Morgunblaðið - 26.02.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.02.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2021 ✝ Turid F. Ólafs-son fæddist í Tórshavn í Fær- eyjum 9. júlí 1927 og ólst upp í Skerjafirði og Laugarnesi. Hún lést á Hrafn- istu Laugarási 2. febrúar 2021. For- eldrar hennar voru hjónin Jón Sigur- finnur Ólafsson sjó- maður, f. 11. október 1893 á Hvítárvöllum í Andakíl í Borg- arfirði, d. 22. maí 1969, og Frida Maria Sofia Danielsen Ólafsson húsmóðir, f. á bænum Horn í Torshavn í Færeyjum 8. mars 1908, d. 25. október 1983. Turid var elst sex systkina: Sunneva, f. 2. febrúar 1930, d. 15. desember 2018, maki Guð- mundur Ragnar Lauritzson, f. 23. nóvember 1925, d. 14. jan- úar 2010. Sesselja, f. 5. október eru sex, þau eru: 1) Gunnar, f. 27.1. 1948, maki Þuríður Guð- mundsdóttir, f. 15.8. 1956, 2) Fríða María Soffía, f. 11.12. 1949, maki Sigurður Þór Jóns- son, 14.1. 1947, 3) Jón S., f. 24.1. 1951, maki Sigrún Haralds- dóttir, f. 14.5. 1954, 4) Sólveig, f. 19.1. 1955, maki Garðar Har- aldsson, f. 28.12. 1949, 5) Pétur, f. 3.2. 1957, 6) Sigríður, f. 7.9. 1958, maki Bernharð Heiðdal, f. 13.7. 1954. Afkomendur eru nú 65 tals- ins. Turid starfaði við fram- reiðslu og þrif á veitingastöð- um, Hótel Loftleiðum og Hótel Esju og víðar. Á 9. áratugnum starfaði hún við heimahlynn- ingu aldraðra á vegum Reykja- víkurborgar. Útför Turidar verður gerð frá Laugarneskirkju í dag, 26. febrúar 2021, og hefst athöfnin kl. 13. Streymt verður frá útför: https://youtu.be/4DIIQps4MQw Virkan hlekk má finna á: https://www.mbl.is/andlat 1934, d. 9. október 2012. Ólafur Jóns- son, f. 7. febrúar 1938, d. 30. janúar 2009, Bryndís Jóns- dóttir Bjelf, f. 24. ágúst 1939, maki Raymond Bjelf, f. 3. febrúar 1937, Johan D. Jónsson, f. 17. desember 1945, maki Magnea Þorsteinsdóttir, f. 7. mars 1956. Turid giftist 10. nóvember 1951 Ástvaldi Gunnlaugssyni verktaka, f. 3. september 1924, d. 11. apríl 2007. Foreldrar hans voru Gunnlaugur Ásmundsson sjómaður, f. í Seli í Vöðlavík í S- Múlasýslu 19. apríl 1889, d. 19. febrúar 1951, og Þorgerður Guðrún Jónsdóttir húsmóðir, f. í Bólstað í Höfðabrekkusókn 6. maí 1895, d. 5. febrúar 1933. Börn Ástvaldar og Turidar Elskuleg amma okkar er fallin frá, 93 ára að aldri. Þó að minning- arnar og sögurnar af henni séu vel efni í heilt blað þá langar okkur að segja aðeins frá henni eins og við munum hana best. Amma var einstaklega litríkur og hrífandi persónuleiki. Hún var mikill sólardýrkandi, var ekki lengi að taka lit og því var hún fal- lega karamellubrún allt árið, enda fastagestur í Bláa lóninu. Við feng- um í æsku oft að fara með ömmu í Lónið og munum því vel eftir að því að skipta um föt í bílnum áður en farið var út í, enda var ekki mik- il aðstaða þar þá. Eftir áralanga tryggð við baðstaðinn hlaut amma svo hinn virðulega titil „heiðurs- félagi“ og gekk því um nýja að- stöðu eins og drottning, sem hún jú var. Þegar Alda fór sem skipti- nemi til Chicago var til sýningar kynningarmyndband frá Íslandi og svo skemmtilega vildi til, eng- um að óvörum þó, að ömmu brá fyrir í skoti frá Bláa lóninu. Flest okkar barnabarnanna eiga minningar um ferðalög með ömmu. Alda man eftir að amma birtist eitt sinn á vínrauða amer- íska kagganum og sótti elstu barnabörnin. Ferðinni var heitið á Hótel Bifröst, þar gistum við og amma fór með okkur í lautarferð í hrauninu. Aukreitis var farið í Kaupfélagið í Borgarnesi og keyptur ýmis hégómi sem for- eldrar okkar hefðu aldrei fengist til að samþykkja. Amma hafði sannarlega lag á að gefa lífinu lit. Amma var mikill dýravinur og þegar amma og afi voru orðin ein eftir á heimilinu lét hún útbúa fuglabúr í hálft herbergi undir nokkra dísarpáfagauka. Þegar einn þeirra svo gaf upp öndina var haldin jarðarför og var öllum afkomendum hennar boðið í at- höfnina. Í seinni tíð gaf hún svo bæði fuglum og köttum mat út um gluggann hjá sér, við misgóð- ar undirtektir eigenda kattanna. Hún hafði einnig gaman af því að spila á spil og var ekki spör á tímann þegar kom að því að spila við okkur barnabörnin. Var þá oftast spilað rommý eða se- quence. Hennar mesta yndi var þó bingó enda vann hún ófáa vinningana, sem má þó líklega rekja til þess hversu oft hún tók þátt. Þegar Bingó – Lottó var í sjónvarpinu var mikil hátíð á Skeggjagötunni og fékk hún barnabörnin auðveldlega til að taka þátt. Þá var alltaf pöntuð pizza og haft gaman þó svo að öll truflun væri litin hornauga. Ef síminn hringdi var amma ekki lengi að skella á því línan varð að vera laus ef hún skyldi mögulega vinna. Amma var fjörug og alltaf til í ævintýri og leik með barnabörn- unum og síðar okkar börnum. Fá- ir einstaklingar á níræðisaldri myndu leika það eftir að vippa fætinum upp á eldhúsinnrétt- inguna, eða henda sér á bakið á stigapallinum og sýna hvað þeir væru duglegir að hjóla með fót- unum. Öllum fannst gaman að koma í heimsókn til ömmu og langömmu Turidar. Þar mátti finna dót við allra hæfi í bland við gamlar gersemar og allir voru leystir út með nammi enda var amma mikill sælkeri. Við eigum eftir að sakna ömmu og uppátækjanna. Elsku amma, takk fyrir leikina, ævintýrin og hlýjuna. Þín barnabörn, Alda, Auðbjörg, Gunnlaugur (Gulli) og Vigdís. Elsku Turid amma er fallin frá á 94. aldursári. Amma var okkur mjög kær og verður hennar sárt saknað. Turid amma var falleg og glæsileg kona, dugnaðarforkur og kraftmikil. Hún var af þeirri kyn- slóð sem man tímana tvenna og féll aldrei verk úr hendi. Hún var mikil hannyrðakona og listamað- ur í prjónaskap og útsaumi og bar heimili ömmu og afa vitni um það. Hún var alltaf með eitthvað á prjónunum og eru ófáar flíkurnar og hlutirnir sem amma hefur prjónað og saumað fyrir sína nán- ustu. Amma og afi voru bæði mjög barnelsk og það var alltaf notalegt að vera í samvistum við þau. Ömmu fannst gaman að spila og spilaði oft við barnabörnin og langömmubörnin sín, bæði á spilastokk og önnur spil. Uppá- haldsspilið hennar í seinni tíð var Sequence og gaf hún þar ekkert eftir. Amma var algjör nammigrís og var súkkulaði og ís í uppáhaldi hjá henni. Á kveðjustund rifjast upp ótal æskuminningar sem ljúft er að ylja sér við, má þar nefna ferð- irnar í Bláa lónið sem voru alltaf svo skemmtilegar. Amma var ein af fyrstu viðskiptavinum Bláa lónsins og stundaði það af miklum krafti, þekkti hún hvern krók og kima og fann alltaf hvítasta kís- ilinn og vissi hvar best var að liggja. Til að toppa það þá fengum við alltaf pylsu eftir á. Ferðalögin með afa og ömmu í sveitina til Gunna frænda þar sem við tjölduðum í túnfætinum. Skemmtilega utanlandsferðin til Portúgal þegar amma setti rusla- pokann út á pallinn eftir morgun- mat og stuttu seinna var kominn herskari af maurum í stríðum straumi að sækja sér í matinn og fannst okkur rosa spennandi að fylgjast með því. Ekki má gleyma frægu bingó- pizzu partýjunum heima hjá ömmu og afa sem enginn vildi missa af. Þar sátum við dreifð um alla stofuna enda stór barnahóp- urinn og spiluðum bingó, borðuð- um pizzu og fengum ísblóm í eft- irrétt. Það var alltaf líf og fjör, mikið hlegið og höfðu amma og afi gaman af að hafa okkur í kringum sig. Elsku amma, með söknuði í hjörtum okkar kveðjum við þig og gott að vita að nú ertu komin til Ása afa. Hvíldu í friði. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibj. Sig.) Þín barnabörn, Helga, Silja og Brynjar. Kærleikur, hlýja og þakklæti er það sem kemur í hugann þegar ég minnist Turidar. Hún var mörgum kostum búin, það var ekkert sem hún gat ekki gert, hún var mikil sögukona, hafði mikla útgeislun, endalausa orku og mikla samkennd með náunganum. Semsagt mikil kjarnakona. Ég er endalaust þakklát fyrir að Turid skuli hafa verið í mínu lífi. Elsku Turid mín hvíl í friði, þín verður sárt saknað. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ég votta stórfjölskyldu Turidar mína dýpstu samúð. María Guðrún Finnsdóttir. Mig langar að skrifa nokkur minningarorð um góða vinkonu mína, hana Turid Ólafsson. Hún kom inn í líf okkar fjölskyldunnar eiginlega eins og stormsveipur árið 1988. Þá vorum við ung fjölskylda með tvö lítil börn og fullorðna fólk- ið alltaf að vinna. Á þessum árum var ég einmitt að hefja feril minn á Stöð 2. Turid kom til okkar fyrst til að hjálpa mér við að halda heimilinu hreinu, því það gekk á ýmsu í þeim efnum. En smátt og smátt fór hún að koma meira inn í líf okkar og hjálpa okkur meira og meira. Hún var boðin og búin að skutla og sækja, kaupa í matinn; þ.e. gera allt til þess að hjálpa til við að halda heimilinu gangandi. Við kynntumst líka Ástvaldi, manninum hennar heitnum, og fleirum úr fjölskyldu Turidar. Ekki var haldið upp á tímamót á heimilinu, s.s. útskriftarveislur og afmæli, öðruvísi en Turid væri meðal gesta og Ási á meðan að hann lifði. Allir í stórfjölskyldunni minni þekktu Turid og vissu hvað okkur þótti vænt um hana og hvað hún var okkur mikil hjálparhella. Eitt sinn var ég að prjóna peysu sem óx mér náttúrlega yfir höfuð, enda aldrei neitt sérstaklega góð handavinnumanneskja, og þá leit- aði ég auðvitað á náðir Turidar sem allt lék í höndunum á og úr varð þessi falleg peysa. Í annað sinn þurfum við að fara til útlanda og áttum þá stóran hund sem hét Hekla. Turid og Hekla voru mestu mátar og Turid tók sig til og flutti heim til okkar til að vera hjá Heklu á meðan við vorum í burtu. Hún var einstök gæðakona sem mér þótti afar vænt um. Fjöl- skylda hennar kunni líka vel að meta hana og hún var mikil fjöl- skyldumanneskja. Síðustu árin héldum við góðu sambandi, ég fór oftast til hennar á aðfangadag, það var hluti af því að jólin gengju í garð að heimsækja Turid. Á dög- unum var mér óvenjulega mikið hugsað til þessarar góðu vinkonu minnar, og fann glæsilegan kok- teilhring sem hún hafði átt en gef- ið mér og setti hann upp í fyrsta skipti í mörg ár. Turid átti þvílíkt safn skartgripa og hátískufatnað- ar frá sínum yngri árum, sem ég þreyttist aldrei á að skoða. Marg- ir urðu til þess að dást að þessum hring og mér hlýnaði um hjarta- rætur og hugsaði til minnar góður vinkonu. Turid var svo ótrúlega dugleg, gjafmild og ósérhlífin og góð fyr- irmynd fyrir okkur öll. Elín Hirst, fjölmiðlamaður og fyrrverandi þingmaður og fréttastjóri. Turid F. Ólafsson ✝ Halldóra G. J.Halldórsdóttir fæddist í Reykjavík 3. mars 1955. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 14. febr- úar 2021. Foreldr- ar hennar voru Halldór Bjarnason, f. 28.9. 1923 í Sel- vogi, og Jóhanna Friðriksdóttir, f. 2.4. 1923 í Reykjavík. Halldóra var fjórða elsta barn þeirra af níu systkinum samtals og elsta stelpan. Systkinin eru Unnþór Bergmann Halldórsson, f. 24.5. 1948, Jóhannes Tryggvi Hall- hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur um árabil, þá hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur auk umönn- unarstarfa á öldrunarheimilum. Seinustu árin vann hún hjá Odd- fellow-reglunni við ýmis þjón- ustustörf. Samtals átti Halldóra fjögur börn; Davíð Marinósson, f. 17.7. 1978, Jón Viðar Viðarsson, f. 1.11. 1984, Heiða Karen Viðars- dóttir, f. 20.11. 1986, og Friðrik Jósef Viðarsson, f. 25.11. 1992. Jón Viðar veitti henni þrjú barnabörn: Hildur Karen Jóns- dóttir, f. 9.1. 2007, Sóley Jóns- dóttir, f. 23.5. 2012, og Frosti Jónsson, f. 3.11. 2017. Útförin fer fram frá Landa- kotskirkju 26. febrúar klukkan 15. Streymt verður, stytt slóð: https://tinyurl.com/ypf7u84u Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat dórsson, f. 12.10. 1950, Bjarni Jón Halldórsson, f. 28.2. 1952, Oddur Jósep Halldórsson, f. 24.11. 1953, Friðrik Gunnar Hall- dórsson, f. 6.4. 1956, Oddný Rósa Halldórsdóttir, f. 25.10. 1957, Þor- gerður Klara Hall- dórsdóttir, f. 1.11. 1958, og Guðmundur Sveinn Halldórsson, f. 14.5. 1961. Hún ólst upp á Hólatorgi 6 í Reykjavík og bjó meirihluta full- orðinsáranna í Garðabæ. Að loknum grunnskóla vann hún Elsku móðir mín hefur kvatt þennan heim eftir langa baráttu við krabbamein. Mamma var afar hugrökk, dugleg, falleg, góð og hjartahlý kona. Hún var algjör vinnuþjarkur og vann fullt starf með fyrstu krabbameinsmeðferð- inni, þrátt fyrir erfiðleikana sem því fylgdu. Verandi ein af níu systkinum leið henni best þegar hún var um- kringd fólki. Hún elskaði að tala og ég man vel í barnæskunni þegar hún færði sófann að símaborðinu og talaði í símann klukkustundun- um saman. Ég get ímyndað mér hvernig símreikningurinn var þá dagana. Öllum líkaði vel við hana enda var hún opin og skemmtileg. Hún var alin upp í kaþólskri trú og var kirkjurækin kona. Hún mætti í messu flesta sunnudaga, jafnvel í veikindunum fór hún eins oft og hún gat. Við systkinin vor- um alin upp í kaþólsku trúnni, sem var henni mjög mikilvægt. Þegar ég var lítill sagði mamma við mig að ég væri uppá- haldsbarnið hennar. Ég var nú ekki lengi að grípa hana í þeirri lygi og sagði við hana: „Ég veit að þú segir þetta við okkur öll.“ Þá brosti hún fallega til mín. Móðir mín gaf okkur systkin- unum bestu gjöf sem hugsast gat þegar ég var fjögurra ára gamall. Það var hundurinn Glóra. Glóra var besti, gáfaðasti og skemmti- legasti hundur sem til var (eða það sagði mamma alla vega). Hún var mikil hundamanneskja og það lifnaði yfir henni þegar ég og Jón bróðir fengum okkur hvort sinn hundinn. Hún vildi endilega búa á jarðhæð svo hún gæti nú örugg- lega fengið þá í heimsókn. Ég gleymi því aldrei þegar mamma var að reyna að hjálpa mér að læra. Hún sagði mér að setjast í sófann og las fyrir mig úr námsbókinni. Það leið ekki á löngu þar til hrotur heyrðust út um allt hús, enda erfitt fyrir tán- ing að halda einbeitingu. Ég gæti þulið upp endalaust af minningum með henni en ætla að enda þetta hér. Mér þykir leiðinlegt að hafa ekki fengið meiri tíma með þér elsku mamma mín. Ég vona að afi hafi loksins getað boðið þér í kaffi þar sem þið höfðuð aldrei drukkið kaffi saman. Takk fyrir lífsgjöfina og þessi ár sem við áttum saman. Ég elska þig til tunglsins og til baka. Friðrik Jósef Viðarsson. Elsku fallega móðursystir okk- ar, sem heilsaðir okkur alltaf með setningunni: „Er þetta systir mín?“ og kvaddir okkur iðulega með orðunum: „Love you.“ Við systur erum ótrúlega þakk- látar fyrir að hafa kynnst þér bet- ur síðustu ár og fengið að kynnast þeirri frábæru manneskju sem þú varst. Einnig erum glaðar að hafa fengið að kynnast Davíð frænda okkar betur sem hugsaði svo vel um þig í veikindunum og var iðu- lega að stjana við þig þegar við komum við. Nú rifjum við systur upp góðu stundirnar sem við átt- um saman og við hlæjum sérstak- lega að því hvað við vorum ákveðnar við þig í að losa þig við mikið af hlutum þegar þú varst að flytja að þú varst farinn að segja „já já, losum okkur við þetta“. Enginn þarf 11 ostaskera. Elsku Dóa okkar, við söknum þín og vitum að nú ert þú komin í mömmu og pabba faðm. „Love you.“ Berglind (Blenda), Helga, Rakel og Þóra (Toggu- dætur). Halldóra (Dóa) systir okkar lést 14. febrúar sl. Hún var miðjan í níu systkina hópi, voru fjögur eldri og fjögur yngri. Hún er sú fyrsta okkar sem fell- ur frá og mun því gegna svipuðu hlutverki og vökukona, þ.e. að taka á móti okkur hinum sem á eftir komum með þeim kærleika og hlýju sem umvöfðu hana alla tíð. Við ólumst upp á besta stað í bænum í stóru húsi við Hólatorg þar sem var nægt pláss, mikil læti og fjör. Mamma stýrði heimilinu af festu og pabbi stundaði sjóinn mestan tímann. Leiksvæðið voru garðarnir í kring, Landakotstúnið, göturnar, Tjörnin og fleira. Ekki þó kirkjugarðurinn sem var rétt hinum megin við götuna. Dóa hafði mikinn húmor og ekki síst fyrir sjálfri sér. Hún var mikil félagsvera og fannst vanta á fjörið ef bara einn eða tveir voru í kring- um hana. Eins og gengur þá gátum við eldri systkinin fangað sögur af þeim yngri og til var sérstakur sagnabálkur sem hét Dóu sögur. Hún var sjálf höfundur margra þeirra. Framvegis verða þær sagð- ar án hennar þátttöku en það verð- ur samt hlegið. Dóa átti gott skjól hjá ömmu nöfnu sinni í Þorlákshöfn og stund- um þegar eitthvað bjátaði á renndi hún þangað og hitti þá líka frænd- fólk okkar í leiðinni. Eftir að hún veiktist ákvað fjöl- skyldan að hafa reglulegan hitting þar sem við systkinin, makar og systkinabörn komum saman til að veita henni stuðning og fé- lagsskap. Þessi hittingur gekk undir nafninu „Dóu kaffi“ sem hún hafði mikla ánægju af. Vegna þess hversu vel henni leið í góðum fé- lagsskap tók það á að geta ekki verið meira með henni þegar loka- baráttan við sjúkdóminn var háð. Síðasti starfsvettvangur hennar var Oddfellowhúsið við Vonar- stræti þar sem hún vann meðal annars við veitingastörf. Þar var alltaf fjölmenni og naut hún sín mjög innan um alla hvort sem var samstarfsfólk eða félagsmenn, konur eða karlar. Eftir að hún hætti að vinna fór hún eins oft og hún gat í heimsókn og létti það henni lífið. Dóa var afar trúuð og kirkju- rækin og sótti messur flesta sunnudaga meðan heilsan leyfði. Hún fór í ferð til pílagrímastaðar- ins Lourdes í Frakklandi fyrir þremur árum með bræðrum sín- um og hafði þá ekki farið til út- landa í nokkur ár. Hún óskaði þess að ferðin tæki aldrei enda og hlakkaði til að fara aftur. Því miður tókst ekki að endurtaka þannig ferð. Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um Dóu síðustu árin, og við bættust erfiðleikar sem lögðust ofan á veikindi hennar. Var aðdá- unarvert að sjá hversu sterk hún var í gegnum veikindin. Við erum þakklát Davíð syni hennar fyrir að hafa sinnt móður sinni af svo mikilli alúð og kærleika sem gerði henni það mögulegt að vera heima mun lengur en ella. Megi Halldóra systir okkar hvíla í friði og hið eilífa ljós lýsa henni um aldur og ævi. Þegar loksins líkaminn leggst til hvíldar í hinsta sinn heitust bæn og ósk mín er að þú biðjir fyrir mér (Maríukvæði, texti T.Ó.) Unnþór, Jóhannes, Bjarni, Oddur, Friðrik, Oddný, Þorgerður og Guðmundur. Halldóra G. J. Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.