Morgunblaðið - 01.03.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.03.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2021 Þeir sem búa á suðvesturhornilandsins hafa fengið að hrist- ast nokkuð reglulega síðustu daga og þykir ýmsum nóg um. Þó hefur sem betur fer ekki orðið mikið tjón eða slys, en skjálftarnir eru áminn- ing um hvar við búum; í landi íss og elda, sem er í stöðugri mótun. Við skipulagningu byggð- ar og annarra mannvirkja er nauðsynlegt að taka tillit til nátt- úruaflanna sem geta í senn verið óblíð og ófyrirsjáanleg. Snjóflóð sem haft hafa skelfilegar afleið- ingar eru til marks um þetta en einnig eldgos þó að þau hafi sem betur fer ekki verið jafn mann- skæð, í það minnsta á nýliðnum öldum.    Því er ekki spáð sem stendur aðeldsumbrot muni fylgja skjálftahrinunni sem nú gengur yfir. Um þetta veit þó auðvitað enginn og vísindamenn hafa birt kort sem sýnir hvar líklegast er að hraun myndi renna á Reykjanes- skaga þegar þar gýs næst.    Sem betur fer gefur þetta vís-bendingu um að byggð sé ekki í bráðri hættu, þó að vitaskuld verði að gæta allrar varúðar. At- hygli vekur hins vegar að hraun myndi líklega renna býsna nærri því svæði í Hvassahrauni þar sem rætt hefur verið um að byggja upp nýjan flugvöll.    Þær hugmyndir hafa aldrei ver-ið raunsæjar en með hliðsjón af líklegu hraunrennsli hljóta þær að vera endanlega komnar út af borðinu. Það dettur varla nokkr- um manni í hug að byggja upp nýj- an flugvöll fyrir hundruð milljarða þegar slík hætta er yfirvofandi. Á að lenda í hraunrennsli? STAKSTEINAR Fyrsta skóflustungan var tekin að húsnæði fyrir Þroskahjálp í Stuðlaskarði í Hafnarfirði í gær. Þar fær hópurinn Vinabær húsnæði fyrir félagsmenn, sem eru sex einstaklingar með Downs-heilkenni. Þau hafa fylgst að frá æskuárum og fá nú nýtt heimili öll saman, eftir að hafa oft verið saman í ýmsum skammtímavistunum. Fyrirkomulagið á framkvæmdunum á sér fá ef nokkur fordæmi hér á landi, því íbúarnir tilvonandi sjá sjálfir um að reisa nýja húsnæðið. Þeir eru skrifaðir fyrir félag- inu utan um reksturinn og munu sjálfir annast skipulag íbúðahúsnæðisins, með viðeigandi aðstoð aðstandenda og annarra. Hafnarfjarðarbær fjár- magnar síðan rekstur Vinabæjar. Ráðgert er að afhending íbúðanna verði í des- ember á þessu ári, þannig að verktakinn þarf að hafa hraðar hendur. Hann byrjar að moka í vik- unni. Samkvæmt viljayfirlýsingu Hafnarfjarðar- bæjar frá júní 2020 lagði bærinn félaginu til lóðina að Stuðlaskarði 2-4 og sömuleiðis kom til um 35 milljóna stofnframlag frá sveitarfélaginu. Ríkis- sjóður veitti um 60 milljónir til verkefnisins en 121 milljón er fjármögnuð með láni. snorrim@mbl.is Reka nýjan búsetukjarna sjálf  Hefjast handa við hús- næði fyrir allan hópinn Ljósmynd/Elísabet Hansdóttir Frá vinstri Jóhanna María Bjarnadóttir, Sandra Lind Valgeirsdóttir, Atli Már Indriðason, Daníel Þor- björnsson, Björgvin Axel Ólafsson og Birgir Gíslason. Uppboð fer fram á miðvikudaginn kemur, 3. mars, á báti með því sögufræga nafni Jón forseti. Þetta er framhaldsuppboð, sem fram fer að kröfu Faxaflóahafna. Jón forseti er eikarbátur, 31 tonn að stærð. Hann hefur legið við Ver- búðarbryggjurnar við Kaffivagn- inn síðan árið 2009 og lítið eða ekk- ert eftirlit haft með honum síðustu árin, samkvæmt upplýsingum frá Faxaflóahöfnum. Því hefur hlaðist upp kostnaður. Í ágúst í fyrra var Jón forseti dreginn að athafnasvæði Eimskips í Vatnagörðum í Sundahöfn og síðan tekinn á land. Þar mun sýslumað- urinn á höfuðborgarsvæðinu bjóða bátinn upp klukkan 10 að morgni. Aðgangur að svæðinu er frá Korn- görðum um hlið merkt 3. Áhuga- samir verða að vera mættir á svæð- ið tímanlega, því þeim verður ekið inn á svæðið. Greiðsla fer fram við hamarshögg og einungis er tekið við debetkortum eða peningum. Þá minnir sýslumaður á í auglýsingu, að grímuskylda er á uppboðum. Jón forseti var smíðaður hjá skipasmíðastöðinni Bátalóni í Hafn- arfirði árið 1965. Í fésbókarfærslu árið 2019 auglýsir eigandinn bátinn til sölu á 5,9 milljónir, vegna brott- flutnings af landinu. Markmið með kaupum bátsins á sínum tíma var að vernda þetta fallega eintak og koma í veg fyrir að hann myndi enda á áramótabrennu. sisi@mbl.is Jón forseti á uppboð Morgunblaðið/Eggert Í togi Dráttarbáturinn Haki dró Jón forseta inn í Sundahöfn í ágúst í fyrra. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Opið mán - fim 8:30 – 17:00, fös 8:30 – 16:15 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is ÖFLUGAR ÞVOTTAVÉLAR OG ÞURRKARAR Verkstæði Heilbrigðis-stofnanir Fiskvinnslu- fyrirtæki Hótel og gistiheimili Leikskólar og skólar Íþróttafélög og sundlaugar Efnalaugar og þvottahús

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.