björk Skagfjörð, f. 1944, d. 2011.
Sonur Maríu og stjúpsonur
ustu áratugina vann hann mest
fyrir eitt af stærstu útgerðar- og
fiskvinnslufyrirtækjum landsins,
Nesfisk í Garði. Hann hafði mikla
ánægju af starfinu fyrir Nesfisk
og bar mikinn hlýhug til fjöl-
skyldunnar sem á og rekur það
fyrirtæki.
Hannes lék handknattleik með
Ármanni í Reykjavík og var í liði
félagsins í meistaraflokki. Áhugi
hans á golfíþróttinni kviknaði
þegar hann var við nám á Eng-
landi og eftir það stundaði hann
golf allt fram á síðasta sumar.
Hann var félagi í bæði Golfklúbbi
Reykjavíkur, allt frá því sá
klúbbur var með golfvöll í
Hvassaleitishverfi og Kringlu-
mýri í Reykjavík, og í Golfklúbbi
Ness á Seltjarnarnesi eftir að sá
klúbbur var stofnaður sem nú
heitir Nesklúbburinn. Hann sat í
stjórn Glímufélagsins Ármanns
1956-1959, í aðalstjórn Golf-
sambands Íslands 1965-1966 og
aftur 1987-1988, í stjórn Golf-
klúbbs Ness 1979-1981. Þá var
hann formaður Lionsklúbbsins
Þórs 1987-1988 og einnig sat
hann í ráðgjafarnefnd Fiski-
félags íslands 1982-86.
Útför Hannesar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, 26. febrúar
2021, kl. 13.
Hannesar er Jón
Ingi Jónsson, f.
1968, eiginkona
hans er Jóhanna
Sveinsdóttir, f. 1972,
dætur þeirra: María
Eir, f. 1998, og Anna
Sigríður, f. 2000.
Hannes fæddist í
Reykjavík og ólst
upp í Vesturbænum.
Hann gekk í Mið-
bæjarskóla, Mela-
skóla og lauk síðar prófi frá
Verzlunarskóla Íslands 1953.
Eftir verzlunarprófið 1953-1954
stundaði hann nám í Pitmans
Commercial School á Englandi.
Árið 1975 lauk hann stúdents-
prófi frá öldungadeild MH. Fyrst
eftir námslokin 1954 starfaði
hann hjá Búnaðarbanka Íslands,
en frá 1955 til 1992 starfaði hann
fyrst sem gjaldkeri og síðar
framkvæmdastjóri hjá Samlagi
skreiðarframleiðenda. Eftir það
starfaði hann sjálfstætt óslitið til
dánardags bæði við inn- og út-
flutning og sem verktaki við
færslu bókhalds fyrir ýmis fyrir-
tæki í útgerð og fiskvinnslu. Síð-
Englar Guðs þér yfir vaki og verndi
pabba minn
vegir okkar skiljast núna, við
sjáumst ekki um sinn.
En minning þín hún lifir í hjörtum
hér
því hamingjuna áttum við með þér.
Þökkum kærleika og elsku, þökkum
virðingu og trú
þökkum allt sem af þér gafstu, okk-
ar ástir áttir þú.
Því viðmót þitt svo glaðlegt var og
góðleg var þín lund
og gaman var að koma á þinn fund.
Með englum Guðs nú leikur þú og lítur
okkar til
nú laus úr viðjum þjáninga, að fara
það ég skil.
Og þegar geislar sólar um gluggann
skína inn
þá gleður okkar minning þín, elsku
pabbi minn.
Vertu góðum Guði falinn er hverfur
þú á braut
gleði og gæfa okkur fylgdi með þig
sem förunaut.
Og ferðirnar sem förum við um
landið út og inn
er fjársjóðurinn okkar pabbi minn.
(Guðrún Sigurbjörnsdóttir)
Kletturinn okkar er fallinn
frá og eftir standa ótal góðar
minningar um traustan og hlýj-
Hannes Hall
✝ GuðmundurMarísson fædd-
ist 7. ágúst 1945 í
Reykjavík. Hann
lést á Landspít-
alanum Hringbraut
12. febrúar 2021.
Foreldrar hans
voru María Guð-
mundsdóttir, f.
1920, d. 2012, og
Marís Guðmunds-
son, f. 1908, d. 1979.
Systkini: Anna Margrét, f. 1939,
Kristín, f. 1944, Guðrún, f. 1947,
Ólöf Hulda, f. 1949, Kári, f. 1951,
og Katrín, f. 1959.
Guðmundur giftist Mínervu
Sveinsdóttur, f. 1951, árið 1976.
Þau slitu samvistir. Börn þeirra
eru 1) Sveinn Ingi, f. 1971, maki
Charlotte Simonsen, f. 1967. Syn-
ir hans eru Sigurjón Ingi, f. 1993,
og Stefán Ingi, f. 1999. 2) Kári
Marís, f. 1976, maki Anna Karen
Arnarsdóttir, f.
1976. Börn þeirra
eru Ólafur Ingi, f.
1998, Katarína Eik,
f. 2006, og Fanney
Lára, f. 2011. 3)
Anna María, f. 1982,
maki Bjarni Aron
Þórðarson, f. 1988.
Börn þeirra eru
Ragnar Kári, f.
2014, Fjölnir Karel,
f. 2016, og Dagur
Blær, f. 2018.
Guðmundur ólst upp með for-
eldrum sínum og systkinum
lengst af í Árbænum. Hann starf-
aði um langt skeið sem bifreiða-
stjóri hjá GG, en var einnig með
sjálfstæðan rekstur um tíma. Á
seinni árum starfaði hann sem
fyrirliði í Hólabrekkuskóla.
Útför hans fer fram í Árbæj-
arkirkju 26. febrúar 2021 klukk-
an 13.
Við systkinin vorum ekki al-
veg tilbúin til þess að skrifa
kveðjuorð til þín. Það var svo
margt sem okkur langaði að
gera með þér, sérstaklega
yngstu afabörnin. Þau áttu eftir
að taka fleiri rúnta, skoða skip-
in, borða saman á Laugaási,
laga bílinn, fá ís hjá afa og allt
hitt.
Eftir sitja ótalmargar minn-
ingar, sem svo oft eru tengdar
hinum ýmsu bíltúrum á hinum
ýmsu bílum. Sem dæmi: Citro-
en-bíllinn sem lagðist niður og
fór að „sofa“, kranabílarnir og
ekki síst Unimoginn. Það voru
ófáar ferðirnar farnar með þeim
bíl út um alla króka og kima Ís-
lands. Við fórum upp á jökul þar
sem við krakkarnir vorum ýmist
á sleða eða skíðum með kaðal
bundinn í Unimoginn, dregin út
um allar trissur. Þó verða alltaf
minnisstæðastar allar Þórs-
merkurferðirnar, enda fórum
við á hverju ári. Það var ekki
leiðinlegt að sitja í gamla góða
Unimognum og skríða hægt, en
örugglega, yfir Steinholtsá,
Lónið og sjálfa Krossá, horfandi
á hvern bílinn á fætur öðrum
festa sig. Þá var ekki að ör-
vænta, pabbi var mættur i vöðl-
urnar, krækti í bílana og dró þá
upp. Hann var alltaf boðinn og
búinn að hjálpa, enda þótti hon-
um það ekkert sérstaklega leið-
inlegt. Á kvöldin var svo kveikt
upp í kolagrillinu, nóg var af
harðfiski með sméri og sungið
fram á nótt. Þegar pabbi keyrði
Unimoginn var mjög mikilvægt
að setja upp Rayban-gleraugun
sem pabbi hélt sig við í um það
bil 40 ár. Þau komu og fóru og
komu svo aftur í tísku. Pabba
var hins vegar alveg sama, þau
voru bara hann. Tónlistin í Uni-
mognum skipti líka miklu máli.
Þegar keyrt var inn í Þórsmörk
var ekkert annað í kasettutæk-
inu en Dubliners eða Santana.
Pabbi var mikill íþróttagarp-
ur. Hann byrjaði ungur að æfa
íþróttir og spriklaði í fótbolta al-
veg fram á síðasta dag. Við
krakkarnir fengum líka að fljóta
með á ófáa fótbolta- og hand-
boltaleikina. Þegar við krakk-
arnir spiluðum leiki, var pabbi
alltaf mættur á pallana. Hann
fór líka á fætur klukkan sjö um
helgar til að skutla okkur á
handboltamót og pikkaði upp
nokkra af hinum krökkunum í
leiðinni, jafnvel í hinn enda bæj-
arins. Þegar pabbi var í sjálf-
stæðum rekstri með kranabílinn
voru dagarnir oft langir. Þegar
einkadóttirin átti að keppa í
dansi, þá kláraði pabbi daginn
snemma og dreif sig af stað til
að ná keppninni. Hann var þó
enn þá í drullugallanum, með
tjöru upp fyrir haus. Það mik-
ilvægasta var þó, að hann
mætti!
Það eru einnig ótalmargar
minningar frá Hlaðbænum, þar
sem við krakkarnir lékum okkur
á meðan pabbi dútlaði sér í bíla-
viðgerðum. Fjölskyldan fór líka
oft að heimsækja systkini
pabba, bæði í bænum og í sveit-
inni.
Pabbi var ekki sá sem best
var að leita til vegna erfiðu mál-
anna, að öðru leyti var hann allt-
af tilbúinn að hjálpa og alltaf
stutt í grínið. Hann hafði unun
af því að stríða okkur krökk-
unum með aulabröndurum.
„Einu Svenni enn“, „mansteft-
irjúnæted“, „hvað eigum við eft-
ir að keyra lengi í viðbót? Alveg
alla leiðina.“
Á seinni árum dundaði pabbi
sér mikið við texta- og lagagerð
og vann við prófyfirsetu í Há-
skóla Íslands.
Elsku pabbi, takk fyrir allar
minningarnar.
Anna María, Kári Marís
og Sveinn Ingi.
Í dag kveðjum við kæran
bróður okkar hann Gumma.
Minningar mínar um hann
eru eiginlega eitt skemmtiatriði
fyrstu átta árin en svo fór ég
alltaf burt á sumrin og missti ég
þá af þátttöku í fjörinu. Gummi
bætti mér upp fjarveru mína
með því að kenna mér nýjustu
dægurlagatexta og auðvitað
söng hann þá „Bjössi á mjólk-
urbílnum“ og fleira þegar ég
kom heim á haustin, því í minni
sveit var bara hlustað á fréttir
og veðurspár og ekki verið að
eyða batteríum í óþarfa. Við hóf-
um skólagöngu saman, hann
fimm ára og ég sex ára, í tíma-
kennslu hjá Jónasi í Laugarnes-
skóla. Mér fannst ég alltaf bera
einhverja ábyrgð á Gumma mín-
um og leiddi hann við hönd mér
í skólann. Skólabíll fór með
börnin en ekki fannst neitt
heppilegra farartæki en fjalla-
bíll frá Guðmundi Jónassyni til
að ferja börnin þar sem ætíð
þurfti að ýta og toga þau upp í
bílinn. Mitt hlutverk var að
hneppa úlpu og reima skó eftir
kennsluna auk þess að koma
okkur heim með fjallabílnum.
Heima var alltaf nóg að gera í
alls konar föndri og fikti, allt
eftir því hvar foreldrarnir voru
staddir. Gummi starfaði á leik-
sviði lífsins alla tíð og lagaði það
svolítið að sínum áhuga á bílum.
Fór hann þá að keyra drátt-
arbíla hjá Gunnari G. en í þá tíð
var næg vinna við að flytja efni í
virkjanir á hálendinu. Gummi
kom sér síðan upp sjálfstæðum
atvinnurekstri með dráttarbíl og
krana. Þá var farið að draga alls
konar kofa og dót yfir ár og
klungur í óbyggðum og fleira.
Gummi ferðaðist líka mikið með
fjölskyldu og vini í „Grænjaxl-
inum“ í Þórsmörk og víðar þar
sem aðalfjörið var að draga bíla
upp úr Krossá og hjálpa þeim
sem voru á nýrri bílum. Þá var
einnig farið í ýmsar ferðir á
Unimog sem var frá stríðsárun-
um og Gummi hafði innréttað
sem ferðabíl. Einnig starfaði
hann í Hjálparsveit skáta í mörg
ár. Gummi hafði mikinn áhuga á
íþróttum, tók sjálfur þátt og
æfði með heldri mönnum fót-
bolta. Börnin sín studdi hann í
handbolta og hvar sem áhugi
þeirra lá. Börn hændust að hon-
um og hann hafði yndi af sam-
vistum við þau. Gummi starfaði
til margra ára í Hólabrekku-
skóla við umsjón og aðstoð.
Músíkin var hans tómstunda-
gaman. Var hann afkastasamur,
samdi falleg lög og ljóð auk þess
sem hann naut aðstoðar frá fé-
lögum með undirleik við upp-
tökur á verkum sínum sem hann
var gjafmildur á.
Þá má segja að á síðasta ári
hafi heilsan farið að gefa sig. En
þann 18. desember sl. kom
Gummi í heimsókn til mín fær-
andi hendi, með disk með lagi og
texta um veiruna, sem hann gaf
mér sem jólagjöf.
Má segja að hann hafi kvatt,
svo keyrði hann syngjandi glað-
ur á sínum jeppa á 60 km/klst.
til Reykjavíkur en ég sá hann
ekki aftur fyrr en í lokin.
Með söknuði þökkum við
systkinin fyrir samveruna og
vottum börnum hans, tengda-
börnum og barnabörnum samúð
okkar og segja má að farinn sé
góður maður.
Í guðs friði,
Kristín (Kiddý) systir.
Guðmundur Marísson, öræfa-
meistarinn mikli, hefur kvatt
okkur í bili.
Hvar sem við vorum á ferð,
hvert sem leið okkar lá, um fjöll
og firnindi eða jökla, spor hans
eru alls staðar. Guðmundur
Marísson var enginn venjulegur
maður, hann gat allt. Við köll-
uðum hann alltaf „Gvend Græn-
jaxl“ en það kom til vegna þess
að lengi vel átti hann fjallatrukk
sem bar nafnið Grænjaxlinn en
hann (trukkurinn) var grænleit-
ur á litinn og svo voru bæði
hann og eigandinn miklir jaxlar.
Við Suðurnesjamenn áttum afar
oft samleið með Gvendi og fé-
lögum hans í Hjálparsveit skáta
í Reykjavík og fyrstu kynni okk-
ar voru í gegnum björgunarstarf
en Gvendur var þá í forystu
bíladeildar HSSR. Síðar þegar
við nokkrir félagar í Bjsv. Stakk
eignuðumst snjóbíl, fyrst einn
en síðar tvo, lágu leiðir okkar
enn frekar saman. Við fórum
iðulega inn í Landmannalaugar
um páska en þá var ekki nokkur
maður á ferð um hálendi Íslands
að vetri til og svo voru ferðirnar
á Vatnajökul oftast á sama tíma
og Jöklarannsóknarfélagið
(JÖRFI) var í sínum vorferðum.
Þar lentum við meðal annars í
að bjarga fólki og bílum á veg-
um félagsins upp úr jökullóni
þar sem ís brast undar snjóbíl-
um þeirra og allt fór á bólakaf.
Gvendur og Gunni Matt voru
aðalsnjóbílastjórar í þeirri ferð
og unnu mikið afrek. Í öllu
þessu ferðaskaki okkar brást
það aldrei að þegar kom að
kvöldvökunni var Gvendur í ess-
inu sinu. Ég held því stöðugt
fram að hann hafi kennt okkur
hvernig á að stjórna slíkum
samkomum. Þær eru ótæmandi
minningarnar um þennan
skemmtilega, úrræðagóða og
framar öllu bráðsnjalla fjalla-
félaga sem við áttum langa og
afar gleðilega samleið með árum
saman. Takk fyrir „Gvendur
Grænjaxl“ og góða ferð í ókann-
aðar lendur forfeðra okkar.
Kveðja frá eigendafélagi
Kraka og Naggs.
Garðar Sigurðsson.
Guðmundur
Marísson
Fleiri minningargreinar
um Guðmund Marísson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝ Margrét Sig-rún Mar-
inósdóttir fæddist
9. janúar 1945. Hún
lést á heimili sínu
12. febrúar 2021.
Foreldrar
Margrétar voru
Kristín Jónsdóttir,
f. 4.5. 1909, d. 21.2.
1998 og Marinó
Hálfdán Norðquist
Jónsson, f. 3.10.
1901, d. 11.2. 1987.
Alsystkini Margrétar eru:
Sigurjón, f. 25.5. 1943, Hrafn-
hildur, f. 18.10. 1946, d. 6.5.
1986, Auður, f. 13.10. 1948.
Hálfsystkini Margrétar eru:
Erla Sumarlína Norðquist Mar-
inósdóttir, f. 16.3. 1930, Kristín
Ólöf Marinósdóttir, f. 7.5. 1934,
d. 18.4. 2006, Sigríður Jóna
Norðquist, f. 7.6. 1935, d. 20.6.
2020, Halldór Jóhann
Guðmundsson, f. 30.12. 1938, d.
1.5. 2019, Óli Jón Norðquist
Marinósson, f. 31.7. 1940.
Margrét giftist Róberti Curt-
is Yeoman 10.10. 1962, leiðir
þeirra skildi 1992.
Ferðafélagi Margrétar var
Tryggvi Jón Hákonarson, f.
23.4. 1963.
Börn Margrétar og Róberts
eru:
Nelson Allan Westin, f. 19.12.
1990.
3. Erik Róbert Yeoman, f.
19.1. 1967, maki Sigrún Bene-
dikta Guðmundsdóttir, f. 3.1.
1967, börn þeirra eru: a) Ívar
Erik Yeoman, f. 11.7. 1989, sam-
býliskona Stella Carneiro, f.
26.3. 1994, b) Andri Rafn Yeom-
an, f. 1.4. 1992, sambýliskona
Sonja Ásgeirsdóttir, f. 19.10.
1992, c) Margrét Dís Yeoman, f.
14.8. 1997, sambýlismaður Sím-
on Viðarsson, f. 20.4. 1996.
4. Elsa Hrafnhildur Yeoman,
f. 21.8. 1972, sambýlismaður
hennar er Hrannar Gíslason, f.
12.2. 1973. Börn hennar eru: a)
Karl Kolbeinn Karlsson, f. 19.7.
1993, sambýliskona Margrét
Weisshappel, f. 13.11. 1991, b)
Nanna Karlsdóttir, f. 25.5. 2000.
Margrét var fædd og uppalin
í Vesturbænum og gekk í Gaggó
Vest. Hún kynntist eiginmanni
sínum, Róbert C. Yeoman, á
unga aldri og flutti með honum
vestur um haf þar sem hún ól
þrjú börn þeirra. Þau hjónin
fluttu síðar til Íslands og fjórða
barnið bættist í hópinn. Margrét
starfaði meðal annars sem
þerna á Hótel Loftleiðum við
umönnun á elliheimilinu Grund
og við verslunarstörf í Virku.
Útför hennar fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík 26.
febrúar 2021 kl. 15.30.
Streymt verður frá útför á:
https://streyma.is
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
1. John Vilhjálm-
ur Yeoman, f. 15.4.
1963, sambýliskona
Klara Sigurbjörns-
dóttir, f. 27.10.
1963, börn hans
eru: a) Hildur
Björk Yeoman, f.
6.12. 1983, sam-
býlismaður Daníel
Karl Björnsson, f
21.6. 1974, börn
þeirra Diðrik
Högni Yeoman, f. 11.1. 2009 og
Draumey Þula Yeoman, f. 27.9.
2019. b) Kjartan Örn Yeoman, f.
21.8. 1990, sambýliskona Hildi-
gunnur Sól Eldjárn Kristjáns-
dóttir, f. 3.12. 1993, sonur
þeirra Elmar Eldjárn Yeoman,
f. 2.1. 2020. Dóttir sambýliskonu
Johns: Sigurbjörg Ósk Klöru-
dóttir, f. 31.1. 1999.
2. Kristín Anna Yeoman, f.
8.11. 1964, maki Emil Björns-
son, f. 7.7. 1960, börn þeirra
eru: a) Tinna Björnsson, f. 26.5.
1981, maki Chester Dryden Hol-
stein III, f. 31.10. 1975. Börn
þeirra: Fjóla Mae Holstein, f.
11.9. 2009, og Chester Dryden
Holsein IV, f. 5.7. 2011. b) Vic-
tor Björnsson, f. 28.4. 1988,
sambýliskona Laura Anne
Irons, f. 16.11. 1989. c) Tanya
Björnsson, f. 13.8. 1991, maki
Elsku Margrét.
Það eru liðin næstum 18 ár
frá því ég og Sigurbjörg, þá
bara fjögurra ára, komum inn í
Yeoman-fjölskylduna.
Eins og þér var líkt þá
tókstu einstaklega vel á móti
okkur og ekki leið á löngu að
við vorum komin í glæsilegt
matarboð til þín á Háteigsveg-
inum. Við fengum að smakka
hjá þér í fyrsta skiptið frægu
ítölsku kjötbollurnar þínar sem
er í raun Yeoman-fjölskyldu-
rétturinn og þitt yndislega
góða eplapie. Og þar sem fjöl-
skyldan var með amerísku ívafi
þá kom ekkert annað til greina
en að hafa þakkargjörðarhátíð
með heilum stórum kalkún og
öllu því meðlæti sem tilheyrir í
Ameríkunni og flett í stóru am-
erísku kokkabókunum sem þú
komst með frá Ameríku til að
finna nýjar uppskriftir eða
gamlar góðar frá ömmu Juliu.
Svo þegar mér datt í hug að
sauma einhverjar flíkur varst
þú alltaf boðin og búin að leyfa
mér að koma og nota saumavél-
arnar hjá þér og hjálpa mér,
enda ein besta saumakonan í
bænum.
Ég minnist allra ferða okkar
saman til útlanda bæði til
Spánar nokkrum sinnum þar
sem þú naust þín í sólinni. Þótt
þú vildir ekki fara í sundlaug-
ina heldur sitja á bekk og horfa
og fylgjast með mannlífinu. Svo
auðvitað allra ferða okkar til
Ameríku til að heimsækja
Kristínu og fjölskyldu og halda
þakkargjörðarhátíðina með
þeim, og ferðina til Flórída þar
sem við vorum jól og áramót
fyrir bara nokkrum árum síðan.
Sigurbjörg talar enn þá um
það að amma Magga var sko til
í allt þegar við fórum í Univer-
sal-garðinn og þú varst alveg
æst að fá að fara í stærsta
rússibanann og við stóðum í röð
í næstum tvo tíma til að komast
Margrét Sigrún
Marinósdóttir