Morgunblaðið - 27.02.2021, Side 20

Morgunblaðið - 27.02.2021, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2021 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Unnið er í Stjórnarráðinu að út- færslu tillagna um það hvernig hægt er að auka hagkvæmni í kjötiðnaði hér á landi. Flestir eru sammála um að vandi steðjar að kjötafurðastöðv- um og bændum en skiptar skoðanir um hvaða leiðir rétt sé að fara til að leysa málið. Þannig greinir menn á um hversu lagt skuli ganga í að heimila samvinnu og verkaskiptingu eða samruna fyrirtækja, til dæmis hvort núverandi samkeppnisreglur dugi, ef til vill með rýmkun í anda gildandi reglna Evrópusambandsins og Noregs eða hvort víkja skuli þeim alveg til hliðar eins og gert var í mjólkuriðnaðinum að því er virðist með góðum árangri. Mikill vandi er í kjötgeiranum á Íslandi. Ýmsar ástæður eru fyrir því, gamlar og nýjar. Samdráttur í sölu á kjöti sem framleitt er í landinu vegna fækkunar ferðafólks og áframhald- andi innflutnings viðheldur vand- anum og eykur á hann. Þannig var hlutfall innflutts kjöts á markaðnum hér orðið 18,5% á síðasta ári. Sem dæmi um vandann má nefna að Sláturfélag Suðurlands var rekið með 260 milljóna króna tapi á síðasta ári. Hluti tapsins er rakinn til smit- varna vegna kórónuveirufaraldurs- ins en af tilkynningu félagsins má ráða að afkoma af afurðasviði sé ekki góð. SS er stöndugt fyrirtæki með 50% hlutfall eigin fjár. Má því búast við að afkoma annarra afurðastöðva sem skulda meira sé síst betri og lík- lega mun verri. Spurning er hvort staða fyrirtækjanna leiðir til þess að afurðaverð til bænda, til dæmis fyrir sauðfjárafurðir, verði lækkað veru- lega á komandi hausti. Hægt er að minnka kostnað Ljóst er að hægt er að draga veru- lega úr kostnaði við framleiðslu inn- lendra kjötafurða með samstarfi og verkaskiptingu eða samruna fyr- irtækja í greininni. Til dæmis mætti fækka sláturhúsum og taka upp verkaskiptingu í vinnslu. Um það gilda hins vegar strangar reglur samkeppnislaga. Unnið er að sam- runa þriggja kjötfyrirtækja á Norð- urlandi, Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH afurða á Blönduósi. Það mál hefur verið lengi í ferli og verið til umfjöllunar hjá Samkeppniseftirlit- inu frá því í september. Einn viðmælandi bendir á þá stað- reynd að samanlögð velta margra ís- lenskra afurðastöðva í kjöti sé aðeins um 4% af veltu stóra danska kjötfyr- irtækisins Danish Crown. Danska fyrirtækið er síðan þátttakandi á kjötmarkaðnum hér með innflutn- ingi til Íslands. Sérstakar reglur gilda um starf- semi mjólkuriðnaðarins vegna breyt- inga sem gerðar voru á búvörulögum á árinu 2004. Þar voru veittar víð- tækar undanþágur frá ákvæðum samkeppnislaga sem leiddi til þess að mjólkursamlög landsins, utan Skagafjarðar, sameinuðust og vinnslustöðvum fækkaði úr tíu í fimm eða sex. Það varð til þess að framleiðni í greininni jókst mjög. Ávinningur aukinnar framleiðni er tveir til þrír milljarðar á ári, eins og fram kom í viðtali við Ragnar Árna- son prófessor í blaðinu fyrr í vikunni. Tillaga um mjólkurleiðina Fimm þingmenn Framsóknar- flokksins lögðu fram frumvarp til breytinga á búvörulögum haustið 2019 þess efnis að afurðastöðvum í kjötiðnaði yrði veitt sams konar heimild til að sameinast eða gera með sér samkomulag um verkaskipt- ingu og í gildi er gagnvart mjólk- uriðnaðinum. Frumvarpið sofnaði í nefnd en var endurflutt síðastliðið haust. Í íslenskum samkeppnisrétti er samruni fyrirtækja ekki óheimill en Samkeppniseftirlitið getur ógilt slíka samninga ef samruninn er talinn hindra virka samkeppni á mark- aðnum. Einnig getur eftirlitið heim- ilað samruna með skilyrðum. Leggur Samkeppniseftirlitið mat á hrif sam- runa á hag neytenda og í tilfelli kjöt- iðnaðarins einnig á hag bænda. Það er væntanlega ferlið sem er í gangi núna á milli kjötfyrirtækjanna þriggja á Norðurlandi og Samkeppn- iseftirlitsins og hefur orðið til þess að gildistaka samrunans hefur dregist. Samkeppniseftirlitið leggst gegn hugmyndum um víðtæka undanþágu kjötiðnaðarins frá samkeppn- isreglum, í anda heimilda mjólk- uriðnaðarins, enda yrði þá heimilt að hagræða og sameina án þess að stofnunin gæti metið áhrif þess á markaðinn. Til kasta Stjórnarráðsins Þegar samningsaðilar á almenna vinnumarkaðnum mátu forsendur lífskjarasamninga síðastliðið haust gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu um nýjar aðgerðir til að styðja við áframhald samninga. Ein af þeim var að „kanna sérstaklega hag- kvæmni og skilvirkni í matvælafram- leiðslu“. Þar mun kjötiðnaðurinn fyrst og fremst vera undir enda- ákvæðið sett að frumkvæði Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins sem fyrirtæki í kjötiðnaði eiga aðild að. Síðustu mánuði hefur verið unnið að útfærslu þessa ákvæðis á vegum óformlegs hóps fimm ráðuneyta sem ætlað er að skila tillögum til ríkis- stjórnarinnar. Ekki fást upplýsingar úr atvinnuvegaráðuneytinu um störf hópsins eða hverjir sitja í honum. Samkvæmt öðrum heimildum skipa ráðuneytisstjórar hópinn. Þeir hafa verið að kalla til sín fulltrúa ýmissa hagsmunaaðila, samkvæmt heim- ildum blaðsins. Fyrst farið er í þessa vinnu virðast einhverjar breytingar vera í farvatninu. Hverjar það verða á eftir að koma í ljós. Samþykkja evrópsku leiðina Ýmsar leiðir koma augljóslega til greina, eins og farið er að hluta til yf- ir hér að framan. Forysta Bænda- samtakanna og fyrirtæki innan Landssamtaka sláturleyfishafa mæla fyrir tilllögu um víðtæka und- anþágu sem heimili samvinnu og samruna. Samkeppniseftirlitið mælir á móti svo víðtækri undanþágu en opnar á reglur eins og eru í Evrópu- sambandinu og Noregi. „Þær heim- ildir eru allt aðrar en hér gilda um afurðastöðvar í mjólkuriðnaði. Í Noregi og ESB er samrunaeftirliti beitt fullum fetum við samruna í mjólkuriðnaði og kjötiðnaði, til að tryggja hag bænda og neytenda, með sama hætti og við gerum hér gagnvart kjötafurðastöðvum en get- um ekki gert í mjólkinni. Í Evrópu eru sérstakar heimildir bundnar við bændur og fyrirtæki í þeirra eigu og miða að því að bæta stöðu bænda og samningsstöðu þeirra gagnvart kjöt- afurðastöðvum sem ekki eru í þeirra eigu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Atvinnulífið er að einhverju leyti skipt í afstöðu sinni eins og sést á því að Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins standa að tillögum til breytinga en Félag atvinnurekenda mælir á móti þeim. Síðastnefnda fé- lagið hefur talað fyrir hagsmunum innflytjenda kjöts. Á að afnema hömlur við samruna?  Fulltrúar fimm ráðherra útfæra tillögur um heimildir til hagræðingar í kjötiðnaði  Rætt hvort heimila eigi samvinnu og samruna eins og í mjólkinni eða taka upp sömu reglur og gilda í Evrópu Morgunblaðið/Eggert Kjötvinnsla Fjöldi fólks vinnur við slátrun og kjötvinnslu víða um land. Störf eru í hættu vegna vanda greinarinnar. Neytenda- samtökin hafa ekki tekið hug- myndir um heim- ildir til samvinnu og verkaskipt- ingu eða sam- runa afurða- stöðva í kjötiðnaði til skoðunar og fulltrúar hennar hafa ekki verið kallaðir fyrir vinnuhóp stjórnvalda. Breki Karlsson, for- maður samtakanna, segist skilja áhyggjur af rekstri afurðastöðv- anna en við breytingar verði að tryggja samkeppni og fjölbreytni í vöruúrvali til hagsbóta fyrir neyt- endur. „Enn á ný er verið að sækja að neytendum í skjóli heimsfaraldurs sem þó virðist vera að renna sitt skeið á enda. Ég velti því fyrir mér hvort raunveruleg þörf er á þessu. Að óathuguðu máli tel ég rétt að gjalda varhug við möguleika á sam- þjöppun,“ segir Breki. Hann bendir á að lítill hluti kjöts- ins sem hér er á markaði sé fluttur inn. „Í stað þess að óttast sam- keppni eiga menn að fagna henni,“ segir Breki. Nefnir hann sem dæmi að ef eitthvert fyrirtæki væri komið með 90% markaðshlutdeild hér þyrfti Samkeppniseftirlitið að skoða áhrif þess. Breki Karlsson Eiga frekar að fagna samkeppninni Ólafur Steph- ensen, fram- kvæmdastjóri Félags atvinnu- rekenda, telur að það væri af- ar misráðið að grípa til laga- breytinga sem undanþiggja samstarf og sameiningu kjöt- afurðastöðva eftirliti samkeppn- isyfirvalda áður en rannsókn Samkeppniseftirlitsins á áhrifum samruna þriggja kjötafurðastöðva á Norðurlandi er til lykta leidd. Þar sé meðal annars til skoðunar hvort og hvernig unnt verði að tryggja að bændur og neytendur njóti ábata af möglegri hagræð- ingu og hvernig bændur geti skapað kjötafurðastöðvum aðhald og staðið vörð um hagsmuni sína. Minnir Ólafur á að samkeppnis- lög banni ekki samruna fyrir- tækja, en Samkeppniseftirlitið geti hafnað þeim eða sett skilyrði ef þeir skaði samkeppni eða séu ekki í þágu neytenda. „Talsmenn þess að sameina afurðastöðvar án atbeina Samkeppniseftirlitsins virðast ekki treysta sér til að rökstyðja fyrir Samkeppniseft- irlitinu að slíkur samruni sé í þágu neytenda,“ segir Ólafur Stephensen. Ólafur Stephensen Misráðið að grípa til lagasetningar nú Forstjóri Sam- keppniseftirlits- ins, Páll Gunnar Pálsson, segir að núverandi sam- keppnisreglur komi ekki í veg fyrir samvinnu eða samruna fyr- irtækja í kjöt- vinnslu. Skoðað sé hvort samningar séu líklegir til að skaða hagsmuni bænda eða neytenda. Nefnir Páll Gunnar í því sambandi að kannanir Samkeppniseftirlitsins gefi til kynna að yfirgnæfandi meirihluti bænda telji sig hafa enga eða litla samn- ingsstöðu gagnvart afurðastöðv- unum. Það sé því eitt úrlausnarefni við rannsókn á samruna kjöt- afurðastöðva hvernig hægt sé að tryggja aðhald bænda að viðsemj- endum þeirra og möguleika þeirra til að stjórna betur afurðum sínum. Telur Páll Gunnar að vel komi til greina að rýmka íslenskt regluverk til samræmis því sem gildir í Evr- ópusambandinu og Noregi. „Sam- keppniseftirlitið hefur ekki sett sig á móti þeim en varað við þeirri leið sem farin var á Íslandi vegna mjólk- uriðnaðarins. Með því er tekið úr sambandi það eftirlit sem fyrst og fremst snýst um að tryggja að hags- munir bænda og neytenda séu ekki fyrir borð bornir.“ Páll Gunnar Pálsson Reglur koma ekki í veg fyrir samruna Bændasamtök Íslands eru að sögn formanns- ins samstíga Samtökum at- vinnulífsins og Samtökum iðnaðarins um lausnir á vanda kjötiðnaðarins. Veittar verði heimildir til aukins samstarfs fyrirtækjanna, verka- skiptingar og sameiningar. Nauð- synlegt sé að hafa slíkar heim- ildir til að ná fram hagræðingu í greininni. „Við búum í rúmlega 300 þús- und manna samfélagi, kúnnahóp- urinn er ekki stærri en það. Þetta horfði kannski öðruvísi við ef við byggjum í fjölmennara samfélagi,“ segir Gunnar Þor- geirsson, formaður Bænda- samtaka Íslands. Hann segir að með lausnir sé horft til mjólk- uriðnaðarins og þess árangurs sem þar hafi náðst neytendum og bændum til heilla. Gunnar bindur vonir við starf vinnuhóps stjórnvalda sem vinnur að útfærslu á yfirlýsingu rík- isstjórnarinnar um hagræðingu í kjötvinnslu frá því í september. Vonast hann til þess að hópurinn skili fljótlega tillögum sínum til ríkisstjórnarinnar. Gunnar Þorgeirsson Horft til mjólkuriðn- aðarins um lausnir „Það liggur fyrir að rekstrar- umhverfið hefur verið afar bág- borið um alllangt skeið. Það hefur skert getu grein- arinnar til að endurnýja sig og gert henni erfitt með að viðhalda verði til bænda og keppa með fullnægjandi hætti við innflutning á kjötvörum sem er talsverður,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska og formaður Lands- samtaka sláturleyfishafa. Hann segir að afstaða samtak- anna sé skýr. Þau séu fylgjandi því að heimilað sé með breytingum á búvörulögum samstarf og verka- skipting milli afurðastöðva í kjöt- iðnaði. Telur hann að full samstaða sé meðal fyrirtækja í greininni um að það sé æskilegt. Horft sé til svipaðra ákvæða og gilda um hag- ræðingu í mjólkuriðnaði. Ávinn- ingur neytenda og bænda hafi reynst umfram það sem menn hafi þorað að vona og telur Ágúst lík- legt að áhrifin verði svipuð í kjöt- greininni. „Við erum að biðja um að ís- lenskum bændum og úrvinnsluað- ilum verði gefinn einhver mögu- leiki í samkeppninni,“ segir Ágúst. Ágúst Torfi Hauksson Verði gefinn mögu- leiki í samkeppninni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.