Morgunblaðið - 27.02.2021, Blaðsíða 18
Bændurnir á Kiðafelli
vinna að endurheimt
votlendis á jörð sinni,
nú í samvinnu við
Landgræðsluna. Verk-
efnið hófu þau á eigin
vegum fyrir tveimur
eða þremur árum í til-
efni af sextugsafmæli
bóndans.
„Mér finnst mikil-
vægt að græða þessi
ben í landinu. Moka of-
an í skurði og færa
landið í upprunalegt
horf,“ segir Sigurbjörn
Hjaltason.
Hann segist vera bú-
inn að loka um fimm
kílómetrum af skurð-
um og verði um tíu
hektarar lands fyrir
áhrifum af því. „Ég
gerði líka tjarnir og
það kviknaði strax
fuglalíf. Yndislegt var
að sjá fuglinn koma á
tjarnirnar með unga.“
Sigurbjörn telur mikilvægt að bændur sýni meiri kraft í að kolefn-
isjafna framleiðslu sína. Vissulega séu margir neikvæðir og ljóst að
margt þurfi að gera svo þetta starf gangi greiðlega fyrir sig. Þá eigi
eftir að taka meiri pólitíska umræðu um það hvers virði það sé að hafa
kolefnishlutlausa starfsemi og binda kolefni. „Áhugamenn um endur-
heimt votlendis eru ekki að ræða um að bændur eigi að moka ofan í
skurði við frjósöm tún. Það eru önnur ben sem þeir geta grætt,“ segir
Sigurbjörn.
Vill græða ben jarðarinnar
VOTLENDI ENDURHEIMT Á KIÐAFELLI
Holdakálfur Hreinræktaður Aberdeen Angus-
holdanautkálfur fæddist á Kiðafelli í vikunni. Hann
verður mikilvægur í ræktunarstarfinu.
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2021
VIÐTAL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Ég keppist ekki við að framleiða
sem mest heldur að vera með sem
næst kolefnishlutlausa framleiðslu og
kosta ekki of miklu til hennar,“ segir
Sigurbjörn Hjaltason, bóndi á Kiða-
felli í Kjós um góðan árangur í sauð-
fjárræktinni. Þar er einnig unnið að
kolefnisbindingu með endurheimt
votlendis.
Bú hjónanna á Kiðafelli, Bergþóru
Andrésdóttur og Sigurbjörns Hjalta-
sonar, er annað í röðinni yfir af-
urðahæstu fjárbú landsins á síðasta
ári, samkvæmt yfirliti Ráðgjafar-
miðstöðvar landbúnaðarins. Skiluðu
ærnar 42,6 kg kjöts að meðaltali. Í
efsta sætinu var á síðasta ári, eins og
raunar mörg undanfarin ár, bú Eiríks
Jónssonar í Gýgjarhólskoti 1 í Bisk-
upstungum, eins og sjá má á með-
fylgjandi töflu.
Meðalafurðir yfir landið voru meiri
en nokkru sinni, 28,6 kg kjöts eftir
hverja á.
Vinkilbeygja í ræktuninni
Sigurbjörn segist hafa tekið vink-
ilbeygju í ræktunarstarfinu og það sé
ástæðan fyrir betri meðalafurðum.
„Ég var lengi að rækta hyrnda fjár-
stofninn, hann kemur upphaflega
mikið úr Þingeyjarsýslum. Ég fór
norður á Strandir fyrir nokkrum ár-
um og náði mér í erfðaefni úr kollótta
stofninum þar og blandaði saman við
gamla stofninn. Það hefur verið að
skila sér á hverju einasta ári, eftir því
sem stofninn stækkar,“ segir Sig-
urbjörn.
Hann segir að með kynbótagrip-
unum af Ströndum fáist mjólk-
urlagnar ær. Lömbin hafi mikla
möguleika til að þyngjast án þess að
safna fitu. Á móti komi frjósemin úr
gamla stofninum.
Á Kiðafelli voru 2,26 fædd lömb
eftir hverja á. Það er hærra hlutfall
en á nokkru öðru „alvöru“ fjárbúi og
líkist fremur því sem þekkist hjá
bestu tómstundabændum.
Auk þessa segist Sigurbjörn leggja
áherslu á góðan aðbúnað og umhirðu
fjárins. Það skili árangri.
Sauðfjárrækt hefur verið áhuga-
mál Sigurbjörns frá því hann var
tveggja eða þriggja ára gamall og
fékk sína fyrstu kind. Segist hann
alltaf hafa haft mikinn áhuga á fé.
Mjólkurframleiðslu var hætt á Kiða-
felli fyrir rúmum tuttugu árum. Þar
er hins vegar nautakjötsframleiðsla
með holdanautum. Þeim fæddist í
vikunni hreinræktaður Aberdeen An-
gus-nautkálfur og er það fyrsti fóst-
urvísaflutningurinn af þessum stofni
sem heppnast hjá bónda hér á landi.
Fósturvísirinn kom frá einangrun-
arstöð Nautgriparæktarmiðstöðvar
Íslands á Stóra-Ármóti. Bindur Sig-
urbjörn miklar vonir við þessa rækt-
un. Nautið muni verða mikilvægur
kynbótagripur í holdanautahjörðinni
sem ekki hefur fengið nauðsynlegt
erfðaefni til kynbóta um tíma.
Markaðsmálin eru hins vegar ekki
álitleg, eins og er, vegna mikillar kjöt-
framleiðslu innanlands, mikils inn-
flutnings á kjöti og fækkunar ferða-
fólks. „Reglurnar eru þannig að það
virðist vera meira út úr því að hafa að
flytja inn kjöt og selja en framleiða í
landinu,“ segir Sigurbjörn en bætir
því þó við að Ferskar afurðir sem eru
í eigu Haga sækist eftir besta nauta-
kjötinu og gangi vel að selja það undir
vörumerkinu Íslandsnaut.
Loftslagsvænn búskapur
Bændurnir á Kiðafelli eru áhuga-
samir um umhverfismál. Búið er þátt-
takandi í verkefninu Loftslagsvænn
landbúnaður. „Þar er lagt upp úr því
að hafa miklar afurðir eftir hverja
kind til þess að geta fækkað kind-
unum en haldið afurðunum. Lögð er
áhersla á að vera með gott fóður. Ég
gef kindunum ekkert kjarnfóður og
fer ekki með lömbin í bötun á græn-
fóður á haustin. Það þykir gott í
þessu loftslagsvæna fyrirkomulagi að
slátra lömbunum tiltölulega ungum,
sem mest beint af fjalli, og nýta vaxt-
artíma gróðursins þar sem mest. Það
dregur úr mengun og kostnaði við
ræktun grænfóðurs,“ segir Sigur-
björn.
Á Kiðafelli voru um 400 vetrarfóðr-
aðar ær fyrir nokkrum árum og þær
eru nú um 250, án þess að afurðir hafi
minnkað að sama skapi.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Sauðfjárbændur Bergþóra Andrésdóttir og Sigurbjörn Hjaltason í fjárhús-
unum á Kiðafelli. Þau telja að loftslagsvænn búskapur skili betri afurðum.
Bú með fl eiri en 100 ær
Meðalafurðir 2011-2020, reiknaður kjötþungi eftir kind, kg
30
29
28
27
26
25
2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020
Afurðahæstu sauðfjárbúin 2020
Nr. Skýrsluhaldari Býli Fjöldi áa Kjöt, kg
Fædd lömb
á hverja á
1 Eiríkur Jónsson Gýgjarhólskot 1 281 44,1 2,05
2 Bergþóra og Sigurbjörn Kiðafell 196 42,6 2,26
3 Félagsbúið Lundur Lundur 479 41,0 1,97
4 Gunnar, Gréta, Jóhannes, Stella Efri-Fitjar 864 40,7 2,05
5 Þorsteinn og Katrín Jökulsá 245 40,5 2,03
6 Hrísvellir ehf. Möðruvellir 197 40,4 2,09
7 Ólafur og Dagbjört Syðri-Urriðaá 542 40,0 2,14
8 Elín Heiða Valsdóttir Úthlíð 329 39,9 2,11
9 Atli Þór og Guðrún Kot 127 39,4 1,98
10 Böðvar Sigvaldi og Ólöf Mýrar 2 563 39,2 2,04
Íslandsmet, sett 2017
Eiríkur Jónsson Gýgjarhólskot 1 48,1
Heimild: rml.is
28,6
28,3
26,5
Áhersla á kolefnisjafnaða sauðfjárrækt
Bændur á Kiðafelli í Kjós ná góðum árangri í framleiðslu kindakjöts þótt meiri áhersla sé lögð á kol-
efnisjöfnun en miklar afurðir Blönduðu saman stofnum Meiri frjósemi en hjá öðrum fjárbændum