Morgunblaðið - 01.03.2021, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.03.2021, Blaðsíða 33
DÆGRADVÖL 33 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2021 illes eftir John Corigliano sem fékk tvenn Grammy-verðlaun 2016. Hann hlaut heiðursverðlaun Íslensku tón- listarverðlaunanna 2017. Helstu áhugamál Kristins eru tón- list, ljósmyndun og fluguveiði. „Ég hlusta á klassíska tónlist en ekki endilega sungna tónlist, fæ nóg af henni í vinnunni. Svo hlusta ég tölu- vert á djass. Ég hef verið með áhuga á ljósmyndun alveg frá því ég var unglingur. Ég átti framköllunar- græjur og stækkara og myrkvaði herbergi hjá foreldrum mínum. Svo er ég alveg forfallinn flugu- veiðimaður. Ég veiddi mikið í Grímsá og Langá í seinni tíð og svo var ég mörg mörg ár í Laxá í Laxárdal, á urriðasvæðinu. Það er yndislegt svæði og eins og maður sé kominn í friðland.“ Fjölskylda Eiginkona Kristins er Ásgerður Þórisdóttir, f. 21.3. 1953, hjúkr- unarfræðingur. Þau eru búsett á Birkigrund í Kópavogi. Móðir Ás- gerðar var Svava S. Ásgeirsdóttir, f. 26.7. 1934, d. 20.7. 2015, og stjúpfaðir var Þorvaldur J. Matthíasson, f. 29.4. 1934, d. 23.1. 2015. Þau hjónin ráku heildverslunina Skjólborg í Reykja- vík. Faðir Ásgerðar var Þórir Krist- jónsson, f. 25.6. 1932, d. 31.1. 2000. Synir Kristins og Ásgerðar eru 1) Gunnar, f. 14.11. 1979, leikari, bús. í Reykjavík. Sonur hans er Mikael Bjarni, f. 21.9. 2000; 2) Jóhann, f. 6.5. 1988, óperusöngvari, búsettur í Ham- borg í Þýskalandi. Maki hans er Sa- rah Butenschön. Bróðir Kristins er Þórður Sig- mundsson, f. 26.6. 1956, geðlæknir, búsettur í Skien í Noregi. Foreldrar Kristins voru hjónin Ás- gerður Kristjánsdóttir, f. 9.7. 1918, d. 24.5. 2010, húsmóðir og verkakona, og Sigmundur Þórðarson, f. 14.6. 1920, d. 4.4. 1973, sjómaður í Reykja- vík. Kristinn Sigmundsson Jóhannes Kristján Sigurðsson sjómaður í Reykjavík Jónína Rósinkranzdóttir húsfreyja í Reykjavík Þórður Helgi Jóhannesson fiskverkunarmaður á Sundabakka IV, síðar verkstjóri í Reykjavík Sólveig Sigmundsdóttir húsfreyja á Sundabakka IV í Viðey, síðar í Reykjavík Sigmundur Þórðarson sjómaður í Reykjavík Sigmundur Jónsson skipstjóri í Hafnarfirði Guðrún Welding Bjarnadóttir húsfreyja í Hafnarfirði Benóný Jónsson bóndi á Steinanesi Björg Jónsdóttir húsfreyja á Steinanesi íArnarfirði, V- Barð. Kristján Jón Benónýsson bóndi í Fremri-Hjarðardal, síðar í Reykjavík Kristín Þórðardóttir húsfreyja í Fremri-Hjarðardal í Dýrafirði Þórður Þórðarson bóndi á Þórisstöðum Ingibjörg Gísladóttir húsfreyja á Þórisstöðum í Þorskafirði,A-Barð. Úr frændgarði Kristins Sigmundssonar Ásgerður Kristjánsdóttir húsmóðir í Reykjavík „AFSAKAÐU BIÐINA. ÉG ER SVOLÍTIÐ Á EFTIR ÁÆTLUN.” „GAURINN Í GÆLUDÝRABÚÐINNI SAGÐI AÐ HANN ÞYRFTI AÐ HREYFA SIG MEIRA.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... efst á listanum. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG MUN ALDREI LJÚGA AÐ ÞÉR, ELÍN EN SÆTT! NÚ ÁTT ÞÚ AÐ LJÚGA AÐ MÉR ÉG ER KOMINN TIL AÐ TAKA ALLA PENINGANA ÞÍNA! ÉG ER GLERAUGNALAUS. HVER ÆTTINGJA ÞINNA ER ÞETTA? Á Boðnarmiði segir Ólafur Stef-ánsson: „Það styttist“: Ó, Pfizer, ég fell þér um háls, fagnandi tek svo til máls: Að gefinni sprautu, gönguna blautu geng ég á barinn minn frjáls. Og Jón H Karlsson segir: „Það hillir undir frelsi og sumaryl“: Kórónufrelsi Þrái sól og sumaryl sunnanblæ og hlýju. Í góðu veðri vera til viðra mig að nýju. Hólmfríður Bjartmarsdóttir yrkir: Katrín konan hans Mara kann ekki vínið að spara er geðill við hann þennan góðlynda mann. Það er hún ekki við Ara. Hallmundur Kristinsson svaraði: Sífellt það gerir grínið, gamla spaugsama brýnið. Yrkjandi er oftastnær hér magnaðar vísur um vínið! Hólmfríður aftur: Um ýmislegt má yrkja grín ef eitthvað skeður. Best að yrkja um brennivín því brennivínið gleður. Og að síðustu Guðrún Bjarna- dóttir: „Magnaður er hann Mari. Á morgun vil ég hann fari burt frá Kötu, með kók og skötu, og komi til mín,“ stundi Ari. Broddi B. Bjarnason rifjar upp stöku eftir Sigurkarl Stefánsson menntaskólakennara: Góa raular rótt og þýtt rímu veðurlagsins. Ekki er kyn þótt brosi blítt bræður öskudagsins. Friðrik Steingrímsson yrkir um skjálftahrinuna: Fyrir dyrum virðist vá, vitneskju um það hrinan gaf, að Reykjanesið rifni frá og reki út á ballarhaf. Gamlar karla- og kerlingavísur: Einu sinni karlinn kvað við kerlinguna sína: „Mikið gerir ellin að ég ætlaði varla að geta það!“ „Nógur er tíminn,“ kerling kvað, „að komast í himnahöllu, mér er nú ekki mikið um það – maturinn er fyrir öllu.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af kórónufrelsi og góðlyndum manni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.