Morgunblaðið - 02.03.2021, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2021
Í baráttu við COVID-19
býður Donnamaska, grímur
og andlitshlífar sem eru
gæða vara frá DACH og
notuð um allan heim.
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Öryggið í fyrirrúmi fyrir lærða sem leika
Sími 555 3100 www.donna.is
Heildsöludreifing
Type II 3ja laga
medical andlitsgríma
FFP3 Respirator Comfort
andlitsgríma með ventli
FFP3 High-Risk
andlitsgríma
Andlitshlíf
móðufrí
C-gríma Pandemic
Respirator andlitsgríma
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Íslendingar bera höfuð og herðar
yfir aðra Evrópubúa í notkun snjall-
úra og annarra nettengdra tækja
sem menn bera á sér á borð við
heilsuúr, armbönd og snjallgleraugu
samkvæmt samanburði Eurostat,
hagstofu Evrópusambandsins.
Í nýjum samanburði Eurostat á
notkun nettengdra snjalltækja á
árinu 2020 í 26 löndum Evrópu segir
að 72% Íslendinga á aldrinum 16 til
74 ára beri snjallúr eða sambæri-
legan búnað sem tengja má við netið.
Næstu þjóðir í röðinni eru vart hálf-
drættingar á við Íslendinga. 35%
Tékka og 34% Norðmanna á þessum
aldri eru sögð nota heilsuúr. Meðal-
talið í löndum Evrópusambandsins
er 19%. Fram kemur m.a. að 7%
Grikkja, 13% Pólverja, 22% Þjóð-
verja og 33% Finna voru með net-
tengd snjallúr, armbönd eða önnur
nettengd tæki á sér á þessu tímabili
sem samanburðurinn tekur til.
Tæki og leikföng tengd netinu
Notkunin er mun útbreiddari
meðal fólks á aldrinum 25-54 ára en
eldri aldurshópa þar sem 23% íbúa
ESB-landa á þessum aldri nota
snjallúr að meðaltali.
Eurostat birtir einnig yfirlit yfir
hversu algeng notkun annarra net-
tengdra snjalltækja var á síðasta ári.
Að meðaltali notuðu 11% íbúa ESB-
landa nettengd forrit eða öpp sem
bjóða upp á raddstýringu eða spjall-
menni á seinasta ári en hlutfallið var
24% á Íslandi og 19% í Noregi skv.
töflum Eurostat. 10% í löndum ESB
eru með nettengda húshitunarstýr-
ingu og lýsingu, 12% á Íslandi en
17% í Noregi. Að meðaltali nota 5%
íbúa ESB-landa ýmsan fjarstýrðan
og tengdan heimilisbúnað og tæki á
borð við nettengdar ryksugur, ís-
skápa og kaffivélar en hlutfallið er
sagt vera 20% á Íslandi. 2% íbúa
ESB-landa eiga nettengd leikföng
en hlutfallið er sagt 14% á Íslandi.
omfr@mbl.is
Hlutfall 16-74 ára sem nota snjallúr*
72
35 34 33 31
26 25 25 24 24 23 22 21 19 19 18 17 16 14 14 13 12 10 10 9 8 7
Ís
la
nd
Té
kk
la
nd
N
or
eg
ur
Fi
nn
la
nd
Ei
st
la
nd
Sl
óv
en
ía
Lú
xe
m
bo
rg
Sl
óv
ak
ía
D
an
m
ör
k
Sv
íþ
jó
ð
Sp
án
n
Þý
sk
al
an
d
Ír
la
nd
ES
B-
m
eð
al
ta
l
Po
rt
úg
al
H
ol
la
nd
Au
st
ur
rík
i
M
al
ta
Kr
óa
tía
Le
tt
la
nd
Pó
lla
nd
Li
th
áe
n
B
úl
ga
ría
U
ng
ve
rja
la
nd
Ký
pu
r
Rú
m
en
ía
G
rik
kl
an
d
Árið 2020 í nokkrum
Evrópulöndum (%)
Heimild: Eurostat
Ísland 72%
ESB-meðaltal 19%
72%
19%
Ísland trónir á toppn-
um í notkun snjallúra
Eurostat birtir yfirlit yfir notkun nettengdra snjalltækja
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það hefur þurft að sauma að
frelsi fólks til að ná utan um far-
aldurinn. Að safna saman þessum
upplýsingum er að einhverju leyti
birtingarmynd þess,“ segir Pétur
Georg Markan, samskiptastjóri
Biskupsstofu.
Eftir að slakað var á samkomu-
takmörkunum í síðustu viku mega
nú 200 koma saman við kirkju-
athafnir. Hins vegar hefur sú
breyting verið gerð að nú þarf að
skrá þátttakendur á alla viðburði í
kirkjum þar sem fleiri koma sam-
an en 50. Pétur segir að þessi ráð-
stöfun sé gerð í samráði við land-
læknisembættið. Á stórum íþrótta-
og menningarviðburðum er selt
inn í númeruð sæti og þannig hald-
ið utan um upplýsingar um gesti.
Kirkjunnar fólk þarf að hins vegar
að skrá niður nafn, kennitölu og
símanúmer kirkjugesta. Börn fædd
árið 2005 og yngri eru ekki inni í
fjöldatölum.
„Þetta er gert til að auðvelda
smitrakningu ef slíkt kemur upp.
Við höfum verið mjög skýr með
það að við geymum þessi gögn í
tvær vikur og eyðum þeim svo,“
segir Pétur. Hann segir að engar
kvartanir hafi borist Biskupsstofu
vegna þessa fyrirkomulags um síð-
ustu helgi. „Við erum mjög með-
vituð um persónuverndarsjónarmið
í þessu tilliti. Þessar ráðstafanir
gera meðal annars það að verkum
að hægt er að halda 200 manna út-
farir sem er mikil breyting frá því
sem var og við uplifum strax mik-
inn létti á aðstandendum. Það hef-
ur verið afar þungur tími fyrir að-
standendur sem geta ekki kvatt
ástvini nema í mjög afmörkuðum
hópi nánustu ættingja. Nú er að
rofa til og fleiri geta komið saman
með áðurnefndum ráðstöfunum.“
Í bréfi Agnesar M. Sigurðar-
dóttur biskups til presta, djákna,
organista, sóknarnefnda og útfar-
arstjóra vegna þessa kemur fram
að þessi ráðstöfun sé í samræmi
við áherslur rakningarteymis al-
mannavarna. Biskup kveðst hins
vegar telja umrædda skráningu vel
framkvæmanlega. Fulltrúi safn-
aðarins taki á móti fólki
og aðstoði við skrán-
inguna. Ekki þurfi að
skrá fólk í tiltekið sæti
eða tiltekinn bekk. Þá
ítrekar biskup að allir
gæti að persónu-
legum sótt-
vörnum.
Þurfa að halda skrá um kirkjugesti
Rýmkun á reglum um samkomuhald hefur í för með sér að halda þarf skrá um kirkjugesti í stærri
athöfnum Upplýsingar geymdar í tvær vikur Auðveldar rakningu ef kórónuveirusmit koma upp
Ferming Margir fagna því að nú mega 200 koma saman við kirkjuathafnir, svo sem fermingar.
„Nú fara fermingar í hönd og
þar eins og í almennum mess-
um er undir venjulegum kring-
umstæðum altarissakramentið
haft um hönd. Eftir að hafa
kynnt mér málið tel ég að við
getum opnað fyrir þann mögu-
leika að taka aftur upp altaris-
göngur,“ segir í bréfi Agnesar
M. Sigurðardóttur, biskups Ís-
lands, til presta og kirkjunnar
fólks. „Framkvæmdin yrði þann-
ig að prestar og aðrir sem koma
að athöfninni skulu spritta
hendur sínar áður en altaris-
ganga hefst. Prestur notar töng
til að taka upp brauðið og lætur
það „detta“ í lófa þess sem
neytir. Víninu yrði hellt í sérbik-
ara sem sá sem neytir tekur og
drekkur úr. Að öðru leyti skal
gæta að eigin sóttvörnum og
hafa spritt á altarinu,“ ritar
biskups og hvetur til
áframhaldandi árvekni á
vettvangi kirkjunnar í glím-
unni við veiruna.
Gengið verði
til altaris á ný
FERMINGAR FRAM UNDAN
Agnes M.
Sigurðardóttir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn-
ir segir ekki útlit fyrir að forgangs-
röðun í bólusetningar við Covid-19
breytist frá því sem er nú. Þá segir
hann að margir hópar telji sig
þurfa að vera í forgangi hvað bólu-
setningu gegn Covid-19 varðar.
Líkt og fram kom í Morg-
unblaðinu í gær hefur Icelandair
fengið synjun hjá embætti land-
læknis og heilbrigðisráðuneytinu
við ósk um bólusetningu framlínu-
starfsfólks í flugi. Þórólfur segir að
margir þurfi að fara út fyrir land-
steinana og beiti sömu rökum og
flugliðar þegar þeir óska forgangs í
bólusetningar.
„Ef við förum að taka allt þetta
fólk fram fyrir þá eru einhverjir
aðrir sem fara neðar og við erum
að reyna núna að klára þessa elstu
hópa, fólk sem
við vitum að fer
hvað verst út úr
sýkingunni,
þannig að það
geta ekki allir
verið í forgangi.
Við þurfum að
reyna að for-
gangsraða þessu
og ég held að við
förum ekki að
breyta neinu á þessu stigi,“ segir
Þórólfur. Aðspurður segir hann að
sá hópur starfsfólks sem hefur ver-
ið bólusettur í flugstöð Leifs Eiríks-
sonar séu þeir sem eru í nánu sam-
neyti við alla farþega sem koma til
landsins, til dæmis tollverðir og
lögreglumenn á vellinum.
gunnhildursif@mbl.is
Ekki útlit fyrir að forgangsröðun breytist
Þórólfur
Guðnason
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon