Morgunblaðið - 02.03.2021, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2021
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Að minnsta kosti 2.200 jarðskjálftar
mældust á Reykjanesskaga frá því á
miðnætti aðfaranótt mánudags og til
miðnættis í gær. Þeir hafa líklegast
verið töluvert fleiri, enda ljóst af orð-
um vakthafandi jarðfræðings á Veð-
urstofunni í gærkvöldi að skjálfta-
hrinan í kringum Fagradalsfjall er
ekki farin að sýna nein merki þess að
vera í rénun. Þetta heldur bara
áfram, sagði jarðfræðingur á vakt við
Morgunblaðið í gær. Óljóst er hvort
búast megi við fleiri stórum skjálftum
á borð við þá stærstu sem urðu í gær.
Annar þeirra varð klukkan 1.31 að-
faranótt mánudags og var upp á 4,9.
Hinn var stærri og reið yfir klukkan
16.35 í gær.
Kristín Jónsdóttir náttúruvár-
sérfræðingur hjá Veðurstofunni
sagði í samtali við mbl.is í gær að
færslur á yfirborði jarðar bentu helst
til þess að kvikugangur væri hafinn
undir jarðskjálftasvæðinu. Hún tók
þó fram að vel gæti verið að hrinan
renni sitt skeið á enda án þess að eld-
virkni verði vart. Slíkt hafi oft gerst.
Upplýsingamiðlun gagnrýnd
Vefur Veðurstofunnar hefur ekki
staðist álagið sem jarðskjálftavirkni
kallar fram. Í fyrrakvöld lá hann niðri
í klukkustund eftir að skjálfti af
stærðinni 3,8 gekk yfir. Í tilkynningu
frá stofnuninni sagði að vefurinn hafi
ekki staðist þær kröfur sem stofn-
unin sjálf gerir.
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor
emeritus í íslenskri málfræði, gagn-
rýndi Veðurstofuna á mbl.is í gær
fyrir að halda aðeins úti Twitter-
aðgangi á ensku en ekki líka íslensku.
snorrim@mbl.is
Engin merki um að jarð-
skjálftavirkni sé í rénun
Morgunblaðið/Eggert
Sprungur Jarðeðlisfræðingar skoða
sprungur í vegi við Grindavík.
Eldgos talið
líklegra en áður
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Náttúruhamfaratrygging Íslands
(NTÍ) hafði í gær fengið 15 tilkynn-
ingar um tjón vegna jarðskjálftanna
undanfarna daga. Framkvæmda-
stjórinn telur ekki líklegt að neitt
þeirra fari yfir eigin áhættu húseig-
enda. Sérfræðingur stofnunarinnar
metur áhrif stærsta skjálftans í síð-
ustu viku svipuð og stærsta skjálft-
ans í október en þá náði tjón á einu
húsi yfir sjálfsábyrgð húseiganda.
Jarðskjálftahrinan sem nú stend-
ur yfir hófst á miðvikudaginn í síð-
ustu viku. Í gærmorgun höfðu Nátt-
úruhamfaratryggingu Íslands borist
tilkynningar um 15 tjón á hús-
eignum og innbúi eða öðru lausafé.
Það virðast allt minni háttar tjón
sem ekki eru líkleg til að ná yfir eig-
in áhættu eigenda, að sögn Huldu
Ragnheiðar Árnadóttur, fram-
kvæmdastjóra NTÍ. Eigin áhætta er
400 þúsund krónur á hverri fasteign
og 200 þúsund á lausafé sem þýðir
að stofnunin greiðir ekki tjón innan
þeirra marka. Þá þarf fólk að vera
með innbús- eða heimilistryggingu
til að njóta tryggingaverndar Nátt-
úruhamfaratryggingar vegna jarð-
skjálfa og annarra náttúruhamfara.
Hulda hvetur fólk til að meta
sjálft hvort líklegt sé að tjónið fari
yfir eigin áhættu áður en það til-
kynnir tjón, til þess að draga úr
óþarfa álagi og umsýslu vegna til-
kynninga sem ekki muni leiða til
greiðslu bóta.
Svipuð áhrif og í október
Náttúruhamfaratrygging er í
samvinnu við Rannsóknarmiðstöð
Háskóla Íslands í jarðskjálftaverk-
fræði sem staðsett er á Selfossi og
heldur úti hröðunarmælum í bygg-
ingum á helstu jarðskjálftasvæðum,
meðal annars á Reykjanesskag-
anum og Suðurlandi. Jón Örvar
Bjarnason, sérfræðingur í tjóna- og
áhættumati hjá NTÍ, segir að með
þeim upplýsingum sé hægt að áætla
hversu mikil álag jarðskjálftar hafi
valdið á mannvirki.
Stóri jarðskjálftinn sem var vest-
ur af Krýsuvík 20. október og mæld-
ist 5,6 að stærð olli tjóni á einu húsi
umfram eigin áhættu eigenda. Hús-
ið var nálægt upptökum skjálftans.
Stóri skjálftinn sl. miðvikudag var
heldur stærri, eða 5,7, en í svipaðri
fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.
Jón Örvar segir að orkan í jarð-
skjálftunum tveimur og áhrif á hús-
byggingar séu metin svipuð. Því
hafi starfsfólk NTÍ ekki áhyggjur af
því að teljandi tjón hafi orðið það
sem af er í yfirstandandi jarð-
skjálftahrinu.
Jón Örvar segir að það eigi ekki
að valda skemmdum á húsum þótt
margir nokkuð öflugir jarðskjálftar
ríði yfir, eins og áberandi hefur ver-
ið í yfirstandandi hrinu. Ef hins veg-
ar jarðskjálfti valdi skemmdum á
burðarvirki húss geti annar eins eða
fleiri skjálftar aukið skemmdirnar.
15 tilkynningar
um tjón eftir
skjálftahrinuna
Tjón af jarðskjálftum til þessa al-
mennt innan eigin áhættu húseigenda
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Reykjanes Oft hrynur grjót úr
fjallshlíðum í jarðskjálftum.
Jarðskjálftar
» Jarðskjálftahrinan sem nú
stendur yfir hófst að morgni
miðvikudags í síðustu viku.
» Óvenjumargir öflugir jarð-
skjálftar hafa komið og margir
þeirra fundist á höfuðborgar-
svæðinu og nálægum lands-
hlutum, auk Reykjaness.
» Slíkar hrinur geta staðið
lengi en jarðvísindamenn segj-
ast ekki sjá nein skýr merki um
eldsumbrot.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Þorvaldur Þórðarson, prófessor í
eldfjallafræði við Háskóla Íslands,
sagði að hraunflæðisspá eldfjalla-
fræði- og náttúruvárhóps HÍ miðist
við að mestar líkur á eldgosi séu
þar sem jarðskjálftavirknin er
mest. „Ef þessi virkni færist inn í
önnur kerfi, eins og til dæmis
Krýsuvík, þá geta forsendur breyst
og líklegasta staðsetning eldgoss
færst þangað,“ sagði Þorvaldur.
Hann sagði vitað að gígar og
sprungur gusu fyrir ofan Hvassa-
hraun á sínum tíma. Þaðan rann
hraun niður að sjó þar sem Vell-
irnir í Hafnarfirði eru nú. „Hvassa-
hraun er því ekkert „stikkfrí“ í
þessu samhengi,“ sagði Þorvaldur.
Hann sagði menn þurfa að gera sér
grein fyrir því að Reykjanesskag-
inn byggðist upp í eldgosum. Þess
vegna er hann ofansjávar. Það á
því ekki að koma á óvart ef þar
verður eldgosavirkni því svæðið er
enn eldvirkt.
„Einhvern tíma kemur að því að
það gýs þarna, en það þarf ekki að
vera gos á leiðinni núna,“ sagði
Þorvaldur. Þegar næst gýs á
Reykjanesskaga verður það líkleg-
ast hraungos. Því getur fylgt
gjóskumyndun og einhver sprengi-
virkni í gígum sem líklega verður
þó í veikari kantinum miðað við
fyrri eldgos á Reykjanesskaga.
„Við finnum engin merki um stór
sprengigos á Reykjanesskaga. Þar
hafa orðið gjóskumyndandi gos en
þau eru yfirleitt mjög staðbundin.
Eitt eldgos sem varð þarna á 13.
öld sendi frá sér gjósku í einhverj-
um mæli. Miðaldalagið sem frá því
kom er einhverjir sentimetrar þar
sem það er þykkast í byggð. Nú
erum við fyrst og fremst að horfa
til hraunflæðis ef það gýs og ég
held að það verði helstu áhrifin af
eldgosi á Reykjanesskaga,“ sagði
Þorvaldur. Hann sagði að slíku
gosi geti fylgt eitthvert gjóskufall
en ólíklegt er að það muni leggja
byggðarlög í rúst.
„Ef það kemur til eldgoss ein-
hvers staðar á Reykjanesskaga
munum við geta reiknað út
viðbragðstímann. Við þurfum
að vera upplýst um hvað
þarna getur gerst og eins
að vera viðbúin því að
takast á við það, ef
það gerist,“ sagði
Þorvaldur. „Eld-
gos á Reykjanes-
skaga þýðir ekki
nein endalok.
Menn munu
halda áfram að
búa á Reykjanes-
skaganum.“
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
Hraunfl æðilíkan
*Útreikningar miða við að gjósi með 500 m
millibili innan líklegustu svæða samkvæmt
eldsuppkomuspá. Líta ber á þessa greiningu
sem spá og hjálp í að skilja hvað getur gerst
ef til elds kemur.
Heimild: Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands
Hraunfl æðilíkan
Eldvirk svæði, Reykjanes,
Krýsuvík og Brennisteinsfjöll
Möguleg stað-
setning fl ugvallar
í Hvassahrauni
Hraunfl æðilíkan
– ef af gosi verður
við Trölladyngju*
Reykjanesskagi
Eldvirkt svæði
KEFLAVÍK
NJARÐVÍK
VOGAR
SANDGERÐI
HAFNIR
GRINDAVÍK
HAFNARFJÖRÐUR
Straumsvík
Bláfjöll
Reykjanes-
virkjun
Svartsengi
Kefl avíkur-
fl ugvöllur
Kúa-
gerði
Kleifarvatn
Þorbjörn
Krýsuvík
Fagradalsfjall
Trölladyngja
Keilir
REYKJAVÍK
GARÐUR
Reykjanes
Krýsuvík
Brenni-
steinsfjöll
Heimildir: Journal of Volcanology and Geothermal Research.
Flugvallarkostir á höfuðborgarsvæðinu – Sameiginleg
athugun ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group
Eldstöðvar gusu ofan
við Hvassahraun
Reykjanesskaginn er enn eldvirkur, segir prófessor
„Það er öruggt að einhvern
daginn verður eldgos á skag-
anum enda er hann byggður
upp af ungu gosbergi og að
stórum hluta hraunum sem
mynduðust eftir að jökla
leysti (þ.e. á síðustu 12.000
árum) og sum þeirra á sögu-
legum tíma,“ skrifar Þorvald-
ur Þórðarson á Facebook-síðu
eldfjallafræði- og nátt-
úruvárhóps HÍ. Hann segir
að meðalstærð hrauna frá
sprungugosum á Reykja-
nesskaga þeki að með-
altali 10 km2 og hafi flætt
um 5 km frá upptökum.
Stærstu þekktu hraunin
þekja yfir 60 km2 og
flæddu 15-20 km.
Hraun frá hraun-
skjöldum hafa flætt
allt að 30 km frá
upptökum eld-
gossins.
Einhvern
daginn gýs
SAGAN
Þorvaldur
Þórðarson
Skjálftahrina á Reykjanesskaga