Morgunblaðið - 26.02.2021, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2021
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Ath. Grímuskylda er á uppboðum
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Sóleyjargata 23, Reykjavík, fnr. 200-7389 , þingl. eig. Kjartan Jón
Bjarnason, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Norðurlandi ves og
Vörður tryggingar hf., þriðjudaginn 2. mars nk. kl. 10:00.
Ljósvallagata 14, Reykjavík, fnr. 200-4158 , þingl. eig. Novo bygg
ehf., gerðarbeiðendur A faktoring ehf. og Vátryggingafélag Íslands
hf., þriðjudaginn 2. mars nk. kl. 10:30.
Víðimelur 63, Reykjavík, fnr. 202-5953 , þingl. eig. V63 ehf., gerðar-
beiðandi Vörður tryggingar hf., þriðjudaginn 2. mars nk. kl. 11:00.
Nesvegur 100, Seltjarnarnesbær, fnr. 223-4722 , þingl. eig. Diversus
ehf., gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 2. mars nk.
kl. 11:30.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
25 febrúar 2021
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Ath. Grímuskylda er á uppboðum.
Eftirtalið ökutæki verður boðið upp á lóð Hafnarsamlags
Norðurlands, við Fiskitanga á Akureyri, mánudaginn 8. mars 2021,
kl. 14:00, eða á öðrum stað eftir ákvörðun uppboðshaldara, sem
verður kynnt á staðnum:
1 Bifreiðar og önnur ökutæki:
GA-L21
Krafist verður greiðslu við hamarshögg og verða ávísanir ekki teknar
gildar nema með samþykki gjaldkera. Ekki er tekið við greiðslu-
kortum. Uppboðsskilmálar eru til sýnis á skrifstofu embættisins og
þar verða einnig veittar frekari upplýsingar ef óskað er.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
25. febrúar 2021
Halla Einarsdóttir, ftr.
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:00-12:30 - Zumba Gold kl.10:30 –
Dansleikfimi með Auði Hörpu kl.13:30, mikið sem kostar ekkert - Kaffi
kl.14:45-15:20 - Vegna fjöldatakmarkana þarf að skrá sig í viðburði hjá
okkur og jafnframt er grímuskylda í Samfélagshúsinu, gestir bera
ábyrgð á að koma með eigin grímu og passa uppá sóttvarnir -
Nánari upplýsingar í síma 411-2702 - Allir velkomnir
Árskógar Smíðastofa með leiðb. kl. 9-16. Stólajóga með Hönnu kl.
10. Opin vinnustofa kl. 9-15. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl.
16.30-17:15. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14:30-15.30.
Heitt á könnunni, Allir velkomnir. Grímuskylda og það þarf að skrá sig
í viðburði eða hópa: 411-2600.
Boðinn Línudans kl. 15:00. Munið grímuskyldu og tveggja metra
regluna. Sundlaugin er opin frá kl. 13:30-16:00.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Myndlist með
Margréti Z. kl. 09:30. Morgunkaffi í kaffihorninu kl. 10. Gönguferð um
hverfið kl. 10:30 ef færð og veður í lagi. Opið kaffihús kl. 14:30.
Vegna sóttvarnaregla biðjum við ykkur að skrá ykkur fyrirfram í alla
viðburði hjá okkur í síma: 535-2760
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Opnunartími kl. 8:10-16. Kaffisopi
og spjall kl. 8:10-11:00. Thai Chi kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11:30-12:30.
Postulínsmálun kl. 12:30-15:30. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30. Hjá okkur
er Grímuskylda og vegna fjöldatakmarkana þarf að skrá sig fyrirfram.
Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Allir velkomnir.
Garðabæ Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni. Poolhópur í Jónshúsi
kl. 9:00 Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10:00. Dansleikfimi í
sjálandsskóla kl. 16:00 og 16:45. Vatnsleikfimi Sjál kl. 15:30 og 16:10
og 16:50.
Gjábakki kl. 8.30 til 10.30 Handavinnustofa opin, bókið daginn áður.
kl. 8.45 til 10.45 postulínsmálun. kl. 11.30 til 12.30 matur. kl. 13.00 til
15.00 Tréskurður. kl. 13.00 til 15.00 Handavinnustofan opin, bókið
daginn áður. Kl. 14.30 til kl. 15.30 Kaffi og meðlæti.
Gullsmára Handavinna kl. 9.00 skráning í síma 441 9912
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Handavinna
- opin vinnustofa 9:00-16:00. Útvarpsleikfimi kl. 9:45.
Bíósýning kl. 13:30.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga kl 8:30 í Borgum. Gönguhópur kl.
10 gengið frá Borgum þrír styrkleikar og inni í Egilshöll Dansyoga
með Auður Hörpu kl. 10 í Borgum allir velkomnir í dansgleðina.
Hannyrðahópur kl. 12:30 í Borgum allir með sína handavinnu eða að
njóta gleðilegrar samveru. Tréútskurður á Korpúlfsstöðum í umsjón
Davíðs kl. 13 í dag. Allir hjartanlega velkomnir í allt félagsstarfið.
Njótið vel
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum á Skólabraut alla virka morgna.
Syngjum saman undir stjórn Bjarma Hreinssonar í salnum á
Skólabraut kl. 11.45. Frá og með mánudeginum 1. mars tekur gildi
dagskrá með ákveðnum föstum dagskrárliðum. Dagskráin liggur
frammi á Skólabraut, faceboodsíðunni eldri borgarar á Seltjarnarnesi
og í nýjustu Nesfréttum. Viðburðir og aðrir dagskrárliðir verða
auglýstir sérstakelga.
Smá- og raðauglýsingar
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is✝
Hildur Svein-
björnsdóttir
fæddist 21. apríl
1964 í Reykjavík.
Hún lést 10. febr-
úar 2021.
Faðir hennar er
Sveinbjörn Guð-
mundsson, f. 25.
júlí 1942 í Ísafjarð-
arsýslu. Maki Guð-
ný Sturludóttir.
Móðir hennar
var Steinunn Sigurborg Gunn-
arsdóttir, f. 1. desember 1943 á
Ísafirði, d. 20. desember 2002.
Bróðir: Guðmundur
Sveinbjörnsson, f. 11. janúar
1966 í Reykjavík. Systir: Anna
Lára Sveinbjörnsdóttir, f. 8. júní
1981 í Reykjavík.
Hildur giftist Brynjólfi Ósk-
arssyni, f. 23. september 1958,
þann 16. maí 1987 og áttu þau
þrjú börn. Björn Steinar Brynj-
ólfsson, f. 24. ágúst 1982 í
Reykjavík. Maki Guðrún Kristín
Einarsdóttir, þau eiga þrjú
börn, Einar Snæ
Björnsson, f. 4.
mars 2006, Sigrúnu
Láru Björnsdóttur,
f. 22. nóvember
2012, Óskar Loga
Björnsson, f. 31.
desember 2020.
Brynhildur Sara
Brynjólfsdóttir, f.
18. júní 1984 í
Keflavík. Börn
hennar eru Magnús
Engill Valgeirsson, f. 20. ágúst
2003, og Enika Máney Valgeirs-
dóttir, f. 26. janúar 2005, Elna
Kristín Líf Karlsdóttir, f. 28 júní
2012. Maki Brynhildar er Frið-
berg Óskar Sigurðsson.
Bjarki Snær Brynjólfsson, f.
27. júní 1994 í Keflavík.
Maki Bjarka er Signý Lind
Elíasdóttir og eiga þau soninn
Elías Henrý Bjarkason, f. 14.
september 2020.
Útförin fer fram frá Grinda-
víkurkirkju 26. febrúar 2021
klukkan 13.
Elsku mamma mín.
Sambandið okkar er búið að
vera svo mikið upp og niður síðan
ég man eftir mér. Við erum svo
líkar.
Við erum eins og tveir seglar
sem eiga ekki möguleika á að
festast við hvor annan. En þrátt
fyrir það höfum við alltaf verið í
sambandi og góðu samtölin voru
svo skemmtileg af því að við vor-
um með nákvæmlega sama húm-
orinn og sömu skoðanir a öllum
heimsins hlutum.
Núna ert þú farin.
Ég er auðvitað svo þakklát fyr-
ir að við vorum sammála í fyrra-
haust að hætta þessum þrætingi
og vera vinkonur. Ég vildi óska
þess að við hefðum gert það mik-
ið fyrr.
Ein skýr minning síðan ég var
lítil. Ég var um 7 eða 8 ára gömul
og var ég lasin heima á Bjargi
með um 40 stiga hita og með
óráði, ég var alltaf að vakna og
vissi ekkert hvað ég var að segja,
þú fylgdist með mér alla nóttina
og varst að gefa mér vatn og
hjúkra mér og ég sagði við þig:
Mamma!
Ég vil ekki að þú og pabbi
munuð deyja einhvern tímann!
Hvernig mun ég geta lifað?
Og þú sagðir: Elsku Brynhild-
ur, ekki hafa áhyggjur af því, af
því að þegar þú eignast þín börn
þá mun þér ekki líða svona af því
að þú munt elska þau svo mikið.
Auðvitað er það rétt að maður
elskar börnin sín mest en vá hvað
er vont að missa þig, elsku
mamma mín! þetta gerðist svo
snöggt og ég fékk ekki að kveðja
þig og segja þér hvað ég er stolt
af þér og hvað ég elska þig mikið.
Við misstum svo mikinn tíma
saman og núna ertu farin og ég
vildi að ég hefði ekki verið svona
þrjósk út af gamalli reiði og vildi
að ég hefði verið meira með þér.
Magnús Engill, Enika Máney
og Elna Kristín Líf eiga eftir að
sakna ömmu Hildar mjög mikið,
þau eru ekki alveg að átta sig á að
þú ert farin.
Ég mun halda fast í góðu
minningarnar okkar og læra af
þessu og auka sambandið við
fólkið sem ég elska.
Ég elska þig út af lífinu, elsku
mamma mín, og ég mun sakna
þín svo mikið.
Þú munt að eilífu vera í mínum
hug og hjarta.
Guð geymi þig, elsku mamma
mín.
Þótt móðir mín
sé nú aðeins minningin ein
mun ég ávallt minnast hennar
með glöðu geði
og dýpstu virðingu,
hugheilu þakklæti
og hjartans hlýju,
fyrir allt og allt.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Þín dóttir
Brynhildur Sara.
Hjartans Hildur mín.
Mikið voru fréttirnar um frá-
fall þitt skelfilega sorglegar og
óvæntar.
Minningarnar um þig sem
barn, ungling og unga konu
streyma fram í huga minn. Þú
varst einstaklega skemmtilegt og
opið barn, samt svo viðkvæm og
tilfinningarík. Þú varst fljót að
læra allt og taka framförum. Tal-
aðir mikið og skýrt og hláturinn
aldrei langt undan.
Söngelsk varstu og hafðir un-
un af því að punta þig og að fara í
hlutverkaleik. Um fermingu
varstu heilt sumar hjá okkur
Stebba í Grindavík. Þú passaðir
Huldu Maríu okkar sem hélt mik-
ið upp á þig og varst henni svo
góð og gerðir allt fyrir hana.
Þetta sumar glumdi útvarpið oft
hátt og söngur þinn heyrðist út á
götu.
Hljómsveitin Smokie var
uppáhaldið þitt, og við Stebbi
komumst ekki hjá því að læra og
syngja með þér vinsælustu lögin
þeirra. Dugleg varstu og vinnu-
söm þegar þið Binni voruð að búa
ykkur heimili að Bjargi.
Allt var hreint og fínt og þið
ungu hjónin dugleg að gera fal-
legt í kringum ykkur litlu fjöl-
skylduna. Þú hafðir gaman af
matseld og bakstri, og enn þann
dag í dag baka ég tebollurnar
sem þú kenndir mér að baka.
Þú varst stolt móðir Hildur
mín og hugsaðir vel um börnin
þín. En breyting varð á lífi þínu
elsku Hildur og dimmur skuggi
hvolfdist yfir þig um árabil. Þú
reist aftur upp og hélst áfram
eins og þér einni var lagið.
Bjart var fram undan hjá þér,
börnum og barnabörnum þínum
þegar brotthvarf þitt dundi yfir.
Elsku Hildur mín, Guð geymi þig
og varðveiti minningu þína.
Elsku Björn Steinar, Bryn-
hildur Sara, Bjarki Snær og fjöl-
skyldan öll, mínar innilegustu
samúðarkveðjur til ykkar allra á
erfiðum tímamótum.
Erla frænka.
Hildur Svein-
björnsdóttir
✝ GunnhildurSteinunn Magn-
úsdóttir fæddist í
Reykjavík 18. októ-
ber 1947. Hún lést
17. febrúar 2021 á
Líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi.
Foreldrar henn-
ar voru Magnús
Bergsteinsson, f. 22.
ágúst 1922, d. 16.
maí 2012 og Ingunn Ingv-
arsdóttir, f. 14. október 1917, d.
14. maí 1974.
Systkini Gunnhildar eru Haf-
steinn Hjaltason, f. 26. nóvember
1942, d. 30. desember 2016 og
Sigríður Oddný Hjaltadóttir, f.
11. janúar 1945, d. 19. nóvember
2018 og voru þau sammæðra.
Alsystkini hennar voru Magn-
ea Magnúsdóttir Santana, f. 17.
júní 1946, d. 2. maí
2000, Sigrún Magn-
úsdóttir, f. 8. júní
1953 og Sigríður
Bergdís Magn-
úsdóttir, f. 18. júní
1955.
Eiginmaður
Gunnhildar er
Hannes Scheving, f.
16. september 1946.
Börn þeirra eru:
Ingunn L. Hann-
esdóttir Scheving, f. 29. júlí 1966,
gift Jóni Kristni Gíslasyni, f. 6.
febrúar 1963. Þau eiga tvö börn
og tvö barnabörn.
Magnús Þór Scheving, f. 20.
ágúst 1970, giftur Sigrúnu Írisi
Sigmarsdóttur, f. 10. febrúar
1974 og eiga þau þrjú börn.
Útför Gunnhildar fer fram frá
Vídalínskirkju 26. febrúar 2021
klukkan 13.
Yndisleg tengdamóðir mín,
sem mér þótti svo óendanlega
vænt um, hefur kvatt eftir löng
veikindi. Það er auðvelt að finna
falleg orð til að lýsa henni enda
var hún stórkostleg kona með
einstaklega fallega sál. Hún tók
veikindum sínum af miklu
æðruleysi. Hún kvartaði aldrei
þrátt fyrir að sjúkdómur henn-
ar hafi gert það að verkum að
lífsgæðin síðustu árin voru ekki
þau sömu og hjá okkur flestum.
Hún gat ekki gert hluti sem við
mörg tökum sem sjálfsögðum
hlut sem minnir mann á að vera
þakklátur fyrir það sem maður
á og getur gert. Amma Gunna,
eins og hún var alltaf kölluð á
okkar heimili, var eldklár, víð-
lesin og fróðleiksfús. Hún gat
bjargað sér á hinum ýmsu
tungumálum og mér hefur alltaf
fundist að hún hefði átt að fara
utan í háskólanám. Efast ekki
um að hún hefði notið sín í botn
við þá iðju. Ég man þegar ég
kynntist Magga mínum, hvað ég
var undrandi á því að hún gæti
leyst krossgátur á hinum ýmsu
tungumálum eins og þýsku,
dönsku, sænsku og spænsku án
þess að hafa búið í þessum lönd-
um. Hún hafði gaman af allri
hugarleikfimi og gat dútlað sér
við að púsla, leysa krossgátur
og spila tölvuleiki. Elskaði allt
yfirnáttúrulegt, draugalegt og
ýmiss konar vísindaskáldskap
bæði í kvikmyndum og bókum.
Sá eiginleiki að búa yfir þessari
miklu ró og geta dundað sér ein
í rólegheitum hjálpaði henni
mikið þegar hún vegna veikinda
komst ekki lengur út úr húsi.
Þegar ég hugsa um hana núna,
sé ég hana fyrir mér klædda í
eitthvað lillablátt eða bleikt,
sitjandi við endann á borðstofu-
borðinu, með penna, blað, bók,
ipad, síma og kaffibolla við
höndina svo hún gæti dundað
sér sem mest. Hún elskaði fólk-
ið sitt og fannst fátt betra en að
fá allt liðið í heimsókn, taka
þátt í og hlusta á umræðurnar
sem voru ansi oft líflegar. Hún
hafði gaman af öllum látunum
og hávaðanum sem gátu fylgt
okkur. Hún elskaði hreinlega
lífið. Takk mín kæra tengda-
mamma fyrir samfylgdina sem
spannar meira en hálfa ævina
mína. Takk fyrir að vera góð
amma fyrir börnin mín sem
sakna þín svo mikið. Takk fyrir
allt.
Sigrún Íris Sigmarsdóttir.
Horfin er á braut kær vin-
kona okkar Gunnhildur sem við
kölluðum Gunnsu. Vináttan hef-
ur varað allt frá barnæsku er
við undum okkur við alls kyns
leiki í nærumhverfinu en það
var í og við Bergþórugötu. Þar
kemur Austurbæjarskóli heldur
betur við sögu. Í porti skólans
var gjarnan farið í boltaleiki, á
skólalóðinni í eltingarleiki og
síðast en ekki síst á vetrum er
við útbjuggum svell í brekku
sem lá upp í skólaportið og var
rennt á sleðum af ýmsum gerð-
um og öðru, jafnvel tré- eða ál-
bökkum úr eldhúsum mæðra
okkar. Það kom einnig til að
renna sér á skólatöskum ef leik-
tími tengdist skólatíma. Börn
léku sér mikið úti við á þessum
árum.
Gunnsa var í sveit sem barn
og var þá á næsta bæ við eina af
okkur vinkonunum. Henni er
það minnisstætt hve vel Gunnsa
undi sér við sveitastörf, sem þá
voru unnin upp á gamla mát-
ann, og að vera innan um dýr
enda mikill dýravinur og var
hún með hund á sínu heimili
lengst af.
Unglingsárin runnu upp með
sinni tísku, túberuðu hári,
blautum eyeliner svo það tók
sinn tíma að gera sig til á
morgnana. Okkar vinkona var
reyndar mjög snögg að þessu,
túberaði sitt ljósa hár og skellti
í pulsu með tveim til þrem
spennum og þá var þetta komið
hjá skvísunni í mosagrænu
stretchbuxunum, sem sé klár í
daginn. Í tónlistinni var af ýmsu
að taka og The Beatles efstir á
blaði. Þá var sungið og tvistað
af lífi og sál og þar kom okkar
kona sterk inn.
Gunnsa átti mjög auðvelt
með nám, sér í lagi í tungu-
málum sem lágu ótrúlega opin
fyrir henni. Að skólagöngu lok-
inni tóku við störf innanlands
og utan. Gunnsa kynntist síðan
Hannesi sínum en við vorum
ekki gamlar þegar kom að barn-
eignum og að stofna heimili. Þá
var droppað inn í kaffi með
börnin. Við æskuvinkonurnar
stofnuðum síðan saumaklúbb
sem við ræktum enn í dag og
munum við sakna okkar vin-
konu sárt. Síðasti saumaklúbb-
urinn okkar með Gunnsu var
haldinn, stuttu fyrir Covid, hjá
henni, þar sem hún naut að-
stoðar síns fólks og er það okk-
ur mjög dýrmætt í dag.
Gunnsa og Hannes tóku sig
upp og fluttu til Vopnafjarðar
þegar börnin voru á barnsaldri
og tóku við hóteli staðarins sem
þau ráku í nokkur ár. Þá stíl-
uðum við gjarnan á að hafa
saumaklúbb ef hún var stödd í
bænum. Eftir Vopnafjarðar-
tímabilið tóku við störf af ýms-
um toga í bænum, þar á meðal
að reka verslun. Þá komu reikn-
ings- og bókhaldshæfileikar
hennar sér vel.
Gunnsa glímdi við erfið veik-
indi undanfarin ár og þá lagði
hún mikið á sig til að mæta í
saumaklúbbana. Hannes hefur
verið henni mikil stoð í veikind-
unum og einnig börnin þeirra,
Inga Lára og Magnús. Það ríkti
mikil samheldni hjá fjölskyld-
unni og var hún afar stolt af
sínu fólki öllu.
Við vinkonurnar minnumst
Gunnsu okkar með þakklæti og
söknuði. Hannesi, Ingu Láru,
Magga og öllum öðrum ástvin-
um vottum við okkar innileg-
ustu samúð.
Alma, Guðný, Matthildur,
Sólveig og Valgerður.
Gunnhildur
Magnúsdóttir