Morgunblaðið - 27.02.2021, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.02.2021, Blaðsíða 13
DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2021 Styrkur Sigríður Lillý Baldursdóttir og Kristín Ólafsdóttir undirrita sam- starfssamninginn milli Rotaryklúbbsins og Píetasamtakanna. Rotaryklúbburinn Reykjavík- Austurbær hefur undirritað samning við Píetasamtökin um styrk til að ýta úr vör nýju úrræði Píetasamtakanna fyrir aðstandendur þeirra sem glíma við sjálfsvígshugsanir eða stunda sjálfsskaða. Um er að ræða lokaða stuðnings- hópa sem stýrt er af fagaðilum Píeta. Fyrsti hópurinn fór af stað um miðjan febrúar og hittist aðra hverja viku. Spurn eftir stuðningi sem þessum við aðstandendur hefur verið mikil og verður hópavinnan því í boði a.m.k. fram til hausts. Í tilkynningu frá rotarymönnum segir m.a. að Píetasamtökin hafi vak- ið verðskuldaða athygli fyrir „öflugt starf, hispurslausa orðræðu og þátt- töku í vandasamri samfélags- umræðu“ um sjálfsvíg. Undanfarið hafi þörfin fyrir aðstoð Píeta aukist umtalsvert og vaxandi spurn verið eftir stuðningi við aðstandendur. „Því ákvað Rotaryklúbburinn Reykjavík-Austurbær að stíga fram og bjóða Píetum fjárhagsaðstoð við að koma á laggirnar nýju úrræði fyrir aðstandendur,“ er haft eftir Sigríði Lillý Baldursdóttur, forseta klúbbs- ins. Kristín Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri Píeta, segir þennan stuðning Rotary ómetanlegan. Rotaryklúbburinn Reykjavík-Austurbær styrkir Píeta Ýta úr vör nýju stuðningsúrræði Sælgætisgerðin Freyja í Kópavogi hefur undanfarið eitt og hálft ár unnið að þróun á nýju sælgæti. Um er að ræða mjólkursúkkulaðiplötur, bragðbættar annars vegar með Djúpum og hins vegar með Sterkum Djúpum, súkkulaðilakkrísmolum sem Freyja hefur framleitt. Í fréttatilkynningu segir að fram- leiðslan á plötunum hafi verið langt og strangt ferli þar sem hver plata hefur farið í gegnum mörg stig þar til varan verði klár til pökkunar. Einnig fór dágóður tími í að hanna nýjar umbúðir. „Við lögðum gríðarlega mikið í nýju umbúðirnar,“ er haft eftir Pétri Thor Gunnarssyni, framkvæmda- stjóra Freyju, í tilkynningu. Við vildum að umbúðirnar endur- spegluðu arfleifð Freyju. Freyja er elsta starfandi sælgætisgerð á Ís- landi, stofnuð árið 1918, og Freyja hefur framleitt súkkulaði frá upp- hafi. Við leggjum líka gríðarlega mik- ið upp úr handbragði og íslenskum hefðum í framleiðsluferlinu, ekki bara í súkkulaðigerð heldur líka í lakkrísgerð okkar,“ segir Pétur. Nýja súkkulaðið kom á markað í lok síðustu viku og segir Pétur söl- una hafa gengið framar vonum. Fyrir það sé starfsfólkið afar þakklátt. „Við höfum lagt ótrúlega mikið í þessar nýju vörur og erum ótrúlega stolt af útkomunni. Plöturnar seld- ust upp í velflestum verslunum og einnig hér hjá okkur og við erum að vinna hörðum höndum að því að dreifa nýframleiddu magni í versl- anir um helgina,“ segir Pétur Thor ennfremur. Sælgætisgerðin Freyja hefur þróað nýtt súkkulaði Mjólkursúkkulaði bragðbætt með Djúpum og Sterkum Djúpum Súkkulaði Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri Freyju. Barnaspítali Hringsins fékk í vikunni góða gjöf, 500 þúsund krónur, frá höfundum myndasögubókarinnar Landverðirnir, sem fjallar um íslensk- ar ofurhetjur. Bókin kom út fyrir jól, ætluð börnum og unglingum, og markmiðið var allan tímann að gefa allan hagnað af sölunni til Hringsins. Bókin fjallar um ofurhetjurnar Atlas og Avion sem sameinast í baráttu við illmennið Azar og hans Hamfara- teymi. Síðan bókin kom út hafa ofur- hetjurnar mætt nokkrum sinnum uppáklæddar á spítalann, lesið úr bókinni og gefið börnum, sem þar hafa þurft að dvelja, bæði bókina og ýmsan varning henni tengdan. Hafa þær heimsóknir mælst mjög vel fyrir. Þeir sem skrifuðu bókina og mynd- skreyttu eru Dagur Lárusson, Úlfar Konráð Svansson og Fannar Georg Gilbertsson. Þeir segjast vera byrj- aðir að skrifa framhaldsbók fyrir næstu jól og aftur ætlunin að gefa hagnað af sölunni í gott málefni. Höfundar myndasögubókarinnar Landverðirnir Gáfu Barnaspítala Hringsins 500 þúsund króna hagnað Gjöf Landverðirnir mættu uppáklæddir til Hringsins í vikunni. Ríkisstjórnin ákvað í gær að styrkja uppbyggingu á Eurovision-safni á Húsavík um tvær milljónir króna. Stefnt er að opnun safnsins í maí nk. á 65 ára afmæli Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva. Könnunar- sögusafnið á Húsavík stendur að þessu nýja safni, í samstarfi við Húsavíkurstofu, RÚV, Samband evr- ópskra sjónvarpsstöðva og Netflix. Þá ákvað ríkisstjórnin að veita fimm milljónum króna í gerð heimild- arþátta um Covid-19 hér á landi. Að þáttunum standa Jóhannes Kr. Krist- jánsson og Sævar Guðmundsson. Ríkisstjórnin gjafmild Styrkja safn um Eurovision SAMTÖK ATVINNULÍFSINS ÓSKA EFTIR HÆFU FÓLKI TIL AÐ TAKA AÐ SÉR STJÓRNARSTÖRF Í LÍFEYRISSJÓÐUM Samtök atvinnulífsins | Borgartúni 35 | 105 Reykjavík | Sími: 591 0000 | sa.is Umsóknir sendist í tölvupósti á stjornarseta@sa.is Athugið að umsóknir frá fyrra ári gilda áfram og þarf ekki að endurnýja. Samtök atvinnulífsins hvetja konur jafnt sem karla til að sækja um. Samkvæmt kjarasamningi SA og ASÍ skipa samtökin helming stjórnarmanna í þeim sjö lífeyrissjóðum sem eru á samningssviði aðila og er framkvæmdastjórn SA falin tilnefning stjórnarmanna. Samtök atvinnulífsins óska ár hvert eftir því að hæfir einstaklingar, sem starfa hjá aðildarfyrirtækjum SA eða hagsmunasamtökum þeirra, gefi kost á sér til starfa í stjórnum lífeyrissjóða. Leitað er eftir einstaklingum með fjölbreytta reynslu og þekkingu m.a. á lífeyrismálum, stjórnun, stefnumótun, áætlanagerð og reikningshaldi, lögfræðilegum málefnum og fjármálamarkaði. Úr þeim hópi sem gefur kost á sér til stjórnarstarfa verða tilnefndir þeir sem metnir eru hæfastir í ljósi þeirra eiginleika sem sóst er eftir í viðkomandi stjórn. Sérstök hæfnisnefnd fjallar um einstaklinga sem gefið hafa kost á sér til stjórnarstarfa. Nefndin leggur mat á þekkingu og reynslu umsækjenda með hliðsjón af þeim eiginleikum sem nauðsynlegt er að viðkomandi stjórn sem heild búi yfir. Að mati loknu leggur hæfnisnefndin tillögu fyrir framkvæmdastjórn SA. Um er að ræða eftirfarandi lífeyrissjóði: Birta lífeyrissjóður, Festa lífeyrissjóður, Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður Rangæinga, Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Stapi lífeyrissjóður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.