Morgunblaðið - 01.03.2021, Síða 40

Morgunblaðið - 01.03.2021, Síða 40
Íslenskur ís úr öllum landshlutum 100% íslenskt • beint frá bónda Flatahrauni 27 • 220 Hafnarfjörður sími 788 3000 • gottogblessad.is Opið virka daga 11-18 / laugardaga 11-15 SVANSÍS • SUÐURLANDI súkkulaði • hindber • vanilla jarðarber • bláber • o.fl. SKÚTAÍS • MÝVATNI kókos og súkkulaði • karamella • vanilla • rabarbara- og jarðarberja • o.fl. ERPSSTAÐAÍS • dalasýslu saltkaramella • piparmynta • banana- og súkkulaðibitar • mokka • o.fl. HOLTSELSÍS • EYJAFIRÐI saltkaramella með söltu smjöri og karamellubitum • nutella • Ferrero Rocher • vanilla Madagaskar • o.fl. MÁNUDAGUR 1. MARS 60. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Selfoss stökk upp í þriðja sæti Olísdeildar karla í hand- knattleik með 29:28-sigri á Stjörnunni á heimavelli í æsispenanndi leik. Ragnar Jóhannsson skoraði sig- urmarkið þegar níu mínútur lifðu leiks og tókst Stjörn- unni ekki að jafna með lokaskoti leiksins. Í Safamýri vann Fram 26:22-sigur á KA og hefur Fram-liðið ekki enn tapað leik á heimavelli. Þá vann ÍBV afar sannfærandi 32:23-sigur á ÍR á heimavelli þar sem Hákon Daði Styrmisson, markahæsti leikmaður deild- arinnar, skoraði 15 mörk. »35 Selfyssingar unnu Stjörnumenn eftir æsispennu á Selfossi ÍÞRÓTTIR MENNING Kordía, kór Háteigskirkju, og Bára Grímsdóttir flytja alla Passíu- sálma Hallgríms Péturssonar í Háteigskirkju á föstunni. Á undan hverjum sálmi er lestur píslarsög- unnar sem Hallgrímur yrkir út frá í sálmunum fluttur af prestum kirkjunnar, þeim sr. Helgu Soffíu Konráðs- dóttur og sr. Eiríki Jóhannssyni. Sálmarnir verða sungnir við lög frá ýmsum tímum, bæði úr sálmasöngs- bók til kirkju- og heimasöngs 1936, við lög eins og þau birtast undir lagboðum sálmanna í messubók og sálmabók Guðbrands Þorlákssonar frá 1594 og 1619 og við lög eftir íslensk tónskáld. Einnig hafa tveir kór- félagar Kordíu, Sara Gríms og Björn Önundur Arnars- son, samið lög og hljóðmynd við tvo af sálmunum. Flutningurinn verður næstu fimm miðvikudagskvöld kl. 20 en sá síðasti á föstudaginn langa 2. apríl kl. 14. Passíusálmarnir í fortíð og nútíð Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Á Þórshöfn er almennur áhugi á hreyfingu og útivist og hefur farið vaxandi. Fólk á öllum aldri stundar gönguferðir eða hvers kyns útivist, auk sunds og annarrar hreyfingar. Einn hópur sker sig þó úr en það eru Hörkunaglarnir, hópur sem til varð í sófanum á dimmu janúarkvöldi. „Mér datt í hug að stofna hóp á Facebook sem hefði það markmið að fara saman hringveginn á þann hátt að hver einstaklingur myndi skrá alla hreyfingu sína og saman næði hóp- urinn kílómetrafjölda hringvegarins, sem er 1.322 kílómetrar,“ segir hörkunaglinn Valgerður Sæmunds- dóttir á Þórshöfn. Búið að vera skemmtilegt átak Tími átaksins var frá 19. janúar til febrúarloka og segir Valgerður að nafnið Hörkunaglarnir hafi eiginlega komið af sjálfu sér, „ég vildi bara hvetjandi og skemmtilegt nafn fyrir okkur öll“. Viðbrögðin við þessu framtaki voru betri en hún reiknaði með. „Ég bjóst ekki við svona góðri þátttöku, við er- um núna 28 í hópnum, fólk á öllum aldri og þetta er búið að vera mjög skemmtilegt átak fyrir okkur öll, ekki síst mig sjálfa.“ Upphaflegt markmið var einn hringvegur, en þegar Valgerður sá dugnaðinn í hópnum setti hún næsta markmið, einn og hálfan hring en lét sig dreyma um tvo hringi, 2.644 km. Hörkunaglarnir fóru létt með það og gott betur. Valgerður heldur nákvæmt bók- hald yfir alla kílómetra Hörkunagl- anna. „Það skrifar bara hver ein- staklingur hreyfingu sína inn á síðuna sem ég held utan um, þetta er hreyf- ing af öllu tagi og mikil útivist,“ sagði hún. Skapa liðsheild og gott hópefli Valgerður lét ekki þar við sitja, hún hefur líka sett líkamsræktar- áætlun inn á síðuna þrisvar í viku fyr- ir þá sem vilja nýta sér það. Hún hef- ur alltaf verið mikið fyrir hreyfingu af öllu tagi og byrjar allflesta daga á lík- amsrækt. Aðspurð segir hún að vissulega þurfi í byrjun nokkurn sjálfsaga en síðan komist þetta upp í vana og verði sjálfsagður hluti af lífs- stílnum. „Það er líka svo frábært að vinna að markmiði með góðum hópi, skapa liðsheild og gott hópefli. Svo bætist sjósundið við og ég dríf mig í það en verð að viðurkenna að það er nú í kaldara lagi,“ segir hún en lætur sig hafa það. Valgerður er snyrtifræðingur og rekur eigin snyrtistofu á Þórshöfn. „Að vera eini starfsmaðurinn á vinnu- staðnum hefur líka í för með sér þörf fyrir að vera með í góðum hópi, gera eitthvað skemmtilegt og stefna að ákveðnu markmiði.“ Átaki Hörkunaglanna lauk í gær og hafði hópurinn þá lagt að baki rúmlega tvöfalda vegalengd hring- vegarins en ekki bara einu sinni, eins og áformað var í upphafi, eða alls 3.410 kílómetra. „Þetta er búið að vera frábært og gaman að fá svona jákvæðar viðtökur við hugmynd sem kastað er fram,“ segir Valgerður sem heldur ótrauð áfram að hvetja til hreyfingar og heil- brigðs lífsstíls í heimabyggðinni. Hin- ir hörkunaglarnir í hópnum kunna Valgerði bestu þakkir og einhverjir hafa laumað heim til hennar þakklæt- isvotti í formi blóma og súkkulaðis. Hörkunaglar á Þórshöfn tóku hringveginn Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Dugnaðarforkar Hópurinn lét ekki sitja við markmiðið sem fyrst var sett. Ekki náðist að mynda hann allan því margir voru á fjöllum eða enn á göngu. Baðbomba Valgerður tilheyrir einnig Baðbombunum, sjósundhópi kvenna á Langanesi. Ljósmynd/Hrafngerður Ösp Elíasdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.