Morgunblaðið - 26.02.2021, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2021
Lengjubikar karla
A-deild, 4. riðill:
Breiðablik – ÍBV....................................... 2:0
Breiðablik 9, Fylkir 6, Leiknir R. 3,
Þróttur R. 3, Fjölnir 0, ÍBV 0.
Evrópudeild karla
32ja liða úrslit, seinni leikir:
Hoffenheim – Molde................................ 0:2
Björn Bergmann Sigurðarson lék fyrstu
63 mínúturnar með Molde.
Molde áfram, 5:3 samanlagt.
Arsenal – Benfica .................................... 3:2
Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í leik-
mannahópi Arsenal.
Arsenal áfram, 4:3 samanlagt.
PSV Eindhoven – Olympiacos ............... 2:1
Ögmundur Kristinsson var ekki í leik-
mannahópi Olympiacos.
Olympiakos áfram, 5:4 samanlagt.
Ajax – Lille................................................ 2:1
Ajax áfram, 4:2 samanlagt.
Rangers – Antwerpen.............................. 5:2
Rangers áfram, 9:5 samanlagt.
Napoli – Granada ..................................... 2:1
Granada áfram, 3:2 samanlagt.
Shakhtar Donetsk – Maccabi Tel Aviv... 1:0
Shakhtar áfram, 3:0 samanlagt.
Villarreal – Salzburg................................ 2:1
Villarreal áfram, 4:1 samanlagt.
AC Milan – Rauða stjarnan..................... 1:1
AC Milan áfram, 3:3 samanlagt.
Leverkusen – Young Boys ...................... 0:2
Young Boys áfram, 6:3 samanlagt.
Club Brugge – Dynamo Kiev .................. 0:1
Dynamo Kiev áfram, 2:1 samanlagt.
Dinamo Zagreb – Krasnodar .................. 1:0
Dinamo áfram, 4:2 samanlagt.
Leicester – Slavia Prag............................ 0:2
Slavia áfram, 2:0 samanlagt.
Manchester United – Real Sociedad ...... 0:0
Man. Utd áfram, 4:0 samanlagt.
Roma – Braga ........................................... 3:1
Roma áfram, 5:1 samanlagt.
Danmörk
B-deild:
Esbjerg – Silkeborg ................................ 1:2
Kjartan Henry Finnbogason lék allan
leikinn með Esbjerg og skoraði markið en
Andri Rúnar Bjarnason kom ekki við sögu.
Ólafur H. Kristjánsson þjálfar liðið.
Patrik Gunnarsson varði mark Silkeborg
og Stefán Teitur Þórðarson lék einnig allan
leikinn.
Efstu lið: Viborg 44, Esbjerg 42, Silke-
borg 40, Fremad Amager 27, Fredericia 27.
Olísdeild karla
KA – Haukar......................................... 30:28
Selfoss – ÍBV ........................................ 27:25
Staðan:
Haukar 11 8 1 2 315:275 17
FH 11 7 2 2 327:294 16
KA 11 5 4 2 290:269 14
Selfoss 11 6 1 4 283:269 13
Valur 11 6 1 4 318:301 13
Afturelding 11 6 1 4 276:286 13
Stjarnan 11 5 2 4 300:293 12
ÍBV 11 5 1 5 320:309 11
Fram 11 4 2 5 273:280 10
Grótta 11 3 3 5 270:269 9
Þór Ak. 11 2 0 9 243:286 4
ÍR 11 0 0 11 256:340 0
Meistaradeild karla
A-RIÐILL:
Pick Szeged – Kielce........................... 26:30
Sigvaldi Björn Guðjónsson lék ekki með
Kielce en Haukur Þrastarson er frá keppni
vegna meiðsla.
Flensburg – París SG.......................... 28:27
Alexander Petersson lék ekki með
Flensburg vegna meiðsla.
Kielce 19, Flensburg 17, París SG 12,
Meshkov Brest 11, Pick Szeged 10, Porto 8,
Vardar Skopje 6, Elverum 5.
B-RIÐILL:
Motor Zaporozhye – Aalborg ............ 27:29
Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal-
borg.
Barcelona 26, Vezsprém 19, Aalborg 14,
Motor Zaporozhye 12, Kiel 12, Nantes 11,
Celje Lasko 6, Zagreb 0.
Þýskaland
Magdeburg – Essen............................. 34:28
Ómar Ingi Magnússon skoraði 11 mörk
fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist-
jánsson 5 og gaf 2 stoðsendingar.
Hannover-Burgdorf – Melsungen..... 31:23
Arnar Freyr Arnarsson skoraði 2 mörk
fyrir Melsungen. Guðmundur Þ. Guð-
mundsson er þjálfari liðsins.
Efstu lið: Flensburg 30, RN Löwen 25,
Magdeburg 24, Kiel 23, Füchse Berlín 23,
Göppingen 21, Bergischer 20, Wetzlar 20,
Leipzig 19, Melsungen 17, Stuttgart 17.
Frakkland
Aix – Chartres...................................... 24:25
Kristján Örn Kristjánsson skoraði 3
mörk fyrir Aix.
Efstu lið: París SG 30, Montpellier 24,
Aix 22, Limoges 22, Nantes 18, Nimes 17,
St. Raphaël 15, Chambéry 12.
Danmörk
SönderjyskE – Skanderborg ............. 27:28
Sveinn Jóhannsson skoraði 1 mark fyrir
SönderjyskE.
„Af frammistöðu leikmanna ber að
nefna Nicholas Satchwell í marki
KA. Hann varði vel í fyrri hálfleik og
kom svo með vörslur í lokin þegar
mest á reyndi. Jóhann Geir Sæv-
arsson var ískaldur í vinstra horninu
hjá KA og skilaði góðum mörkum úr
vondum færum. Árni Bragi Eyjólfs-
son var svo maðurinn sem fleytti KA
yfir erfiðasta hjallann í seinni hálf-
leiknum þegar Haukar virtust ætla
að ná heimamönnum. Langbesti leik-
maður Hauka var Þráinn Orri Jóns-
son en KA-menn réðu ekkert við
hann á línunni. Jakob Aronsson
leysti Þráin af á tímabili og sá var að
standa sig. Aðrir hafa séð betri daga
og þá sérstaklega Atli Már Báruson.
Hann var ekki vel stemmdur og hafði
allt á hornum sér, svo eftir var tekið,“
skrifaði Einar ennfremur.
Nokkur forföll voru hjá liðunum að
þessu sinni. Ólafur Gústafsson var
ekki með KA og hjá Haukum vantaði
Geir Guðmundsson og Heimi Óla
Heimisson. Þá fór Darri Aronsson
meiddur af velli.
Selfyssingar fundu taktinn
Eftir þrjú töp í röð lönduðu Sel-
fyssingar góðum sigri í gær þegar
Eyjamenn komu upp á land. Selfoss
vann 27:25 eftir jafnan og skemmti-
legan leik. Lokamínúturnar voru
spennandi.
„ÍBV jafnaði 24:24 þegar rúmar
tvær mínútur voru eftir en Selfyss-
ingar voru klókari á lokasekúndunum
og tryggði fyrrverandi Eyjamað-
urinn Nökkvi Dan Elliðason þeim
sigurinn þegar 47 sekúndur voru eft-
ir. ÍBV kastaði boltanum strax frá
sér og Hannes Höskuldsson skoraði
síðasta mark leiksins í kjölfarið.
Atli Ævar Ingólfsson var frábær
hjá Selfyssingum með 9/1 mark og
Hergeir Grímsson skoraði 6/2. Vilius
Rasimas stóð sig vel á markmanns-
vaktinni og varði 16 skot. Hjá ÍBV
var Hákon Daði Styrmisson at-
kvæðamestur en hann raðaði inn
vítaköstum og skoraði 10/7 mörk.
Dagur Arnarsson kom næstur með
4. Björn Viðar Björnsson varði 5 skot
í marki ÍBV,“ skrifaði Guðmundur
Karl meðal annars í umfjöllun sinni á
mbl.is.
KA fór upp í 3.
sæti með sigri
á toppliðinu
Áhorfendur á pöllunum á ný
Ljósmynd/Þórir
Markahæstur Árni Bragi skorar eitt tíu marka sinna fyrir KA í gær.
HANDBOLTINN
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Landsbyggðarliðin KA og Selfoss
hafa verið þekkt fyrir að vera hörð í
horn að taka á heimavelli í handbolt-
anum í gegnum tíðina. Ef til vill var
viðeigandi í gær að þegar áhorf-
endum var leyft að sækja leiki í Olís-
deild karla á ný þá unnu þessi lið öfl-
uga andstæðinga á heimavelli. KA
vann topplið Hauka 30:28 og fór upp í
3. sæti og Selfoss lagði ÍBV 27:25.
„Ég held að það að fá áhorfendur í
húsið hafi gert liðunum auðveldara að
gíra sig upp og þess vegna var
kannski meiri hiti en stundum í vet-
ur,“ sagði Jónatan Þór Magnússon,
þjálfari KA, í viðtali við mbl.is í gær.
Frábær byrjun hans manna hafði
mikið að segja í gær.
„KA byrjaði leikinn mjög vel, eða
Haukar bara illa. Haukunum gekk
ekkert að finna markið og þeir töp-
uðu mörgum boltum. KA nýtti sér
það og áður en varði var staðan orðin
7:1 fyrir KA,“ skrifaði Einar Sig-
tryggsson meðal annars í umjöllun
sinni um leikinn á mbl.is.
Nikita Telesford, leikmaður Skalla-
gríms í Dominos-deild kvenna í
körfuknattleik, var í gær úrskurð-
uð í tveggja leikja bann af aga- og
úrskurðarnefnd KKÍ. Telesford gaf
landsliðskonunni Hildi Björgu
Kjartansdóttur olnbogaskot í leik
Skallagríms og Vals. Hildur lék
ekki með Val gegn Haukum í deild-
inni á miðvikudagskvöld vegna höf-
uðáverkanna sem hún varð fyrir.
Ólafur J. Sigurðsson, þjálfari
Vals, sagðist í samtali við Körf-
una.is ekki vita hvenær Hildur gæti
snúið aftur á völlinn. sport@mbl.is
Leikbann vegna
olnbogaskots
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Leikbann Nikita Telesford leikur
ekki næstu tvo leiki Skallagríms.
Svíar og Norðmenn voru ekki lengi
að næla í gullverðlaun á fyrsta
keppnisdegi heimsmeistaramótsins
í norrænum greinum í Oberstdorf í
Þýskalandi í gær.
Keppt var í sprettgöngu og hafn-
aði Gígja Björnsdóttir í 86. sæti en
Joanna Sundling frá Svíþjóð sigr-
aði.
Íslensku keppendurnir í karla-
flokki, Isak Stianson Pedersen og
Dagur Benediktsson, höfnuðu í 76.
og 86. sæti en Norðmenn unnu þre-
falt í karlaflokki. Johannes Høsflot
Klæbo varð heimsmeistari.
Gull til Svía og
Norðmanna
AFP
Sprettganga Jonna Sundling fagn-
ar heimsmeistaratitlinum í gær.
Breiðablik hélt áfram sigurgöngu
sinn í deildabikar karla í fótbolta,
Lengjubikarnum, í gær og sigraði
Eyjamenn 2:0 á Kópavogsvellinum.
Eftir markalausan fyrri hálfleik
komu mörkin með stuttu millibili í
síðari hálfleik. Gísli Eyjólfsson
skoraði það fyrra eftir laglega sókn
og strax í kjölfarið fengu Blikar
vítaspyrnu þegar brotið var á Vikt-
ori Karli Einarssyni. Úr henni skor-
aði Guðjón Pétur Lýðsson, 2:0.
Breiðablik er því með níu stig eftir
þrjá leiki í 4. riðli A-deildar og er
með markatöluna 11:0 en ÍBV hef-
ur tapað öllum sínum leikjum.
Morgunblaðið/Eggert
Kópavogur Viktor Karl Einarsson miðjumaður Breiðabliks með boltann í
leiknum gegn ÍBV á Kópavogsvelli í gær. Hann krækti í vítaspyrnu.
Breiðablik á sigurbraut
Björn Bergmann Sigurðarson og
samherjar í norska liðinu Molde
náðu frábærum úrslitum í Evrópu-
deildinni í knattspyrnu í gær og eru
komnir áfram í 16-liða úrslit keppn-
innar.
Molde vann magnaðan 2:0 sigur á
Hoffenheim í Þýskalandi og má
kalla það óvæntustu úrslit kvöldsins
í keppninni. Fyrri leik liðanna í Nor-
egi lauk með 3:3 jafntefli og Molde
vann einvígið þar með 5:3 sam-
anlagt.
Eirik Ulland Andersen var hetja
liðsins og skoraði bæði mörkin, það
síðara á fimmtu mínútu uppbótar-
tíma eftir mikla pressu frá Hoffen-
heim. Björn Bergmann Sigurðarson
var í byrjunarliði Molde í gærkvöld
og lék fyrstu 63. mínúturnar.
Arsenal, Glasgow Rangers, Ajax,
Villarreal, Shakhtar Donetsk, Gra-
nada, Dinamo Kiev, Young Boys, Di-
namo Zagreb, Slavia Prag, Man-
chester United, AC Milan, PSV
Eindhoven og Roma tryggðu sér
sömuleiðis öll farseðilinn í 16 liða úr-
slitin.
Eitt sterkasta lið ensku úrvals-
deildarinnar, Leicester City, mátti
sætta sig við að falla úr keppni fyrir
Slavia Prag. Tékkarnir unnu 2:0 úti-
sigur í gær og 2:0 samtals.
Evrópuævintýri hjá
Birni Bergmanni
AFP
Sigur Björn fagnar markaskor-
aranum Eirik Andersen í gær.