Morgunblaðið - 02.03.2021, Side 8

Morgunblaðið - 02.03.2021, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2021 FERSKT OG GOTT PASTA TILBÚIÐ Á ÖRFÁUM MÍNÚTUM! Venesúela er ekki eina ríki Mið-og Suður-Ameríku sem orðið hefur sósíalismanum að bráð. Kúba er sjálfsagt þekktasta dæmið en Nikaragva er annað dæmi og slæmt. Sigurður Már Jónsson blaða- maður gerir ástand- ið þar að umtalsefni í pistli á mbl.is og bendir á að óöld hafi ríkt þar um árabil. Efnahagur landsins hafi versnað til muna og ríkið sé nú meðan þeirra fátækustu í Mið- Ameríku og mannréttindi eigi mjög undir högg að sækja.    Sigurður Már skrifar: „Sósíal-istastjórnin sem ræður nú ríkj- um í Nikaragva hefur sýnt hið rétta eðli sósíalismans. Óstjórn, harð- ræði, spilling og ofsóknir gagnvart pólitískum andstæðingum eru nú daglegt brauð. Fólkið þjáist og eng- ar breytingar sjáanlegar enda búið að taka hin lýðræðislegu ferli úr sambandi.“    Og hann heldur áfram: „Eins oggerist oft hjá sósíalískum stjórnum hefur eignarrétturinn verið tekinn smám saman úr sam- bandi og þannig hefur nánast öll er- lend fjárfesting horfið. Formlega segjast stjórnvöld áhugasöm um er- lendar fjárfestingar en skortur á gagnsæi og fyrirsjáanleika dregur úr áhuga hugsanlegra fjárfesta. Um leið hefur stjórnin hert tök sín á hæstarétti landsins sem er orðin pólitísk framlenging af ríkisstjórn Daniels Ortega.“    Hér á landi eru þeir til semdaðra við sósíalisma, ýmist beint eða óbeint. Þeir mættu gjarn- an líta til þess „árangurs“ sem þessi stefna hefur skilað þar sem hún hefur verið reynd, hvort sem er nú um stundir eða fyrir nokkrum ára- tugum. Sigurður Már Jónsson Sósíalisminn heltekur Nikaragva STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ „Við erum gríðarlega ánægð með þennan dag. Hann er nógu langt í burtu til þess að maður á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af Covid en við náum samt að halda þessu innan ársins,“ segir Ísleifur B. Þórhalls- son, tónleikahaldari hjá Senu. Tilkynnt var í gær að tónleikum ítalska tenórsins Andrea Bocelli sem áttu að fara fram í Kórnum í apríl hefði verið frestað til laugardagsins 27. nóvember. Miðar gilda sjálfkrafa á nýju dagsetninguna en hægt er að óska eftir endurgreiðslu á næstu tveimur vikum ef hún hentar ekki. Fleiri viðburðum hefur verið frestað vegna samkomutakmarkana af völdum kórónuveirunnar. Þannig var tilkynnt á dögunum að tónleikum hljómsveitarinnar Skunk Anansie, sem áttu að vera 5. júní, hefur verið frestað til 6. nóvember. Þeir áttu upphaflega að vera í október á síð- asta ári. Ísleifur segir að til skoðunar sé að færa uppistand Trevors Noahs sem á að vera í maí. Hið sama gildi um tónleika Khalids sem áformaðir eru 14. júlí. „Fólk hefur tekið vel í þessar tilfærslur og er duglegt að halda í miðana sína. Það vill fara á þessa við- burði og því er fáum miðum skilað. Fyrir vikið er enn þá lítið af miðum í boði en eitthvað þó.“ hdm@mbl.is Stórum viðburðum frestað á ný  Andrea Bocelli og Skunk Anansie í nóvember  Frekari frestanir í skoðun Morgunblaðið/Jón Svavarsson Frestað Ítalski tenórinn Andrea Bocelli er væntanlegur í nóvember. Erla Wigelund, kaup- maður í Verðlistanum í Reykjavík, lést á Hrafnistu Laugarási í Reykjavík 22. febrúar síðastliðinn, 92 ára að aldri. Erla fæddist í Grindavík 31. desem- ber 1928, dóttir hjónanna Vilborgar Dagbjartsdóttur hús- freyju og Peters Wigelund skipasmiðs. Fljótlega eftir fæð- ingu Erlu flutti fjöl- skyldan til Keflavíkur og síðar til Reykjavíkur. Erla var í Barnaskóla Keflavík- ur, í barnaskóla í Reykjavík og lauk gagnfræðaprófi frá Ingimars- skóla við Lindargötu. Erla starf- aði um skeið á lögfræðistofu í Reykjavík og sinnti síðan versl- unarstörfum í snyrtivöruversl- uninni Oculus í Austurstræti. Um þær mundir sótti hún nám við Leiklistarskóla Ævars R. Kvaran en þar kynntist hún lífsförunaut sínum, Kristjáni Kristjánssyni tónlistarmanni. Kristján var hljómsveitarstjóri frægustu dans- og dægurlagahljómsveitar lands- ins á þeim árum, KK-sextettsins. Erla og Kristján stofnuðu og starfræktu verðlista sem í upphafi var pöntunarlisti sem fólki gafst kost- ur á að panta upp úr og fá sent í pósi. Þau hjónin tóku síðan upp á því að ferðast um landið og selja fatnað til fólks á landsbyggðinni. Bernskudraumur Erlu rættist svo þegar þau hjónin opnuðu verslunina Verðlistann við Laugalæk í Reykja- vík árið 1965. Erla stóð vaktina í Verð- listanum í 52 ár eða allt til ársins 2014. Erla var fyrsti formaður lions- klúbbsins Engeyjar. Hún sinnti ýmsum trúnaðarstörfum í þágu félagsins og var gerð að heiðurs- félaga árið 1990. Erla var einnig ötull talsmaður Kaupmanna- samtaka Íslands og var sæmd viðurkenningu samtakanna. Árið 2012 hlaut hún svo þakkar- viðurkenningu Félags kvenna í atvinnurekstri fyrir ævistarf sitt og fyrir að vera konum í atvinnu- lífinu hvatning og fyrirmynd. Eiginmaður Erlu var Kristján Kristjánsson, hann lést 2008. Þau eignuðust þrjú börn, Þorbjörgu, Pétur og Sigrúnu Júlíu. Andlát Erla Wigelund

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.