Morgunblaðið - 27.02.2021, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2021
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
10 gíra skipting, auto track milli-
kassi, multipro opnun á afturhlera,
flottasta myndavélakerfið á markað-
num ásamt mörgu fleirra. Samlitaðir
brettakantar, heithúðaður pallur með
gúmmímottu, sóllúga.
VERÐ
13.380.000 m.vsk
2021 GMC Denali Ultimate 2500
10 gíra skipting, auto track milli-
kassi, multipro opnun á afturhlera,
flottasta myndavélakerfið á markað-
num ásamt mörgu fleirra. Samlitaðir
brettakantar, heithúðaður pallur með
gúmmímottu, sóllúga.
VERÐ
13.480.000 m.vsk
2021 GMC Denali Ultimate 2500
Bjóðum upp á glæsilega 37” breytingu.
Innifalið í TREMOR-pakkanum er læst framdrif, 2” upphækkun að framan,
35” dekk, Drive mode stillingar, TREMOR demparar, minni svunta undir
framstuðara, hærra loftinntak.
Sem sagt original stórkostlegur
OFF ROAD bíll! 475 hö, 1050 pund
tog og 10 gíra sjálfskipting.
VERÐ FRÁ
12.990.000 m.vsk
2021 Ford F-350 TREMOR
Eigum á leiðinni nokkra Lariat, Lariat Sport og Platinum bíla.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Stjórn Faxaflóahafna hefur sam-
þykkt að úthluta Reykjavíkurborg
lóð á Kleppssvæði fyrir starfsemi
Löggarða (björgunarmiðstöðvar).
Jafnframt að Reykjavíkurborg verði
heimilt að framselja lóðarréttindi sín
til ríkisins sem þar með muni yf-
irtaka réttindi og skyldur gagnvart
Faxaflóahöfnum.
Umrædd lóð er milli Kleppsspít-
ala og Holtagarða og er málið á við-
ræðustigi á milli Faxaflóahafna,
Reykjavíkurborgar og ríkisins, að
sögn Magnúsar Þórs Ásmundssonar
hafnarstjóra Faxaflóahafna.
Stjórnvöld áforma að byggja sam-
eiginlega björgunarmiðstöð fyrir allt
landið og yrði hún staðsett á höf-
uðborgarsvæðinu. Niðurstaða frum-
athugunar Framkvæmdasýslu ríkis-
ins á valkostum fyrir sameiginlega
björgunarmiðstöð var sú að allir við-
bragðsaðilar verði saman í einu hús-
næði með lögreglustöð. Þessi kostur
er talinn uppfylla best þau markmið
sem hafa verið sett fyrir verkefnið.
Hin nýja miðstöð fyrir allt Ísland
hefur fengið skammstöfunina HVH,
húsnæði viðbragðsaðila á höfuðborg-
arsvæðinu.
Framkvæmdasýsla ríkisins aug-
lýsti í lok júní í fyrra eftir upplýs-
ingum um 30 þúsund fermetra lóð
eða húsnæði fyrir sameiginlega að-
stöðu löggæslu- og viðbragðsaðila
landsins. Þetta eru: Lögreglan á höf-
uðborgarsvæðinu, ríkislögreglu-
stjóri, Landhelgisgæslan, Slysa-
varnafélagið Landsbjörg, tollgæslan
(Skatturinn), Slökkvilið höfuðborg-
arsvæðisins og Neyðarlínan 112.
Flestar þessar stofnanir eru nú að
hluta til með aðsetur í björgunar-
miðstöðinni í Skógarhlíð, en ekki á
einu gólfi.
Átta aðilar skiluðu inn tillögum.
Niðurstaða greiningar Fram-
kvæmdasýslunnar var sú að það sem
kallað var svæði 2 var metið álitleg-
ast hvað varðar þær kröfur sem
gerðar voru til lóða undir björgunar-
miðstöðina. Væntanlega hefur hér
verið vísað til lóðarinnar við Klepp.
Sú krafa var gerð að lögregla komist
á innan við átta mínútum frá HVH
að Alþingisreit, miðbæ og Stjórnar-
ráði, og ljóst er að þessi lóð uppfyllir
þau skilyrði.
Ef Sundabrú verður að veruleika
þarf að leggja nýjan veg milli Sunda-
hafnar og Sæbrautar. Sá vegur mun
liggja milli Klepps og Holtagarða.
Hann mun væntanlega nýtast
þegar kemur til útkalla.
Viðbragðsaðilar eru í dag með
húsnæði víða á höfuðborgarsvæð-
inu, samtals 36.300 fermetra, og
1.273 starfsmenn. Við mat á um-
fangi HVH hefur verið litið til þess
að stærsti hluti húsnæðisins, um
24.300 fermetrar, fari úr notkun og
starfsemin flytjist inn í HVH,
26.100 fermetra, með 737 starfs-
menn.
Það húsnæði sem verður áfram í
rekstri er samtals 12.000 fermetrar
og með 536 starfsmenn, þ.e. lög-
reglustöðvar, slökkvistöðvar, flug-
skýli og fleira.
Löggarðar verði hjá Kleppi
Faxaflóahafnir samþykkja að úthluta lóð undir björgunarmiðstöð Viðræður aðila eru hafnar
Neyðarlínan/Arkþing
Löggarðar Á þessari tilgátumynd má sjá mögulega útfærslu miðstöðvar. Fulltrúar allra aðila sitja saman við borð.
Ko
rt
ag
ru
nn
ur
:
O
pe
nS
tr
ee
tM
ap
Sundahöfn
Sæ
braut
Kleppsspítali
Holtagarðar
Holtavegur
Löggarðar
verða við
hliðina á
Kleppi
ÚR BÆJARLÍFINU
Óli Már Aronsson
Hellu
Rangárþing ytra hefur opnað fyrir
umsóknir á sérstökum íþrótta- og
tómstundastyrkjum fyrir börn sem
búa á tekjulægri heimilum þar sem
markmiðið er að jafna tækifæri
þeirra til þátttöku í skipulögðu
íþrótta- og tómstundastarfi. Hægt er
að sækja um styrk fyrir börn sem
fædd eru á árunum 2005-2014 og búa
á heimili þar sem heildartekjur heim-
ilisins voru að meðaltali lægri en
740.000 kr. á mánuði á tímabilinu
mars – júlí 2020. Styrkurinn er
45.000 kr. á hvert barn. Einungis er
styrkt vegna barna á aldrinum 6-16
ára, fæddra á árunum 2005 til 2014,
þ.e. á grunnskólaaldri. Umsókn-
arfrestur er til 1. mars.
Sumarið 2020 hófu Jarðgerðar-
félagið í samstarfi við Sorpstöð
Rangárvallasýslu bs. og Land-
græðsluna tilraunaverkefni á Strönd
til að meta nýtni svonefndrar
bokashi-jarðgerðar til meðhöndlunar
á lífrænum heimilisúrgangi í Rang-
árvallasýslu. Bokashi er jarðgerð-
araðferð sem felst í að gerja lífræn
hráefni við loftfirrtar aðstæður og
þar með losnar minna koldíoxíð en
við hefðbundna jarðgerð sem fer
fram við loftaðar aðstæður. Einnig er
öll vinnsla og meðhöndlun úrgangs-
ins einfaldari en við hefðbundna
moltugerð. Stóra markmiðið er að
minnka losun gróðurhúsalofttegunda
og hámarka nýtni næringarefna í
heimilisúrganginum, því afurðin nýt-
ist vel sem áburður.
Rangárvallasýsla er fyrsta
svæðið á landinu til að þróa bokashi
til miðlægrar sorpmeðhöndlunar.
Tilgangur verkefnisins er að skoða
hvort mögulegt sé að vinna þau líf-
rænu hráefni sem safnað er hálfs-
mánaðarlega frá heimilum í sýslunni
á staðbundinn og umhverfisvænan
máta.
Landsmót hestamanna, sem
átti að fara fram á Gaddstaðaflötum
við Hellu árið 2020, var fellt niður
vegna Covid og fer fram þess í stað
árið 2022. Mikil hestamennska er
stunduð á Hellu og nágrenni þar sem
eru nokkrir hestabúgarðar í sveit-
unum í kring. Nú er boðið upp á þjón-
ustu við hestamenn á flutningum
hesta norðan úr landi og til baka einu
sinni í viku og er endastöð sunnan-
lands á Hellu. Það er fyrirtækið
Sleipnir hestaflutningar ehf. sem
getur flutt allt að 10 hesta í einu á
stórum vagni og hefur nætursetu á
Hellu.
Íshampur er verkefni sem nokkr-
ir Rangæingar og danskt fyrirtæki
hafa settt á laggirnar. Hugmyndin að
þessu verkefni kviknaði eftir að
heimilt varð að rækta iðnaðarhamp á
Íslandi með þeim tækifærum sem
sjálfbær framleiðsla og ræktun getur
þýtt fyrir íslenskan efnahag. Að-
standendur eru; Eldfell Innovation
IVS, Sigurjón Haraldsson, Gunnar
Aron Ólason, Sigurður B. Magn-
ússon, Magnús Sigurðsson og Birgir
M. Guðmundsson. Verkefnið hefur
hlotið styrki frá Uppbyggingarsjóði
Suðurlands og nýsköpunarráðuneyt-
inu.
Hugmyndin gengur út á það að
finna hvaða vörutegundir (t.d. plast,
byggingarefni o.fl.) fluttar eru inn, og
hvort sé hægt að draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda með því að
framleiða viðkomandi vörur úr inn-
lendum ræktuðum hampi. Þegar
mest losandi og gjaldeyrisnotandi
vörutegundin hefur verið fundin, að
reikna út hversu mikið magn af
hampi þarf til að framleiðsluverk-
smiðja beri sig og að kanna hvort
hægt sé að rækta nægan hamp á Ís-
landi til að anna þeirri eftirspurn sem
slík verksmiðja þarf. Verkefnið hefur
mikið gildi fyrir atvinnusköpun á
Suðurlandi og tengir saman nýja
ræktunarmöguleika og framleiðslu
iðnaðarvara úr iðnaðarhampi.
Stjórn Miðjunnar á Hellu hefur
gert leigusamning við Sigurð Elías
Guðmundsson í Vík í Mýrdal um
verslunarrými Kjarvals, sem Festi
rekur núna. Sigurður hefur samið við
Festi um kaup á nafninu Kjarval og
rekstrinum í heild. Leigusamning-
urinn er til 10 ára og á að taka gildi 1.
maí nk. Beðið er eftir samþykki Sam-
keppniseftirlitsins. Að sögn Sigurðar
er samið við vöruhús Krónunnar um
sameiginleg innkaup og á vöruverð
að haldast óbreytt. Samið hefur verið
við núverandi starfsmenn um að
halda áfram. Sigurður er ekki ný-
græðingur í svipuðum rekstri, en
hann rekur hótel í Vík og Víkurskála.
Tómstundastyrkir í boði
Morgunblaðið/Óli Már Aronsson
Hella Íþrótta- og tómstundastarf er mikilvægt fyrir börn á grunnskólaaldri.