Morgunblaðið - 02.03.2021, Síða 6

Morgunblaðið - 02.03.2021, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2021 Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is Vefuppboð nr. 528 Sigurjón Ólafsson uppboði lýkur á morgun, 3. mars Louisa Matthíasdóttir Forsýning á verkunum hjá Fold uppboðshúsi og á vefnum uppbod.is PERLUR í íslenskri myndlist Á uppboð.is Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta gengur mjög hratt og vel hjá okkur. Flæðið er mjög gott. Um leið og við fáum bóluefni erum við snögg að koma því í fólk. Það væri gott að fá aðeins meira efni því þá gengi þetta enn hraðar,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Heilsugæslan mun í dag og á morgun bjóða öllum íbúum höfuð- borgarsvæðisins sem fæddir eru ár- ið 1939 eða fyrr upp á bólusetningu gegn kórónuveirunni. Að sögn Ragnheiðar eru um það bil 3.500 manns í þessum hópi. Fólk í þess- um hópi hefur fengið boð í bólu- setningu með SMS-skilaboðum en Ragnheiður hvetur þá sem tilheyra hópnum en hafa ekki fengið boð að mæta í Laugardalshöll í dag eða á morgun frá 9-15. Hafa þarf skilríki meðferðis. Samkvæmt upplýsingum frá sótt- varnalækni verða um 8.900 einstak- lingar bólusettir hér á landi í vik- unni um allt land. Alls fara 4.600 skammtar af bóluefni Pfizer til fólks í aldurshópnum 80 ára og eldri og 4.300 starfsmenn hjúkr- unar- og dvalarheimila verða bólu- settir með bóluefni frá AstraZe- neca. Í gær var bólusetning hafin hjá 8.483 Íslendingum að því er fram kom á covid.is en 12.600 höfðu verið fullbólusettir. Ragnheiður segir aðspurð að hún viti ekki nákvæmlega hvenær byrj- að verður að bólusetja fólk í hópi 70 ára og eldri. „Samkvæmt bólusetn- ingardagatalinu ættum við að ná því bráðlega en ég veit ekki hvenær nákvæmlega. Vonandi verður það á næstunni. Svo fara að detta inn hópar af fólki með langvinnan heilsuvanda.“ Tæplega níu þúsund bólusettir í vikunni  Eiga von á fjölmenni í Laugardalshöll Morgunblaðið/Eggert Bólusetning Um 3.500 manns 80 ára og eldri mæta í Laugardalshöll. Andrés Magnússon andres@mbl.is Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kom á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í gær og svaraði spurning- um um samskipti sín og lögreglu- stjórans á höfuðborgarsvæðinu á að- fangadag. Var það gert að beiðni Andrésar Inga Jónssonar, þing- manns Pírata, en undir hádegi í dag á Halla Bergþóra Björnsdóttir lög- reglustjóri að koma fyrir nefndina. „Fundurinn leiddi það í ljós, sem við vorum að leita eftir, en skildi eftir einhverjar spurningar, sem við fáum kannski svör við hjá lögreglustjóra á morgun,“ segir Andrés Ingi í samtali við Morgunblaðið. „Ráðherrann var ekkert að víkja sér undan spurning- um, kom bara hreint til dyranna. Það er mikilvægt fyrir ráðherra að vera í góðu sambandi við forstöðumenn undirstofnana, en það má spyrja hvort hvort hún hefði þarna ekki átt að fela öðrum að leita þeirra svara.“ Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einnig í nefndinni og þykir ljóst að ráðherra hafi aðeins sinnt skyldum sínum. „Ef menn ætla að gera það tortryggilegt og hafa slík símtöl að tilefni til þess að kalla ráðherra á fund stjórnskip- unar- og eftirlitsnefndar, þá mun nefndin ekki gera mikið annað.“ Uppákoma á aðfangadag Tilefni þessara spurninga voru símtöl dómsmálaráðherra við lög- reglustjórann á aðfangadagsmorg- un, þar sem hún spurðist fyrir um verklagsreglur lögreglunnar við svo- nefndar færslur „úr dagbók lögregl- unnar“, sem birtar eru fjölmiðlum. Fyrr um morguninn hafði birst þar óvenjuleg færsla um að „háttvirtur ráðherra“ hafi verið í fjölmennu samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláks- messu þrátt fyrir samkomubann. Ráðherrann reyndist vera Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, en eigendur Ásmundarsalar mótmæltu því hins vegar að um samkvæmi hefði verið að ræða, þar hefði verið hefðbundin sölusýning og því hafnað að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma sölusýningar á Þor- láksmessu hefðu verið brotnar. Rannsókn lögreglu hófst milli jóla og nýárs, en lauk ekki fyrr en í fyrri viku og var vísað til ákærusviðs. Al- mennt hefur sektarboðum verið beitt vegna brota á sóttvarnalögum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sölusýning Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sést hér fala mynd á ár- vissri sölusýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu fyrir jólin 2019. Svaraði spurn- ingum um símtöl  Dómsmálaráðherra fyrir þingnefnd Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Börn í Fossvogsskóla sem áður hafa fundið fyrir einkennum vegna myglu eru enn næm fyrir myglugró. Myg- lugró finnst enn í skólanum þrátt fyrir aðgerðir borgaryfirvalda til þess að útrýma henni. Þetta stað- festir sveppafræðingur Náttúru- fræðistofnunar Íslands við Morgun- blaðið. Foreldrar barna í Fossvogsskóla eru margir hverjir langþreyttir á því sem þeir segja vera vanhæfni Reykjavíkurborgar til þess að takast á við vandann. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að árangur hafi náðst í þeim aðgerðum sem ráðist var í en viðurkennir að vonbrigði séu að enn finnist myglugró í Fossvogs- skóla. Þrátt fyrir að ekki finnist eiginleg mygla í Fossvogsskóla lengur, held- ur aðeins myglugró, er enn um að ræða skaðlegt efni sem getur valdið einkennum hjá þeim sem hafa veikst vegna myglu. „Þetta er ekki mygla heldur myg- lugró,“ segir Helgi Grímsson, sviðs- stjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. „Munurinn á því er eins og munurinn á blómi og fræi. Engin sýnataka hefur staðfest myglu frá því seinasta sumar.“ Þar vísar Helgi í niðurstöður Náttúrufræðistofnunar Íslands, sem tiltækar voru í desember í fyrra, en ekki kynntar foreldrum fyrr en í febrúar. Þetta hafa foreldrarnir gagnrýnt en Helgi segir að mikil- vægt sé að tryggja að búið sé að fara yfir slíkar upplýsingar, sem koma frá sérfræðingum, áður en þær eru kynntar formlega. Þola ekki snertingu Karl Óskar Þráinsson, formaður foreldrafélags Fossvogsskóla, segir að foreldrar séu langþreyttir á mál- inu. Viðbrögð og framferði borgaryf- irvalda einkennist af vanhæfni og áhyggjuefni sé að stærsta sveitarfé- lag landsins ráði ekki við vandann í Fossvogsskóla. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur er sú sem unnið hefur með sýni fyrir Náttúrufræði- stofnun Íslands, þar sem hún starf- ar. Guðríður staðfestir að myglugró geti verið skaðleg þeim sem áður hafa fundið einkenni vegna myglu. „Fyrir þessi börn sem eru næm og hafa orðið veik af því að vera í mygl- uðum aðstæðum, þau þola í raun og veru enga snertingu við sveppakyns efni, hvort sem það er dautt eða lif- andi,“ segir Guðríður. Efnin sem enn finnast í Fossvogsskóla eru skaðleg  Börnin í Fossvogsskóla eru enn næm fyrir myglugró Morgunblaðið/Eggert Skólinn Myglugró finnst enn í skól- anum en ekki eiginleg mygla. Háskólayfirfærsla Kvikmyndaskóla Íslands (KVÍ) er í vinnslu, sam- kvæmt tilkynningu frá skólanum. Skólinn hóf starfsemi á vorönn sem háskóli í viðurkenningarferli eftir að hafa allt síðasta ár unnið að skipu- lagsbreytingum og gagnavinnslu vegna yfirfærslunnar. „Skólinn fylgir ferli sem hófst með nýjum þjónustusamningi sem gerður var við skólann í júlí 2019. Þar komu fram áform Kvikmyndaskólans um háskólayfirfærslu. Í janúar 2020 var síðan lögð inn formleg umsókn til ráðuneytis,“ segir í tilkynningu KVÍ. Þar segir jafnframt að samkvæmt fréttaflutningi Ríkisútvarpsins og Listaháskóla Íslands megi skilja að val hafi átt sér stað við þá ákvörðun mennta- og menningarmálaráðu- neytisins að heimila undirbúning samningagerðar við Listaháskólann um stofnun kvikmyndadeildar við skólann. „Þetta er kynnt eins og úthlutun hafi átt sér stað eftir keppni. Þetta er misskilningur. Í tilkynningum sem mennta- og menningarmálaráðu- neytið sendi frá sér til fjölmiðla, kem- ur skýrt fram að áform Listaháskól- ans hafi engin áhrif á framgang umsóknar Kvikmyndaskólans sem nú er í vinnslu í ráðuneytinu,“ segir í tilkynningunni. Samkvæmt háskólalögum ber ráð- herra að fá umsögn þriggja óháðra sérfræðinga áður en háskólaviðurkenning er veitt. Kvikmyndaskólinn hefur verið tilbú- inn að taka á móti sérfræðingahópi síðan í september 2020. Áætlanir og óskir Kvikmyndaskólans til ráðu- neytis er að sérfræðingarnir ljúki vinnu sinni ekki síðar en í júní næst- komandi, þannig að formleg við- urkenning geti legið fyrir eigi síðar en í upphafi haustannar. Ferillinn hefur þá tekið 24 mánuði í ráðuneyt- inu.“ Aukinna fjárveitinga vegna yf- irfærslunnar er ekki óskað. Áform LHÍ hafi engin áhrif  Háskólayfirfærsla Kvikmyndaskóla Íslands enn í vinnslu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.