Morgunblaðið - 01.03.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.03.2021, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1. M A R S 2 0 2 1 Stofnað 1913  50. tölublað  109. árgangur  FJÖLHÆFUM FYRIRTÆKJUM VEGNAÐ BEST SIÐLEYSI OG SPILLING VÍSINDALEG ÞEKKING SETT Í SAMHENGI Í BÓKMENNTUNUM SVÖRT KÓMEDÍA 37 ANDRI SNÆR 10SJÁVARÚTVEGUR 14 Omeprazol Actavis 20mg14 og 28 stk. Magasýruþolin hylki sem innihalda 20 mg af virka efninu Omeprazol og eru ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni með mat eða á fast- andi maga. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar, varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgi- seðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. T ev a 0 2 8 0 6 2 FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | www.fi.is Sjáumst á fjöllum  Jón Ívar Ein- arsson, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla í Bandaríkj- unum, skorar á stjórnvöld hér að fara að dæmi Breta og lengja bilið á milli bólu- setninga gegn Covid-19 í þrjá mánuði. Þannig sé hægt að ljúka fyrri bólusetningu landsmanna mun fyrr en ella, minnka hratt hömlur innanlands og gefa tóninn fyrir gott ferðamannasumar. Mikill ferðavilji sé meðal fólks og bólu- settum fjölgi hratt. Segir Jón Ívar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að í ljósi nýj- ustu gagna sé ekki siðferðilega verjandi að halda áfram með bólu- setningar með því lagi sem stefnt hafi verið að. Forsendan fyrir þessu er að seinni skammtur bóluefna auki vernd gegn Covid-19 ekki mjög mikið. Jafnframt að þeir fáu sem sýkist eftir fyrri bólusetningu fái yfirleitt væg einkenni og alvar- leg veikindi séu afar sjaldgæf. »17 Tími milli bólusetn- inga verði lengdur Jón Ívar Einarsson Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Yfir 1.600 skjálftar mældust frá mið- nætti á laugardag til miðnættis á sunnudag. Af þeim voru hátt í fjöru- tíu yfir 3 að stærð og í það minnsta sjö yfir 4 að stærð. Tveir skjálftar mældust 4,7 að stærð í gær, en þeir gengu yfir upp úr miðnætti og um klukkan 19. Að miklu leyti er virknin bundin við svæðið í kringum Fagra- dalsfjall og Keili en virknin tók eftir hádegi í gær að færast nær Keili. Júlíus Jónsson, forstjóri HS Veitna, segir að starfsfólk HS Veitna hafi ekki jafn miklar áhyggjur af þessari skjálftahrinu sem gengur nú yfir og þeirri sem gekk yfir á síðasta ári í grennd við Grindavík. Svartsengi í mestri hættu Af þeim innviðum sem HS Veitur sjá um á Suðurnesjum er orkuverið í Svartsengi í mestri hættu á að verða fyrir tjóni. Lagnir sem liggi til Voga á Vatnsleysuströnd séu ekki í mikilli hættu og ekki heldur vatnsból bæj- arins sem liggur nálægt sjó. Hraunflæðilíkön eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands gefa til kynna að líklegast muni hraun flæða um miðjan Reykjanesskaga, ef gjósa fer í kjölfar hrinunnar. Vogar eru sú byggð sem er hvað næst hraunflæðinu samkvæmt líkani hópsins. Daníel Arason, staðgengill bæjarstjóra Voga, segir að bæjar- yfirvöld séu róleg en fylgist þó vel með hræringunum. Sérfræðingar eru sammála um að enn gefi ekkert til kynna að gos sé í vændum en ekki sé hægt að útiloka neitt að svo stöddu. Kristín Jónsdóttir, náttúruvársér- fræðingur á Veðurstofu Íslands, seg- ir að fyrst og fremst sé um jarð- skjálftahrinu að ræða og ekki sé rætt um eldgos á þessum tímapunkti. Ármann Höskuldsson eldfjalla- fræðingur segir að gos á Reykjanes- skaga yrði að öllum líkindum sprungugos með seigfljótandi hrauni. Þótt jarðskorpan á Reykjanesi sé þynnri en á mörgum stöðum á Íslandi fengju íbúar í nærliggjandi byggðum samt sem áður góðan fyrirvara á gosi. Jörð skelfur og kraftar krauma undir niðri  Skjálftavirknin færist í norðaustur og nær Keili  Engin merki um gos í vændum MSkjálftar finnast vel í Vogum »4 Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Keilir Horft yfir hraun og í átt að fjallinu Keili frá Vogum á Vatnsleysuströnd um miðjan dag í gær. Jarðskjálftavirknin tók að færast nær Keili eftir hádegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.